Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 1
JOÐV SÓSÍALISTAR! Munði fundinn í kvöld! Lesið auglýsinguna á 6. síðu! 8. árgangur. Föstudagur 19. nóvember 1943. 261. tölublað. Pað sem áæffáð var í júfí að mundí kosfa s mífljónír mú áæf fad 14 míflj, — 3 menn endurskoða reíkníngana Borgarstjóri skýrði frá því á funfli bæjarstjórnar í gær, að hitaveitan mundi kosta að minnsta kosti 33 milljónir kr. í bess- ari upphæð er talið efni, sem liggur í Kaupmannahöfn og hefur verið metið á 1,5 milljónir, og heimæðagjöldin 3,8 milljónir, en þau borga húseigendur sem kunnugt er. Af þessari upphæð kvað borgarstjóri ca 15,8 milljónir vera vinnulaun, 10,3 milljónir efni og 0,8 milljónir vegna borana á Reykjum, Borgarstjóri kvaðst mundi bera fram ósk um að fulltrúar flokkanna í bæjarstjórn tilnefndu sinn mann hver til að end- urskoða reikninga hitaveitunnar áður en Höjgaard & Schultz skiluðu þeim af sér. Steinþór Guðmundsson, Sigfús Sigurhjartarson og Jón Axel gagnrýndu harðlega hroðvirkni þá, sem komið hefur fram í áætl- unum hitaveitunnar, og töldu að fenginni reynslu allar líkur til að hún myndi fara langt fram úr þessari síðustu áætlun. Viðvíkjandi fjárhagsáætlun fyrir hitaveituna taldi borgar- stjóri, að rekstur hennar þyrfti ekki, að svo stöddu að minnsta kosti, að standa undir hærra stofnfé, en 25,6 millj. kr. því frá hinum áætluðu 33 milljón- um mætti draga heimæðagjald, 3,8 milljónir, efni það, sem ligg ur í Kaupmahnahöfn er deilt um hvort eigi að teljast eign bæjarins eða Höjgaard & Schu- ltz, það er metið á 1,5 millj., 800 þús., sem varið hefði verið til borana á Reykjum og tolla að upphæð 1,3 milljón, sem rík- isstjórnin hefði fallizt á, að ekki yrði greiddir að svo stöddu. Af þessu 25,6 milljónum kvað hann þegar samið um 15,5 milljónir, væri það dansk'a Iánið, að upp- hæð 5,5 milljónir og lánið, sem Landsbankinn veitti síðastliðið haust 10 milljónir. Þegar væri samið við Landsbankann um þriggja milljón króna skuld, er standa mætti ósamningsbundin til ársloka 1944, úr framkvæmda sjóði bæjarins væri hugsanlegt að lána hitaveitunni 3 milljónir og sjúkrasamlagið hefði boðizt til að kaupa hitaveituskulda- bréf fyrir um 1 milljón kr., og væri þá raunveruléga ekki óráð stafað með öllu nema ca. 3 milljónum. Með þeim áætlun- um, sem gerðar hefðu verið um taxta hitaveitunnar ætti að vera hægt að borga af henni 2,5 milljónir króna á ári. Steinþór Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson og Jón A. Pétursson gagnrýndu harðlega þær gífurlegu skekkjur, sem fram hefðu komið í áætlun um hitaveituna. I júlí í sumar hefði verið gerð áætlun um að kosta mundi 8 milljónir að ljúka verkinu, en í október hefði þetta sama verk verið á- ætlað á 14 milljónir, og svo virt ist sem þessar áætlanir færu dag-hækkandi og væri sjálf- sagt að gera ráð fyrir að kostn- aðurinn færi -enn langt fram úr áætlun. Brezki fasistaleiðtoi- inn Osw^ld Mosley látinn laus Brezki fasistaleiðtoginn Sir Oswald Mosley hefur nú verið látinn laus af brezkum stjórn- arvöldum „af heilbrigðisástæð- um". Fulltrúar 20000 verksmiðju- verkamanna fóru í gær á fund Churchills í Downingstreet 10 og mótmæltu eindregið að hann-' væri látinn ganga laus. Mót- mæli bárust frá mörgum öðr- um verkamannafélogum og sam böndum. Mosley hefur, eins og áður er getið í fréttum, setið í varðhaldi síðan í byrjun stríðsins. Hann er af aðalsættum og stórauð- ugur. Piliia mifla nelnd Faisakar lÍFfll Sjö manna fjölskylda í einu herbergi. Nefndin geri tillögur til úrbóta. Katrín Pálsdóttir bar fram eftirfárandi tillögu á fundi bæj- arstjórnar í gær: „Bæjarstjórn samþykkir, að þriggja manna nefnd, skipuð ein- um fulltrúa frá hverjum þeirra þriggja flokka, sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn, athugi bráðabirgðahúsnæði það, sem allmargar fjöl- skyldur dvelja nú í hér í bæ og geri tillögur um nauðsynlegar umbætur á því." Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Katrín gerði ýtarlega greih fyrir hve frábærilega lélegt það bráðabirgðahúsnæði væri, sem fjöldi manna yrði nú að búa í hér í bæ. Einkum taldi hún ástandið slæmt á Hótel Heklu. Meðal annars kvað hún sjómannsfjölskyldu búa þar í einu herbergi. Það upplýstist í umræðunum, að þessi fjöl- skylda hefði verið hrakin úr sæmilegu húsnæði inn við Ell- iðaár og hefði því síðan verið breytt í hænsnahús. Katrín benti á, hve gífurleg eldhætta væri á Hótel Heklu, ekki sízt þar sem fjöldi karl- manna svæfi í salnum á fyrstu hæð, og mundu þeir ekki ætíð fara sem varlegast með eld. Börnin kvað hún ekki hafa ann Framh. á 8. síðu. Raufll herlno fehur boro- orosteo oo Rilsa Gagnárásum Þjóðverja suðvesfur af Sífomír hrundíð Stalín marskálkur gaf út í gær 2 sérstakar dag- skipanir. Sú fyrri tilkynnti, að 1. úkrainski herinn hefði þeg- ar kvöldið áður tekið borgina Korosten. Yfirmaður hers- ins er Vatútin hershöfðingi. Síðari dagskipunin tilkynnti töku Rikitsa á Gomel- vígstöðvunum. Þá borg tóku hersveitir undir stjórn Rokossovskis hershöfðingja. í nágrenni borgarinnar voru teknir meir en 30 bæir og þorp. Sigrunum var fagnað tvisvar í gær í Moskva með fallbyssuskotum. Var skotið 12 skotum úr 124 byssum í hvort sinn. I dagskipun Stalíns var sagt, að Korosten sé afarþýðingar- mikil samgöngumiðstöð og hefði verið mjög mikilvægt þýzkt varnarvirki. Um hana liggja m. a. járnbrautirnar milli Kieff og Varsjá, höfuðborgar Póllands, og á milli Leningrad og Odessa. Höfðu Rússar reyndar rofið báðar þessar járnbrautir áður. Hafa Þjóðverjar nú enga járn- braut á valdi sínu til flutninga á milli suður- og norðurvígstöðv anna, fyrr en um 150 km. vest- ar, og er stór kafli af henni inn- Framh. á 8. síðu. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn ganga að ókjörum Landsbankans Bærinn borgar bankanum 228 þús. kr. í þóknun fyrir að útvega tvö lán að upphæð 11,4 milljónir króna. Bæjarbúar greiða Landsbankanum nú árlega 1,2 millj. kr. í vexti Bæjarstjórn samþykkti í gær að taka 6 milljóna króna lán til 20 ára vegna Sogsvirkjunarinnar með jöfnum afborgunum og 4% vöxtum, og 5,4 milljón vegna rafmagnsveitunnar til 10 ára með sömu kjörum. Landsbankinn útvegar lánin og fær í þóknun 228 þús. kr. ' Sigfús Sigurhjartarson gagnrýndi þessi lánskjör og sýndi fram á, hve óheppileg væri sú sérstaða sem Landsbankinn hefði meðal banka og sparisjóða landsins, og lagði í því sambandi fram eftbrfafrandi tillögu: „Bæjarstjórn telur, að sérstaða sú, sem Landsbankinn hefur i meðal banka og sparisjóða landsms sé óeðlileg og óheppileg, og beinir því til þingmanna Keykjavíkur að beita sér fyrir breyt- ingum á Landsbankalögunum í þá átt, að rétturinn til seðlaút- gáfu verði falin sérstakri stofnun og, að bankaráðið verði á hverj- um tíma skipað í samræmi við flokkaskipun á Aþingi." Tillagan var felld með 7 atkvæðum gegn 4. Sigfús sýndi fram á að kjör þau, sem bærinn yrði að sæta á þessum lánum, væru mjög slæm, þegar að því væri gætt, að svo mikið fjármagn væri nú tjl í landinu, að það væri ekki nærri allt í umferð heldur lægi rentulaust í stórum stíl. Hann kvað þetta sumpart stafa af því að bærinn hefði einhliða hald- ið sig að samningum við Lands bankann, en fyrst og fremst af hinu, að Landsbankinn hefði þá Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.