Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 19. nóv. 1943. '-----------------------------------------------—....... þlÓÐVlLllNN Útgefandi: SameiningarjloWur alþýSa — S<5síaíista//ofcktirinn. Ritstjóri: SigurSur Guðmundsson. Stjórnmájaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartaraan. Ritstjórnarskrifstofur: Auaturstrœti 12, simi 2270. AfgreiSsla og auglýsingar: SkólavörSustig 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingsprent h. /., GarSastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. w.______________________________________________________/ Atvinnuleysi við borgarhliðin „50—100 manns atvinnulausir í Hafnarfirði.“ Svo hljóða fréttirnar. Borgarablöðin eru öll byrjuð að ræða um „atvinnuleysið og hrunið“. Það hlakkar í afturhaldinu. Það hugsar gott til glóðarinnar. Nú sé tækifærið til að ráðast á verka- lýðinn. Nú skuli kaupið verða lækkað. Nú komi dagur hefndar- innar fyrir það að verkalýðurinn skyldi bylta af sér oki gerðar- dómslaga og ánauðar. En þeir reikna skakkt þessir herrar hræðslupeninganna og stríðsgróðans. Þeir reikna með auðmýkt og undirgefni kúgaðs lýðs. En þeir reikna ekki með verkalýð íslands eins og hann nú er orðinn, markviss og stoltur í vitundinni um mátt sinn og rétt. „Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tíð er sig lægði í duftið og stallana hóf.“ Atvinnuleysi er morð. Það skulu þeir herrar gera sér ljóst, sem nú ætla vitandi vits að leiða það yfir þjóðina. Atvinnuleysi er morð, — örugg aðferð til að drepa menn, seint og kvalafullt, murka úr mönnum lífið, kippa úr vexti barn- anna af skorti og eyðileggja heilsu kvennanna af þrældómi og neyð, — atvinnuleysi, það er seigdrepandi eitur, byrlað í Ijós- lítilli kjallaraholu, — atvinnuleysi, það er aðferðin til að drepa kjarkinn, eyðileggja manndóminn um leið og smásaxast á krafta líkamans. Reykvískur verkamaður man það enn, þegar leið yfir sex- tugan verkamann í hafnarvinnunni þegar hann loks fékk hand- tak eftir margra mánaða atvinnuleysi og skort. Hann þoldi ekki þrældóminn. Reykvískur verkalýður man það enn, þegar hann gekk hér á milli Heródesar og Pílatusar, bað um vinnu, var hæddur og svívirtur af fátækrafulltrúum og valdhöfum og skammaður í borgarablöðunum fyrir ónytjungsskap á eftir. Reykvískir verkamenn muna hvað það er að koma tómhent- ur dag eftir dag til konu og barna, — og verða svo að lokum að biðja um 80 aura skammtinn, handa barni sínu, — sama skammt og hundunum var ætlaður í Tungu. Reykvískir verkamenn láta ekki þann tíma koma aftur. Reykvískir verkamenn ætla ekki að láta söguna endurtaka sig, þó milljónamæringa og Hriflunga dreymi um slíkt. Þegar menn sjá að hafin er árás, bein morðtilraun við konu, barn og mann sjálfan, þá verja menn sig. Og menn verja sig með öllum ráðum, ef svo hraksmánar- lega skyldi fara að þeir aðiljar, sem ætlað er að afstýra henni, skyldu ganga í þjónustu þjóðarfjenda og skemmdarvarga og hjálpa til þess af ráðnum hug að leiða neyðina inn á alþýðu- heimilin. Og það skulu valdhafarnir gera sér ljóst, að atvinnuleysið er ekki aðeins árás á verkamenn, — það er líka árás á fiskimenn og bændur, því kjör þeirra fara eftir kjörum verkamanna, — það er líka árás á starfsmenn og menntamenn, á handiðnaðarmenn og verzlunarmenn — og verkalýð Islands mun hvorki skorta þrek né vit til að fylkja þjóðinni gegn þeim skemmdarvörgum, sem ætla að neita þjóðinni um næga og örugga atvinnu. Alþingi hefur nú tækifæri til að sýna hug sinn til að leysa mesta vandamál nútímaþjóðfélags: afstýra atvinnuleysinu. Meðal annarra góðra mála, sem fyrir þinginu liggja eru tillögur Sósíalistaflokksins um smíði á fiskiskipum, innflutning á efni í skip og um söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl. Enn- fremur mun Alþingi aftur fá tækifæri til að láta í ljósi vilja sinn um framlög til að kaupa fiskiskip og reisa við landbúnað- inn á nýjum grundvelli. Þjóðin mun dæma þingið eftir því hvernig það tekur á vandamálúm sem þessum. Sjómannaráðsstefna Alþýðusambandsins stóð yfir frá 13.— 17. nóvember. Var þar tekinn fyrir fjöldi merkra mála, sem varða sjómanna- og fiskimannastétt landsins og samþykktar margar ályktanir. En að þessu sinni er ekki unnt að skýra frá ráðstefnunni í heild. Helztu mál ráðstefnunnar voru þessi: 1. Öryggismál sjómanna, 2. Dýrtíðarmálin. 3. Samræming hlutakjaranna, 4. Skipulags- og útbreiðslxunál. Með því að gangast fyrir ráðstefnu þessari hefur Alþýðu- sambandið gert djarft og nauðsynlegt átak til þess að samræma og bæta kjör og auka öryggi stéttarinnar, sem vinnur hættuleg- ustu störfin og færir þjóðarbúinu mestan arð. Með þessu hefur stjóm þess sýnt vilja sinn og hæfni til þess að standa vörð um hagsmuni þúsundanna sem eru innan ráða Alþýðusambandsins. Á vertíðinni í Vestmannaeyjum. FULLTRÚAR Á SJÓMANNA- RÁÐSTEFNUNNI, AUK SAM- BANDSSTJ ÓRNAR: Ráðstefnuna sátu 21 fulltrúi frá eftirtöldum félögum, auk stjórnar Alþýðusambandsins, einnig tyeir fulltrúar frá Far- manna- og fiskimannasamband- inu og einn fulltrúi frá Mótor- vélstjórafélagi Islands, er sátu ráðstefnuna sem gestir með mál frelsi og tillögurétti. Sjómannafélag Reykjavíkur: Sigurjón Á. Ólafsson, Sigurð- ur Ólafsson, Garðar Jónsson, Thorberg Einarsson. Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Kristján Eyfjörð. Sjómannafélag Vestmannaeyja: Tryggvi Gunnarsson. Verkalýðsfél. Fáskrúðsfjarðar: Valdimar Bjarnason. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur: Valdimar Guðjónsson. Verkamannafélagið Fram. Seyðisfirði: Haraldur Sveinsson. Verkalýðsfélag Borgamess: Ólafur Sigurðsson. Verkalýðsfélag Akraness: Sveinbjörn Oddsson, Sigríkur Sigríksson. Verkalýðsfélag Gerða- og Miðneshr.: Páll Ó. Pálsson. Verkamannafé lagið Árvakur, Eskifirði: Hilmar Bjarnason. Verkamannafélagið Þróttur, Siglufirði: Þóroddur Guðmundsson. Verkalýðsfélag Norðfirðinga: Bjarni Þóraðarson, Sigfinnur Karlsson. I Sjómannafélag Akureyrar: Tryggvi Helgason. Verkamannafélag Húsavíkur: Björn Kristjánsson. Verkalýðsfélag Borgarfjarðar: Guðni Árnason. Gestir með málfrelsi og til- lögurétti voru þeir Halldór Jóns son og Henry Hálfdánsson frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands og Sveinn Jóns- son frá Mótorvélstjórafélagi ís- lands. ÁLYKTUN UM ÖRY GGISMÁL Svohljóðandi ályktun örygg- ismálanefndar var samþykkt: I. Samþykktir 17. þings Alþýðu sambands íslands í öryggismál- um sjómanna eru að dómi nefnd arinnar mjög ýtarlegar, og enn fremur að upplýst er, að inn- an skamms komi út endurskoð- uð reglugerð um öryggi á sjón- um, þá lítur nefndin svo á, að það sem mestu máli skipti sé það, að settum lögum og reglu- gerðum sé framfylgt, og leggur því áherzlu á eftirfarandi at- riði: Að stjórnarvöld landsins framfylgi settum r:eglum til hins ýtrasta. sem stærri byggðarlögum, og varast alla linkind eða tilhliðr- unarsemi gagnvart þeim, sem ber að leggja fram fjármagn, er leiðir af útbúnaði skipa vegna öryggis mannslífanna. Ennfremur að þeir menn, sem eftirlitið hafa með höndum úti um land séu fyrst og fremst skylduræknir í starfi sínu og ó- háðir atvinnurekanda. Að brýnt verði fyrir sjó- mönnum, og þá sérstaklega þeim, er stjórn hafa um borð í skipum, að hirða vel og ann- ast öll björgunartæki, endurnýj un og viðhald þeirra sem lögum samkvæmt er skylt að fylgja hverju skipi, og vera vel á verði um að öllum fyrirskipuðum regl um, er að öryggi á sjónum lúta, sé framfylgt jafnt af hálfu skipseigenda sem skipaeftirlits- ins. Að sambandsstjórn beiti sér fyrir fræðslu í stéttarfélögum sjómanna úti um land um allt er lýtur að öryggismálum þeirra, og að meðlimir stéttar- félaganna á þann hátt geti orð- ið virkir aðilar um verndun þessara réttinda. Að reglugerðir um öryggið á sjónum verði gefnar út í svo stóru upplagi, að þær geti verið í sem flestra höndúm er sjó- mennsku stunda. II. Nefndin telur, að lögin um samflot skipa séu mikil réttar- bót í öryggismálum sjómanna, og brýnir því fyrir öllum, er hlut eiga að máli að framfylgja þeim lögum eftir megni, hver á sínum stað, og að undanþágur frá samfloti verði ekki gefnar nema í ýtrustu nauðsyn. III. Þar sem verulegt ósamræmi ríkir hjá hinum ýmsu stéttar- félögum sjómanna í landinu um lágmarkstölu háseta, sem sigla með skipum til útlanda með ís- varinn fisk, svo og á þeim skip um, sem annast flutninga milli nafna innanlands á ýmsum tím qm árs og öðrum þræði stunda fiskveiðar, og þar sem það verð- ur að teljast öryggismál hvort skip sé nægilega mannað eða ekki, þá telur nefndin fulla nauð syn til bera, að sambandsstjórn beiti sér fyrir því meðal stétt- arfélaga sjómanna úti um land, að reglur þær, sem Sjómanna- félag Reykjavíkur hefur undan farið fylgt um lágmarkstölu há- seta í utan- og innanlandssigl- ingum, verði einnig gildandi úti um land, sem eru í höfuðatrið- um þessar: a. í utanlandssiglingum: 4 há- setar (lágmark). b) í innanlandssiglingum: 4 hásetar (lágmark) á skipum 50 Síldarlöndun á Siglufirði. rúmlesta og minnst 2 hásetar á skipum innan 50 rúmlesta. Skip- um stærri en 50 rúml., sem sigla einungis innfjarða, mætti þó gefa undanþágu frá lág- markstölu háseta með samþykki viðkomandi verklýðsfélags. ÁLYKTUNí DÝRTÍÐARMÁLUM Eftirfarandi ályktun var sam þykkt í dýrtíðarmálunum: Eins og nú er komið málum munu hlutasjómenn á minni vélbátum og útgerðarmenn þeirra eiga við verst kjör að búa allra atvinnustétta landsins. Þannig mun nú algengast að tekjur manna á slíkum bátum hafi verið á milli 4000 og 8000 krónur á þessu og síðastliðnu ári. Þegar þess er gætt, að sam- kvæmt útreikningi sex manna nefndarinnar voru meðal-launa- tekjur í kringum 14—16 þús kr. og nú eru gerðar ráðstafanir af hinu opinbera til þess að tryggja bændum annað eins kaup, þá dylst engum, hve kjör hluta- manna og hinna smærri útvegs manna eru orðin óþolandi, bor- ið saman við launakjör annarra stétta, enda skellur vöxtur dýr- tíðarinnar harðar á fiskimönn- um en nokkrum öðrum, vegna þess, að þeir einir fá laun sín ekki hækkuð samkvæmt vísi- tölu. Ráðstafanir stjórnarvaldanna gegn vaxandi dýrtíð hafa hing- að til verið harla ófullkomnar % og sumar þeirra, eins og til dæm is núverandi niðurgreiðsla á dýr tíðinni, algjörlega neikvæð. Ráðstefnan telur alla laun- þega í landinu eiga kröfu til þess, að vísitalan samsvari fylli lega hinni raunverulegu dýrtíð á hverjum tíma, og krefst þess fastlega, að gerðar verði raun- hæfar ráðstafanir til að lækka dýrtíðina, þ. e. vöruverðið, og bendir meðal annars á þessar leiðir: 1. Tollar á nauðsynjavörum almennings verði afnumdir. 2. Okri milliliða á atvinnu- vegi smáútvegs og fiskimanna, svo sem olíu, kolum, salti, beitu, veiðarfærum o. fl. verði aflétt. Skorar ráðstefnan I því sam- bandi á smáútvegsmenn og fiskimenn að mynda með sér samtök um innkaup og sölu út- gerðarvara og krefst þess, að hið opinbera aðstoði slík sam- tök, bæði með hagstæðum stofn lánum og forgangi til innflutn- ingsleyfa o. fl. Þá telur ráðstefnan, að áhrifa stórútgerðarinnar hafi gætt svo freklega í sölu sjávarafurða á erlendum markaði, að um raun- verulegt ofríki og féflettingu hafi verið að ræða í garð vél- bátaútvegsins, þar sem togara- útgerðin hefur fengið eins kon- ar jöfnunarverð fyrir karfa og ufsaútflutning sinn á kostnað vélbátaútvegsins, sem framleið ir ætíð beztu og dýrustu teg- undir markaðsvörunnar. Ráðstefnan telur, að óhjá- kvæmilegt sé að núgildandi Að skipaskoðun ríkisins sé ávallt á verði um allt er að ör- yggi lýtur, jafnt í hinum smærri „Þrílembingar" á síldveiðum fisksölusamningur verði endur skoðaður, með það fyrir augum, að fá frarn eðlilegan verðmis- mun á hinum ýmsu fisktegund- um, og hækkað fiskverð, svo tryggt sé, að tekjur fiskimanna haldist í eðlilegu hlutfalli við laun annarra stétta, eftir því, sem fiskmagn gefur tilefni til. Ráðstefnan krefst þess, að einn fulltrúi frá Alþýðusamb. Islands og annar frá Farmanna sambandi fslands fái sæti í nefnd þeirri, er fjallar um end- urskoðun fisksölusamningsins, svo tryggt sé, að sjónarmið sjó- manna komi fram við samnings gerðina og hagsmuna þeirra- verði gætt. ★ Síðar munu verða birtar álykt- anir ráðstefnunnar um samræm- ingu hlutakjaranna og um skipu- lagsmálin. En nokkrar samþykktir og ályktanir ráðstefnunnar varð-. andi önnur mál fara hér á eftir: UM SAMSTARF ALÞÝÐU- SAMBANDSINS OG F. F. S. í. Frá Halldóri Jónssyni: „Sj ómannaráðstefna Alþýðusam- bandsins telur mjög nauðsynlegt að hin bezta samvinna sé á milli allra sérgreina sjómannastétt- arinnar, og að sameiginleg eða einstök málefni stéttarinnar njóti stuðnings allra sjómannasamtaka, og telur í því sambandi æskilegt, að stjórnir Alþýðusambands fs- lands og Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands hafi með sér nána samvinnu um afgreiðslu þeirra mála, er þessi sambönd hafa hvort um sig að flytja, og snerta s jómannastéttina“. UM BYGGINGU SKIPASMÍÐ ASTÖÐ VAR. Frá Iíalldóri Jónssyni: „Sjómannaráðstefna Alþýðusam- bandsins skorar á sambandsstjórn sína að kynna sér hið bezta frv. það, sem fram er komið á Alþingi, um breytingu á hafnarlögum fyrir Reykjavíkurkaupstað, þar sem miðað er að því, að hér verði kom- ið upp stórauknum framkvæmdum í skipasmíði, ásamt auknum mögu- leikum til skipaviðgerða. Telur sjómannaráðstefnan að hér sé um svo mikið þjóðhagsmál að ræða fyrir landið í heild, að hina brýnustu nauðsyn beri til þess, að það verði afgreitt sem lög á Alþingi því sem nú situr, í því formi, sem hún telur æskilegast“. UM VINNUVERND VÉLSTJÓRA Á FISKI- OG SÍLDVEIÐISKIPUM. Frá Magnúsi Guðmundssyni: „Fundurinn skorar á sambands- stjórn að beita sér fyrir því, að það margir menn verði ráðnir á fiskibáta, að vélamenn þurfi ekki að vinna að jafnaði á dekki. Á síldveiðum sé þess krafizt, að alltaf séu um borð í skipunum menn með skipstjórnarréttindum“. UM BREYTINGAR Á LÖGUM UM ATVINNU VIÐ SIGLINGAR. Frá Halldóri Jónssyni og Tryggva Helgasyni: „Sjómannaráðstefria Alþýðusam- bandsins skorar á sambandsstjórn sína að tilnefna 3 menn, er hún telur bezt kunnuga till. F. F. S. í. um breytingar á lögunum um at- vinnu við siglingar, til þess að ræða við 3ja manna nefnd frá F. F. S. í. um þessi mál“. TILLAGA í SAM- BANDI VIÐ ÞETTA MÁL. Frá Sigurjóni Ólafssyni: „Ráðstefnan samþykkir að fela sambandsstjórn að leita álits með- al stéttarfélaga sjómanna víðsveg- ar um land, um skoðun þeirra á framkomnum tillögum um breyt- ingar á lögum um atvinnu við siglingar“. UM BREYTINGAR Á siglingalögunum: UM BJÖRGUNARLAUN. Frá Bjarna Þórðarsyni: „Sjómannaráðstefnan telur æski- legt, að sambandsstjórn skipi Bátar við bryggj- una á Ólafsfirði Föstudagur 19. nóv. 1943. ÞJÓÐVIUINN. Thorvaldsenfélagið fær Ártún til að reisa |tar barnaheimiii Stjóm Thorvaldsensfélagsins kallaði blaðamenn á fund sin* í gær og skýrði formaður félagsins, frú Svanfríður Hjartardótt- ir, þeim frá því að bærinn myndi í dag — sem er afmælisdagur féagsins — afhenda félaginu Ártún til þess að reisa þar bama- hæli félagsins. Undir kaffiborðum rakti frú- in sögu félagsins allýtarlega. Það var stofnað 19. nóv. 1875. Fyrsti formaður var frú Þórurui Jónassen og var formaður frá stofnun til 1922. Félagið starfaði einkum að allskonar mannúðarmálum, kenndi ókeypis ýmiskonar handavinnu, gaf fátækum sængurkonum föt o. s. frv. 1888 gáfu þær bænum skýli fyrir þvottakonur við Þvottalaugarn- ar, en það hafði ekkert áður verið. Veturinn 1896—’97 gáfu þær fátækum skólabörnum 80 máltíðir á dag. Thorvaldsensbazarinn var stofnaður 1. júní árið 1900, og þriggja manna nefnd, og skulu tveir þeirra vera úr sjómannafé- lögunum í Reykjavík og Hafnar- firði, til þess að ræða við jafn- marga menn, tilnefnda af stjórn F. F. S. í., ef hægt væri að kom- ast að samkomulagi um þau atriði í frv. til laga um breytingar á sigl- ingalögunum um björgunarlaun, þar sem samböndin greinir á, ef verða mætti að sá ágreiningur gæti jafnazt“. UM HLUTATRYGGINGU. Frá allsherjarnefnd: „Sjómannaráðstefnan mælir með því, að frv. um hlutatryggingu verði að lögum, þó aðeins á þann hátt, að iitgerðarmenn einir inni þær greiðslur af hendi, sem nauð- synlegar eru, til þess að geta stað- izt þær kvaðir um lágmarkskaup- tryggingu, sem um semst milli út- gerðarmanna og stéttarfélaganna“. UM FJÁRHAGSLEGAN STUÐNING RÍKISINS VIÐ SMÁÚTGERÐINA VEGNA LÁGMARKSKAUP- TRYGGINGA Frá allsherjarnefnd: „Ráðstefnan lítur svo á, að fram- ar öllu beri að keppa að því að sjómönnum sem öðrum launþegum í landinu verði sem bezt tryggð lífvæn atvinna, og að ekki endur- taki sig það ófremdarástand frá síð ustu kreppuárum, að hlutasjómenn gangi snauðir og slippir frá borði í lok vertíða, eftir erfitt og áhættu- samt vithald. Telur ráðstefnan að lágmarks- kauptryggingin sé eina öryggisleið- in, sem fær getur talizt í þessu efni, eins og nú horfir málum. Jafnframt gerir ráðstefnan sér Ijóst, að smáútvegurinn hér á landi getur komið til með að berjast mjög í bökkum hvað afkomu snert- ir, en verður þó að teljast ómiss- andi þáttur í atvinnulífi þjóðar- i innar. Fyrir því telur ráðstefnan ! sanngjarnt, að ríkissjóður létti á- liættu vegna lágmarkstryggingar | af herðum smáútvegsmannanna að I nokkru og taki á siu greiðshir átti frú Soffía Hjaltested tillög- una að stofnun hans. Var til- gangurinn að skapa markað fyr- ir heimilisiðnað kverina. Félags konur hafa unnið endurgjalds- laust á bazarnum þar til síð- ustu árin. Sala bazarsins var fyrsta árið kr. 3 840,00 en er nú yfir kr. 200 000,00. Félagskonur eru nú 42. Bamauppeldissjóðurinn Frú Margrét Rasmus, formað ur barnauppeldissjóðsstjórnar félagsins skýrði frá barnahælis- hugmyndinni. Framh. á 8. síðu. þeirra, að svo miklu leyti sem út- gerðinni væri sannanlega um megn að rísa undir henni. — Þetta gæti talizt nauðsynleg ráðstöfun til við- halds atvinnulífinu í landinu og gegn atvinnuleysinu, á meðan ekki hafa gengið í gildi lög um hluta eða kauptryggingu, sem samtök alþýð- unnar geta sætt sig við“. GÖMUL SKIP VERÐI EKKI KEYPT FRÁ ÚTLÖNDUM. UNDIRBÚNINGI NÝ- BYGGINGA IIRAÐAÐ. Frá Tryggva Helgasyni og Tryggva Gunnarssyni: „Sjómannaráðstefna Alþýðusam- bands íslands, haldin í Reykjavík 13.—17. október 1943, ályktar, að stefna sú, sem ríkt hefur um tíu ára skeið um innflutning skipa, það að keypt hafa verið inn í landið nær eingöngu gömul og úrelt skip, sé mjög háskaleg fyrir lifsöryggi sjómanna og jafnframt fyrir að- stöðu íslenzku sjómannastéttarinn- ar um að standa sem bezt að vígi í hinni hörðu samkeppni við aðrar fiskiveiða- og siglingaþjóðir í fram- tíðinni. Fyrir því skorar ráðstefnan á stjórnarvöldin, að lögum verði breytt svo að framvegis verði ekki leyfður innflutningur á eldri skip- um en 7 ára, og að þess sé vandlega gætt af sérfróðum mönnum, að hvert skip, sem inn er flutt, full- nægi fyllstu kröfum tímans um styrkleik, gerð og allan útbúnað. Þá leggur ráðstefnan áherzlu á, að hraðað verði scm frckast er kostur undirbúningi að því, að allar fram- kvæmdir um nýbyggingu allra gerða fiskiskipa og minni flutn- ingaskipa geti orðið framkvæmdar í landinu“. Nokkrir lítilsháttar viðaukar voru og samþykktir við ýmsar á- lyktanir, eins og t. d. í öryggis- málunum, svo og nokkrar till., sera ef til vill verða birtar síðar. Ályktanir ráðstefnunnar eru ráð- gefandi fju-ir miðstjórn Alþýðu- sambandsins í sjómannamálunum fvrir nánustu framtíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.