Þjóðviljinn - 20.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.11.1943, Blaðsíða 1
 JOÐVILJI 8. árgangur. Laugardagur 20. nóvember 1943 LESIÐ GREIN R. PALMÉ DUTTS um Múnchensáttmálann á 4.—5. síðu. 262. tölublað. Siífc gr latisn hásnædísvandrædanrca: manna fiðlshmda í einu Efioln emunaFáhDld ~ EHh erf Á síðastliðnu hausti útvcgaði húsaleigunefnd allmörgu hús- næðislausu fólki bráðabirgðahúsnæði til íbúðar. Húsnæði þetta átti að vísu að vera til bráðabirgða, en þegar til kemur vantar það flest það, sem nauðsynlegt er til þess að það geti talizt íbúðarhæft. Það vantar eldunaráhöld, þvottahús, geymslur, auk þess sem svo er í íbúðirnar troðið að heilsn og velferð fjölda barna er teflt í hættu. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær, að bæjarstjórn hefði sam- þykkt, samkvæmt tillögu Katrinar Fálsdóttur, fulltrúa Sósial- istaflokksins, að bæjarstjórn tilnefni þriggja manna nefnd til að rannsaka þessar íbúðir og verður að krefjast þess, að bætt verði úr því sem aflaga fer svo viðunandi sé. Blaðamaður Þjóðviljans leit inn í nokkrar þessara bráða- birgðaíbúða og skal hér nokk- uð sagt frá aðbúnaði í „íbúð- um" þessum. SJÖ MANNA FJÖLSKYLDA í EINU HERBERGI í HÓTEL HEKLU í einu herberginu í Hótel Heklu hefur 7 manna f jölskyldu verið vísað til íbúðar, 5 ung börn, eitt þeirra smábarn. í þessu eina herbergi hefur öllu nauðsynlegasta dóti fjöl- skyldunnar verið hrúgað sama- an og verður sumt af fólkinu að sofa á gólfinu, því aðeins tveir legubekkir eru til að sofa á. Öll föt, vinnuföt sem önnur, verður að hafa inni í þessu eina herbergi. EJÓRIR — ÞAR AF TVÖ UNG BÖRN — í EINS MANNS HERBERGI Á efstu hæðinni er 3—4 manna fjölskyldum ætlað að hafast við í einu litlu eins manns herbergi. Breidd herbergjanna er ná- kvæmlega dívanlengd. Hvert þeírra er innan við þrjár álnír á hæð, — þakgluggi. í einu slíku herbergi, sem fjórir dvelja í eru 2 ung börn. NÍU' FJÖLSKYLDUR — 40 MANNS — UM EITT ELDHÚS Níu húsmæðrum, sem eiga að elda fyrir 40 manns er feng ið eitt eldhús til umráða. í því eru 6 tvíhólfa suðuhell- ur, en tvær þeirra eru alger- lega ónothæfar — vantar hólf- in, á þeirri þriðju vantar ann- að hólfið, tvær hitna illa, en tvær koma að fullum notum. Þessar 9 konur eiga allar að nota sama vaskinn og er það eini vaskurinn á allri þeirri hæð, þegar frá er talinn lítill vaskur inni í salerni. Það geta allir sagt sér það sjálfir, hvernig muni ganga að elda fyrir 9 fjölskyldur í þessu eina eldhúsi enda verða margir að kaupa sér mat annarsstaðar. Fyrir íbúa miðhæðarinnar hefur verið útbúið eldhús á neðstu hæðinni, sem er all- stórt, en á því 'er sá galli, AÐ ÞARER EKKERT ELDFÆRI. Gamla eldhúsið í Hótel Heklu er hinsvegar lokað. EKKERT ÞVOTTAHÚS — FÖTIN ÞURRKUÐ íGÖNGUNUM i Ekkert þvottahús er í Heklu og verða húsmæðurnar því að þvo fötin í smáílátum inni hjá sér eða í eldhúsinu, kosta flutn ing á þvottinum inn í þvotta- laugar eða reyna að fá hann þveginn í þvottahúsum. Þvottinn verða þær síðan að þurka á snúrum, sem settar hafa verið upp í göngum húss- ins. ENGAR GEYMSLUR — KJALLARINN LEIGÐUR ÖÐRUM íbúunum þarna eru engar geymslur ætlaðar nema litlir skápar undir súðunum og verða þeir því að geyma allt sitt dót inni þar sem þeir sofa, óhrein vinnuföt sem annað. Kjallari hússins hefur hins- vegar verið leigður fyrir verk- stæði. HVAÐ GERIR BARNAVERND ARNEFND, HEILBRIGÐISEFT IRLIT OG UNGBARNAVERND LÍKNAR TIL AÐ TRYGGJA VELFERÐ BARNANNA? Svo óviðunahdi, sem þessar í- búðir eru fyrir fullorðið fólk, Leikvöllur barnanna í Heklu er miðdepill umferðarinnar í bænum. þá eru þær þó verstar fyrir börnin, sem þarna dvelja. Heilsu þeirra og velferð er bein línis stefnt í voða. A efstu hæðinni munu vera 10 ung börn og á miðhæðinni 14 börn yngri en 5 ára. Allir munu geta skilið, hve bága aðstöðu börn, sem eru í skóla, hafa til þess að læra í þessum yfirfullu íbúðum. Framhald 8. síðu. Riði hepinfl lenuF Ort Feir yffr Disépr 160 fem, fyrír norðan KíefL — Rússar yfírgefa Sítomír • Eftir að hafa staðizt æðisgengin gagnáhlaup Þjóðverja í heila viku, hafa Rússar yfirgefið Sítomír. Þjóðverjar drógn þangað lið úr öllum áttum og hikuðu ekki við að fórna óhemju fjölda mannslífa til að ná einhverjum árangri. Rússar segjast nú hafa komið sér fyrir í betri varnarlínu. Stalín gaf ut dagskipun í gær, þar sem tilkynnt var taka borgarinnar Ovrúts. Er hún þýðingarmikil járnbrautarmiðstöð á línunni milli Leningrad og Odessa, um 40 km. norður af Korosten. f dagskipuninni var sagt, að 4 fallhlf.farherfylki rauða hers- ins hefðu aðstoðað við töku borgarinnar. Ovrúts er síðasta járnbrautarmiðstöðin fyrir sunn an Pripetf enin. Rússar tóku yfir 30 aðra staði í nágrenni hennar. Rússar tilkynntu í gær að þeir hefðu brotizt yfir Dnépr um 100 km. fyrir neðan Kieff á móts við borgina Tserkoff. Takist Rússum að sækja fljótt fram þama, getur það orðið þýzka hernum í Dnéprbugð- unni mjög hættulegt. Rússar segjast þegar hafa tekið þama marga víggirta staði. Rússar eyðilögðu í gær fyrir Þjóðverjum 125 skriðdreka og 10 flugvélar. Farmanna- oq fishlmnnnasainliandið sHorar á 9lHlnol að besar s§ fiafizlfianda mefl iigiio shipasmíflasföOuar Telur mlliíþinganefnd hafa unniðþjóðnytjastarf meðtill.sínum Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur sent Al- þingi áskorun um að hraða undirbúningi að byggingu skipa- smíðastöðvar. Lýkur sambandið lofsorði miklu á störf milliþinganefndar þeirrar er undirbjó þetta mál. Áskorun sambandsins til Alþingis fer hér á eftir: „Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hefur látið sig mikið skipta alt er verðamætti sjávarútvegi landsmanna að gagni, og fylgzt með umbótum og lagt fram tillögur í þá átt, byggingu fullkominnar skipa- smíðastöðvar í Reykjavík, og í voru Pálmi Loftsson, Arnfinnur Jónsson, Gísli Jónsson og Jón A. Pétursson, hefur nú skilað álit til Alþingis og frumvarp áð'auka og endurbæta skipastól I lagt fram um breytingu á þjóðarinnar. 7. sambandsþing F.F.S.I. samþykkti áskorun til Alþingis fyrir' nokkru, þess efn- is, að ljúka ekki störfum fyrr en raunhæfar ráðstafanir hefðu verið gerðar til endurnýjunar skipaflotanum. Milliþinganefnd sú er skipuð var af Alþingi á þessu ári, til að gera tiliögur um rekstur og hafnarlögum Rvíkur, er miðar að því að komið verði upp full- kpmnum mannvirkjum til skipasmíða og viðgerða. Stjórn F.F.S.I. hefur kynnt sér álit og tillögur nefndarinn- ar. Teljum vér störf hennar hafa tekizt með ágætum, og eigi hún miklar þakkir skildar fyr- Framh. á 8. síðu. Miklir eldar loguðu ennþá í gær í Korosten. Höfðu Þjóðverj ar að vanda kveikt í f jölda húsa áður en þeir voru hraktir úr bænum. Rússar tóku þar mikið herfang. - Rauði herinn tók og afarmik- ið herfang í Rikitsa, þ. á m. heil ar lestir af flutningabílum hlöðnum hernaðarnauðsynjum. Sókn Rússa gengur vel fyrir vestan Gomel. Telja fréttaritar- ar vonlaust að Þjóðverjar haldi þeirri borg, eftir að Rússar tóku Rikitsa. Loffárás á Berlin Bretar og Bandaríkjamenn gerðu í gær hörðustu loftárás á Berlín, sem gerð hefur verið síðan 3. september. En samtals fóru fleiri flugvélar til Þýzka- lands í gær en nokkrusinni f yrr. M. a, borga, sem ráðist var á, varu Mannheim og Ludvigshaf- en. Um þá fyrri játuðu Þjóð- verjar, að í henni hefði orðið mikið tjón. Sökum þess, hve margar borg ir urðu fyrir árásum í einu, urðu Þjóðverjar að dreifa bar- dagaflugvélum sínum út um allt, urðu flugmenn Banda- manna ekki varir við þýzkar flugvélar yfir Berlín. Varpað var niður óhemju sprengjumagni og voru a. m. k. 100 hergagnaverksmiðjur eyði- lagðar eða mikið skemmdar. Bandamenn misstu 32 flug- vélar og er það tiltölulega mjög lítið. Jökulhlaupið á Skeiðarársandi Vatnsmagnið í Súlu hefur ekki aukizt mjög mikið og hef- ur fremur lítið borið á jaka- burði í ánni ennþá. Þrír síma- staurar hafa brotnað á Skeiðar- ársandi og er búizt við að fleiri muni á eftir fara og er enn eigi séð hve miklu tjóni þetta hlaup muni valda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.