Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞjJÓÐVILJINN Föstudagur 19. nóvember 1943 80°|0af togaraflotanum,66l0 affisklflotanum öllum, rím 61% af kaupskipaflotanum eldri en 20 ára ■k Krafa sösíalista: Það verður að kaupa og smfða ný fiskiskip Það er ekki glæsilegt ástand sem blasir við þegar athugað er hvemig högum íslenzka fiskiflotans er háttað. Mestur hluti fiskiflotans eru gömul og úrelt skip, ónýtir „ryðkláfar“ og „fúaduggur“, sem eru í senn hættuleg lífi sjó- mannanna, sem á þeim sigla og hindrun þess að sjávarútveg- urinn gefi þann arð, sem fást myndi með nýtízku skipum. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá þingsályktunartillögu þeirra Sigfúsar Sigurhjartarsonar, Steingrims Aðalsteinssonar og Lúð- víks Jósefssonar um að Alþingi feli ríkistjóminni að reyna að semja um smíði og kaup fiskiskipa í Svíþjóð, að fengnu sam- þykki 5 manna nefndar er Alþingi kýs og skulu skipin seld á innlendum markaði með kostnaðarverði. % Hér verður gefið nokkurt yfirlit yfir aldur íslenzka skipa- flotans, og sýnir það hve gamall og úreltur hann er. I»eir vildu ekki hækka framlag til listamanna í 180 þús. Bæjarpósturinn hefur síðustu dagana fært lesendum sínum frétt- ir af ýmsu því, sem hinir virðulegu þingmenn afturhaldsflokkanna vildu ekki fallast á við afgreiðslu fjárlaganna. Þessari upptalningu verður nú senn hætt, en aldrei lok- ið. Síðast þykir rétt að minnast á að fulltrúar sósíalista í fjárveit- inganefnd lögðu til, að grunnlaun til skálda, rithöfunda og listamanna skyldu verða 180 þús. árið 1944 í stað 120 þúsunda, sem meiri hluti fjárveitinganefndar lagði til. Þrjátíu og sex voru þeir menn- ingarfrömuðir á Alþingi, sem greiddu atkvæði gegn tillögu sósí- alista, tólf voru með henni. ' Skylt er að geta þess að meiri hluti þingmanna fellst á að hækka þessi laun upp í 150 þúsund. Sú tillaga var samþykkt með 31 at- kvæði gegn 17. En eitthvað hafa þeir nú víst viljað Sennilega hugsa margir sem svo, að einhverju hafa þó afturhalds þingmennimir sýnt jákvæðan vilja. Ekki stóð á því, og hér koma fá- ein sýnishom af því sem þeir vildu. Þeir vildu falsa tekjuliðina Við afgreiðslu fjárlaganna til þriðju umræðu kom greinilega í ljós samhugur þingmannanna úr aftur- haldsflokkunum þremur, um að á- ætla óvinsælustu tekjuliði fjárlag- anna of lágt, miðað við reynslu síð- ustu ára og gildandi lög og reglur. Tollana vildu þeir áætla 19 milljón- um lægri en nokkrar líkur eru til að þeir verði. Þannig á að dylja fyrir þjóðinni hvílíkar geysifjár- hæðir eru af henni teknar með hinum ranglátu nefsköttum, sem heita tollar. Vörumagns- og verð- vildu þeir áætla 28 miljónir, en þess ir tollar verða samkvæmt lögum og reglugerðum afturhaldsins aldrei minni en 47 milljónir árið 1944. Tekju- og eignarskatt, ennfremur stríðsgróðaskatt vildi afturhaldið áætla 10 milljónum kr. lægri en víst má telja að heildarupphæð þessara skatta nemi árið 1944. Þeir vildu áætla þessa skatta 25 milljón- ir í stað 35, sem allar líkur benda til að þeir nemi. Ef til vill leynist á bak við þetta einhverjar óljósar afturhaldsvonir, um að hægt verði að hlífa þeim auðugustu við strang- asta rétti hvað viðkemur innheimtu skatta. Tillögu sósíalista um að leiðrétta þessar röngu fjárlagsáætlanir aftur- haldsins voru felldar með nær 30 atkvæðum gegn 10 til 11. Þeir vildu dylja hækkun- ina á tóbaki ogr áfengi Tólfunum kastað þó er afturhald ið neitaði að taka tillit til þeirrar hækkunar sem gerð hefur verið á tóbaki og áfengi við samningu fjárlaga. Það er yfirlýstur tilgangur með því athæfi, að ríkisstjómin geti þar haft fé utan fjárlaga til uppbótar og verðniðurfærslu á landbúnaðar- afurðum. Afturhaldið vildi áætla tekjur af áfengissölunni 3644000 kr., en með núverandi verðlagi og sömu sölu og verið hefur þetta ár, munu þær nema um 12 milljónum, og þannig að fela milli 8—9 milljónir á þess- um lið, til þess að stjórnin geti varið þeim í uppbóts og styrkja- delluna. Á sama hátt eru tekjur tóbakseinkasölunnar áætlaðar .3 milljón króna of lágt. ■ Tuttugu og tveir þingmenn stóðu að þessari fölsun, aðeins ellefu greiddu atkvæði með tillögum sósí- alista um að áætla þessar tekjur í samræmi við veruleikann. Já sögðu: Áki Jakobsson, Barði G., Brynjólf- ur Bj., Einar Olgeirsson, Kristinn E. Andrésson, Lúðvík Jósefsson, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður Guðnason, Sig. Thóroddsen, Stgr. Aðalsteins- son, og Þóroddur Guðmundsson. — Nei sögðu: Gísli Sveinsson, Bernh. Stefánsson, Bjami Ásgeirsson, Ey- steinn Jónsson, Gísli Jónsson, Gunn ar Thoroddsen, Helgi Jónasson, Hermann Jónasson, Ingólfur Jóns- son, Ingvar Pálmason, Jón Pálma- son, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jörundur Brynjólfsson, Páll Her- mannsson, Páll Zóphaníasson, Páll Þorsteinsson, Pétur Ottesen, Sigurð- ur Þbrðarson, Skúli Guðmundsson, Sveinbjörn Högnason og Þorsteinn Þorsteinsson. Grafreiturinn í Hafnarfjarðarhrauni Það hafa margir spurt mig hver ætti þetta svonefnda Hafnarfjarðar- hraun og það hvort Jón hinn al- kunni forstjóri S. í. S. hafi tryggt sér þar grafreit fyrir sjálfan sig eða kjötvörur og aðrar íslenzkar afurðir, rétt eins og ég þekki allar landamerkjalínur þar syðra. Mest hefur þessara spuminga gætt síðan Jón tók upp á því að láta dólgslega, og jafnvel þjófkenna Hafnfirðinga þá er fundu kjötdysjarnar. Eftir þau ummæli Jóns hlýtur hann að hafa einhverskonar eignarheimild á þessu landi sem þó er kennt við Hafnarfjörð í daglegu tali, því varla er Hafnfirðingum ætlandi að líða Jóni þann yfirgang að nota land þeirra, sem grafreit fyrir íslenzkar afurðir, og hafa það eitt að launum að vera kallaður þjófur ef þeir hrófla við slíkum dysjum í sinu eigin landi. Öðru máli væri að gegna ef Jón væri sjálfur jarðsettur þama í þessu hrauni í leyfisleysi. Slík þjóðhetja, og velunnari lands- manna. Því gætu Hafnfirðingar þag- að yfir með góðri samvizku, annars tel ég víst að Jón verði jarðaður í helgum guðbomum reit á Þinvöll- um að lokinni sinni fyrri vist og starfi við saltkjötið. Ef til vill veit einhver fróður mað ur um landamerki þarna suður í hraunum og vildi upplýsa hverjir eiga lönd þessi eða grafreit, sem kjötið var jarðað í, og þá hvort Jón í Sambandinu hefur nokkrar eignar- heimildir á því, því ef svo væri ekki getur það þá ekki gengið þjófnaði næst að taka annara lönd til eigin afnota í leyfisleysi. Spyr sá sem ekki veit. „Ár og síð og alla tíð“ er fólkið skammað fyrir leti og ómennsku af því að það vilji ekki fara upp í sveit og framleiða. Skyldu ekki fréttimar úr Hafnarfjarðarhrauni og víðar, verða því hvatning til nýrra átaka á sviði framleiðslunnar. Við sjáum hvað setur. Þ. Alþýðublaðið Það er mörgum alþýðumanninum þyrnir í augum, að það vandræða- blað skuli kenna sig við alþýðuna og kallast alþýðublað, og þykjast berjast fyrir sósíalisma og jafnrétti. Það er víst tæplega til sú sorpblaða- grein vestan úr Ameríku — eða ut- an úr heimi — um sovétríkin og sós- íalista að hún sé ekki uppþýdd og dubbuð og komin í Alþýðublaðið, sem einskonar fræðiatriði fyrir les- endur. Þetta væri nú ekki umtals- mál ef það kenndi sig ekki við al- þýðuna og sósíalisma, heldur hreint AFKOMA ÞJÓÐARINNAR BYGGIST Á SJÁVAR- ÚTVEGINUM Ábyrgðarleysi þeirra manna, sem ráðið hafa sjávarútvegs- málum landsins, er furðulegt þegar þess er gætt, að afkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á sjávarútveginum. En slíkt er óhjákvæmilegt meðan einstaklings- og gróða- hyggja er ráðandi í þessum mál um og fyrsta boðorðið er að græða sem mest, en ekkert hugsað um hag þjóðarheildar- innar og framtíðina. Afleiðing þess, að arðurinn af sjávarútveginum hefur verið tekinn út úr rekstrinum í stað Síldarsöltunartillaga sósíalista fer til allsherjarnefndar Þingsályktunartillaga sú, sem nokkrir þingmenn Sósíalistaflokks- ins flytja, um söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópu- markað, var í gær til fyrri umræðu í sameinuðu þingi. Einar Olgeirsson hafði framsögu í málinu. Vilhjálmur Þór, utanríkismála- ráðherra, kvaðst hafa rætt við full- trúa íslands á stofnfundi hjálpar- stofnunar liinna sameinuðu þjóða, að athuga um bæði það, sem í þess- ari tillögu fælist og fleira, þar vestra. Framsögumaður lagði til að vísa málinu til utanríkismálanefndar, en það var fellt og málinu vísað til allsherjarnefndar. og klárt við kapitalisma — nazista — og íhald af verstu tegund. Þó keyrði alveg um þverbak þeg- ar blaðið tók fyrir að rífast. um er- indi Gunnars Benediktssonar, „Um daginn og veginn“ nú fyrir stuttu, en Gunnar er sem kunnugt er hverj- um manni snjallari í máli og fróðari og upplýsti hlustendur lítilsháttar um menningu og staðháttu Sovétríkj anna. Þetta þoldi ekki Alþýðublaðið og skammaði útvarpið fyrir að leyfa slíkt, og kallaði kommúnistiskan áróður. Nú er það alveg augljóst mál, að þessar aðfarir verka alveg öfugt við tilganginn og sætir furðu að blaða- mennirnir við blaðið skuli ekki sjá það að þeir eru að sundra Alþýðu- flokknum með slíkum skrifum. Þ. þess að verja honum til við- halds og nýsköpunar útvegsins og til þess að bæta hag þeirra, sem að honum vinna, er sú, að stórvirkustu framleiðslutæki landsins eru nú úrelt og ófær til þess að standast samkeppni við útveg með nýtízku tækj- um. Hve mjög afkoma þjóðarinn- ar byggist á sjávarútveginum sést bezt á því að síðustu 10 ár in fyrir styrjöldina voru 90— 95% af útflutningsverðmætum landsins sjávarafurðir. Árið 1941 nam útflutningur- inn um 188,5 millj. kr. Þar af voru sjávarafurðir fyrir um 180 millj. kr. Árið 1942 nam útflutningurinn rúml. 200 millj. kr. Þar af voru sjávarafurðir um 192 millj. kr. Það mun engum blandast hugur um það, að afkoma þjóð arinnar í framtíðinni verður fyrst og fremst komin undir sjávarútveginum, — en íslenzki fiskiflotinn er að mestu leyti algerlega úreltur. Endurnýjun hans er því eitt stœrsta verkefn ið sem þjóðin þarf að vinna. ALDUR TOGARANNA Af 31 togara eru 25 eldri en 20 ára, en talið er að eigi ætti að nota togara lengur en 20 ár. Af þessum 25 er einn 30 ára, einn 29 ára, fjórir 27 ára, tveir 26 ára og þrír 25 ára. Fimm tog arar eru milli 10—20 ára. Tölur þessar um togara og ennfremur línugufuskip eru samkvæmt upplýsingum í sjó- mannablaðinu Víkingi 1942. Á strjðsárunum hafa farizt 6 íslenzkir togarar, þar á meðal 2 af nýjustu togurunum, Garðar sem var (samkv. fyrrnefndum upplýsingum) 12 ára og Jón Ólafsson, sem var yngsti tog- arinn, 9 ára, og er því nú eng- inn íslenzkur togari yngri en 12 ára. ALDUR LÍNUVEIÐA- GUFUSKIPA Af 19 línuveiðagufuskipum eru tíu 40 ára og eldri, tvö eru 51 árs, níu eru 20 ára og eldri, þar af fimm yfir 30 ára. — Ekkert er yngra en 20 ára. MÓTORSKIP YFIR 100 SMÁLESTIR Af ellefu þeirra eru sjö 20 ára og eldri, það elzta 40 ára, þrjú um 10—19 ára. Eitt er 4 ára. MÓTORSKIP UNDIR 100 SMÁLESTUM Af þeim eru tuttugu 50 ára og eldri, þar af 4 yfir 60 ára, þaö elzta 68 ára. Tvö milli 40 og 50 ára. í sambandi við þessi skip skal það tekið fram, að nokkur þeirra hafa verið endurbætt. Sextíu og átta eru á aldrinum 30 til 40 ára, 164 á aldrinum 20—30 ára, 163 á aldriinum 10-20 ára, 70 á aldrinum 5—10 ára og aðeins 34 bátar yngri en fimm ára. 80% AF RÚMLESTATÖLU TOGARAFLOTANS ELDRI EN 20 ÁRA Aldur togaraflotans miðaður við rúmlestatölu er sem hér segir: 3,0% af rúml.tölu yfir 30 ára 26.4— 25—29— 50,6— 20—24— 7,5— 15—19— 12.5— 10—14— Enginn togari er yngri en -12 ára. 66,2% AF RÚMLESTATÖLU ALLS FISKIFLOTANS ELDRI EN 20 ÁRA Ef tekinn er aldur rúmlesta- tölu alls fiskiflotans sem heild ar, togara, línugufuskipa, mót- orskipa og mótorbáta verður út- koman þessi: 66,2% eru eldri en 20 ára, þar af 17,% eldri en 30 ára, 7,6% eru 15—19 ára, 13,3% 10—14 ára, 6,7% eru 5—9 ára og 6,2% 4 ára og yngri. 61,'6% AF RÚMLESTATÖLU KAUPSKIPAFLOTAN S ELDRI EN 20 ÁRA Ástandið er litlu glæsilegra í kaupskipafiotanum. 61,6% eru eldri en 20 ára, þar af eru 29,6% 30 ára og eldri. Yngri en 10 ára eru aðeins 11,8%. 64,8% AF RÚMLESTATÖLU ALLS SKIPASTÓLS LANDS- MANNA ELDRI EN 20 ÁRA Aldur rúmlestatölu alls skipa , stóls landsmanna er þessi: 21,8% rúml.tölu 30 ára og eldrí 15,7— 25—29ára 27,3 20—24— 9,7- 15—19— 13,0 10—14— 5,0 5— 9— 7,5- 0 4 Þessar tölur tala skýru máli um það, hve gamall og úreltur íslenzki skipastóllinn er og hve brýn nauðsyn, það er að kaupa eða smíða, ný skip svo skipafloti landsmanna komist í viðunancW horf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.