Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 3
Ifiramtudagur 18. nóvemb. 1948 3 ÞJÓÐVILJINÍÍ Lcíbfclag Rcybíavíhur: Eg hef komið hér áður Sjónleikur í þrem þáttum eftir J. B. Priestley Arndís Björnsdóttir og JónAÖils Gagnrýni og menning „Eg hef komið hér áður,'1 hugsar leikhúsgesturinn um leið og hann kemur inn í „leikhús- ið“ Iðnó — ,og ég vona að ég þurfi ekki að koma hingað mik- ið oftar til að sjá leikrit“. „Eg hef komið hér áður,“ — í meira en mannsaldur hefur bær, sem tífaldazt hefur að íbúatölu, orðið að sætta sig við ófært leikhús, af því dugnað og forsjálni skorti til að nota mann afl þúsundanna sem atvinnu- lausir voru, til að fullgera þjóð- leikhúsið. „Eg hef komið hér áður“ — og ég vil beita öllum viljamætti mínum til þess að þurfa ekki að koma hingað að ári á leik- sýningar“ — þarf leikhúsgest- rninn að hugsa, þegar hann fer út, — og hann getur breytt þessu umhverfi, ef hann 'vill. „Eg hef komið hér áður“ er leikrit' um mátt viljans til að ráða örlögum mannanna. Grund vallarefni þess er að því leyti svipað og í „Orðið“ eftir Kai Munk, þó annars séu þau ólík, nema ef það væri í því að þurfa endilega að skýra eðlilega hluti á sem leyndai'dómsfylstan og dulrænastan hátt. Hugmyndin, sem Dr. Görtler boðar í leiknum, og leikurinn að vissu leyti byggist á, er sú að menn lifi hvert æviskeiðið á fætur öðru sem eins konar persónur og áður, á sömu stöðvum, nema mönnum með einbeitingu viljans takist að fara út af hinni troðnu ævi braut sinni og skapa sér nýtt skeið. Höfundurinn, hinn vinsæli enski rithöfundur og útvarps- ræðumaður J. B. Priestley, tek- ur að vísu fram að skoðanir dr. Görtlers séu enganveginn skoð- anir hans. En undarlegt er það af honum að kjósa heldur að skapa sögu sína sjálfur í gervi dulspeki en íklæða það venju- legum formum átakanna milli vanans og viljans. Því augljóst er það, að sökum þess hve svip- að eðli manna er, kynslóð eft- ir kynslóð þá breyta þeir venju- lega svipað út frá svipuðum forsendum. Hver kynslóð eftir aðra hefur því eðli sínu sam- kvæmt, ríkar tilhneigingar til að endurtaka það, sem sú fyrri gerði, — nema hugsun og vilji mannanna sjálfra grípi inn í þessa „hring“-rás víðburðanna og mennirnir knýji sjálfa sig til að breyta betur og skynsam- legar en fyrr. Það er þessi barátta viljans og framtaksins við mannlega í- haldssemi og þolanda-háttar, er háð er með hverri kynslóð. Það er hún, sem skapar framfarir mannkynsins. Það er tvístigið, hikið, innbyrðis sálarbarátta þessara afla, sem Shakespeare gerði ódauðlegt 1 „Hamlet“. Það er vel farið að fá þennan boðskap um vald viljans til að skapa örlög mannanna, einmitt til þeirrar kynslóðar, sem hefur glæsilegast tækifæri allra kyn- slóða til að skapa sögu mann- kynsins betri og fegurri, en nokkru sinni fyrr, ef hún að- eins áttar sig á valdi vilja síns, — því hún getur það, sem hún vill. Leikritið er vel gert og skemmtilegt og „spenningur- inn“ sívaxandi, — en efni þess skal ekki rakið hér. III.. Indriði Waage hefur leik- stjórnina á hendi og efasamt er að honum hafi nokkru sinni tekizt betur en með þetta leik- rit. ' Einkum á það við um það hlutverk, sem hann hefur vaiið sjálfum sér. Indriði hefur aldrei leikið betur en þegar hann þarna leikur landflótta þýzkan háskólakennara, Dr. Görtler. Ó- gleymanlegt er það, þegar þessi, útlagi gengur út í lok 2. þátt- ar, brottrekinn, — bakið bogið, bældur hatturinn og svipurinn sem sæi maður Gyðinginn hundeltan land úr landi, er hvergi ætti höfði sínu að að halla. Ágætt gerfi, snögg -til- svör samfara skjótu viðbragði í hreyfingum, þegar áhugi „vís- indamannsins" varpar af hon- um ellibelgnum, — allt hjálp- ast að því að gera þetta hlut- verk að því bezta, sem Indriði hefur sést í. Allt öðru máli 6r að gegna um Val Gíslason, sem undan- farið hefur innt hlutverk sín svo ágætlega af hendi. í hlut- verki auðmannsins Walter Or- mund, virðist hann alls ekki njóta sín. Hlutverk 'þau, sem Valur hefur leikið bezt í undan- farið (í „Orðinu“ og „Lénharði“ t. d.), krefjast þróttar og vilja- festu, sem honum tekst mjög vel að túlka, en hinn taugaveikl- aði forstjóri Ormund-félagsins gerir litlar kröfur til þeirra eig- inleika fyrr en í sögulok. — Það skyldi heldur ekki undra mig þó Valur væri beinlínis þreyttur, gæti ekki lagt fram alla þá hæfileika, sem sést hef- ur að hann býr yfir. Það er ekkert smáræðis verk og and- leg áreynsla, sem heimtuð er af þessum leikurum okkar, sem vinna á daginn og æfa og leika á kvöldin. Alda Möller leikur Janet, konu Ormunds. Það er ánægju legt að sjá Öldu Möller aftur á leiksviði. Það er orðið langt síð an hún hefur sézt þar. Alda leikur þessa köldu, taugaó- styrku, brezku hefðarfrú vel, en leikhúsgestir virtust á frumsýn- ingunni gera sér einkennilega lítið far um að örfa þessa góðu leikkonu upp til að leggja fram það, sem hún á til. Ágætt er það atriði, er Janet Ormund og Oli- ver Farrant (Lárus Pálsson) taka að færast í áttina hvort *til annars, sitt frá hvorum enda leiksviðsins, rétt eins og örlaga nornir sitji að baki brúðuleik- húss og kippi í þræðina, — höfundinum er táknrænt að sýna þau sem ósjálfstæðar brúð ur á valdi „endurtekningarlög- máls“ hans. Bezt er Alda síð- ast, er hún má leggja meiri hita og tilfinningu í leikinn. Arndís Björnsdóttir leikur m Alda Möller og Lárus Pálsson Sally Pratt, þá hyggnu „Mörtu“ í veitingahúsinu „Svarta naut- inu“, og það með ágætum. Hin sístarfandi, sí-áhyggjufulla veit ingakona, raunsæ og hörð í horn Nú er íslenzka þjóðin að rísa úr ösku. Hlutverk þessarar kynslóð- ar er að brúa með nýjum afrekum djúpið milli nútíðar og þeirrar for- tíðar, sem lifir í gömlum listaverk- um okkar og sögulegum afrekum ágætra manna. A tímum útlendr- ar kúgunar tókst að draga íslend- inga niður í villimennsku og eymd, líkast lífi Eldlendinga, svo varla eru dæmi til annars eins um þjóð á okkar gáfnastigi. Við liöfum enn ekki náð okkur eftir þetta niður- lægingartímabil, enda eru ckki nema fáir áratugir síðan útlendum mönnum þótti fjarstæða að telja okkur til siðmenntaðra þjóða. Nú gerum við kröfu til þess að heita siðmenntuð þjóð og móðg- umst við hvcrn þann, sem kallar okkur eitthvað annað, — en liinu megum við heldur ekki gleyma, að þessa kröfu verðum við fyrst og fremst að gera til okkar sjálfra. Náttúrumenningin, hin frumstæða menning sveitafátæklinga, sem var liöfuðeinkenni okkar öldum sam- an, er nú að hverfa. Menningar- þarfir okkar leita nú nýrra farvega, en hafa ekki fundið þá til fulls, vegna þess að atvinnuhættir og hagstjórnarform nútímans eru enn í sköpun. Grundvöllur nýrr- ar menningar, ólíkrar hinni fyrri, skapast fyrir tilkomu borgarinnar. arfteknar venjur bæjamanna. En þegar á okkar tímum er talað um siðmenningu, er fyrst og fremst átt við bæjamenningu. Nýtízku- rekstri landbúnaðar í heiminum, bæði í auðvaldslöndum og sam- virkum, er svo háttað, að einnig í sveitum hlýtur að skapast bæja- menning; eða réttara sagt, hið menningarlega bil milli borgar og sveitar máist út við það að sveit- irnar fá fullkomin samgöngutæki, rafmagn, útvarp, kvikmyndir, nú- tíma híbýli, en vélrænar vinnu- aðferðir leysa hið frumstæða hand- verkfæri af hólmi. En við íslendingar erum sem sagt enn sveitamenn í bæjunum, bæirnir, og þá einkum höfuðstað- urinn, cru ytri umgerð mannlífs, sem engin íslenzlc kynslóð hefur áður þekkt. Stræti og torg, bygg- ingarlist, vélar, almenn þægindi í híbýlum, allt er okkur nýtt. Stræti vor og torg eru líka ljós vottur þess, hve gersneyddir við erum menningu hins rótgróna að taka, og dulspekiprófessorinn Görtler — það eru andstæðurn- ar í þessum leik, og þau Indriði og Arndís bera fyrst og fremst leikinn uppi með ágætum leik sínum ! En sökum þess, hve góður sam leikurinn er hjá leikendunum, þá verður heildarsvipurinn á þessum leik alveg sérstaklega góður. Sjaldan hafa t. d. þagn- irnar verið notaðar eins vel og þarna til að tákna andrúmsloft- ið, sem ríkti í „Svarta nautinu“ þessa hvítasunnudaga. Frh. á 5. síðu. bæjarmanns í smekk og hugmynd- um, byggingarlist okkar hefur til skamms tíma. verið fátæktin sjálf, meðferð allra þessara véla er okkur enn hálfofviða: það vant- ar tímum saman vatn í vatns- leiðslupípurnar okkar eins og í Napoli á dögunum, þegar þýskar- ar voru búnir að sprengja vatns- leiðsluna þar í loft upp; útvarpið okkar er alltaf annað kastið „off the air“ eins og í Berlín, þegar verið er að bombardéra; rafmagns- Ijósin okkar eru einna líkust grút- artýrum á seytjándu öld, — við kunnum sem sagt ekki á þetta enn, þó ekki standi á afsökunum fyrir því, hversvegna allt verði að vera í skötulíki. Já, við erum ekki einu sinni komnir upp á lag með að afla okkur matar í borg, eins og menn í öðrum löndum, okkur vantar smjör, vantar almennilega mjólk, vantar fyrsta flokks kjöt og fyrsta flokks fisk mestallt ár- ið. Og við kunnum ekki að kenna börnum okkar mannasiði borgar- innar, af því við höfum sjálfir að- eins lært mannasiði sveitarinnar. Ótal vandamál, sem aðrar þjóð- ir, vanar borgum, hafa leyst í ró og næði á mörgum mannsöldrum, dembast nú yfir okkur íslenzka sveitamenn hér á mölinni, og við sumu er ekkert vit. Þó held ég að hitt sæti meiri undrum, hve vel hefur tiltekizt um margt hjá þess- ari ungu þjóð, sem er að finna land sitt á ný. íslenzkt fólk er eðlisgreint og hefur hæfileika til að haga sér eftir aðstæðum. Það sem oft vill skorta hjá okkur eru góð- ar fyrirmyndir tiltækar að haga sér eftir. En við erum náttúraðir fyrir menningu. Öllum íslending- um finnst sjálfsagt, að þeir eigi að lifa menningarlífi. Meðan hið forna er að hverfa og hið nýja að skapast er okkur mikil nauðsyn sívökullar menn- ingargagnrýni. Slík gagnrýni verður fyrst og fremst.að spretta af góðgirni, stjórnast af jákvæðri yfirsýn gagnrýnandans um hið gróandi þjóðlíf, en ekki ótímabær- um derringi eða geðillsku út af einhverjum aukaatriðum, sem aðeins varðar einn eða fáa. Við verðum að sjá þjóðlífið fyrir okk- ur sem einn stóran myndflöt, þar sem við sjálfir erum málarinn. Við erum að stíga aftur fram í ljós heimssögunnar sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ilvorki með vopni,' gulli né liöfðatölu getum við skapað okkur virðingu lieims- ins né viðurkenningu sjálfstæðis okkar, heldur aðeins með menn- ingu þjóðarmnar. Vesalasta skepna jarðarinnar er ósiðaður maður, og hirðulaust, ógagnrýnið fólk, lint í kröfum til sjálfs sín, sem kann ekki til vcrka og unir ómyndar- skap, lineigt fyrir sukk og drabb, verðskuldar ekki að verða sjálf- stæð þjóð og mun ekki heldur verða það. Halldór Kiljan Laxncss. Við höfum enga forna reynslu af bæjarlífi, eigum engar geymdir né verðum að leysa þau í einu vet- fangi, þessi kynslóð. Margt fer auðvitað aflaga hjá okkur og í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.