Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 1
 Stórstúkan fær ekki að velja 2 af 3 í stjó.n drykkjamanna- hælis Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir þessari breytingu Við meðferð frumvarps til laga um drykkjumannahæli í neðri deild í gær, lagðl Finnur Jónsson það til að stjórnarfyrir- komulagi drykkjumannahælis yrði breytt svo, að i, stað þess að Stórstúkan veldi tvo af þrem, sem sæti eiga í stjórn, skuli ráðherra skipa þá alla, einn þó eftir tilnefningu Stór- stúkunnar. Tillaga þessi var samþykkt. Á móti henni voru þingmenn sósíalista og örfáir aðrir. Með þessu hefur Alþýðuflokknum tekizt að stórskemma hugmynd ina um drykkjumannahæli og getur svo^ farið að þetta verði til þess að gera drykkjumanna- hælið einskis virði. Iiiðl herim i itjrri Mln iio hi. iurir norlm ðimel Yfír 200 bæír og þorp fekín á 3 dögum Rússar hófu fyrir þrem dögum mikla sókn í Hvíta- Rússlandi. Hafa þeir eftir harða bardaga komizt yfir ámar Sosj og Saponé og brotizt gegnum varnarlínur Þjóðverja á um 65 km. breiðu svæði og á þrem dögum sótt fram 15—50 km. Eru þessar vígstöðvar á svæði, sem er um 110—175 km. fyrir norðan Gomel. Rauði her- inn sækir þarna að Dnépr-fljóti. Stærsta borgin, sem er þarna fram undan, er Mohileff á vesturbakka Dnépr við járnbrautina milli Nevel og Mosir. Hafa Rússar tekið bæ, sem er um 50 km. frá Mohileff, en samtals hafa þeir tekið þama yfir 200 þorp og bæi. Fyrir snnnan og vestan Gomel náði rauði herinn góðum árangri í gær. Tók liann 2 bæi á járnbraut- inni vestur frá Rikitsa. — Annar þeirra, Ivoljenkovitsi, er j)ar, sem járnbrautin frá Mosir sker járn- brautina frá Rikitsa. Er Koljenko- vitsi um 15 km. fyrir norðan Mosir Sovétsliriðdrekar og fótgöngulið sækir fram. Gissur Þorvaldsson verdur leíkínniúívarpfdannad kvöld Annað kvöld klukkan 8 verður leikið í útvarpið leikrit Gí.sla Ásmundssonar: GISSUR bORVALDSSON. Leikstjóri verður Haraldur Bjömsson. I>etta er sögulegt leikrit frá Sturl- ungaöld, og eru persónur leiksins mönnum kunnar úr Sturlungu. Leikritið er í fimm þáttum, en hcfur verið stytt nokkuð til flutn- ings í útvarpi. Fyrsti þáttur fer fram árið 12.‘58 að bæ Gissurar, Hróarsholti í Flóa. Hefur hann boð inni, og hefst j)átt- urinn með söng gestanna. Annar |)áttur fer fram í Reykholti, þegar Snorri Sturluson er veginn, árið 1241. Þriðji þáttur gerist við hirð Hákonar gamla Noregskonungs ár- ið 1244. Fjórði þáttur fcr fram á heimili Gissurar norðan lands árið 1201, og fimmti þáttur á Þingvöll- um árið 1202, þegar íslendingar af- söluðu sér sjálfstæði sínu, og gengu hinu útlenda konungsvaldi á hönd. Leikrit j)etta kvað vera mjög á- hrifamikið, enda fjallar það um ör- lagaríka atbnrði í sögu þjóðarinn- ar. — Leikendur í leiknum verða j)ess- ir: Þorsteinn O. Stephensen, Lárus Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Andrésson, Haraldur Björns son, Gestur Pálsson, Tómas Hall- grímsson, Jón Aðils, Þóra Borg Fin arsson, Gunnþórunn Halldórsdótt- ir, Lárus Ingólfsson, Valdimar Helgáson, Klemens Jónsson, Jón Ilaraldsson, Guðrún Guðmunds- dóttir, Ævar Kvaran, Jón Leós og fleiri. Músíkin er eftir Pál ísólfsson. Þulur verður Ragnar Jóhannesson. Lögreglan lýsir eftir sjónarvottum í fyrradag um kl. 13, slasað- ist 11 ára drengur, sem var á ferð á reiðhjóli á Grettisgötu, rétt austan við Frakkastíg. Hann var fluttur á spítala og hafði fengið heilahristing og fleiri meiðsli og man ekki hvernig slysið vildi til. Ef einhverjir hafa verið þarna viðstaddir á þessum tíma, eru þeir beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregl- una. hinum mcgin við Pripet-ána. Fyr- ir norðan Beresina-fljót, er rauði lierinn kominn nálægt bænum Slo- bin, sem er á síðustu járnbraut Þjóðverja frá Gomel, á vestur- bakka Dnépr. Þjóðverjar gerðu harðar fót- gönguliðsárásir í gær nálægt Koros- tcn, og var þeim öllum hrundið. Sömulciðis var hrnndið hörðum á- rásnm Þjóðverja hjá Brúsiloff. í Dnépr-bngðunni lieldur sókn Rússa áfram fyrir sunnan Kremen- sjúg. Tóku þeir þar í gær héraðs- miðstöð og tvo járnbrautarstöðva- bæi. Rússar eyðilögðu 49 skriðdreka fyrir Þjóðverjum í gær. Eyðilagðar flugvélar eru ekki nefndar, enda sagt, að ekki hafi verið flugfært í gær vegna óveðurs. Timoshenko markskálk var í gær afhent heiðursmerki af Stalin í Kreml. Árásum á Berlín verð- ur haldið áfram Moskitoflugvélar gerðu árás á Berlín í gær. Loguðu þar þá eun eldar eftir fyrri árásir. Yfirmaður flughersins hélt ræðu í gær, þar sem hann tal- aði um hernaðarþýðingu Berlm- ar. Sagði hann að hún væri stærsta herstöð Þýzkalands og væri þar hægt að valda Þjóð- verjum mestu tjóni á eimun stað. Loftvatnir Þjóðverja væru og hvergi öflugri en þar, en þó ekki nógu sterkar til að vera færar um að hindra hina hugdjörfu og leiknu flugmenn Bretlands í að fram- „kvæma hlutverk sitt. Foringi brezka sprengjuflughers- ins lét svo um mælt í gær, að árás- um á Berlín mundi ekki liætt, fyrr en þetta hjarta nazismans væri hætt að slá. Almenningur Þýzkalands utan Berlínar hefur ckki enn fcngið að vita nm hið mikla tjón, sem orðið hefur í Berlín. Ávarp það, sem Framhald á 8. síðu. 1. Dagskrá útvarpsins 1. desember verður allfjölbreytt og verð- ur miklu af tíma þess varið til hátíðahalda dagsins. Sveinn Bjömsson ríkisstjóri flytur aðalræðu dagsins af svöl- um Alþingshússins og verður henni útvarpað, eins og venja er til. Klukkan 3 hefst útvarp frá há- tíðahöldum stúdenta í hátíðasal Háskólans: Halldór Kiljan Laxness rithöfundur les upp; Ilermann Jón- asson alþm. flytur ræðu. Síðan vcrða tónleikar: Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson leika. Pétur Jónsson syngur einsöng. Klukkan 4 hefst útvarp, sem stcndur yfir í samfellt 3 klukku- stundir. Þar verður brugðið upp ýmsum myndum úr sögu þjóðar- innar, með upplestri kvæða og úr- valsköflum úr bókmenntum. Þessi dagskrá verður í 4 köflum: 1. Landið. 2. Þjóðin. 3. Tungan. 4. Framtíðarlandið. — Þessa dag- skrá annast ýmsir þekktir upplcs- arar og útvarpsmenn. Klukkan 7: Stuttur barnatími, sem vcrður helgaður deginum. Þar kemur fram nýr barnakór undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar. Að loknum fréttalestri flytja l)css ir menn ræðiir: Gísli Sveinsson (for- scti sameinaðs Alþingis), Einar Arn órsson (dómsmálaráðh.). Af hálfu Stúdentafélags Reykjavíkuf talar Ólafur Lárusson prpfessor. Auk ))ess verður karlakórssöngur og önnur tónlist, og að lokum dans- lög (danshljómsveit Þóris Jónsson- ar leikur). Framlenging Háskó'a- happdrættisins afgr eldd frá neðri deild í neðri deild Alþingis var í gær afgreitt frumvarp um fram lengingu á einkarétti Háskól- ans til að reka happdrætti til 1960. Verður frumvarpið nú lagt fyrir efri deild og er þess að vænta að það fái fljóta af- greiðslu þar. Háskólinn hefur einkaleyfi til happdrættisreksturs til árs- loka 1946, en þær tekjur sem hann á í vændum af happdrætt- inu fram til þess tíma, er öllum ráðstafað, en þær munu vera ca. 300.080 kr. á ári. Ef Háskól- inn fær happdrættið áfram, þá ætlar hann að byggja myndar- lega íþróttahöll með sundlaug á Háskólalóðinni og mun í- þróttahús þetta verða lánað öðrum skólum eftir því sem hægt er og þörf er fyrir. Sund- laugin m,un og eiga að vera opin almenningi og kæmi það Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.