Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. nóvemb. 1943 Þ JÓÐVILJINN 7 FORVITNA ÝSAN E' fi, (in \r- Ll og RÓAR M SAGA EFTIR NORSKU SKÁLDKONUNA NINI ROLL A N K E R. „O, það held ég nú, sagði krabbinn og ranghvolfdi augunum, eg missti þar eina klóna, en það er að vaxa ný, sem betur fer.“ „Það hefði nú verið skemmtilegra að hafa enga kló. Hún er ekki svo falleg,“ sagði Ýsa. „En ég get krækt í þig með henni,“ sagði krabbinn. Þá varð Ýsa svo hrædd, að hún flýði eins og örskot og rak sig á brygjustólpa. Ýsa hafði aldrei séð svona stólpa í sjónum, og þeir voru þarna margir. Hún sá þak fyrir ofan sig og varð ákaflega forvitin. Þegar hún hafði synt kringum stólpana góða stund, sá hún eitthvað glitra í sjónum. Það var langt og mjótt og eitthvað spriklaði á endanum á því. Ýsa hélt, að það væri ætilegt og beit í það, en þá festist hún og var dreg- in upp úr sjónum, hvernig sem hún hamaðist. Garðar litli sat á bryggjunni. Það hafði aldrei bitið fiskur á öngulinn hans og hann varð bæði hissa og glað- ur. Hann tók Ýsu með báðum höndum, því að hann var svo hræddur um að hún slyppi. En hún gat ekki sloppið, veslingurinn því að hún var föst á önglinum. „Eg er fegin, að ég fékk að sjá, hvernig landfiskarnir líta út, þó að það kostaði mig lífið, „sagði Ýsa litla við sjálfa sig, því að hún var s’vo forvitin. Ýsa litla átti fjarskalega bágt með að anda og Garðar vorkenndi henni. Hann sagði við hana: „Eg skal ekki drepa þig, fiskur minn. Eg ætla að láta vatn í skál og hafa þig þar. Þú getur þá leikið þér eins og þú vilt.“ Hann losaði Ýsu ákaflega varlega af önglinum, og það var sárt. Garðar vissi ekki, hvernig hann ætti að ná sér nógu fljótt í ílát. Hann tók af sér skóinn, fyllti hann af sjó og lét Ýsu í skóinn. Það var lítið gaman að synda þar. Það var varla hægt að snúa sér við. Cý ÞETTA t------------ Áður komið af framhaldssögunni----------------------- Róar Liiegaard lœk.nir haf&i skjliS við kpnii sína, Onnu, sem var myndarleg húsmóðir, en sVo stjómsöm, aÖ lœknir sá sitt óvœnna. Þau áttu jjögur hörn. Hann jelldi hug til Elí Tojte, sem var bústýra bróÖur sins en annars listmálari. Þau gijt- ust, jóru til Parísar og dvöldu Þar UTn hríð. Þar vann Róar a<5 vísindalegum rann- sóknum, og þau hjónin bjuggust vi<5 a<5 sjá œsþudraum hans rœtast — að hann yrði jrœgur vísindamaður. Elí jann, að hann saknaði barna sinna og hajði áhyggj- ur af þeim. Þau komu ajtur til bœjarins, þar sem hann hafði gegnt lœknisstörfum og þau stofnuðu heimili ásamt eldri dóttur lœknisins, Ingrid, og yngri syni hans, Sverre. Ingrid er iðjusöm> þrálynd og dul, og stjúpunni tekst ekk* a& ná hylli hennar. Aftur á móti er Sverre henni eftirlátur. Adolj Andersen, bakarasonurinn, er hrijinn aj Ingrid, en föður hennar þykir hún oj gott gjajorð handa bakarasyn- inum. Elí Tofte þykir anda kcdt * sinn garð jrá jólkinu í þorpinu. Frú Liegaard jyrri hajði verið vinscel þar. BYRJIÐ í DAG AÐ FYLGJAST MEÐ SÖGUNNI „ELÍ OG RÓAR"! ----: Þá gerði vetur mikinn þar eftir enn næsta, ok eigu þeir fund Reykdælar at Þverá, at Ljóts hofgoða, ok þat sýnist mönnum ráð á samkomunni, at heita til veðrbata. En um það urðu menn varla ásáttir. hverju heita skyldi. Vill Ljótur þá láta heita, at gefa til hofs, en bera út börn og drepa gamalmenni. En Áskatli þótti þat ómælilegt, ok kvað engan hlut batna mundu við þat heit. Sagðisk sjá þá hluti, at honum þótti líkara til, at batna mundi við ef heitið væri; ok nú spyrja menn hann, hvat þat væri, en hann sagði; at ráðlegra væri, at gera skaparanum tign í því, at duga gömlum mönnum, ok leggja þar fé til ok fæða upp börnin.---- (Reykdæla saga) ★ „Drepsótt, stríð og dýrtíð eru kallaðir þeir snörpustu vendir í guðs hendi, af hverjum Davíð konungur átti forðum kost á að velja einn. í þær mundir mun stríð hafa verið skaðvænlegra en drepsótt, því þá gerði hver sem sigur fékk með sverði og eldi aleyðu af mönnum, kvik- fénaði og öllu. En á núverandi tímum er stríð orðið vægara en drepsótt, einkum meðal vel siðaðra þjóða, því það deyðir nú eigi kvinnur og börn, eins og í fyrndinni, heldur skilur ung- viðið eftir, þar sem drepsóttin slær niður menn og kvinnur, unga og gamla. Þetta verst meina ég þó sé hallæris hungr- ið, hið harðasta sverð, það væg- ir hvorki ungum né gömlum. Það deyðir eftir langa pínu. Það færir með sér heilan her af sjúkdómum, það rífur burt kvik fénað og bústofn, er lengi á í að nást aftur, eftir að hungrinu hefur aflinnt, og hvað eigi er minnst vert: það færir með sér rán og stuldi, meðan það yfir stendur en síðan dugnaðar- og stjórnleysi, með sjálfræði, sem viðbrennur lengi á eftir; að ég tali um hungurpest, er oftsinnis bæði kveikzt hefur af hallæri og alizt á því.---------“ („Um mannfsekkun af hall- ærum á íslandi“ eftir Hann- es Finnsson). rósaknappana hvern eftir ann- an og safnaði þeim í lófa sinn, þar til enginn var eftir. Þá hafði hún lófann fullann. Hún leit á þá. Skelfing voru þeir litlir og yndislegir. En hún gat ekki haft neitt gaman af að sjá þá springa út. Ingrid lagði þá að vanga sínum, og fleygði þeim í ofninn. Stofan var mannlaus, þegar Elí kom aftur. Ingrid var held- ur ekki í herbergi sínu. Börnin voru bæði farin leiðar sinnar. Allt í einu fékk hún löngun til að teikna, teikna útsýni frá glugganum og sýna Róari, þeg- ar hann kæmi heim. Hún náði í pappír og teikni- áhöld og kom sér fyrir á hent- ugum stað. Þaðan íiorfði hún út. Steinlagt torgið, gömul, lág hús og nýtízku hús innan um, það var ágæt fyrirmynd. Hún var í þægilegum vinnu- hug og horfði ýmist á teikning- una eða út um gluggann. Allt í einu datt henni dálítið skemmtilegt í hug, og hún brosti: Það hefðu átt að standa mörg lítil borð undir sólskýli framan við búðina á gangstétt- inni hinumegin við torgið — alveg eins og í úthverfi stór- borgar. Svo kemur bíll, sem stefnir til Parísar. Undir sól- skýlinu situr fólk við drykkju, þar eru Tillershjónin og þar eru þau Róar og hún sjálf. En þau þekkja ekki Tillershjónin — þekkja engan. Þau bara njóta vorsólarinnar og ilmsins frá ný- laufguðum trjám. Dyrabjöllunni var hringt. Bernhardina birtist í dyra- gættinni: „Frú Sturland er kom- in. Á ég að hleypa henni inn?“ Aðkomukonan frammi á gang inum hlaut að heyra hvert orð. „Bjóðið þér frú Sturland inn, Bernhardina“. Elí leit í spegilinn. Hún var í dökkum kjól, sem var hár í hálsinn. Frú Sturland var stóryaxin kona og vingjarnleg, eins og sómdi níu barna móður. Hatt- urinn hennar sat of aftarlega á gráhærðu höfðinu. Kápan var of þröng á svona holduga konu. Elí gat ekki að því gert, að hún tók eftir þessu. Hún sá hlut föll og línur með augum mál- arans. En hún heilsaði frú Stur- land glaðlega með handabandi. Frú Sturland var svo góð við Ingrid. Og Elí þakkaði henni fyrir það um leið og hún vís- aði henni til sætis. Erindi frúarinnar stóð ein- mitt í sambandi við Ingrid. Hún horfði rannsóknaraugum á Elí, til að ganga úr skugga um, hvort það væri satt, að frú Lie- gaard önnur væri barnshafandi. Hún hafði meira að segja heyrt, að frúin ætti vanda fyrir yfir- liðum. En frú Sturland gat ekki séð, að neitt væri á seyði. ________________________________ „Ingrid er eins og hún væri barnið mitt, frú Liegaard“. Frú Sturland lagði hönd sína, með þrönga slitna gullhringnum á borðið. „Móðir hennar er vin- kona mín. Eg segi það eins og það er, að mér féll það illa, þegar hún varð að fara frá heim ili sínu. En ég lofaði Önnu því, að ég skyldi líta eftir börnun- um, og það hef ég gert. Og nú fannst mér ég verða að tala við yður um Ingrid. Eg var að hugsa um að gera það, þegar ég fékk lánað vöfflujárnið, en hafði ekki einurð til þess“. Elí sat hreyfingarlaus á stóln- um með krosslagðar hendur. „Eg er ekki ánægð með Ing- rid, frú Liegaard“. Frú Sturland var mild á svip- inn og horfði góðlátlega á Elí. „Það er ekki von, að þér, sem eruð ung og óreynd, beri skyn á alla hluti. Eg er ekki að ásaka yður. En mér fannst það ekki rétt af yður að taka herbergið hennar af henni“. „Hefur Ingrid sagt yður það?“ Elí roðnaði. „Nei, það var Beta mín.“ „Það var bezt fyrir Ingrid sjálfa. Þess vegna gerði ég það,“ sagði Eli. „Jæja.“ „Þér getið fengið að sjá nýja herbergið hennar.“ „Þakka yður fyrir, um leið og ég fer. Svo ætlaði ég að minnast á augun í henm.“ „Pabbi hennar ætlar að lækna hana í augunum, þegar hann kemur heim. Hann ætlar að taka veiku augnahárin. Hann hefði gert það fyrr, ef það hefði ekki verið til að hlífa henni. En nú er það ekki hægt lengur.‘ „Það er ágætt,“ sagði frú Sturland. „En svo er það hann Adolf Andersen sem ég verð að minnast á. Hann er Ingrid ekki samboðinn. Og Anna vildi ekki að hún væri með honum.“ „Er hann slæmur piltur?“ „Hann er ekki samboðinn dótt ur Liegaards læknis. Hann var latur í skólanum og hann kemst aldrei lengra en að hnoða deig.“ Síminn á skrifstofunni hringdi. Eli spratt á fætur: ------------------------------z „Fyrirgefið þér. Það er víst landsíminn.“ Hún skildi dyrnar eftir opn- ar.Það var samtal frá Oslo . „Já, Róar,það ér ég .Heyrirðu til mín?“ Henni fanst sálin fljúga úr líkamanum og verða rödd hennar samferða langar, langar leiðir — til hans. Hann spurði hvernig henni liði. „Frú Sturland er hérna, Róar. Hún er að tala um augun í Ingrid og ýmislegt fleira. Þú ættir að koma sem fyrst heim og koma öllu á réttan kjöl.“ Hann spurði og hún svaraði. Þegar samtalinu lauk, skalf hún eins og hrísla. Hún nam staðar í stofudyrun- um og tók um dyrastafinn-: Maðurinn minn bað að heilsa og sagði, að þér ættuð að vera góð við mig. Hann kemur á morg- un.“ Hún brosti en henni vökn- aði um augu. Stórvaxna konan reis gæti- lega á fætur: „Eg hef enga á- stæðu til að vera vond við yður, frú Liegaard,“ sagði hún stilli- lega. „En Anna er vinkona mín og ég er vinur vina minna.“ „Auðvitað. Eg skil það,“ sagði Elí. Hún fór að taka saman teikniáhöld sín. — Á morgun! hugsaði hun. Á morgun! „Þér málið. Það hef ég heyrt,“ sagði frú Sturland og horfði á teikninguna. ,,Þér eigið sjálfsagt erfitt líka.“ „Eg! Nei, ég er ánægð.“ Eli leit á hana leiftrandi augum. Hún kvaddi frú Sturland með hlýju handabandi og hún opnaði dyrnar að herbergi Ingridar um leið og þær gengu út. Þegar hún hafði skilið við gestinn og lokað útidyrunum, rétti hún upp báðar hendur í fögnuði. -----Á morgunn. -----Nokkrum dögum seinna sátu þær við stofugluggann Eli og Ingrid. Þær voru að bíða eft- ir því, að Róar kæmi frá því að skoða sjúkling inni á skrifstof- unni. Síðan ætlaði hann að fara til sjúkrahússins. Og þegar hann kæmi aftur ætlaði hann að kippa út augnahárum Ingridar. Það var sunnan kaldi. Bátarn- i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.