Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. nóv. 1943. 9 ' - * Jakkinn, vestið og úrið í höndum rænrngja Eg kynntist nýlega högum of- drykkjumanns. Saga hans var ekk- ert sérkennileg. Hún var í höfuð- dráttum svona. Síðustu 10—12 árin hafði hann naumast snert ærlegt handtak. Síðastliðið ár var hann 40 sinnum í steininum, og hegningar- skrá hans var 5 eða 6 þétt ritaðar fólíosíður. Þetta er ekkert sérkenni- legt, svona er saga flestra ofdrykkju manna „héma í henni Reykjavik". Enn það var einn þáttur í þessari sögu, sem ég ekki hafði kynnst í öðrum hliðstæðum sögum, jakkinn, ▼estið og úrið var hjá veðlánaran- um, út á það hafði hann fengið aura fyrir áfengi. Einsdæmi, hugsaði jg, Reykjavík getur ekki verið komin niður á það stig siðleysisins, að menn geri sér að atvinnu, að fletta ósjálfbjarga aum- ingja klæðum og skilja þá svo hjálp arvana við farinn veg. En því miður hef ég við nánari athugun komist að raun um að þetta er ekki einsdæmi. Það eru til ræningjar í þessum bæ, sem taka við fötum ölvaðra manna, og fá þeim aura fyrir, til að kaupa áfengi. Þeim er ætlað að taka þetta til sín, sem þessa atvinnu stunda, fallegasta orðið sem íslenzk tunga á yfir þá I er orðið — ræningjar —. Fjörutíu sinnum í tukthús- inu á einu ári hafa gert bindindissinnaða og þar með starfandi og nýta menn. Gaman er að Alþýðu- flokknum Fulltrúar Sósíalistaflokksins í sjávarútvegsnefnd lögðu til í fjár- veitinganefnd, fyrir aðra umræðu, að ætlaðar yrðu á fjárlögum 10 milljónir króna til bygginga fiski- skipa. Ekki gat fulltrúi Alþýðu- flokksins fallizt á þessa tillögu, og báru þeir Lúðvík Jósepsson og Þor- oddur Guðmundsson hana því ein- ir fram. Allir þingmenn Alþýðu- flokksins, nema Barði Guðmunds- son og Sigurjón Á. Ólafsson, greiddu atkvæði gegn tillögunni, ásamt Framsóknarmönnum öllum og Sjálfstæðismönnum að undanskyld- um Sigurði Kristjánssyni. Nú bera allir Alþýðuflokksmenn á þingi fram tillögu um að ætla 9% millj. kr. til bygginga fiskiskipa, það finnst þeim ágæt tala, en 10 millj., við það var ekki komandi. Auðvit- að greiða sósíalistar atkvæði með þessari tillögu, því að þeir meta tillögur ekki eftir því hver flyt- ur þær, heldur eftir þeim rökum, er þeim fylgja. En gaman er að Alþýðuflokkn- um. Heilsurækt og mannamein Ein af merkustu bókunum, sem gefnar verða út á þessu ári, er ný- komin út. Það er bókin Heilsu- rœkt og mannamein, sem 18 lækn- ar standa að, hafa frumsamið eða þýtt efni hennar. í formála bókarinnar segir próess or Níels Dungal m. a. svo: „Þessi bók er ekki lækningabók í sama skilningi og þær bækur sem áður hafa komið út undir því nafni, og menn mega ekki búast við að geta fundið hvern einasta sjúk- dóm og ráð við honum hér. ... Getið er um alla algengustu sjúkdóma í bókinni og gerð grein fyrir rannsóknum og meðfgrð á þeim“. Bókin er um hálft sjötta hundr- að síður í stóru brosti, prýdd mynd um. Þessir læknar skrifa í bókina: Snorri Hallgrímsson: Lyfjasafn heimilanna og Hjálp í við- lögum. Kristín Ólafsdóttir: Heilsufræði kvenna og Heilbrigt kynferð islíf. ) Guðmundur Thoreddsen: Með- göngutími og barnsbmður. Katrín Thoroddsen: Heilsufræði Framhald á 8. síðu Reikningaskrifstofa sjávarútYegsins. Util breytinffartillaffa við hegnmgarlöffin Þeir eru ekki fáir ofdrykkjumenn- imir sem koma svona 40 sinnum í tukthúsið á ári. Eg held að maður- inn, sem tekur föt hins ölvaða manns fyrir áfengi, eða peninga sem ætlaðir. eru fyrir áfengi, og maðurinn eða mennimir, sem á einn eða annan hátt stuðla bein- línis að drykkjuskaparfári of- drykkjumanns, ættu að vera 400 sinnum í steininum þegar ofdrykkju maðurinn er það fjömtíu sinnum. Alþingi afgreiddi í gær sem lög frumvarp um reikn- ingaskrifstofu sjávarútvegsins. Lögin eru þannig: j L gr- 1 „Stofna skal og starfrækja reikn- j ingaskrifstofu sjávarútvegsins und- ir yfirstjórn Fiskifélags íslands. — Skal það fela ákveðnum manni stjórn hennar og leggja honum til aðstoð og starfsfé. 2. gr. Ríkissjóður skal endurgreiða með skýringum um færslu þeirra. 5. Að vera ríkisstjórninni til að- stoðar með hagfræðilega útreikn- inga óg skýringar varðandi sjávar- útveginn, ef hún óskar þess. 4. gr. Forstöðumanni reikningaskrif- stofu útvegsins og öðrum starfs- Væri ráðlegt að afnema þau á- kvæði hegningarlaganna, sem leggja sektir og tukthúsvist við að segja sannleikann, og setja þess 1 stað svohljóðandi ákvæði: „Nú er maður sekur fundinn fyrir ölvun, eða afbrot framin undir. áhrifum áfengis, skal þá rannsakað hver eða hverjir hafa verið valdir að ölvun hans, og hverjir hafi hagn- azt á áfengisnautn hans, og skulu þeir allir sæta samskonar refsingu sem hinn ölvaði, en viðurlög öll ▼era tíu sinnum þyngri“. H j álparstarf semi Svo einnig sé minnst á hina bjartari hlið þessara mála, er rétt að geta þess, að templarar leggja fram mikið starf til hjálpar of- drykkjumönnum. Einn þáttur í því er upplýsingastöð þingstúkunnar, sem starfar í Templarahúsinu fimmtudag hvem kl. 6—8. Þangað geta þeir leitað sem sárt eru leikn- ir vegna ofdrykkju, bæði aðstand- endur ofdrykkjumanna og hinir drykkfelldu menn sjálfir. Flesta fimmtudaga koma einhverjir og leita ráða. í mörgum tilfellum hef- ur tekizt að greiða fram út. vanda- málunum, öðrum ekki, en víst er, að templaramir gera það sem í þeirra valdi stendur til að færa til góðs vegar það sem illa fer vegna ofdrykkjunnar, og þeir eru ófáir of- drykkjumennimir sem templaramir Fiskifélagi Islands kostnað við reikningaskrifstofuna, þar á meðal til útgáfu skýrslu um útgerðar- kostnað og til eyðublaða til inn- færslu reikninga um útgcrðir, sem skrifstofan Iætur gera, þó eigi yfir kr. 10000.00 á ári. 3. gr. Hlutverk reikningaskrifstofu sjáv arútvegsins er: 1. Að safna saman reikningum um útgerðir víðs vegar á landinu, bæði frá þeim, sem bókhaldsskyld- ir eru, og öðrum, sem halda slíka reikninga, með það fyrir augum að fá sem réttasta mynd af rckstri útgerðarfyrirtækja yfirleitt og jafn framt af rekstri hinna ýmsu greina útgerðarinnar. 2. Að stuðla að því, að þeir, sem útgerð reka, en ckki cru bókhalds- skyldir, haldi sein gleggsta reikn- inga um útgerðina og aðstoða þá við uppgjör þeirra. 3. Að vinna hagfræðilegar upp- lýsingar úr þeiin reikningum, sem skrifstofunni berast, um allar grein ar útgerðarinnar, eftir því scm unnt er. Birtir skrifstofan skýrslur um niðurstöður sínar árlega. 4. Að útbúa og gefa út hentug eyðublöð fyrir útgerðarreikninga mönnum hennar er bannað, að við- lagðri ábyrgð eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga um embætt- is- og sýslunarmenn, að skýra ó- viðkomandi mönnum frá því, er þeir komast að í starfi sínu um efnahag eða tekjur cinstakra fyrir- tækja eða manna. 5. gr. Lög þepsi öðlast þegar gildi. Svohlj. athugasemdir fylgdu frv. frá ríkisstjórninni: Milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum 1943 hefur samið frumvarp þétta, og fylgdi því frá henni svo hljóðandi greinargerð: Reynsla undanfarinna ára hefur sannað, að brýn þörf er fyrir skrif- stofu þá, sem stofna á samkv. frv. Á síðustu 10 árum hefur þrisvar verið skipuð eða kosin nefnd að til- hlutun Alþingis til þess að leggja ráð á til lausnar ýmissa vanda- mála sjávarútvcgsins. Allar þessar nefndir hafa orðið að liefja st.örf sín á því að safna skýrslum og gögnum varðandi hag útgerðarinn- ar og rekstur undanfarin ár. Rann- sóknir þessar hafa orðið tímafrek- ar og kostnaðarsamar og tafið störf nefnda. En auk þess verða slíkar skvndiskýrslur ætíð miður áreiðan- Karl Halldórsson; fflhBiaseid ill IDpeiMn- uarp hoFDarstlópais Á Alþingi því er nú situr, er fram komið frumvarp til laga um lögreglumenn, flutt af Bjarna Benediktssyni borgar- stjóra. Um aðalefni þessa frum- varps skal ekki dæmt hér, en það er 5 gr. núgildandi laga um lögreglumenn, og sem borgar- stjórinn tekur óbreytta að efni til upp í hið nýja frumvarp og gerir að 4. gr. sem ég vil vekja athygli á. Greinin með orðalagi borgar- stjórans er svohljóðandi: „Skipshafnir varðskipanna teljast til lögreglumanna. Heim ilt er ráðherra að ákveða hið sama um tollverði, og eru þeir skyldir til að inna af höndum störf lögreglumanna. Tollvörð- um er tóku við starfi sínu áður en lög um lögreglumenn, nr. 92, 19. júní 1933, gengu í gildi, verður þó-ekki skipað að vinna störf lögreglumanna gegn vilja sínum“. Það mun hafa verið Jón heit. Þorláksson, sem skaút þessum fleyg inn í frumvarp þáverandi ríkisstjórnar, sem sparnaðarráð- stöfun byggða á þeim forsend- um að ríkið greiddi þessum mönnum (skipshöfnum varð- skipanna og tollvörðunum) laun hvort sem væri. Þingmenn Alþýðuflokksins munu hafa staðið gegn þessu, og fyrir á- hrif frá þeim voru þáverandi tollverðir undanþegnir þessari tvöföldu skyldu. Síðan hafa margir menn bætzt í tollgæzl- una, og þeir eru allir eftir þess- um einkennilegu lögum skyld- ir að gegna lögreglustörfum hvenær sem ráðherra þóknast. Þannig eru lagðar jafnvel tvö- falt þyngri skyldur á nokkurn hluta tollgæzlumanna heldur en aðra stéttarbræður þeirra, þótt allir njóti sömu kjara. Þá er það harla einkennilegt að tollverðir með nefndum kvöðum skuli alltaf hafa verið ver launaðir en þeir sem hafa ekki aðrar skyldur að bera en lögreglumannsins. Hvernig er hægt að ætlast til legar en þær, sem gerðar væru sam hliða rekstrinum á hverjum tíma. Þarf eigi að því að eyða mörguin orðum, hver gagnsemi getur að því orðið, að ríkisstjórnin og Alþingi cigi, hvenær sem þörf krefur, að- gang að áreiðanlegum heimildum um hag og rekstrarafkomu og rekstrar.skilyrði sjávarútvegsins. Auk þessa gæti skrifstofan látið útgerðarmönnum í té marghát.tað- ar leiðbeiningar. Sjáffsagt þykir, að Fiskifélagið taki að sér rekstur skrifstófunnar. Það mundi hafa tök á því framar öllum öðrum að fá reiknmga og önnur gögn frá útgerðarmönnum, án þess að þeir séu skyldaðir til slíkrar skýrslugjafar með lögum, og að sjálfsögðu getur Fiskifélagið rek ið skrifstofuna með minni kostnaði en aðrir“. þess að ein ákveðin stétt taki að sér skyldur annarra stétta, og það án þess að nokkur rétt- indi eða rýmri kjör komi í staðinn, nema síður sé. En í 3. gr. frumvarps Bjama Benediktssonar sannar að hann ætlast ekki til að skipshöfnum varðskipanna né tollvörðunum sé greitt sérstaklega þótt þeir séu kvaddir til lögreglustarfa því að ef það væri, ættu þess- ar tvær starfsstéttir auðvitað að koma undir 3. gr. sem aðrir íslenzkir þegnar. Þá er engin frambærileg á- stæða til að skylda tollverði til lögreglustarfa frekar en aðra starfsmenn ríkisins, þeir eru á engan hátt til þess færari, vegna þess hve tollgæzlustarf- ið er í framkvæmd gjörólíkt lögreglustarfinu. Nú virðist það vera stefna ríkisvaldsins að aðgreina em- bættisstörfin sem mest, má þar til nefna skiptingu lögreglu- stjóraembættisins, og væntan- lega skiptingu tollstjóra- og lög mannsembættisins, sýnist því einkennilegt ef hinir venjulegu starfsmenn þessara stofnana eiga að vera háðir þeim mörg- um í einu og bera skyldur sem þær leggja þeim á herðar, en njóta ekki réttinda nema á einum stað. Eg hygg að ekki þurfi frek- ari rök til að öllum sé ljóst að hér er um lagastaf að ræða sem felur í sér ranglæti gagnvart sumum starfsmönnum ríkisins, og á þess vegna að hverfa. Og því verður ekki trúað um Al- þingi fyrst þessi mál eru þar til umræðu, að það láti undir höf- uð leggjast að lagfæra svo aug- ljósa misfellu sem hér hefur verið vakin athygli á. Sérstak- lega hljóta tollverðirnir að vænta réttlátrar afgreiðslu Al- þingis í þessu máli. Karl Hallðórsson. Cthlutun þormóðs- söfnunarinnar Úthlutunarnefnd Þonnóðssöfn- unarinnar hefur á síðastl. sumrí unnið að því að afla upplýsinga um liina mörgu er til greina koma við úthlutun fjárins. Hefur nefnd- in nú nýleg’a lokið aðalúthlutun- inni, {). e. a. s. til þeirra, sein fyrir- vinnu sína misstu á m.s. Þormóði. Af samskotafénu, sem alls narn kr. 483.785,20, hefur nefndin úthlutað til þeirra kr. 369.710,00. Eftir er þá að úthluta samt. kr. 114.075,20. aðallega til þeirra, sem harðast urðu úti fjárhagslega vcgna ann- ara slysfara á síðastliðnum vetri og mun nefndin Ijúka því verki fyrri- hluta desembermánaðar. Fé það, sem úthlutað hefur verið, verður sent réttum aðiljum næstn daga. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.