Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 25. nóv. 1943. L þJÓÐVILJlNN Útgeff.ndi: Sameiningarflohkur albföu — Sósíalistújlokkurinn. Ritstjóri: Sigu.'Zur (juðm’undThvn. Stjórnn álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartaraon. Ritstjórnarskrifstcíur: Austurstrœti l2, sími 2270. Afgr-»:ÍoIa og auglýsingar: Skólavörbustíg 19, sfmi 2184. Prentsmiðia: Víkingsp^nt h. /.. >ja-Zastrœti 17. Áskriftsrverð: í R'-ykjsvík og ígrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á cnánuði. Á að minnka dýrtíðina eða á bara að láta launþegana borga niður kaupið sitt? Alþingi hefur enn ekkert gert í dýrtíðarmálunum. Hriflunga- lýðurinn vinnur hins vegar á bak við tjöldin að því að hindra aðgerðir gegn dýrtíðinni, ausa fé úr ríkissjóði í uppbætur og hindra raunhæfar ráðstafanir gegn dýrtíðinni. Ríkisstjórnin virð- ist vera eins og leiksoppur í hendi þessa lýðs, minnsta kosti fæst hún ekki til að leggja til neinar raunhæfar tillögur um lækkun dýrtíðar, svo sem tollalækkun og slíkt. Það segir sig sjálft, að niðurgreiðsla á landbúnaðarafurðum er engin minnkun á dýrtíðinni. Fólkið verður að greiða jafn mikið fyrir kjöt og mjólk, en það greiðir það bara sumpart sem verð og sumpart sem tolla og skatta. En vísitölunni er haldið niðri með þessum greiðslum og kaupið þannig/ lækkað — með fjárframlögum launþega sjálfra! — Og hvenær sem þessum nið- urgreiðslum er hætt, hækkar vísitalan aftur, svo með þessu er alls ekkert verið að lækka dýrtíðina, heldur aðeins halda vísi- tölunni niðri, falsa hana og lækka kaupið, til bráðabirgða, með- an valdhafarnir ausa því fé úr ríkissjóðnum í gagnslausa niður- greiðslu, — milljónunum, sem nota ætti til að reisa við atvinnu- líf vort eftir stríð. Þjóðstjórnarflokkarnir sameinuðust um að greiða 15 milljón- ir króna úr ríkissjóði í uppbætur á útfl. landbúnaðarvörur 1942. Hefði þó ekki væri nema helmingurinn af þessari upphæð verið notaður til að lækka tollana, þá hefði vísitalan lækkað til fram- búðar, líklega um yfir 20 stig, og dýrtíðin í rauninni lækkað enn meir. Sósíalistaflokkurinn hefur hva ð ftftir annað bent á tolla- lækkunina sem eðlilegustu aðferðina til minnkunar dýrtíðinni, en afturhaldið hefur hingað til ekki mátt heyra það nefnt. Or- sökin liggur x augum uppi: Tollalækkun er viturleg frambúðar- ráðstöfun, lækkar dýrtíð og vísitölu án þess að stolið sé þar með af launþegum einum eyri — og það er auðvitað ófært. Stefnuskrá afturhaldsins er: Vilji verkalýðurinn ekki lofa okkur að stela af sér kaupi með því að falsa vísitöluna, þá skal dýrtíðinni haldið áfram þangað til ,Jirunið“ kemur og þá skal hann verða að lækka kaupið! „Tíminn“ er að reyna að telja mönnum trú um að niðurborg- unin á landbúnaðarvörum sé ráðstöfun gegn dýrtíðinni. Þetta vita ritstjórar Tímans að er ekkert nema argasta blekking og er það furðuleg ósvífni af dýrtíðarkóngum Hriflumennskunnar að bera slíkt á borð fyrir lesendur sína. En þeir eru að reyna að blekkja bændur með þessu, vitandi að bændum er illa við nið- urborgun þessa og uppbætur. Segjast margir bændur aldrei sjá þessa peninga sjálfir, .það hverfi allt í einhverjar hítir á leiðinni. Bændur vilja því gjarnan fá þetta greitt beint til sín persónu- lega, ef þeir eiga á annað borð að fá það, — en Hriflungar standa á móti því, sem kunnugt er, og vilja hindra að þingsályktun þess efnis komist í gegnum þingið. Sú er aðferð þeirra Hriflunga úr báðum flokkum, Framsókn og „Sjálfstæðisflokk“, að reyna að fresta því sem lengst að ræða uppbótamálið. Þeir vilja helzt ekki láta samsæri það, er þeir hafa gert um að ræna ur ríkissjóði milljónatugum, verða uppskátt fyrr en í þinglok, svo hægt sér að skjótast heim undir eins á eft- ir. Halda þeir að með slíkum feluleik geti þeir smokkað sér und- an ábyrgðinni af því að eyðileggja fjárhag ríkisins, engum til gagns. Þeir ætla sér að æsa upp þá skammsýnustu meðal bænda gegn verkalýðnum, svipað og Alþýðuflokkurinn hyggst að æsa skamm- sýnustu meðal verkamanna gegn bændum. En báðum mun þeim bregðast bogalist sundrungarinnar. , Sósíalistaflokkurinn mun sleitulaust halda áfram því samein- ingarstarfi sínu að samrænfia hagsmuni og kjör alþýðunnar til sjávar og sveita, sameina hana í dýrtíðarmálunum um tolla- lækkunina og aðrar raunhæfar ráðstafanir, sameina þær um að skapa hér þjóðfélag öryggis og frelsis fyrir þær og aðrar vinn- andi stéttir. Það er bjart um arf bylt- ingarinnar Meðal frjálsra þjóða njóta Sovétríkin sívaxandi aðdáun- ar og virðingar, vegna þeirrar glæsilegu baráttu, er þau heyja nú til þess að bjarga menningu og frelsi alls mannkyns. Jafnvel þeir, sem fyrir nokkrum árum nutu þess að lesa áróðursgreinar um það, hve illa rússnesku þjóðirnar væru á vegi staddar andlega og efnalega undir skipulagi sósíalismans, verða nú að viðurkenna það, að ef Rauða hersins hefði ekki notið við, þá væri gervölt Evrópa fallin undir blóð- veldi nazismans. Þessi vitneskja veldur því fyrst og fremst, að a!I- ir þeir menn, sem frelsi unna og jafnrétti þrá, sjá i hetjulegri bar- áttu Rauða hersins og þjóðanna, er.að baki honum standa, sin eig- in lífsverðmæti varin. Hver ný sókn af hálfu þessa liers gegn inn- rásarher nazista á rússneskri grund táknar sókn gegn óvinum frelsis og menningar, mælt á alþjóðlegan mælikvarða. Sósíalisminn gerði þær máttugar í Rússlandi, þar sem verkalýðs- völd hafa á einum aldarfjórðungi lyft mörgum þjóðum úr dvpstu niö urlægingu margra alda kúgunar á hátt stig frjálsrar menningar, er nú barizt, ekki emungis um framtíð Sovétríkjanna og fólksins sem.býr þar, heldur einnig um framtíð allra annarra þjóða. Engum ætti því að bregða, þótt Sovét- ríkin, þjóðir þeirra og ekki síður hinn glæsilegi her þeirra, hafi dregið hugi manna að sér um ger- vallan heim. Ekki ætti það frem- ur að vekja furðu, þótt hetjudáðir Rauða hersins, samhugur sovét- þjóðanna, varnarvilji þeirra og síð- an sóknarmáttur, vekti hjá sanitíð vorri játningu við þeirri spurningu, sem eitt hið stórlirotnasta skáld íslendinga, Stephan G. Stephans- son, varpaði fram í kvæði. er hann orti, þegar byltingin í Rússlandi brauzt út og sigráði árið 1917: „Er hann heims úr líöli boginn, blóðuRur að rísa og hækka, múginn vorn að máttkva, stækka? . . .“ Er hægt fyrir oss að ætla, að hinar kúguðu rússnesku þjóðir und ir einveldi keisarans, hefðu getað sýnt allri veröld þær hetjudáðir, einhug og fórnarlund, eins og sov- étþjóðirnar nú, í baráttu við eitt sterkaSjta herveldi heims, sem auk Jæss lýtur stjórn, innblásinni af villimannlegu ofstæki, grimmd og Lenin og Stalin á fundi með hermönnum úr rauða hernum í byltingunni. siðlevsi, svo að ógnin, er af því stafar, hefur ein niegnað að leggja voldugar þjóðir í þrældóm og firrt þær mótstöðukrafti um leið og hinn brúni hnefi ofbeldisins reiddi til fyrsta höggs? Sá, sem ráðvendn- islega íhugar þessa spurningu og ber samtímis liinn fagnandi spá- dóm og ósk Klcttafjallaskáldsins undir ljósker viðburðanna í ógn- þrungnum átökum stríðsins á aust- urvígstöðvunum, getur naumast komizt að annari niðurstöðu en þeirri, að sósíalisminn hafi orðið Rússum „ljósið, sem Frakkar slökktu í sínum sárum“, „lítilmagn ans morgunroði“, að skipulag hans hafi gert sundruðustu og kúguð- ustu þjóðir veraldar að frjálsustu, samstilltustu og máttugustu þjóð- um, sem vér höfum sögur af. Þessi barátta er líka háð fyrir íslendinga Vér íslendingar finnum nálægð liinnar miklu baráttu, sem nú er háð gegn ofbeldinu, vegna þess fyrst og fremst, að vér skynjum ])að bæði um hyggjuvit vort og tilfinningar, að þetta er barátta vor, baráttan um líf eða tortým- ingu flestra þeirra verðmæta, er oss eins og öðrum þjóðum eru nauð synleg til þess að geta lifað í sam- ræmi við frjálsa lífsköllun 'vora,' eðli og uppruna. Fyrir því þykir oss flestum svo mikið koma til þess hlutar, sem Rauði herinn og Sovét- þjóðirnar leggja frarn í þessari styrjöld. , Eru Rússar að verja fang- elsi sín, eða frelsisarf bylt- ingarinnar? Ég gat hér á undan um spurn- ingu J)á, er Stephan G. Stephans- son varpaði fram í sambandi við byltinguna árið 1917. Trauðla get- ur það orkað tvímælis hjá skyn- sömum mönnum, ,hafi þeir ekki öðrum að þjóna, fremur en sam- vizku sinni og réttarvitund, að byltingin árið 1917 opnaði rúss- nesku þjóðunum nýjan heim. — Ilvernig ])eim hefur vegnað í þess- um nýja heimi sósíalismans má bezt marka á þeim hetjulegu við- brögðum þeirra, þegar á þær var ráðizt með sviksamlegum hætti af ógnarveldi þýzku nazistanna. Ef sovétþjóðirnar hefðu lifað fangels- islífi, undir ógnarstjórn eins manns s. I. 26 ár, eins og vissir menn hafa haldið fram, gætum vér þá hugs- að oss þær vinna þvílíkar hetju- dáðir sem þær gera nú? Gætum vér hugsað oss hvern einstakling kúgaðrar þjóðar fórna lifi sínu fremur cn að lúta þeim hersveit- um, sem segjast ætla að frelsa hann undan oki og kúgun, engan bregðast skyldum sínum, hvergi sjáanlega veilu í samhug og eining- arvilja Jtjóðarinnar, engan kvisling fáanlegan til þess að gerast þjónn framandi afla, sem koma þó að eigin sögn í nafni „hins menningar- sögulega lilutverks“ að leysa Rússa undan kúgunarstjórn Stalins og bjóða þeim í þess stað frelsi og rétt- læti. Mætti þó slíkt boð vera or.ðin freisting þeirri þjóð, sem lifað hcfði í 26 ár undir ógnarstjórn, kúguð og vanrækt. Ef sú mikla orka, framsýni, þekk ing, einhugur, vilji, þrek og kraft- ur Sovétþjóðanna, sem skapað hef- ur hinar stórfenglegu framfarir í Rússlandi á öllum sviðurn s. 1. 26 ár, og nú síðast í styrjöldinni varp- að ægjljóma undursamlegra hernað arafreka í augu allrar veraldar, er allt vaxið upp meðal þjóða, sem búic^ hafa við fangelsiskost, einræði og ógnir í aldarfjórðung, hljótum vér að spyrja: Hvers virði er þá frelsið eins og vér þekkjum það í borgaralegum lýðræðislpndum? Ef framfarirnar í ltússlandi, hetjudáð- ir Rauða liersins og eining þjóð- anna þar er allt vaxið upp úr djúpi kúgunar undir veldissprota harð- ðnnndí svírugrar ógnarstjórnar, hvers meg um vér þá vænta af hinum frjálsu lýðræðisþjóðum? En vér, sem ját- um það, að engin þjóð fái notið sín til fulis, oiöiu sterk, afkastamikil né einhuga, án frelsis, liljótum að aðhyllast þá skoðun, að yfirburðir Rauða hersins í þessari styr-jöld yf- ir heri annarra lýðræðislanda, og þó einkum og sér í lagi yfirburðir rússnesku þjóðanna að þoli, einhug, stillingu, fórnarvilja og sjálfstjórn hljóti að stafa frá því, að frelsið í Ráðstjórnarlýðveldunum sé full- komnara, þjóðlægara og virkara en í öðrum löndum, þar sem lýðræði nýtur sín þó að nokkru leyti. a. m. k. á yfirborðinu.. Sósíaíispiinti er skllýrði' þjóðlegs frelsis :-*e- Vér, sem teljum framkvæmd só- síaliskra þjóðfélagshátta skilyrði fyrir því, að frelsi og lýðræði geti notið sín að fullu í lífi þjóðanna, bregðum oss ckki við þessa niður- stöðu. Vér teljum, að spurning Stephans G. Stephanssonar: „Er hann heims úr böli boginn, blóðug- ur að rísa, hækka, múginn vorn að máttkva, stækka?“ ... hafi nú feng ið játandi svar. Byltingin í Rúss- landi árið 1917 færði undirokuðum þjóðurn skipulag sósíalismans. — Undir þessu skipulagi hafa ómennt aðar, sundraðar, vanmáttugar og vanræktar þjóðir orðið sterkar og máttugar. Þeir, sem oft áður hafa tortryggt það, að sósíalisminn reyndist vel í Rússlandi, verða nii að endurskoða afstöðu sína í þessu efni með tilliti til staðreynda, sem ekki verða vefengdar. Fyrir augum allrar veraldar standa Sovétþjóð- irnar einhuga, máttugar og ósigr- andi, frelsis megin og fremst í eld- línu þess hernaðar, sem skera kann úr um það, hvort frelsi eða þræl- dómur eigi að verða hlutskipti mannkynsins um ókoinnar aldir. En úr því að sósíalisminn, risinn upp úr blóði og tárum, böli og þján ingum fólksins, frá ómunatíð, hefur gert sundraðar, kúgaðar og van- ræktar þjóðir frjálsar, virðulegar og máttugar, má það engan furða, þótt vel sé um fána hans staðið nú af þéim, er notið hafa ávaxta hans í aldarfjórðung. Hinar ungu þjóð- ir sósíalismans láta því hvergi hlut sinn gegn nazistum, er þær verja sig fyrir þeim, og allt sem þær hafa áunnið sér í fórnfrekri byltingu undan siðlausri ánauð. Og um leið og Sovétþjóðirnar verja sig og hinn dýrmæta arf byltingarinnar, þá tendra þær með fordæmum sínum nýjar vonir í brjóstum milljón- anna, sem enn liða skort og gjalda Þannig litu iðnaðarhallirnar í Karlcoff út — áður en Hitler sendi villimannahjarðir sínar til að leggja þær í rústir. vanmáttar síns undir fargi úreltra skipulagsliálta auðvalds- og stétta- þjóðfélaganna. — Ekki sízt þess vegna hljómar þessi setning meðal fóiksins í frjálsum löndum: Eina von vor er sigur Rauða liersins yf- ir herskörum nazistanna. Og í liin- um undirokuðu löndum felst þessi sama setning í hljóðlausum bænum þrautpíndra þjóða. Og hvað er eðli legra? Engum getur dulizt það framar, að undir styrk Rauða liers ins, einingu og siðferðismætti Sov- étþjóðanna, sem muna kúgun keis- aravaldsins og þekkja af eigin reynd lýðfrelsi og öryggi sósíalism- ans, er það komið, hvort frclsið eða þrældómurinn verður hlut- skipti þjóðanna að stríði loknu. Vér íslendingar eirum illa ófrelsi. Vér clskum frelsið. En stundum get Rússnesku byltingarinnar en ein- mitt nú. Hið aðdáunarverða viðnámsþol og sóknarmáttur Rauða hersins, einhugur Sovétþjóðanna og fórnar- vilji í hinni stórkostlegu baráttu gegn villimennsku og ofbeldi, hef- ur opnað augu allra skynsamra manna og frelsisunnandi fólks fyr- ir því, að án þessara máttugu þjóða í landi sósíalismans væri baráttan um frelsið næsta vonlítil, jafnvel vonlaus um langa framtíð. — Án Rauða hersins og sameinaðra krafta Sovétþjóðanna hefði naz- isminn auðveldlega sigrað hin sund urvirku stétta])jóðfélög auðvalds- landanna á svipaðan hátt og hann sigraði Frakkland. Án samvinnu við Sovétrík- in tapast friðurinn Og nú er það yfirlýst af öllum kyni jalnnauösyniegur til þe?s að það geti notið sín. eins og nú er komið félagslegri atvinnuþróun. — Það er því hin mesta firra, enda munu þeir einir flíka henni, sem i hagsmunaskyni kjósa fremur að leika fífl en virða sannindin, að só- síalisminn getur því aðcins vaxið með einni þjóð, að Iiann beri í sér eitthvað það, sem fullnægir bezt V, x. u Og JylUill. * / Að þessu sinni mun ég ekki fara lengra út í að skýra þessi ofureiiV- földu atriði, en hins skal hér getið, að brautryðjendur verkalýðshreyf- ingarinnar á 19. öld lögðu ríka á- herzlu á hina alþjóðlegu stefnu hennar og tilgang, án þess að gleyma hinum sérstæðu ástæðum í hverju landi fyrir sig. Brautryðj- endurnir brýndu bræðralagshug- sjónina fyrir verkalýðnum og beittu mjög orku sinni til þess að brjóta niður úrelta stéttafordóma, kynþáttaerjur og þjóðernisremb- ing. Jafnvel þá sáu vitrustu og framsýnustu menn hinnar nývökn- uðu félagshreyfingar, heimsverka- lýðinn í einni lieild, þótt hann greindist í margar smærri fylking- ur oss missýnzt hvað frelsi er og hvar það er. Vegna fjarlægðar vor frá umhciminum hefur óvandaður fréttaflutningur, runninn undan rifjum óvandaðra fulltrúa aftur- haldsins, truflað skilning og dóm- greind alltof margra á því, hve skipulag alþýðunnar í Sovét- ríkjunum og uppbygging hennar þar, er þýðingarmikil aflstöð fyrir frelsisbaráttu almennings í öllum öðrum löndum. Þetta vita kannske engir betur en forustumenn og full trúar afturhaldsins. Og sú vitn- eskja þeirra veldur því, að auð- stéttin leggur daglcga fram stórfé til þess að ófrægja Sovétríkin og einangra þau frá alþýðu þeirra landa, sem enn eru óleyst undan oki auðskipulagsins. — En sá kín- verski múr, sem nazistar og leigu- þjónar úrkynjaðra afturhaldsafla liafa gert fjárfrekar tilraunir til þess að byggja upp milli alþýðu auðvaldslandanna og Sovétríkj- anna, er að hrynja. í því mikla frelsisstríði gegn ógnum nazism- ans, sem nú er háð. liafa staðrcynd irnar um afrek Sovétþjóðanna mátt sín meira en ósannindin og hinn mótsagnakenndi og sefasjúki á- róður um sundraðar og vanmátt- ugar þjóðir í Austurvegi, er biðu tækifæris til þess að brjótast und- an einveldi Stalins. Sannleikurinn hefur í þessum efnum sigrað. Það hcfur aldrei verið bjartara um arf raunsæjum stjórnmálamönnum borgaralegra lýðræðislanda, að án , i samvinnu við Sovétþjóðirnar verði engra varanlegra mannfélagsum- bóta að vænta eftir stríðið. Vanda- mál eftirstríðsáranna verði ekki varanlega leyst, nema með náinni og einlægri samvinnu við liinar máttugu þjóðir sósíalismans í austri, sem svo vel kunna að búa að sjálfum sér, sem raun ber vitni, jafnvel þá, er auðvaldsríkin engd- ust sundur og saman af krepimm og óáran. Þegar þvílíkar viðurkenningar liggja fyrir frá reyndustu stjórn- málamönnum lýðræðissinnaðra boi'gara um nauðsyn samvinnu við Sovétríkin í vandamálum ríkjanna, má nærri geta um þá lífsnauðsyn alþýðusamtakanna í borgaralegum stéttaþjóðfélögum, að þau hafi ein- læga samvinnu og eðlilegt samband við þær þjóðir, sem búa undir því skipulagi, er verkalýðshreyfing allra landa er borin til að fram- kvæma. Sósíalisminn er hvorttveggja í sem rammþjóðlegur og alþjóðlegur, cnda hefur haiíli skotið djúpum rótum hjá flcstum þjóðum og þró- azt með þeirn á eðlilegan hátt, vegna þess, að hann er öllu mann- Hvíldar- heimili verka- manna í Sodsji. ar innan ákveðinna landamæra. í öllum löndum átti verkalýðurinn þá, eins og nú, við sömu höfuð- vandamálin að glírna. Þeir sáu því strax nauðsyn þess, að verkalýður allra landa gæti tekið höndum sam- an um sameiginleg vandamál, er snertu hagsmuni hans, og með al- þjóðlegri kynningu og samstarfi brotið af sér fjötra einangrunar og þjóðahaturs. Og nú er viðurkennt, að engin þjóð geti verið örugg um helgustu verðmæti sín eftir þetta stríð, nema alþjóðlegt samstarf, byggt á gagn- kvæmum skilningi þjóða í milli, njóti sín. í samræmi við stefnu og eðli alþýðusamtaka hvers lands, ber þeim að tryggja slíka alþjóð- lega samvinnu, líka með tilliti til þess hlutverks þeirra, að fram- kvæma sósíalismann á vorum dög- um. — Fyrir íslenzku alþýðusam- tökin er það því lífsnauðsyn ein- rnitt nú, að skerpa skilning með- lima sinna fyrir gildi alþjóðlegrar sámvinnu, og hníga þó fleiri rök að því en hér eru talin, og vera vel á verði gegn þeim öflum, sem leitast við að einangra þau frá stéttar- systkinum í öðrum löndum og skyggja á sigur sóSÍalismans í Sov- étlýðveldunum. Ami Ágústsson. Ftmmtudagu 25. nóv. 1943. — ÞJÓÐVIUrNN Slóvakar þekkja vini frá óvinum Pavel Marcéli er 29 ára gamall i Slóvaki. Ilanii var kennari að at- vinnu, en hafði útskrifast lir liðs- foringjaskóla og verið í télxkneska hprnum. Fyrir hálfu ári var hann fyrirhði fyrir herdeild í slóvakísku herfylki í þýzka hernum. Nú er Pavel foringi í 1. tékkóslóvakísku hersveitinni, sem berst með rauða hernum. — Hér á eftir segir hann frá því, hvernig þetta skeði. Þegar stríðið við Sovétríkin byrjaði árið 1941, sagði ég við vini mína, að yrði ég sendur til aust- urvígstöðvanna, mundi ég ganga í lið með Rússunum, og ég stóð við það. , Eg var sendur til herdeildar minnar 15. nóv. 1942. Það var ekki erfitt fyrir mig sem foringja að komast að raun um, að undirmenn mínir báru sömu tilfinningar í brjósti og ég, og byrjaði ég að hugsa um ráð til að komast yfir til Rússanna með alla herdeildina. Auðvitað hcfði ekki verið erfitt fyrir mig einan að sleppa, en ég áleit skyldu mína að hjálpa félög- um mínum. Lengi gafst. ekki hentugt tæki- færi. Þegar undanhald þýzka hers- ins frá Kákasus byrjaði, fékk ég skipun um að fara með herdeiicl mína til slóvakíska herfylkisins í þorpinu Panesjinkaj. Eftir að ég hafði athugað fyrirskipunina vand- lega og borið hana saman við kort- ið, sannfærðist ég um, að nú hafði ég fengið tækifærið. Eg neitaði að fara til Panesjin- kaj um kvöldið, þar sem ég vissi, að ef ég rækist þá á Rússana, mundi það valda því, að skipzt yi'ði á skotum og blóði úthelt. Eg ákvað að leggja af stað urn morg- uninn og kallaði saman undirfor- ingja mína, skýrði fyrir þeim hlut- verk það, sem okkur var ætlað og gaf í skyn, að svo kynni að fara, að við yrðum teknir til fanga á meðan við værum að framkvæma það. Eg sagði þeim að taka með sér mat til fjögurra daga og allt sem þeir ættu sjálfir. Urn moi'guninn stönzuðum við á leiðinni og ég byrjaði að kynna mér hugarfar hermannanna og Framhald á 8. síflu Ferdabók Eggerts og Bjarna Framh. af 3. síðu. Það er bjart um þessa ungu mcnntamenn, þar sem þeir leggja til atlögu við hjátrúna og vantrúna á landið; menn hinna ungu nátt- úruvísinda, er ráðast strax að stei'kasta virki hjátrúarinnar, með fullum skilningi á að þar var um leið stórmerkur staður til fróðleiks um jarðsögu landsins. Það eru menn nýrra alda er svo hiklaust brjóta í bág við hégómann, er kyn- slóð eftir kynslóð hefur hlaðið ut- an um staðreyndir náttúrunnar, og þeir vinna með rannsóknum sinum og samningu ferðabókarinnar mik- ið afrek. Fáum íslenzkum vísinda- rnönnum hefur tekizt eins mikið. Rannsóknarferðir þeirra eru farnar á árunum 1752—1757 fyrir tilstilli Vísindafélagsins danska og undir umsjá þess. Að loknurn ferð- unum féll það í hlut Eggerts að semja bókina, því Bjarni var skip- aður Iandlæknir á íslandi. Eggert vann að Ferðabókinni bæði í Kaupmannahöfn og heinxa í Sauð- lauksdal og lauk henni í Kaup- mannahöfn 1766. Allan þennan tínxa mun sanxning þessa mikla rits hafa verið aðalstai'f Eggerts, og hefur hann ekkert til sparað og heldur ekki forgangsmenn og úr- gefendur verksins, að það mætli verða sem fullkomnast. Þorvaldur Thóroddsen segir í Landfræðisög- unni, að engir lslendingar fyrr né síflar, þeir er ranrisóknir liafa gjört á íslandi, liafi haft jafn góð kjör, enda er allt með sama rausxxar- svipnum, rannsóknirixar vel skipu- lagðar og framkvæmdar og Eggert gefið’ nægilégt tónx og tækifæri til að gera xirvinnslúna svo stórmann- lega, að verk þeii'ra félaga gnæfir hátt þegar litið er aftur eftkr öld- um Islendingasögunnar. Ferðabók Eggerfs og Bjarna er fyrsta ýtarlega íslandslýsingin, sem til er, og með ferðum þeirra má telja að vísindalegar rannsókn- ir á náttúru laixdsins hefjist. En bókin fjallar engu síður um þjóð- ina eri landið sjálft, fólkinu ér lýst, útliti þess og öllunx háttum, vinnu og stai-fsaðferðum, málinu, skenxmtunum og leikjum, og er það sá hluti bókarinnar sem almenn- ingur nú á dögum hefur mest not af. Ferðabókin kom fyrst út á dönsku 1772 og var á næstu ára- tugum þýdd á þýzku, frönsku og ensku. Hún kemur nú í fyrsta sinni út á íslenzku, í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, en út- gefendur eru Haraldur Sigurðsson og Helgi Hálfdánarson. Fylgja þýðingunni myndir og uppdráttur frumútgáfunnar. Er það vel farið að þessi gagnmerka bók skuli nú fáanleg á íslenzku, og mun hún hverjum þ'eim, er yndi hafa af náttúrufræðum eða þjóðfi'æði, vel- kominn gestur. * Eggert Ólafsson lifði það ekki að sjá Ferðabókiixa útgefna, hann fórst ungur, en átti þó að baki glæsilcgan starfsferil. Öll þjóðin Harmaði hann, og mynd hans varð lcifti'andi fordæmi kynslóðuixum, er héldu áfram starfi hans að vekja þjóðina úr dásvefni eymdarinnar. Ferðabókin hefur tæplega náð mik- illi útbreiðslu á íslandi, en kvæði Eggei'ts urðu vinsæl og dáð. Og því nxá ekki gleyma, að þeir Eggcrt og Bjarni liöfðu ferðast um nær allt land, og rætt við menn svo hundruðum- skipti. Þeir hafa á- reiðatilega ekki látið sér nægja að taka við þeim fróðleik, er þeir leit- uðu að, heldur veitt að launum örlátlega af auðæfunx menntunar sinnar, nxiðlað trú sinni á ættjörð- ina, traustinu á þjóðinni. Braut- ryðjendastarf þeirra vinanna muu seint ofmetið af íslendingum. S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.