Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÖÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvemb. 1948 fóhanncs Slefánsson Fðlbið 01» Reimiainlnir 01 kðinhsaerfl ilðsllptarflfls Mikið er rætt og ritað um dýr- tíð, þótt meira sé ef til vill talað um mjólk og kjöt, að minnsta kosti held ég, að meginhluti starfstíma Alþingis fari í umræður og bolla- leggingar um þessar framleiðslu- vörur bænda og annað sem við kemur landbiinaðinum. Sjálfur út- vegurinn er sjaldan jafn ofarlega á dagskrá, og virðast ráðandi menn ekki vera með neinar áhyggjur út af því, þótt fiskverðið standi í stað, en allt sem þarf til bátaútvegsins stórhækki og afkoma þeirra, sem lifa á þessari atvinnugrein, einkum hlutarmannanna, versni miðað við dýrtíðina. ★ Það hafa engar nefndir verið skipaðar, til þess að finna út þær meðaltekjur, sem sjómaðurinn þarf til þess að lifa á, og því síður, að gerð hafi verið minnsta tilraun til þess að tryggja fiskimönnunum (eða verkamönnunum) lágmarks árstekjur með verðuppbótum eða rikisstyrkjum. Vísitölunefnd land- búnaðarins fann það út, að meðal- bóndi þyrfti 14.500 krónur sér til framfærslu á ári, og bjó það jafn- framt einhvernveginn til, að sjó- menn og verkamenn hefðu haft þessar tekjur að meðaltali undan- farið. Væru þessar vinnustéttir nefnd- inni mjög þakklátar, ef hún hefði vitað eða reiknað rétt, því t. d. hér á Norðfirði, sem er að tiltölu einn mesti útgerðarbær á landinu og fiskveiði hefur verið mjög sæmi- leg, eru tekjur sjómanna, að und- anskildum nokkrum útsiglingasjó- mönnum, árið 1942 7—10 þús. kr., en meðal tekjur verkamanna voru á sama tíma kr. 6200.00. Sést af þessu að allerfitt mun reynast fyr- ir fólk með þessar tekjur að kaupa mjög dýrar vörur, einkum þær sem reiknaðar eru eftir landbúnaðar- vísitölunni. ★ Við hljótum að gleðjast yfir því, að einni fjölmennustu stétt þjóð- félagsins, bændunum, er með lög- gjöf tryggðar lífvænlegar tekjur, svo að hún hafi aðstöðu til þess að lifa menningarlífi, reisa holl og rúmgóð íbúðarhús og koma land- búnaðinum í nýtízku horf. En fólk- ið við sjóinn hlýtur að gera þær kröfur, að þetta verði ekki gert til að rýra kjör þess, því þá verður þetta skammgóður vermir fyrir sveitafólkið, á meðan þjóðartekj- urnar eru aðallega komnar frá sjávarútveginum. Fólkið í þorpum og bæjum gerir eðlilega kröfu til þess að sitja við sama borð og þeir, sem búa upp til sveita, með því að fá fiskinn verðbættan og vinnu sína. Þjóðfélagið verður að tryggja þessum þegnum sínum sömu tekj- ur og bændunum, eða 14.500 kr. meðal árstekjur. Því má ekki verð- bæta hverja unna klukkustund verkamannsins og iðnaðarmanns- Jáhannes Stefánsson. ins? Vinnan er þeirra framleiðsla, þeirra sala á markaðinum. Ég tel það sjálfsagt, að allir þegnar þjóðfélagsins hafi góðar tekjur sér og sínum til framfærslu. Alþingi og ríkisstjórn hafa tryggt bændunum h'fvænleg kjör, þeim sem meðalbú hafa, og nú verður að halda áfram á sömu braut (ef það er þá ekki aðeins ætlunin að koma á hernaðarástandi á milli sjávarfólks og sveitamanna) og verðbæta úr ríkissjóði þorsk fiski- mannsins og vinnu verkalýðsins. ★ Ætlan mín, með þessari grein, var aðallega að benda á misrétti, sem við, sem búum utan Reykja- víkur og jafnvel Akureyrar, eig- um við að búa nú í verðlagsmál- unum, en sjaldan heyrast raddir í útvarpi eða sjást skrif í blöðum um sérstöðu fólksins úti á landi. Verðlagsstjóri hefur, fyrir hönd Viðskiptaráðs, gefið út margar til- skipanir um hámarksverð, og er ekk'i fyrir almenning að fylgjast með því öllu. Einu hef ég sérstak- lega tekið eftir, og það er það, að sjálfsagt þykir að láta okkur úti á landi hafa dýrari flestar vörur, en t Reykjavíkurbúa. í reglum um verðlagningu vara frá G. okt. þ. á., útgefinni af verð- lagsstjóra, segir svo: II. Þegar vara er keypt af inn- lendum aðila: 1. Þegar um er að ræða vörur, sem ákvæði um hámarksá- lagningu gilda um, skal miða álagninguna við kaupverð á innflutningshöfn eða fram- leiðslustað. Við það verð má bæta sannanlegum áföllnum sendingarkostnaði innanlands. 2. Ilámarksverð er miðað við framleiðslustað, eða innflutn- ingshöfn. Við það má bœta sannanlegum áföllnum send- ingarkostnaði innanlands. ★ Hvað þýða þessar reglur? Hvorki meira né minna en það, að okkur, sem búum utan Reykjavík- ur, sem er aðalframleiðslustaður og innflutningshöfnin, eru seldar mun dýrari flestallar vörur, sem við þurfum á að halda. Þessar reglur eða þessi aðferð viðskiptaráðs miðar að því, að gera dýrtíðina meiri úti á landi en í höfuðstaðnum, en við búum við sömu verðlagsvísitölu og Reykja- vík, er hún miðuð við verðlag þar. Þetta er bein kauplækkun hjá % hlutum þjóðarinnar. Sendingar- kostnaður og umbúðir er venju- lega 2—15% af verði vörunnar, oftast 6—10%, og hefur farið hér austanlands upp í 22%. Ég vil aðeins sýna nokkur dæmi, því það yrði of langt mál að telja hér upp allar hámarksvörur: Ilámarksverð í smásölu: Rvík. Norðfj. Smjörlíki kg. kr. 5.00 kr. 5.40 Kaffibætir — — 7.00 — 7.40 ★ Brennt og malað kaffi, fiskiboll- ur, þvottaefni, sápur o. fl. vörur eru 40 aurum dýrari hvert kíló utan Reykjavíkur. Hver ölflaska kostar 40 aurum og jafnvel meira sumsstaðar úti á landi, og sama má segja um álagningu tóbaks. Er greinilegt af þessu að meðal fjölskylda úti á landi þarf að greiða mörgum hundruðum króna meira fyrir neyzluvörur sínar en jafnstór fjölskylda í Reykjavík. Nú er ekki hægt að segja að menn kaupi mjólk og kjöt hærra verði í Reykjavík en öðrum kaupstöðum og þorpum. Mismunurinn á því að lifa í Reykjavík og utan hennar fer síminnkandi, og virðast dýrtíð- arlögin ætla að reyna að snúa þessu við. Víðast utan stærstu kaupstað- anna verður fólk að kaupa raf- magn háu verði, kr. 1.50 kwst. til kr. 2.00, og kol eru einnig víða mjög dýr. í Reykjavík er kola- notkun að hverfa og rafmagn er þar til ljósa, suðu, hitunar og iðn- aðar með mjög lágu verði. Eru því Ijós, hiti og suða miklum mun ó- dýrari í Reykjavík en víðast utan hennar. ★ I Viðskiptaráð þarf að endurskoða I þessar álagningarreglur sínar, og ef það verður ekki gert liið bráðasta, gera kjósendur, utan af lands- byggðinni, þær kröfur til Alþingis, að þetta misrétti verði leiðrétt þeg- ar á þessu ári. Þetta skiptir fólkið mjög miklu, ekki sízt í sjávarþorp- unum, þar sem aðálframleiðsluvar- an er alltaf í sama verði, hefur jafnvel lækkað, og árstekjur all- flestra manna eru aðeins milli 5 og 10 þús. kr. Vænti ég að þetta verði hið bráð- asta leiðrétt og jafnframt að AI- þingi sjái sér fært að taka til at- hugunar, hvort ekki væri tiltæki- legt að verðbæta. úr ríkissjóði verkamönnunum og iðnaðarmönn- unum ffskihlutinn sinn, svo og öðr- um stéttum sem lágt kaup hafa. Næmi þessi verðbæting svo miklu „Hvað getur hann aum- ingja Stebbi gert að því“? Hann Stefán hérna Pétursson skrifaði um misnotkun ríkisútvarps- ins í blaðið sitt, Alþýðublað er það kallað nýlega. Fyrst var það sjálf- stæðismálið. Stefán segir, að ein- staklingum hafi haldizt það uppi að gera sjálfstæðismálið, viðkvæmasta deilumál þjóðarinnar, sem stend- ur, að umtalsefni í erindaflokknum um daginn og veginn af því líkri hlutdrægni, að allar hlutleysisreglur útvarpsins hafi verið þverbrotnar.“ Ekki ,^etur hann Stebbi við Alþýðu- blaðið gert að því, þó bróðir hans í undanhaldi, Gylfi Þ. Gíslason, yrði til þess að hefja fjas um sjálfstæð- ismálið í „hið hlutlausa ríkisút- varp.“ En það var nú ekki þetta með sjálfstæðismálið, sem Stefán vildi fyrst og fremst sagt hafa, hann ætlaði annað og hann komst þangað áður en hann sleppti pennanum. Hann segir sem sé, að það sé annað en misnotkun útvarpsins í sjálfstæð ismálinu, sem vakið hafi „undrun og óánægju" og það er „hvemig kom- múnistum hefur verið látið haldast. uppi að læða Rússlandsáróðri inn í útvarpið, við öll hugsanleg tæki- færi.“ Hámarkinu nær Stefán í niðurlagi greinarinnar, eins og vera ber. Þar segir: „Það verður ekki lengur við það unað, að ríkisútvarpið sé misnotað á þennan hátt. Menn furða sig fyrir löngu á því, að útvarpsráð eða aðr- ir, sem yfir útvarpið eru settir, skuli ekki hafa séð sóma sinn og bein- línis embættisskyldu í því að binda enda á slíkan ófögnuð. En úr því að þeir hafa ekki gert það, virð- ist ekki annað fyrir hendi, en að opinberir erindrekar erlends valds, hér á landi, njóti beinlínis sérstöðu til þess að nota ríkisútvarpið sem áróðurstæki fyrir erindsrekstur sinn.“ Bæjarpósturinn vill ekki að menn séu vondir við Stefán út af þessu né öðru, því hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé með „kom- plex“? og hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann gangi að Al- þýðuflokknum dauðum? „Ja, hvað getur hann Stebbi, aum- ingja Stebbi gert að því“? Morgnnblaðið deilir við herra sinn Ýmsar undarlegar setningar sjást nú öðru hvoru á síðum Morgrm- blaðsins. Setningar sem bera það með sér, að geigur fer nú um sál þeirra manna sem ráða blaðinu, um að grundvöllur sá er stjórnmála- stefna þeirra hvílir á sé að bila, og andvörp þessara manna berast út af vörum þeirra í allskonar mynd um, eins og t. d. að núverandi þjóð skipulag sé orðið úrelt o. s. frv. Sunnudaginn 14. þ. m. birtist grein í Morgunblaðinu undir nafninu „Kirkjan“. Og textinn sem lagt er út af er: Enginn kann tveimur herr um að þjóna. Verður ekki séð hvern ig höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins fer að halda slíku fram, þar sem flokkurinn hefur það á sinni stefnu skrá að þjóna ekki aðeins tveimur að hver meðalfjölskylda hefði eigi lægri árslaun en 14.500 kr. Myndi verðuppbótarlöggjöfin alveg bjarga auðvaldsskipulaginu, og þyrftum við þá ekki að vera að berjast fyrir nýju réttlátu þjóð- skipulagi, en það ætti yfirstéttin að skilja og láta þ'essa nýbreytni því koma til framkvæmda hið fyrsta. Jóhannes Stefánsson. heldur mörgum. Hann er ílokkur allra stétta!! Þessir tveir herrar sem Morgunblaðið telur að ekki sé hægt að þjóna í senn eru Kristur og Mammon, eða friðarhöfðingin® og auðmagnið, eins og blaðið kemst að orði. „Það er einkennilegt og þó næsta algengt að sjá menn verða miklu verri menn er féð er annars- vegar“, segir þetta blað auðmann- anna á íslandi, en þá er eins og hvíslað sé frá hinum „dökka og mikilúðlega“: Gleymið ekki hverj- um þér þjónið. Greinarhöfundurirm áttar sig og skrifar, að auðvitað skipti það engu máli hvort menn séu fátækir eða ríkir í þessu sam- bandi. Og á þessari réttu „línu“ heldur hann sig nokkra stund, ea svo slær út í fyrir honum aftur. Hann fer að tala um hinn sígilda sannleika „að mikið vilji meira“, og það leiði til harðdrægni í við- skiptum og fullkomins miskunnar- leysis við náungann. Og að síðustu kemst höfundur þessi allra stétta þjónn að þeirri niðurstöðu, að illdeilur, styrjaldir og fjandskapur sé að miklu leyti auð- magninu að kenna. Slík niðurstaða er engin ný uppgötvun fyrir sósíal- ista, þeir hafa alltaf skilið þau sann indi; að meðal annars byggja þeir baráttu sína á þeim forsendum að Mammon, auðmagnið sé óvinur mannkynsins sem hverjum góðum dreng beri að standa gegn. Og þeg- ar vilji til slíks lætur á sér bæra í fremstu víglínu auðvaldsins á ís- landi, þá er það sósíalistum auðvit- að fagnaðarefni, því það sannar sig- ur réttlætisins yfir ranglætinu. Og nefndum greinarhöfundi skal að lok um ráðlagt það að losa sig með öllu undan áhrifum „hins dökka og mikilúðlega" og skipa sér undir merki „friðarhöfðingjans" í hópi sósíalistanna. Þá mun af honum létt þeirri kvöð að þjóna fleirum ea einum herra. k. Eiðrofsmálið Það væri synd að segja, að fólk- ið vantaði umræðuefni um þessar mundir. Hin stóru hneykslismál sem nú hafa rekið hvert annað undan- farið, fyrst eiðrofsmálið, og síðar kjöt- og bjúgnanámumálin m. m. hefur tekið svo hug fólksins, að það man varla eftir hinu venjuleg- asta umræðpefni dagsins, að tala um veðrið, jafnvel þótt á sé slyddu- kafald af norðaustri. Um hið margumrædda eiðrofsmál kemur velflestum saman um að veslings Ólafur Thors sé í því engu aumari en Hermann og Eysteinn, þótt vissulega hafi þeir félagar ætl- að, „að slá sér upp“ með þvi að ljóstra eirofinu upp um Ólaf. Allir heilvita menn sjá að þessi „heilaga þrenning“ er að öllu leyti jafnsek ef rétt er frá skýrt af báðum aðil- um, n.fl. verzlunarbraskinu með réttlætismálin, og vitanlega ofbýð- ur öllum hugsandi mönnum við því úthafi spillingar sem fólkið verður við að búa af þeim sem með völd- in fara. Um þetta mál segir séra Björn Jarðarritstjóri í Þjóðólfi: „Ef hr. Ólafur Thors er ekki eiðrofi, þá eru þeir hr. Eysteinn Jónsson og hr. Hermann Jónasson opinberir ó- sannindamenn og mannorðsþjófar af versta tagi, og eiga ekki að þolast á Alþingi, séu þeir það hinsvegar ekki, er Ólafur Thors eiðrofi, og þá er það hann sem verður að leggja niður þinimennsku." Það er margt. fleira í umræddri Þjóðólfsgrein sem vert er að veita athygli í þessu sambandi. Og fólkið spyr og spyr: „Skyldu nú ekki háttvirtir kjósendurlofaslík um verzlunarbröskurum um mái þeirra að sitja heima eftir næstu. Alþingiskosningar" — jú, vonancS. >.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.