Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykj avíkur, Austurbæj arskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Verðlagsbrot. Nýlega hefur bif- reiðaverkstæðið Mjölnir h.f., Ak- ureyri, verið sektað fyrir of háa álagningu á selda vinnu. Sekt og ólöglegur hagnaður nam kr. 3454.00. Valdimar Bjömsson sjóliðsforingi flytur erindi um Vestur-íslendinga á fundi í félaginu Anglía í kvöld. Kvenréttindafélag fslands heldur fund í Húsmæðraskóla Reykjavikur, Sólvallagötu 12 n.k. 19. nóv. Að lokn um umræðum um ýms félagsmál, verða skemmtiatriði, og að lokum kaffidrykkja. Félagskonur mega taka með sér gesti og eru beðnar að fjöl- menna. Hjúskapur. Þ. 1. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband kennararnir Karl Guðjónsson, Vestmannaeyjum, og Amfríður Björnsdóttir frá Grjót- nesi nyrðra. Upplýsingastöð þingstúkunnar um bindindismál, verður opin í Góð- templarahúsinu í dag kl. 6-—8 e. h. Þeir sem óska aðstoðar eða ráð- 'leggingar vegna drykkjuskapar síns eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsinnt eftir föngum. Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einkamál. Veizlan á Sólhaugum verður í allra síðasta sinn á morgun. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leik- ritið „Eg hef komið hér áður“, kl. 8 í kvöld. Ljósatimi ökutækja er frá kl. 3.55 síðdegis til kl. 8.25 að morgni. Lilja heitir nýtt bókaforlag, er ætlar að gefa út kristilegar bækur. Þrjár bækur koma út fyrir jól. — Ein þeirra er skáldsaga eftir Ron- ald Fangen. Skarlatssótt er komin upp í fæð- ingardeild Landspítalans. Hafa kon- ur er lágu í deildinni og ljósmæðra- nemar sýkzt af veikinni. Flokkurínn FLOKKSSTJÓRNARFUNDI SÓS- ÍALISTAFLOKKSINS, sem staðið hefur yfir undanfarna daga, lauk í gærkvöld. Settar voru nefndir í ýmis mál svo sem mál bænda og fiskimanna samvinnumál og skipulagsmál og viðfangsefni flokksins og fram- líðarverkefni rædd ýtarlega. FUNDUR SÓSÍALISTA, sem vera átti í gærkvöld að Skólavörðustíg 19, en varð að fresta þá, verður annað kvöld. SÓSÍALISTAFLOKKURINN HELD UR FUND Á AKRANESI. Annað kvöld, kl. 6 boðar Sósíalistaflokk- urinn til fundar á Akranesi, Urn- ræðuefni fundarins verður olíumálið og málefni fiskimanna. Málshefjendur verða þeir Lúðvík Jósefsson og Þóroddur Guðmunds- son. ÞJÓÐVILJASÖFNUNIN YFHt 70 ÞÚS. KR. Þjóðviljasöfnunin er nú komin yfir 70 þús. kr. Þótt söfnunin aukist stöðugt vant- ar enn á að allir félagar taki nógu skörulegan og virkan þátt í henni. Félagar, ef við gerum öll skyldu okkar náum við áður langt um líður takmarkinu sem sett var í söfn- iminni. DAGLEGA NÝ EGG, soðin ogh'rá Kaf f isalan Hafnarstræti þlÓÐVILIINN Veröur þjoðnefnd frjálsra Austur- ;ríkismannalstofnað í London? g|| Vaxandf ólga í Amsfurríkl Hinn 9. nóvember síðastliðinn komu saman í London um 1000 Austurríkismenn. Fundurinn var undirbúinn af samtökum frjáisra Austurríkismanna til að taka afstöðu til ákvarðana Moskvaráðstefnimnar að því er Austurríki snerti. Geysileg hrifn- ing ríkti meðal fundarmaniia. Einróma var samþykkt að stofna Austurríska þjóðfrelsisnefnd. Dr. Herbert Ripka, forsætis- ráðherra tékknesku stjórnarinn- ar sendi ávarp til fundarins. Fundurinn sendi kveðjur til austurrískra frelsisvina, þar sem sagt var: „Samþykktir Moskvaráðstefnunnar eru fyrst og fremst hvöt til að efla skipu- lagða andstöðu gegn Þjóðverjum í Austurríki verður nú vart við vaxandi ókyrrð. Notar al- menningur hvert tækifæri til að láta í ljós andúð sína á Þjóð verjum. Þetta hefur komið vel í ljós á knattspyrnukappleikj- um. Hefur landstjóri nazista hótað að banna þá með öllu. Olíumálíð fœtr endanlega afgreiðslu á Afþíngí Þingsályktunartillaga þeirra Finns Jónssonar, Eysteins Jóns- sonar, Lúðvíks Jósefssonar og Sigurðar Bjarnasonar, imi opinbera rannsókn á hendur olíufélögunum var afgreidd í fyrradag sem ályktun neðri deildar Alþingis. Tvær breytingartillögur höfðu komið fram við aðaltillöguna. Var önnur frá Garðari Þorsteins syni og Gunnari Thoroddsen, og hin frá Jörundi Brynjólfs- syni. Breytingartillaga Jörundar var þannig: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar fram fara gagn- gerða rannsókn á því, hvort skýrslur olíufélaganna til verð lagsnefndar, dómnefndar í verð lagsmálum og síðar til við- skiptaráðs og ríkisstjórnarinnar um rekstur félaganna og um verðlag á olíu og benzíni, svo og skýrslur þeirra til skattayf- irvalda, séu réttar, og fyrir- skipa réttarrannsókn í málinu, ef ekki fást nægileg gögn með utanréttarrannsókn eða stjórn- íoo na lerölaoo Þjóðviljinn hefur ákveðið að taka upp verðlaunasamkeppni um frásögn af lífi hinna starf- andi stétta. , Fyrst um sinn fer samkeppni fram um efnið: Dagur á vinnu- staö, og er einkum skorað á verkamenn og aðra starfandi menn að hika nú ekki við að taka þátt í samkeppninni. Þar lýsa þeir sinni eigin reynslu, sem enginn þekkir betur en þeir sjálfir. Greinarnar mega helzt ekki vera lengri en 2—3 dálkar í þjóðviljanum. Verðlaunin verða 100,00 kr. veitt einu sinni í viku fyrir beztu greinina um þetta efni. Höfundar verða að senda rit- stjórninni nöfn sín, en þeir ráða því sjálfir hvort þeir skrifa und | ir réttu nafni eða dulnefni. inni að þeirri rannsókn lokinni þykir ástæða til. Jafnframt felur deildin ríkis- stjórninni að undirbúa í sám- ráði við milliþinganefnd í sjáv- arútvegsmálum og leggja fyrir Alþingi tillögur um fyrirkomu lag olíuverzlunar hér á landi, er tryggi það, að notendur fái olíu og benzín með svo vægu verði sem unnt er“. Breytingatil. Garðars og Gunn ars var felld með 24 atkvæðum gegn 8, en breytingartillaga Jör undar var samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 14. • Síðan var tillaga fjórmenn- inganna þannig breytt sam- þykkt með 22 samhljóða atkv. og afgreiðslu málsins þar með endanlega lokið. Síðan fór fram atkvæða- greiðsla um aðalgrein frum- varpsins, en hún hljóðar svo: „Síðasti málsl. 3. málsgr. 4. gr. laganna orðist svo: Þó getur ríkisstjórnin ákveðið lægra verð á einstökum vöru- tegundum gegn framlagi úr rík- issjóði, en leita skal hún heim- ildar Alþingis til f járframlaga í því skyni“. Var hún samþykkt með 19 atkvæðum gegn 14. Með voru: þingm. Sósíalista- flokksins og Alþýðuflokksins og Garðar Þorst., Jak. Möller, Jóh. Jós., J. Pálma., Ól. Thors, Sig. Bj. og Sig. Kr. — En á móti allir Framsóknarmenn, Gísli Sv., Ing. Jóns., Jón Sig., Pét. Ott., og Sig. Hl. Öll þessi atkvæðagreiðsla er mjög eftirtektarverð og mun nánar verða um hana skrifað síðar. Sérstaklega eftirtektar- verð er barátta Alþýðuflokks- ins gegn því að endurskoða megingrundvöll landbúnaðar- ........ NÝJA BÍÓ ....... Leyst úr læðingi („Now Voyager“) Stórmynd með: BETTE DAVIS PAUL HENREID. Sýnd kl. 6.30 og 9 ÓÐUR HJARÐMANNSINS Carolina Moon Cowboy söngvamynd með: CENE AUTRY. ••••• TJARNAR BÍÓ ,,M*" | EG GIFTIST GALDRAKIND (I Married a Witch) Bráðskemmtileg gaman-: mynd eftir sögu Thorne : Smiths (höfundar Slæðings).; FREDRIC MARCH VERONICA LAKE Sýnd kL 5, 7, og 9. Sænsk aukamynd. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR JÉg hef komið hér áður“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Veizlan á Sólhaugum Sýning í Iðnó annað kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiða- sala í dag kl. 4—7. Allra síðasta sinn. Atkvæðagreiðs'a um verðiækkunarféð Atkvæðagreiðsla fór fram í neðri deild í fyrradag um frv. Brynjólfs Bjarnasonar um breyt ingar á dýrtíðarlögunum, sem ákveður, að það þurfi fjárveit- ingar frá Alþingi til þess að stjórnin geti greitt niður land- búnaðarafurðir með opinberu fé. Höfðu fulltrúar Sósíalista- flokksins, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í fjárhags- nefnd lagt til að frumvarpið væri samþykkt. Þá hafði og komið fram við- aukatillaga við lögin frá Jóni Pálmasyni, Áka Jakobssyni og Jakob Möller um að aftan við 4. gr. dýrtíðarlaganna, sem eru um vísitölunefnd landbúnaðar, bætist svo hljóðandi: „Meðan verð landbúnaðaraf- urða er ákveðið samkvæmt fyr- irmælum laga þessara, skal nefndin starfa áfram og reikna því, sem kaupgjald í landinu og vísitölunnar! Kemur sú afstaða sannarlega úr hörðustu átt, eft- ir þvaðri blaðs flokksins að dæma. Virðist Alþýðuflokkur- inn með þessari afstöðu ein- vörðungu vera að vinna skemmdarverk eftir fyrirskip- unum Framsóknar. Frumvarpið er nú komið til 3. umræðu í neðri deild, en áð- ur búið að ganga gegnum efri deild. út breytingar á verðinu fyrir 15. ágúst ár hvert samkvæmt rekstrarkostnaður landbúnaðar- ins að öðru leyti hefur breyzt á liðnu ári. Ef ágreiningur verð ur um þennan útreikning, gild ir álit meirihlutans. Verði nefndin á einu máli um breytingar á þeim grundvelli, sem nú gildir, vegna nýrra upp lýsinga, þá skal taka tillit til þess næst, þegar verðið er á- kveðið“. Viðaukatillaga sama efnis frá Brynjólfi Bjarnasyni hafði ver- ið felld í efri deild með eins atkvæðis mun. Nú fór eins. ViöaukatiUaga þessi var felld með 16 atkv. gegn 15. Tekið á móti flutningi til Flat- eyrar, Súgandafjarðar og ísa- fjarðar í dag. „AkranesterBirnar" Báturinn fer framvegis á laugardögum: Frá Reykjavík kl. 11,30. Frá Akranesi kl. 15.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.