Þjóðviljinn - 20.11.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN. — Laugardagur 20. nóv. 1943. Laugardagur 20. nóv. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. -----—-----------------------------------------------"V tUÓÐVlLJINN Útgefandi: Samciningarjlokkur alþýSu — Sósíalistaflokfcurinn. Ritstjóri: SigurSur Guðmundsson. # Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Sþólavörðustíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Vikingsprcnt h. f., Garðastrczti 17. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Voldugri en ríkisstjórn og Alþingi Bæjarbúar munu hafa veitt athygli þeim umræðum, sem urðu í bæjarstjóm í gær um afstöðu Landsbankans. Bæjarfull- trúar Sósíalistaflokksins sýndu fram á hver nauðsyn væri á því fyrir Reykvíkinga að breyting yrði gerð á Landsbankanum. Það er Landsbankinn, sem ræður því nú, hvað þykja góð lánskjör hér og hvað ill. Landsbankinn hefur seðlaútgáfurétt- inn og þarmeð raunverulegt vald yfir öðrum bönkum og spari- sjóðum. Og Landsbankanum þóknast nú að ákveða að það skuli þykja góð kjör að sparifjáreigendur fái enga vexti af fé sínu, en Landsbankinn taki 4% vexti og 2% umboðslaun af skulda- bréfum Reykjavíkurbæjar ríkistryggðum. Og Haraldi Guðmunds- syni og Bjarna Ben. þykir þetta ágætt. Landsbankinn liggur með tugi milljóna króna, máski yfir 100 milljónir, sem hann ekki notar. Að heimta háa vexti og það af því opinbera til nauðsynlegnstu framkvæmda er ekkert annað en skattlagning til handa Landsbankanum. Þessi skattlagning Reykvíkinga til handa Landsbankanum er óþolandi. Á þessu verður að vera algjör breyting. Það er vitanlegt hvað það er, sem Framsóknarvaldið stefnir að í þessum málum: það er að Landsbankinn klófesti Reykja- víkurbæ svo með lánsdrottinsvaldi sínu að bæjarstjórn Reykja- víkur verði að hlýða boði og banni Landsbankaráðs um alla at- vinnupólitík sína. Verkamenn vita hvaða vald bæjarstjórn Reykjavíkur getur verið til að koma af stað nýrri atvinnu, ef verkamenn hafa áhrif- in á stjórn bæjarins. En ef bæjarstjórn er ofurseld Landsbanka- valdinu, þá getur það bannað henni Slíkar framkvæmdir. — Og afturhaldið stefnir að því að skapa slíkt ástand. Bankaráð Landshankans er nú í rauninni voldugri stofnxm en ríkisstjóm og Alþingi. Bankaráð Landsbankans ræður meiru um atvinnulíf fslendinga á næstunni en ríkisstjóm og þing, — a. m. k. meðan þing beitir ekki valdi sínu meir en hingað til. Bankaráðið ákveður með upphæð vaxtanna og með veitingu lánsfjárins, hvort stofnað verður til framkvæmda hér í stóram stíl, til þess að hindra atvinnuleysi. Og það ræður því hvort slíku fé sé varið til viturlegra framkvæmda, — eflingu fiski- skipastóls og fiskiðnaðar t. d. eða í vitleysu. klakahögg út úr neyð. Og í hverra höndum er þetta mikla vald nú? Bankaráð Landsbankans skipa: Jón Árnason formaður, Jónas Jónsson frá Hriflu, Ólafur Thors, Magnús Jónsson og Jónas Guðmundsson. Þessir menn ráða yfir meiru fé en Alþingi ráðstafar árlega. Og hver er afstaða þessara manna til atvinnumála landsbúa? Tveir þeirra, Jónas frá Hriflu og Jón í Sambandinu hatast við framfarir við sjávarsíðuna, óttast vöxt bæjanna, vilja hindra hann með öllum ráðum — og munu af ráðnum hug nota vald sitt til að koma á atvinnuleysi og hruni, til að reyna að skapa þannig neyðarástand að þeir gætu kúgað verklýðshreyfnguna. Meirihlutinn í bankaráðinu veltur þá á Jónasi Guðmundssyni. Og þegar Haraldur Guðmundsson er það beygður að hann finnur ástæðu til að þakka einokunarskilmála Landsbankavaldsins (sem Hriflungum þóttu ekki nógu harðir, því þeir vilja helzt skera Reykjavíkurbæ niður við trog strax), — hvers má þá vænta af stjörnuspámanninum, þegar Hrifluvaldinu þykir tími til kom- inn að innbyrða Alþýðuflokkinn? Og ef Ólafur Thors og Magnús Jónsson eru orðnir „skárri“ helmingurinn í Landsbankaráðinu, — hvar er þá eiginlega þjóðin stödd, þegar Kveldúlfsvaldinu þykir tími til kominn að láta til skarar skríða og tekur í útréttan hramm Hrifluófreskjunnar til þess að svelta konur og börn verkamanna á mölinni? Það er aðeins um tvennt að ræða, ef viðreisn og efling at- vinnulífsins á að fara fram, en ekki atvinnuleysi og hrun: Annaðhvort verður að afnema einokunarafstöðu Landshank- ans með stofnun seðlabanka, — eða gera tafarlausa, róttæka breytingu á bankaráði Landsbankans. Þrítugasta september s. 1. voru fimm ár liðin síðan Miin- chen-sáttmálinn var undirrit- aður. Með þeim sáttmála var hið öfluga virki Evrópufriðarins, Tékkóslóvakía, sem stóð í vegi fyrir árásaráformum Hitlers, sprengt í loft upp af Chamber- lain og Daladier og afhent Hitl- er. Brautin var rudd fyrir stríð Hitlers. Milljónir dáinna og lim lestra greiða nú gjaldið fyrir Munchen-sáttmálann. Hann er ennþá opið sár. Hann tilheyr- ir ekki enn sögunni. Þeir, sem eftir lifa af þeim, sem báru á- byrgð á Múnchensáttmálanum, eru enn máttugir í ríkisstjórn- inni brezku og í þýðingarmikl- um stöðum. Þeir eru nógu ó- svífnir til að leitast við að verja samninginn og leyna sannleik- anum um hann. Þeir fylgja enn sinni gömlu stefnu í nýju formi. Þeir vinna að því að hindra eða tefja myndun annarra víg- stöðva. Þeir efla fjandskap í garð Sovétríkjanna. Þeir eru þjóðhættulegir — leynivopn Hitlers. Þess vegna má saga Mún- chen-sáttmálans aldrei gleym- ast. Við verðum að læra þá lexíu vel. ★ Það er maí-mánuður 1938. Tékkóslóvakía stendur sem virki lýðræðisins í Mið- og Suðaustur-Evrópu, umkringd af fasistaríkjum, á eina hliðina Þýzkaland, á aðra Pólland, á þriðju Austuríki hertekið af Þýzkalandi og á fjórðu Balkan- ríkin. Tékkóslóvakía stendur á verði með 40 herfylki reiðubú- in til að berjast, með hin öflugu virki í Súdetalandi (við þýzku landamærin), með afar stórar hergagnaverksmiðjur og í varn- arbandalagi við Sovétríkin og Frakkland, sem aftur er í banda lagi við Bretland. Á meðan þessi stálhringur er ósorfinn getur Hitler ekki byrjað stríð sitt. í maí 1938 gerði Hitler fyrstu tilraunina. Hann stefndi saman herjum sínum til árásar á Tékkóslóvakíu. Tékkar hervædd Á fimm ára afmæli hins illræmda Miinchensátt- mála, er Tékkoslóvakíu var fórnað með samkomu- lagi stjórna Bretlands, Frakklands, Þýzkalands og Ítalíu, ritar R. Palme Dutt, hinn frægi enski kom- múnistaleiðtogi, um það sem gerðist þetta örlaga- ríka haust, haustið 1938. Palme Dutt og ensku kommúnistamir hörðust harðlega gegn Munchensáttmálanum, og það er sjón- sigrað og „Tékkoslóvakía með 40 herfylki á verði, reiðubúin að berjast.“ — Myndin: Tékkneskir hermenn. ust. Frakkland og Sovétríkin lýstu því yfir, að þau mundu standa við hlið Tékkóslóvakíu. Hitler varð að halda undan, brjálaður af illsku. Styrkur frið araflanna hafði verið sýndur og yfirgangi Hitlers haldið í skefj- um. Hitler og hinum leynilegu stuðningsmönnum hans í Lond- on og París varð ljóst, að ekki var hægt að sigra þau öfl með valdi, heldur aðeins með svik- um innan að. Að öðrum kosti mundi 5 ára vinna við að byggja upp herveldi Hitlers vera ár- angurslaus. Þau svik voru framin í Mún- chen. Jarðvegurinn var undir- búinn milli maímánaðar og september. Chamberlain lét þau orð falla í viðtali við ameríska blaðamenn, að Bretland mundi ekki berjast fyrir Tékkóslóv- akíu. Times birti ritstjórnar- grein, þar sem sú skoðun var látin í ljós, að skipting Tékkó- slóvakíu mundi vera aðgengileg fórn fyrir friðinn í Evrópu. Hitler hélt æðisgengnar ræður um „kúgun“ þýzku íbúanna í Súdetalandi. Nazistaþorpararn- ir, þessir böðlar mannkynsins, grétu fögrum tárum yfir „kúg- un“ þjóðarbrots, sem naut fulls frelsis í lýðræðisríkinu Tékkó- slóvakíu. Og steinhjörtu ránfugl anna í City og Downings Street hrærðust til meðaumkvunar yfir þessari óþolandi kúgjm. „Herinn og þjóðin vildu berjast Útgerðarkóngurinn Runciman lávarður var sendur sem „hlut laus sáttasemjari“ milli tékk- nesku stjórnarinnar og bófans Henleins, og nazistar tóku á móti honum með fagnaðarlát- um og blysförum. Hinsvegar var styrjaldarógn- unum haldið að hinum frið- I elsku þjóðum Bretlands og Frakklands. Svona var andrúms loftið þegar Chamberlain flaug til Berchtesgaden 15. septem- ber, fylgt úr hlaði af ritstjórn- argrein í Daily Herald, sem hafði fyrirsögnina: „Góða ferð hr. Chamberlain"! Nú var sam- ið um fyrstu skrefin á svika- brautinni. í Godesberg 22. sept. jók Hitler kröfur sínar. Ástand ið var nú orðið alvarlegt. í neðri deild þingsins ríkti almennt uppnám og Chamberlain lagði af stað til Múnchen með árn- aðaróskir alls þingheims, þar á meðal Attlees, Maxtons og Lansburys, aðeins einn maður sat hjá. Það var þingmaður kommúnista, Gallacher. „Hr. Gallacher var sá eini, sem ekki tók þátt í hinum almenna fögn- uði“, ritaði þingfréttaritari Tim- es þann 29. sept. Svikin voru framin í Mún- chen 30. september. Tékkósló- vakía var bútuð sundur með undirskriftum Chamberlains, Hitlers, Mussolinis og Daladi- ers. Tékknesku fulltrúarnir fengu ekki að koma nærri fyrr en á eftir til að hlýða á úr- skurðinn. I Tékknesku ráðherrunum var gefinn 12 stunda frestur til að skrifa undir dauðadóm þjóðar sinnar. Þeir hikuðu. Á þessum píðustu, örlagaríku dögum höfðu L eir snúið sér til Sovétríkj- anna. Benes hefur síðar sagt frá því í viðtali við ameríska blaðamenn í apríl 1939. „Rúss- land var tryggt til síðustu stund ar“. Þeir höfðu spurt, hvort Sovétríkin mundu veita þeim hernaðarlega aðstoð, jafnvel þótt Bretland og Frakkland brygðust, og fengið þau svör, að Sovétríkin myndu engu að síður koma til hjálpar þeim. Herinn og þjóðin vildu verjast. „Aðeins Sovétríkin voru re:,!u búin að koma okkur til hjálp- ar, en við vorum ekki látnir vera í neinum vafa um það, að ef Tékkar færu í stríð með Sovétríkin við hlið sér, mundi ekki verða stríð gegn Þýzka- landi einu. Öll Evrópa, þar á meðal England og Frakkland, mundi líta svo á, að slíkt stríð væri stríð Bolsévismans gegn Evrópu“ (Dr. Stransky, tékk- neskur útbreiðslumálaráðh.). Tékkneska ráðuneytið gafst upp. Örlög Tékkóslóvakíu ,og Evrópufriðarins voru ákveðin. Chamberlain kom heim, veifaði R. Palme Dutt. skjali sínu og sagði, að aldrei mundi verða stríð framar milli Bretlands og Þýzkalands. Enn fremur gaf hann út þessa yfir- lýsingu: „Það verður friður um okkar daga“. En hermt er, að Hitler hafi sagt: „Þetta elli- æra gamalmenni er búið að skrifa undir dauðadóm brezka heimsveldisins". Chamberlain hældist um, að sjálfstæði þess búts, sem eft- ir var af Tékkóslóvakíu hefði verið tryggt í Múnchen örugg- legar en nokkurn tíma áður. Næsta vor (1939) lagði Hitler bútinn undir sig- Hitler hældist um, að með undirokun Tékkóslóvakíu hefði hann ekki aðeins þurrkað út 40 herfylki úr fylkingu lýðræð- isríkjanna, heldur líka náð í 1582 flugvélar, 469 skriðdreka, 2175 fallbyssur, 43000 vélbyss- ur, 1090000 rifla, 25 hergagna- verksmiðjur og 9 verksmiðjur, sem framleiddu skriðdreka og brynvarða bíla. „Með hertöku Prag öðlaðist Hitler á einni nóttu jafngildi allrar endur- vopnunar Bretlands og Banda- ríkjanna á síðastliðnu ári“. (Lothian lávarður, The Times 22. marz 1939). Hitler í Múnchen. . Núna reyna forsvarsmenn| Múnchenar-samningsins að Iáta' sem hann hafi verið herfræði-í legt bragð, knúið fram af hernpuj^rijj berzka auðvaldsins og foringja þýzkra nazista — Cham- aðarlegum vanmætti Bretlands, , , . A.. . A x . berlarn og og til þess gert að tryggja ser eitt ár til að vígbúast fyrir hina óhjákvæmilegu styrjöld. Þessi skýring er fundin upp eftir á. Sannleikurinn er sá, að ensk-franska afturhaldið hafði glæpsamlega vanrækt endurvíg búnað Bretlands og Frakklands, af því að það ætlaði sér aldrei að berjast, heldur aðeins að lát ast til þess að snúa, Hitler aust- ur á bóginn. í 5 ár hafði það byggt upp vígbúnað Hitlers frá grunni og rifið niður hindranir Versalasáttmálans, og svo eft- ir að allt var skeð þóttust ensk- frönsku afturhaldsseggirnir hafa verið neyddir til að fremja svikin í Múnchen vegna hern- aðarstyrkleiks Hitlers. En þegar þeir eru að reikna út styrkleikahlutföllin, reikna þeir aðeins með herstyrk Bret- lands og Frakklands, en aldrei með hernaðarlegum yfirburð- um samfylkingar Bretlahds, Frakklands, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna, ef stefnu friðar- aflanna hefði verið fylgt. Nei. Svikin í Múnchen voru úrslitabragð fasistavina, sem af ráðnum hug ætluðu að beina stríði Hitlers að Sovétríkjun- um. Þegar þeir gortuðu af „friði um okkar daga“ og af Chamberlain sem bjargvætti friðarins, þá trúðu þeir því, af því að þeir héldu, að þeim hefði tekizt að snúa Hitler í austur- veg. Það var leikið á þá, og því olli þeirra eigin óþokka- skapur. Hitler beitti fyrir þá í fullu trausti á óþokkaskap þeirra. Og þeir bitu á. Af því stafar hinn órökvísi og mót- sagnakenndi ofsi í „útskýring- um“ þeirra eftir á. Samanber ummæli Stalíns vorið 1939: „Maður gæti haldið að Tékkó slóvakía hefði verið afhent Þýzkalandi sem þóknun til að hefja stríð gegn Sovétríkjun- um, en Þjóðverjarnir neiti nú að standa við loforðin. Það er fjarri mér að fara að koma með siðferðilegar ásakanir út af 1- hlutunarleysisstefnunni eða tal inu um landráð, svik o. s. frv. Það væri barnalegt að prédika siðferði yfir fólki, sem viður- kennir ekkert mannlegt sið- ferði.... Samt sem áður má geta þess, að þessi mikli og hættulegi pólitíski leikur, sem stuðningsmenn íhlutunarleysis- stefnunnar byrjuðu, getur end- að með alvarlegum ósigri þeirra“. En Múnchenmennirnir eru enn voldugir og athafnasamir. Hinn nýi búningur „íhlutunar- leysisins“ er andstaða gegn nýj- um vígstöðvum. í hjarta sínu eru þeir enn með fasismanum á móti lýðræðinu. Þeir reyna að hindra sigur lýðræðisins yf- ir fasismanum. Það þarf að draga þá fram í dagsljósið og berjast á móti þeim. Mistakist að vinna bug á Múnchenmönn- unum verður það dýrt áður en lýkur. Það verður að reka alla Múnchenmennina af vettvangi þjóðmálanna. Þeir tímar munu aftur koma: íbúar í tékkneskum smábæ fagna Benes forseta. Tryggvi liagnússon Frh. af íþróttasíðu. og göngumaður með afbrigðum, sundmaður góður og yfirleitt var engin sú íþrótt, sem hann lagði stund á, að hann væri þar ekki í fremstu röð. Fyrir nokkrum árum ákváð- um við Tryggvi að fara að æfa dýfingar. Fórum við í Sund- höllina um tveggja ára skeið, svo að segja á hverjum morgni lögðum við stund á þessa fögru íþrótt. Mér duldist ekki að Tryggvi hafði mikið yndi af þessum morgunferðum í sund- höllina, enda varð hann brátt ótrúlega leikinn í þessari í- þrótt. Eg segi „ótrúlega" vegna þess, að hann var þá kominn á fimmtugsaldur, en var þó lið- ugur og áræðinn sem tvítugur væri. Eg hef hér að framan aðeins minnst á íþróttamanninn Tryggva Magnússon. En mér er óhætt að segja, eftir 13 ára dag- leg kynni af honum síðustu ár- in, að hann var jafn hugþekkur og góður drengur á leikvelli lífsins eins og á íþróttaleikvang- inum. Tryggvi lézt 1. þ. m. aðeins 47 ára gamall. Hann lætur eft- ir sig ekkju — Elínu Einars- dóttur — og 2 dætur. íþróttamenn kveðja þennan vaska dreng og þakka honum fyrir hans mikla þátt í að efla íþróttalíf með íslenzku þjóð- inni. Kgs. ovétríkin munn ekki bjóða finnska afturhaldinu frið Ummæii ensks fréttaritara í Hoskva Fréttaritari Times í Moskva segir svo frá afstöðu Rússa al- mennt til Finnlands: Finnland hefur stöðugt sýnt Sovétrikjun- um fjandskap síðustu áratugi. Afturhaldsöfl Finnlands hafa alltaf litið hin skógauðugu héruð Karelíu gimdaraugum. Þau hafa óttast þjóðfélagsbyltingu í sínu eigin landi, æst upp þjóðemis- ofstæki og lítilsvirt tryggingar þær, sem Lenín og Stalín veittu landinu. Rússar halda því fram, að stjórnendur Finnlands haldi við stríðsæsingi með Rússa- grýlu. Það sé varla hægt að búast við því, að Sovétríkin bjóði bandamanni Hitlers friðarskil- mála, sem hafi með þátttöku sinni í stríðinu stórum aukið þjáningar Leningradbúa. Rússar eru mjög tortryggnir í garð þeirra finnsku stjórnmála manna, sem í Berlín tala um hið nána bandalag Finnlands og Þýzkalands, þó að þeir svo taki allt aftur frammi fyrir þjóð- inni. Yfirlfsíng frá Sfúdetitaráði Há~ skólans am l.des* Eftirfarandi yfirlýsing hefur blaðinu borizt frá stúdentaráði Háskólans: „í tilefni af grein Alþýðu- blaðsins 19. nóv. um væntanleg hátíðahöld stúdenta 1. des. n. k. um ræðumannskjör á svalir Al- þingishússins þann dag, vill stúdentaráð taka eftirfarandi fram: Nefnd grein er birt án vit- undar og gegn vilja stúdenta- ráðs. En þar sem þessum málum hefur verið hreyft opinberlega, vill stúdentaráð taka fram að tilmæli komu frá forsætisráð- herra um, að ríkisstjórnin ósk- aði eftir samvinnu við stúdenta um hátíðahöldin 1. des, og yrði þeirri samvinnu þannig háttað, að ríkisstjórnin veldi ræðumann á svalirnar, sem talaði fyrir hönd þingsins í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lét þess get ið, að ef af þessu yrði, þá stæði næst, að Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs þings, talaði, sem vegna stöðu sinnar er talsmað- ur þingsins við slík tækifæri. Ástæðan fyrir því, að stúdenta ráð vildi ekki fallast á þessi til- mæli, var sú, að það sá ekki ástæðu til þess, að það fengi ekki nú eins og áður að velja ræðumann á svalirnar, sem tal- aði til þjóðarinnar fyrir hönd stúdenta, en ekki af hálfu hins opinbera, þó að ráðið viður- kenndi auðvitað umráð Alþing- is yfir svölunum. Um þetta stóð deilan, en ekki hitt, hvort Gísli Sveinsson eða einhver annar talaði. Þegar stúdentaráð hafði skýrt þessa afstöðu sína fyrir forsæt- isráðherra og forseta sameinaðs þings, féllust þeir á, að stúdent ar önnuðust íhlutunarlaust þennan lið hátíðahaldanna eins og þeir hafa jafnan gert áður. Stúdentaráð Háskólans“. ••««••••••••••••••••••••••••••••••••••• KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Bálsfofa, kapella og líkgeymsla teísf i Fossvogi Kirkjugarðssti óm Reykjavík ur og stjóm Bálfarafélags ís- lands hafa gert með sér sam- komulag um að reisa kapellu með bálstofu og líkgeymslu í Fossvogi. Byggingin á að standa norð- vestan, eða ofan við kirkjugarð inn, enda heimili bæjarstjórn að lóð hans verði aukin í því skyni um ca. 100 m. breiða ræmu meðfram öllum kirkju- garðinum. — Ætlazt er til, að kapellan rúmi um 250 manns í sæti. — Kirkjugarðsstjórnin tilnefnir tvo menn í byggingar stjórn kapellunnar, en stjórn Bálfarafélagsins einn. Kirkjugarðsstjórn leggur fram byggingarkostnað, en Bálfara- félagið kostar likofn og öll önn- ur tæki, sem með þurfa vegna líkbrennslunnar, enda ræður fé- lagið gerð þeirra og fyrirkomu- lagi. Stjórn Bálfarafélagsins skipuleggur og svæði til þess að jarðsetja duftker. Hafizt verður handa um allan undirbúning að byggingunni jafnskjótt og bæjarstjórn lætur í té lóð þá í Öskjuhlíð, sem um er beðið. I samningnum eru ákvæði um, að með reglugerð verði út- farir gerðar einfaldari og ó- dýrari en nú á sér stað, þegar kapellan og bálstofan eru komn ar upp. Áður en samningur þessi var gerður, var hann lagður fyrir allsherjarfund safnaðarstjórnar í Reykjavík, þar sem herra bisk upinn og sóknarprestarnir voru viðstaddir. •••••••••••••••••••.<(>><><<<.#a######, KAFFl FLORIDA Hverfisgötu 69 Allskonar veitingar á boðstólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.