Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 4
!>JÓÐVILJINN. Fimmtudagur 18. nóv. 1943. þJÓÐVlLJINN Útgefandi: SameiningaTflokkur alþýSu — Sisíaliataflokfcurinn. Ritstjóri: SigurSur Gu&mundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhfartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Austurstrœti 12, stmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: SkfilauörSustíg 19, sími 2184. PrentsmiSja: Víkfngsprent h. f., GarSastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Á aðgerðaleysi og skemmdarverk að setja mark sitt á afstöðu Alþingis í atvinnumálunum? Sósíalistaflokkurinn hefur flutt hverja tillöguna annarri mik- ilvægari á þessu þingi, til þess að reyna að fá því áorkað að hafizt væri handa nú þegar um viðreisn og eflingu atvinnulífs- ins eftir stríð, eftir því sem ástæður frekast leyfðu. Sósíalistaflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að 10 millj- ónum króna vapri varið til kaupa á fiskiskipum. Sú tiUaga var steindrepin. Flokkurinn hefur lagt til að athugað væri um mögu- leika á stórfelldri söltun og niðursuðu síldar fyrir Evrópumark- að. Sú tillaga er enn ekki komin til umræðu. Sósíalistaflokkur- inn hefur lagt til að hefja þá stórfelldu umskipulagningu, sem verða þarf í landbúnaðinum eftir stríð. Ekki fann sú tillaga náð fyrir augum neins af hinum flokkunum, sem þurfa þó ekki að hugsa sig um í hálftíma til að fleygja 15 milljónum sem upp- bótum í landbúnaðinn. Þannig mætti lengi rekja. Gömlu þjóðstjórnarflokkarnir virðast alls ekki gera sér það ljóst að nú sé tíminn kominn til þess að leggja grundvöllinn að því atvinnulífi og því þjóðfélagsástandi, sem þjóðin eigi að búa við eftir stríð. Þessir flokkar virðast helzt vilja bíða aðgerða- lausir, bíða þangað til dunin eru yfir „kreppan og atvinnuleysið“, sem þeir alltaf eru að spá og sumir þeirra að vonast eftir. En með hverjum deginum sem líður er verið að sleppa tæki- færum, sem aldrei koma aftur. Stundum er það svo, sem það sé ekki aðeins aðgerðaleysi og óforsjálni, sem einkennir meirihluta þings, heldur beinlínis vilji til að vinna bein skemmdarverk. Slík afstaða kom fram frá Hriflungum íhaldsflokkanna og Alþýðuflokknum, er þeir sameinuðust um að fella viðbótartil- löguna um starf vísitölunefndar landbúnaðarins. Vitað er að þessi nefnd, 6 manna nefndin, hefur unnið eitt- hvert bezta verk, sem unnið hefur verið í málum vinnandi stétt- anna á íslandi, — ef rétt er á málum haldið. Samkomulag milli launþega bæjanna og bænda sveitanna er lífsnauðsyn fyrir þjóð vora. Þessari nefnd tókst að komast að samkomulagi. Grund- völlur þess samkomulags er fenginn í flýti. Vafalaust má ýmis- legt að því finna hvernig hann er reiknaður út. Það hefur alltaf þótt rétt regla hér á landi að hafa í hverju máli heldur það er sannara reynist, en að neita að taka tillit til staðreynda, sem fást með nýjum upplýsingum. Viðbótartillaga þessi fór nú fram á að 6-manna-nefndin skyldi starfa áfram og ennfremur að hún skyldi endurskoða grundvöll landbúnaðarvísitölunnar, ef. nýjar upplýsingar kæmu fram og nefndin yrði öll sammála um að taka þær til greina. Ekkert virðist sjálfsagðara en þetta. En Hriflungar beggja íhaldsflokkana og allur Alþýðuflokk- urinn taka höndum saman um að fella þessa tilllögu! Það þarf ekki langt að leita til þess að finna hinar þokka- legu hvatir þessara flokka. Hriflungarnir hata og óttast ekkert eins og það að bændur og verkamenn vinni saman í bróðerni. Þess vegna vilja þeir banna þeim að vinna saman áfram og leggja sem traustastan og réttastan grundvöli samvinnu sinnar. — Og Alþýðuflokkurinn óttast þessa samvinnu ekki síður. Hann má ekki til þess hugsa að verkamenn og bændur taki höndum saman. Þá gæti Alþýðu- blaðið ekki lengur rækt það hlutverk sitt að vera útibú Hrifl- unga í verklýðsbaráttunni og spilla samstarfi alþýðustéttanna með lýðskrumi og skemmdarverkum. En það er sitt hvað, hvað þessir skemmdarvargar leyfa sér í eiginhagsmunaskyni við flokka sína út frá sjónarmiði lýð- skrums og skammvinnrar æsingastarfsemi. Hitt er svo ann- að hvað þjóðin lætur þeim haldast uppi, þegar hún aftur dæmir verk þeirra. Púzka 31 i laliF Kltler Hvem hug bera þýzku hermennimir til Hitl- ers og nazistaklíku hans? Hvað er orðið af and- stöðuhreyfingu alþýðunnar í Þýzkalandi? Þannig er spurt og svörin eru misjöfn, en um það mun ekki deilt að meðal þýzku alþýðunnar ólgar hat- ur á Hitler og kumpánum hans. Lesið þessa grein, eftir bandaríska blaðamann- inn Art Shields, þar sem þýzkur stríðsfangi lætur í ljós álit sitt á nazismanum. Yngsta kynslóðin sem vann að hitaveitunni. Reksturskostnaður hltaveit- unnar áætlaður 4,5 millj. kr. Gjaldskrá miðuð við 180 kr. kolaverð. — Helmingur verði fastagjald. — Sumartaxti verði helmingi lægri. Á fundi bæjarráðs var rætt um gjaldskrá fyrir hitaveit- una og hafði Helgi Sigurðsson, hitaveitustjóri, lagt fram ítar- legar tillögur í málinu. Samþykkti bæjarráð svohljóðandi til- lögu, sem verður tekin til ákvörðunar á bæjarstjómarfundi í dag: „Bæjarráð leggur til að faUist verði á þær aðaltillögur for- stjóra: að gjaldskrá fyrir sölu heita vatnsins verði miðað við 180,00 kr. kolaverð pr. tonn; að helmingur hitunarkostnaðar hvers húss verði heimtur sem fastagjald, samkvæmt áætlun hitaveituforstjórans um hita- þörf húss í meðalári; að tímabilið 14..maí til 30. sept. verði helmingi lægra.“ Óvinir Hitlers meðal þýzku fanganna, sem teknir hafa ver- ið á Ítalíu, Sikiley og í Norður- Afríku, eru nú loksins byrjaðir að láta í ljós hatur sitt á „for- ingjanum“. Dreifðir einstaklingar 1 sveit- um úr sigruðum herjum „yfir- þjóðarinnar“, eru byrjaðir að brjótast undan kúgun foringja Gestapo-fantanna á meðal þeirra og tala. — „Hatur eins Þjóð- verja á- Hitler brauzt út eins og leysing í fangaskipinu á leiðinni til Ameríku“, sagði sjómaður nokkur. ★ „Hann hét Hans. Hann var fáskiptinn maður, íbygginn á svip, í fyrstu þögull og þung- búinn. Dögum saman sagði hann ekkert á meðan félagar hans töluðu stanzlaust. Sumir þeirra héldu enn, að New York hefði verið lögð í rústir með loft- árásum. Sumir úthúðuðu Gyð- ingum í anda Mein Kampf. Aðr ir reyndu að snerta viðkvæma strengi í brjóstum varðmanna sinna með því að tala um Kinder, Mutter og Frau (börn- in, mömmu og konuna). En Hans lét ekkert á sér bera þangað til hann dag nokkurn hitti mig einan. Hann byrjaði að tala, hægt og hikandi í fyrstu. En allt í einu var eins og stífla spryngi. Hatrið brauzt út eins og flóð. ★ Hann sagði mér sögu sína. Hann vann í verksmiðju í út- hverfum Hamborgar skömmu eftir að nazistar komust til valda. Hans og frændur hans og margir aðrir verkame'nn voru í Verklýðsfylkingunni, er var leynifélag andfasista. En njósnarar komust inn í félags- deild þeirra. Komið var upp um einn frænda hans. Skömmu síðar um nótt kom hópur naz- ista æðandi í stórum bílum til bæjarins. Þeir ruddust inn í heimili frænda hans og drógu hann eftir götunni burt frá hús inu. Er þeir voru komnir spöl- korn burtu skutu þeir hann margir í einu og köstuðu líkinu í göturæsið. Allir nágrannarn- ir heyrðu skotin. Nóttina eftir var kona mannsins myrt. Og næstu nótt 2 ung börn þeirra. Nazistar brenndu upp heimili þeirra og festu upp tilkynningu þess efnis, að hver einasti með- limur Verklýðsfylkingarinnar, sem þeir fynndu, skyldi hljóta sömu örlög“. ★ Hans varð að hætta þegar hér var komið. Hann gat ekki hald- ið áfram í nokkrar mínútur. Hendur hans krepptust svo fast utan um borðstokkinn, að hnúarnir hvítnuðu. Svo sagði hann: „Nazistarnir meðhöndluðu bæ okkar eins og hertekið land. Þeir tóku mig og sendu mig í fangabúðir. Þar varð ég að dúsa í 2 ár. Að lokum var Hitler orðinn öruggur um sig. Samtök verka- manna höfðu verið moluð. Þeir sögðu, að ég hefði verið „end- urreistur“ og slepptu mér“. Nú fannst Hans öll von úti, þegar hann byrjaði aftur að vinna í stórri verksmiðju í Hamborg. En vonin vaknaði aft- ur dag nokkurn, þegar hann fann leyniblað liggjandi á vél- inni sinni. Það var kommúnista blaðið „Rauði fáninn“. Aðeins 7 eintök af þessu litla handrit- aða blaði voru í umferð meðal 700 verkamanna í þessari verk- smiðju“, sagði Hans, „en „Rote Fahne“ hélt vonarneistanum lif andi. Hann fletti ofan af lyg- um Göbbels um Sovétríkin og skipulagði mótþróa verka- manna á vinnustöðvunum. Blaðið hafði komið út aðeins einu sinni í mánuði, en eftir að Hitler réðst á Sovétríkin kom „Rote Fahne“ okkar út í hverri viku“, sagði Hans. Hin leynilega mótspyrna fór vaxandi. — Að lokum var Hans tekinn í herinn. En hann var ekki sendur til vígstöðvanna. Nazistarnir álitu hann ennþá „óáreiðanlegan“. Hann var lát- inn í setuliðið í Frakklandi. Seinna var hann fluttur til austurvígstöðvanna. En hann var ekki látinn berjast, heldur var hann ásamt öðrum „óáreið- anlegum“ hafður í vinnuher- deild á bak við víglínuna. — „Ásamt mörgum öðrum félög- um mínum, ákvað ég að flýja yfir til rauða hersins við fyrsta tækifæri“, sagði Hans, en tæki færið gafst aldrei á meðan hann var þar. « ★ , „Eg fékk aldrei tækifæri til að gefast upp, fyrr en ég kom til Sikileyjar”. Hann er nú bilaður maður, sem lítur út fyrir að vera sext- ugur, þótt hann sé aðeins 35 ára gamall. Hann lifir í von- inni um þann dag, þegar naz- ismanum verður refsað, og von ar að byrjað verði á nazistum, sem komu til Ameríku á sama skipi. Þessi gamli liðsmaður leyni- félaganna er fyrirrennari bylt- ingarinnar, sem kemur í Þýzka landi, þegar herir Hitlers hafa verið endanlega sigraðir með sameiginlegum átökum Banda- manna. ★ Annar fyrirrennari byltingar innar er ungur þýzkur hermað- ur á sama skipi, sem rifjar upp þá tíma, þegar hann var í hópi „Ungherja“, og tók í hönd Thaelmanns í borðstofunni heima hjá sér. I þessum hópi fyrirrennara er líka hermaðurinn, sem sagði við ameríska sjómanninn, að ef skipinu væri sökkt, þá væri það þó huggun að hópur Gesta- pó-manna sykki með. Þegar þessir Gestapó-menn og aðrir forhertir nazistar höfðu verið látnir í sérgeymslu, munu fleiri fangar byrja að láta í ljós hatur sitt á stjórnarfari „for- ingjans“. ★ í svipinn er þó annað ennþá mikilvægara. Fleiri þýzkir fang ar munu fara að veita amerísku herstjórninni gagnlegar hernað- arupplýsingar, þegar þeir eru ekki lengur í návist hinna naz- istísku foringja sinna. Þessir bófar hræða enn fangana með hótunum og ofbeldi. Sögur eru sagðar af því, að einstökum and fasistum sé misþyrmt neðan þilja af þessum föntum. Vald þessara glæpamanna yf- ir samföngunum minnkar smátt og smáít með vaxandi ósigrum herja Hitlers á vígstöðvunum. Vér getum flýtt fyrir þessari þróun með því að skilja naz- istaforingjana frá hinum föng- unum, á meðan Hitler hefur ekki alveg verið sigraður. Verður enski fasistaleið- toginn Mosley látinn laus? Orðrómur um, að jasistinn Sir Oswald Mosley verði brátt látinn laus úr varðhaldi því, er hann hefur verið í frá stríðs- byrjun, hefur vakið aköf mót- mæli brezkra verkamanna. John Marchbank, fyrrverandi ritari Sambands járnbrautar- varkamanna, hefur látið skoð- anir almennings í ljós með þess um orðum: „Astæðurnar til varðhalds hans eru ennþá fyr- ir hendi. Ennfremur mundi það verða til uppörfunar þeim, sem enn ganga lausir, en ættu að vera á bak við lás og slá, ef Mosley væri sleppt út“. REKSTURSKOSTNAÐUR í tillögum sínum áætlar hita- veitustjóri reksturkostnað hita veitunnar fyrsta starfsár henn ar, árið 1944, sem hér segir:" Vextir og afborg. kr. 3076000 Reksturskostnaður kr. 600000 Viðhald kr. 200000 Samtals kr. 3876000 Hér við bætist svo afborgan- ir af óumsömdum lánum, sem enn er ekki vitað hverjar verða en gera má ráð fyrir að tekjur hitaveitunnar þurfi að vera um 4,5 millj. kr. árið 1944 til þess að standa undir gjöldunum. GJALDSKRÁIN MIÐUÐ VIÐ 180 KR. KOLAVERÐ Með tilliti til alls þessa áleit uð við 180 kr. kolaverð og verði helmingur gjaldsins innheimt- ur sem fastagjald en hitt eft- ir mæli, ennfremur að bæði fastagjald og sumargjald verði helmingi lægra að sumrinu en að vetrinum. Með þessu móti ætti fasta- gjaldið að nema alls kr. 2575300 og mælagj. kr. 2499100 Samtals kr. 5074400 Ef gert er ráð fyrir um 20% rýrnun á mælagjaldi vegna minni notkunar nemur það 500 þús. kr. og ættu þá minnstu tekjur hitaveitunnar að nema kr. 4574400 og standa fyrir út- gjöldunum þótt notkunin 1944 yrði minni en í meðalári vegna hlýrrar veðráttu. HEITA VATNIÐ KOMIÐ í 70% HÚSANNA í JANÚAR Hitaveitustjóri gerir ráð fyr- ir því, að 70% húsanna verði komin í samband við hitaveit- una í janúar næstkomandi, 83% í febrúar og 95 % í marz. Árið 1937 voru ca 2400 hús, sem áætlað var að hitaveitan næði til. Síðan hafa verið byggð um 150 hús á þessu svæði og ættu því að vera ca. 2550 hús, sem hitaveitan nær til. „Eg hef komið hér áður“ Frarhh. af 3. síðu. Lárus Pálsson leikur skólá- stjórann Oliver Farrant, leiðin legt hlutverk, sem engan veg- inn hæfir þessum ágæta leikara. Mér þykir líklegt, að Gestur Pálsson hefði átt betur við í því — Þegar maður er nýbúinn að sjá Lárus skara fram úr í Kot- strandarkvikindinu, þá er bein- línis hart að sjá beztu leikara okkar í hlutverki, sem ekkert svigrúm gefur fyrir list þeirra. Jón Aðils leikur Sam Ship- ley, föður Sally Pratt, — hinn ekta, rólega, íhaldssama Eng- lending, sem ekki getur hugs- að sér neitt dásamlegra en ef hann skyldi virkilega fá að lifa sama tilbreytingarlausa lífinu sínu upp aftur og aftur — alveg eins og seinast. Sam Shipley er alveg viss um að „allt fer alltaf einhvernveginn“ og að „allt verður í lagi”. — Jóni tekst mjög sæmilega með þetta hlutverk. Það er ekki ólíklegt, að þetta fyrsta leikrit Priestleys, sem sýnt er á íslandi, verði vinsælt, bæði vegna efnis og meðferðar, því heildarleikurinn er sérstak- lega góður sökum góðra hæfi- leika leikenda og góðrar leik- stjórnar, þótt sum hlutverkin gefi ekki þeim góðu leikendum sem með þau fara tækifæri til að beita því bezta, sem þeir eiga — og það verði að líkind- um til þess að þessir leikendur gefi þá heldur ekki hlutverkun- um allt, sem þeir þó gætu, ef þeir legðu sig alla fram. B. LÁN HITAVEITUNNAR Á fundi bæjarstjórnar í dag fer fram önnur umræða um lántöku til hitaveitunnar. Borg arstjóri mun þá gefa yfirlit yf- ir kostnaðarverð hennar. HITUNARKOSTNAÐUR MEÐALHÚSS Áætlaður hitunarkostnaður húss, sem er að flatarmáli 8,6x7,9 m., 2 hæ^ir og ris, er samkvæmt áðurgreindum taxta yfir allt árið sem hér segir: Notkun Fastagj. Alls Jan. 127,16 94,20 221,36 febr. 127,16 94,20 221,36 marz 119,68 94,20 213,88 apríl 91,80 94,20 186,00 maí 47,94 70,65 118,59 júní 22,10 47,10 69,20 júlí 17,34 47,10 64,44 ágúst 18,36 47,10 65,46 sept. 26,86 47,10 73,96 okt. 77,52 94,20 171,72 nóv. 105,40 9420 199,60 des. 125,80 94,20 220,00 Alls: 907,12 918,45 1825,57 Hitunarkostnaður húss, sem er 6x8 m. og 2 hæðir er áætlaður á ári kr.1484,99. Hitunarkostnaður húss, seta er 10x10 m. 3% hæð er áætlað- ur á ári kr. 3681,79. Vitanlega eru allar þessar áætl anir- gerðar til bráðabirgða og geta því breytzt eftir því, sem nauðsynlegt reynist þegar feng izt hefur reynsla af starfrðekslu hitaveitunnar. Þjóðverjamir sem myndin er af voru teknir til fanga á Orelvígstöðvunum í Sovét- ríkjunum í hinni skammvinnu sumarsókn Þjóðverja. hitaveitustjóri rétt að fyrst um sinn verði hitaveitugjöldin mið Fimmtudagur 18. nóv. 1943. ÞJÓÐVILJINN. Vakningarstarfsemi_____ frú Vigdísar Blöndal Frú Vigdís Blöndal hefur enn farið á stúfana í Vísi. Er hún nú að svara mér og frú Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Eg leiði hjá mér. þann þátt- inn, sem veit að frú Guðrúnu. Þó get ég ekki stillt mig um að geta um hin furðulegu rök, sem frú Vigdís færir nú fram til stuðnings málstað þeirra, er vildu og vilja loka heimavist- inni í Laugarnesskóla, en þau eru svona: .... „smjör og rjómi hefur verið og er enn ófáan- legt“ og „þá verða þau (þ. e. börnin) að fara á mis við ljós- böð, vegna skorts á rafmagni“. Þessi „rök“ hafa skapazt síð- an barnaverndarnefnd mót- mælti því, að heimavistin yrði lögð niður, a. m. k. var þeim ekki hreyft um þær mundir. En skyldi ekki öllum þeim þúsundum heimila í Reykjavík, sem nú fara á mis við smjör, rjóma og nægilegt rafmagn, þykja svona röksemd næsta hæpin? ARNFINNUR VAKNAR Þetta er fyrirsögnin á þeim hluta greinarinnar, sem er helg aður mér. Því verður ekki neitað, að nú er risið á ásökunum frúarinnar mun minna en í fyrri grein hennar. Nú deilir hún ekki lengur á barnaverndarnefndina í heild (auðvitað að formannin- um undanteknum) en beinir geiri sínum að mér einum. Kvartar hún mjög um aurkast af minni hálfu. Fer henni þar eins og barninu, sem hendir steini upp í loftið og fær hann aftur beint í kollinn. Frúin virð ist aðeins ekki kunna að taka rökréttum afleiðingum verka sinna, eins og barnið gerir. í stað þess hrópar hún um, að það hafi verið ég, sem kastaði aurn- um. Eg bið þá, sem áhuga hafa fyrir þessum málum að lesa á- deilu frúarinnar á barnavernd- arnefnd og svar mitt við henni, °g legg svo óhikað aurkasthjal- ið undir dómgreind lesendanna. Frúin virðist nú hafa upp- götvað nýjan aðila, sem muni geta afsakað framhleypni henn- ar. Það er sá fulltrúi barna- verndarnefndar, sem aðallega hefur annazt þau störf fyrir nefndina, er lutu að útvegun heimilda fyrir börn og ung- linga. Hann er sem sagt jafn- framt framkvæmdastjóri ung- mennaeftirlitsins. En frúnni fer hér sem fyrr, að hún hefur ekki hirt um að afla sér hlut- lausra upplýsinga. Sannleikur- inn er sá, eins og ég benti á í fyrri grein minni, að milli Ung- mennaeftirlitsins og barnavernd arnefndar var ekkert samstarf; hygg ég því að fulltrúinn hafi ekki talið sér skylt að gefa nefndinni neinar skýrslur um störf sín hjá eftirlitinu, enda mun honum hafa verið kunn- ugt um afstöðu nefndarinnar til þess, þegar það var stofnað. Sú vitneskja ein hefði a. m. k. fyllilega réttlætt það, þó hann flytti ekki nefndinni fréttir af aðgerðum Ungmennadeildarinn ar. Þá er það „vakningin“. Frú Blöndal telur sig hafa vakið mig til umhugsunar og afskipta af Ungmennaeftirlit- inu. Enn kemur hið makalausa sinnuleysi frúarinnar, um að afla sér upplýsinga, henni í koll. í grein minni gat ég þess, hversvegna ég hefði skirrst við að ræða þessi mál opinber- lega. En ég get líka upplýst frúna um, að fyrir nokkrum vik um var Ungmennaeftirlitið til umræðu í barnaverndarnefnd og var kosin undirnefnd til þess að undirbúa tillögur um af- stöðu nefndarinnar til eftirlits- ins. Eg lagði fyrir undirnefnd- ina tillögu þar sem ég markaði afstöðuna frá mínu sjónarmiði. En á sama tíma gerðist það, að á hærri stöðum var farið að fjalla um Ungmennaeftirlitið og Ungmennadóm á þann veg, sem ég taldi æskilegt að leið- rétt yrði það sem mér hafði þótt illa fara í höndum þessara aðila. Kaus ég helzt að það gerðist allt í kyrrþey vegna þeirra, er ég veit að eiga um sárt að binda af völdum eftirlitsins. Og enn mun ég í lengstu lög forðast að ræða um meðferð mála hjá ungmennaeftirlitinu í einst. tilfellum. Má þó vera að ég verði til þess neyddur, ef þessum umræðum heldur lengi áfram og mun ég þó heldur taka þann kost, en að láta blekkingar afvegaleiða álit almennings á þessum málum. En frú Blöndal verður að finna sér betri málstað og halda betur á honum en hún hefur gert í þessu máli, ef hin nýbyrjaða „vakningar“-starf- semi hennar á að verða nokkr- um til góðs. Arnfinnur Jónsson. Ný bófc: Þú hefur sigrað Galilei Þú hefur sigrað Galilei heitir bók, sem h. f. Leiftur hefur sent á bókamarkaðinn. Höfundur hennar er Rússinn Dimitri Mereskowski, en Björg úlfur Ólafsson hefur íslenzkað bókina. Dmitri Mereskowski er fædd- ur 1865 og naut góðs álits sem rithöfundur meðal samtíðar sinnar. Hann hefur skrifað margar bækur, en frægastur , er hann fyrir bækurnar: Kristur og Antikristur, og er Þú hefur sigrað Galilei hin fyrsta af þrem. Bókin fjallar um tilraun Júl- íanusar keisara Rússaveldis til þess að útrýma kristinni trú og láta taka aftur upp trú á Olympsguði hina fornu. — En á banadægri sínu varð hann þó að játa það, að Galíleinn hefði sigrað í þeirri viðureign.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.