Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur, 26. nóvember 1943. Svik Framsðknar i biðmálinn * Framsókn samdi víd biócígandann Garðar Þorsfeínsson þvcrf gc$n yf~ írlýsfrí sfcfnu sínni um bæjarreksfur kvíkmyndahúsa. Sjaldan hefur nokkur flokkur verið staðinn jafn-greinilega og jafn-óumdeilanlega að svikum við yfirlýsta stefnu sína í einu máli og Framsóknarflokkurinn í afgreiðslu hins svokallaða bíó- máls á Alþingi nú fyrir skömmu. Níðskrif Þórarins um verkamenn í hitaveitunni Fyrir skömmu ritar Þórarinn Þór- arinsson grein í Tímann um hitaveit una. Heitir greinin: „Kostnaður við hitaveituna fer gífurlega fram úr á- ætlun. Helztu orsakimar eru slæ- leg vinnubrögð og óþörf aukavinna". Sjálf er greinin öll rituð í þessum anda. Það er áreiðanlegt, að verkamenn imir í hitaveitunni hugsa sitt um þann mann og þann flokk, er að þessum ummælum stendur, og að mjóu munar, að þeir hendi verk- íærunum ekki frá sér. Grein Þóarins er glöggt dæmi þess, hvemig uppskafningar, sem aldrei dýfa hendi sinni í kalt vatn, leggja sig alla í líma til að rægja saman verkamenrí og bændur. Hún er glöggt dæmi þess, hvemig „setu- lið“ bitlingamannanna reynir af fremsta megni að ræna verkamenn ærunni og nota til þess þá stað- reynd, að frá hendi valdhafanna og forstöðumanna hitaveitunnar hef ur verið um léleg vinnubrögð að ræða og að í stórum hópi verka- manna finnast alltaf skussar alveg eins og að í hópi vinnandi bænda finnast alltaf einhverjir skussar. En við skulum í þessu sambandi athuga, hvaða menn þetta eru, sem^ skrifa níðgreinar um verkamenn á borð við grein Þórarins. Þetta eru menn, sem hafa flúið íslenzku moldina, stórbændasynir eða uppflosnaðir dugleysingjar, sem setzt hafa að í höfuðstaðnum til þess að njóta hálaunaðra bitlinga, reisa sér stórhýsi, eignast bíl — allt í nafni bændanna. Þetta em menn, sem staðið hafa fyrir því að 15 milljónum króna var á síðasta ári fleygt í ríkustu bændur landsins og sem láta sam- tímis tugi tonna af matvælum lands ins eyðileggjast í höndunum á sér. Þetta eru menn, sem hafa barizt á móti öllum meiriháttar framför- um í landinu — einnig hitaveitunni sjálfri. Þetta eru menn, sem hafa það að atvinnu að þvaðra um málefni bændanna til þess eins að geta tryggt sér sjálfum bitlinga og vel- lystingar. Enginn, sem þekkir nokk- uð til Framsóknarhöfðingjanna trú- ir því, að þeir séu neitt annað en sérdræg klíka bitlingamanna og póli tískra gosa. Þegar fátækir bændur mynduðu sín fyrstu kaupfélög, var það áreið- anlega ekki hugsun þeirra að stofna til slíks „setuliðs“ til höfuðs verka- mönnum bæjanna. Og það er kom- inn tími til fyrir þessa menn, af tegund Þórarins, að hypja sig upp í sveit og stunda þar erfiðisvinnu eins og heiðarlegir menn. Auk þess ætti Þórarinn að minnast þess, að margir þeirra manna í hitveitunni, sem hann hefur nú svívirt og róg- borið, eru úr hinum dreifðu byggð- um landsins og sýnir það einna bezt hvemig málflutningur „setuliðsins" er. Reykvískir verkamenn eru hins- vegar svo þroskaðir, að þeir munu ekki láta hina vinnandi bændur gjalda framkomu mannanna, sem flúið hafa erfiði vinnunnar og setzt að í iðjuleysi bitlinganna. Verkamenn líta á sig' sem eðli- lega samherja allra vinnandi bænda og eru staðráðnir í því að mynda öfluga samvinnu verka- manna og bænda gegn afturhaldi og auðvaldi og ekki sízt gegn þeirri gerspilltu klíku óhófsseggja og let- ingja, sem leggja allt kapp á að hindra slíka samvinnu. Áhrif verk- lýðshreyfingarinnar berast nú óðast út um byggðir landsins og það skelf ir hina finu menn. Og því fleiri níðgreinar sem stórbændasynir og hálaunaðir Framsóknarbraskarar skrifa, því meira kapp mun verða lagt á að mynda bræðralag bænda og verkamanna. H. Rottur og menn Það var reistur óvandaður skáli á homi Túngötu og Garðastrætis og haldin í honum garðyrkjusýning. Skálinn var ekki rifinn strax á eft- ir því listamenn óskuðu að hafa þar sýningu á listaverkum. Þegar þeirri sýningu var lokið, var skál- inn enn ekki rifinn, heldur leigð- ur innflytjendasambandi heildsala undir matvörur landsmanna. Hvern ig er svo þetta hús úr garði gert? Það var hrófatildur úr timbri, tjöru pappaklætt . g sett beint ofan í for- ina, en möl borin í gólfið og tyrft að veggjum. Rottumar vom ekki lengi að koma auga á þenna stríðs- gróða og má nú sjá röð af holum þar sem þær reyna að grafa sig undir veggina og inn í húsið. Fyrir nokkru var komið inn í þetta hús, þar stóðu starfsmenn í beitingu eins og tíðkaðist í verbúðunum í gamla daga, en þeir beittu ekki lóðir, heldur rottugildrur og létu vel yfir aflanum. Það er augsýni- legt að annaðhvort á að reka hcild salana úr úr þessu húsi með vör- ur sínar, eða krefjast þess að húsið verði gert rottuhelt. Þ.í þarf að steypa gólf í húsið og múrhúða veggi upp í vissa hæð og svo þarf að sjá um að aðaldyr hússins standi ekki opnar 'frá morgni til kvölds. Er ekkert eftirlit með því hvemig farið er með matvæ'i þau sem landsmönnum er gert eð kaupa7 Rottur eru kunnar r.ð þvi að grafa gríðarlöng göng inn 1 mjólstæður og byggja þar hreiður og aia þar 8—12 unga. Og bver getur svo á- kveðið með vissu hvað af mjölinu geti talizt mannamatur og hvað ó- þverri. H. K. 11. Blaðið sem kennir sig við framleiðslumál bænda Herra ritstjóri! Það kann að vera að hinu nýja blaði Hriflunga í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum sé gert of hátt undir höfði með því að skrifa smágrein um það í Bæjarpóstinn. En þar sem ritstjóri þess, hrossa- ræktarráðunauturinn Gunnar Bjarnason, mun nú sem stendur vera methafi í auðvirðilegri blaða- mennsku, get ég ekki stillt mig um að geta þess að nokkru. Eftir nafni og einkunnarorðum blaðsins að dæma á þetta að vera málgagn íslenzkra bænda, við skild- um því ætla, að það væru einkum bændur sem skrifuðu í blaðið. En það er öðru nær. Hvaða menn eru það þá? Það eru mennimir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir bænd- ur, hafa margir hverjir staðið sig illa í þeim störfum og finna andúð og fyrirlitningu næða um sig úr öll- um áttum. Það nægir að nefna nöfn eins og Jón Ámason, Halldór Eiríksson, Ingólfur á Hellu, Egill Thorarensen og Jónas frá Hriflu, til að sýna hvaða „bændur" eru þarna á ferð. Þegar bent er á afglöp þeirra í afurðasölumálunum, hrópa þeir: „Það er ekki verið að tala um okk- ur, það er verið að rógbera íslenzku bændastéttina“. Með öðrum orðum, þeir reyna að skjóta .sér undan að taka afleiðingum verka sinna, vilja koma ábyrgðinni yfir á bændastétt- ina. Mér gengur illa að trúa því, að bændur séu hrifnir af slíkum mál- flutningi, eða hver er sá bóndi sem vill samþykkja þá aðdróttun „Bónd ans“ að bændastéttin eigi sök á matvælaeyðileggingu S. í. S„ en ekki Jón Ámason og Co? Eg hygg að hann verði vandfundinn. Síðasta Tímablað reynir samt eftir ýtrustu getu að verja svikin, en ferst heldur báglega eins og títt er um þá sem rangt mál verja. í upphafi greinarinnar játar Tíminn að Framsóknarflokkurinn hafi marg lýst yfir fylgi sínu með bæjarrekstri kvikmyndahúsa. Orð- rétt segir þar: „Þótt Framsóknarmenn hafi jafnan verið fylgjandi bæjarrekstri kvikmyndahúsa og hvað eftir ann- að látið flytja tillögur í bæjarstjórn Reykjavíkur um bæjarrckstur kvikmyndahúsa þar, töldu þeir sig ckki geta fallist á þetta frumvarp”. (Þ. e. frumvarp þeirra Sigfúsar Sig- urhjartarsonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar um rekstur kvik- | myndahúsa). Það er gott að hafa svona viður- kenningu um yfirlýsta stefnu flokksins einmitt í sjálfri vörn Tímans fyrir svikum flokksins í málinu, því þá er óþarft að elta ólar við að sanna frekar hverju flokkurinn hefur lofað í málinu. En hverjar eru svo afsakanir Tímans fyrir kúvendingu flokksins í málinu? Af hverju gátu Fram- sóknarmenn á Alþingi ekki sam- þykkt þetta stefnumál flokksins, þegar það lá fyrir í frumvarps- formi? Jú, — ein afsökunin er sú, að eignarnámsheimildin í frumvarp- inu, sem veita á bæjarfélögunum rétt til að yfirtaka bíóin, sé of víð- tæk og ekki í samræmi við venjur ! Alþingis um eignarnámsheimildir. Tíminn segir, að venjur Alþingis séu að binda eignarnámsheimildir ætíð við nafngreinda eign'og að heimildin sé strax notuð. i Þessi afsökun er aðcins fálm út að skýla nekt sinni. Framsóknar- menn hafa margsinnis samþykkt eignarnámsheimildir á Alþingi, sem eru miklum mun víðtækari og sem Gunnar Bjamason getur þess með nokkru yfirlæti, að dagblöð bæjar- ins hafi getið um útkomu „Bónd- ans“ og þykir auðsjáanlega vænt um, að þau skuli hafa tekið eftir sér. Lætur hann þess getið, að blað- ið flytji „óhrekjanlegar saðreyndir um málefni sveitanna", veitir sjálf- sagt ekki af að hann taki það fram í hverju blaði ef einhver á að trúa því að lokum; venjulegur lesandi finnur ekkert nema heimskulegt orðagjálfur. Finnst Gunnari kenna nokkurs ótta hjá blöðunum, við skrif „Bónd- ans“!! Kallar hann framferði þeirra félaganna sr. Sveinbjamar og Jóns í Sambandinu, „skipulagsmál bænda", er hann hneykslaður yfir þeim skorti á „dómgreind og still- ingu“ Reykvikinga að fetta fingur út í framferði slíkra mannna. Rustikus. eflaust stancla til lcngri tíma en heimildir þessa bíófrumvarps, þótt að lögum hefði orðið. Má þar til nefna öll hat'narlög og lög um lendingarbætur, þar sem viðkomandi stöðum cr gcfin heim- ild til að taka eignarnámi lóðir og lendur þar sem hafnarvirkin eiga að koma. Slíkar ejgnarnámsheim- ildir eru auðvitað margfalt víðtæk- ari en þótt leyfi sé veitt Lil að eign- arnema'ca. 10—20 bíó á landinu. Þá eru í íþróttalögunum, sein Framsóknarmenn stæra sig af i tíma og ótíma að hafa sett, ákvæði um ótímabundna eignarnámsheim- ild til handa bæjar- og sveitar- stjórnum til þess að taka eignar- námi nauðsynleg lönd undir í- þróttamannvírki. Samskonar á- kvæði í lögum um flugvelli. Og sömu dagana, sem Tíminn ber þessa afsökun fram, til þess að draga úr réttlátum dómi yfir svik- um Framsóknarmanna í þessu máli, þá cru Framsóknarmennirnir þeir hinir sömu, að samþykkja víð- tæka ótímabundna heimild til eign- arnáms á lóðum undir olíugeyma og á eignum olíufélaganna. Afsök- unin um að eignarnámsheimildin hafi verið óvenjuleg í bíófrumvarp- inu, er hrein blekking, sem hver heilvita maður sér að er aðeins sett fram til þess að káma yfir svikin. í tilraunum Tímans til að rétt- læta þetta framferði flokksins dreg- ur blaðið m. a. upp 'eftirfarandi samanburð; þar segir: „Ef frumvarpið hefði vcrið sam- jiykkt, hefði Jrað verið sambæri- legt við jiað, að Alþingi hefði veitt Reykjavíkurkaupstað í fyrra eign- arnámsheimild á öllum jörðum landsins í stað þess að binda hana við Grafarholt". Til slíks og þvílíks „samanburð- ar“ verður blaðið að grípa til þess að reyna að draga úr svikum flokksmanna sinna. Ekki mátti nú minna gagn gera í samjöfnuðinum, en það sem hlið- stæður, að veita bæjarfélögum rétt til kaupa á kvikmyndahúsum einkabraskara samkvæmt opinbcru mati og svo J)ví að gefa Reykja- víkurbæ heimild til eignarnáms á öllum jörðum. landsins. Auðvitað er Tíminn t'yrst og frcmst að reyna að J)vo svikin af flokksmönnum sínum i augum bænda og þá er handhægt að nota svon'a „samanburð“. Allir bændur liljótá að vera á móti Jiví að gefa Reykjavíkurbæ eignarilámsheimild á öllum jörðum landsins, og cf tak- ast mætti að fá bændur til að trúa því, að eignarnámsheimild bíó- frumvarpsins hafi verið hliðstæð því, })á hljóta Jieir að virða flokkn- um til vorkunnar afstöðuna með bíókóngnum. Þegar Tíminn er búinn að Jivæla málið mcð slíkum afsökunum og hér hcfur verið bent á þykir hon- um það enn ekki duga til yfirhilm- ingar á svikum flokksmanna sinna. heldur fer að dæmi þjófsins, sem hrópar: grípið þjófinn — en blaðið feitletrar: kommúnistar sviku í bíómálinu. Já, að sögn Tímans komu komm- únistar að liði við Garðar i Gamla Bíó og neituðu að veita bæjarfé- lögunum rétt „sem nær jafngilti bæjarrekstri á kvikmyndahúsum“. eins og blaðið orðar þetta. Það Jiarf meir en litla óskammfeilni af Framsóknarmönnum að halda slíku fram cftir að fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, sem með málið hafði að gera í þinginu, hafði sam- ið við Garðar í Gamla Bíó um að drepa gjörsamlega hverja eina og einustu grein Jicss bíófrumvarps sem Sósíalistar og Alþýðuflokks- menn fluttu. í samkomulagstillög- um Garðars og Framsóknar var lagt til að vald bæjanna til að veita bíórekstrarleyfi væri af þeim tekið og afhent ráðherra og bæjar- félögunum algjörlega synjað um einkarekstur bíóa. Eysteinn, höfuð loddarameistari Framsóknar, dauðskammaðist sín fyrir hin op- inberu svik flokksins í málinu og neytti Jiví allra sinna loddara- kúnsta til að forklúðra málið með málamynda lciðréttingum, sem vit- l anlega komu að nauða litlu gagni. Breytingartillögur Eysteins voru að vísu samþykktar, en óhjá- kvæmilegt var að drepa þann ó- skapnað, sem út var kominn úr samkomulagsglundri Framsóknar og bíó-Garðars, ef ekki ætti að skerða rétt bæjarfélaganna frá því sem nú er um bíórekstur. . Tíminn segir, að frumv. hafi. eftir samji. tillagna Eysteins „nær jafngilt bæjarrekstri". Hvað nálg- aðist bæjarrekstur í frumvarpimi? Tíminn svarar því þannig: „Þau (þ. bæjarfélögin) gátu lagt á sæta- gjöld og síðan hámarksverð að- göngumiða". — Ekki smáræðis bæjarrekstur slíkt. Að vísu stóð í tillögu Eystcins að ráðherra yrði að samþykkja hámarksverðið, og var bæjarfélögunum því sam- kvæmt tillögunni ekkert heimilt. sem þeim ekki er heimilt nú. Hér í Reykjavík og á fleiri stöð- um hefur bæjarfélagið tekið sæta- gjald og það er reginmisskilningur hjá Tímanum, haldi hann það í raun og veru, að Jiað hafi verið eitthvert aðalatriði með flutningi bíófrumvarpsins af hálfu Sósíalistn að mega hœkka sœtagjöldip. Það hefur einmitt verið boð bíó- eigendanna að bærinn mætti óátal- ið af Jieim hækka sætagjöldin, ef bærinn léti sér Jiað nægja og leyfði þeim áframhaldsrekstur bíóanna. Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.