Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur, 26. nóvember 1943. ÞJÓÐVILJINN „ÞAS ER ÆFING í KVÖLD!“ Þeir sem fylgjast að jafnaði með dagblöðum bæjarins taka ef til vill eftir því að einn á- t gætur dálkur þeirra sem nefnd- ur er „Félagslíf“ er oft mest- megnis fylltur með æfingatil- kynningum frá íþróttafélögun- um hér og ef til vill úr ná- grermi. Eg veit nú ekki hvort þessir sömu menn taka eftir því, að það eru oft sömu æf- ingarnar sem auglýstar eru dag eftir dag eða upp aftur og aft- ur á æfingadögum vikunnar. Sjálfsagt hafa menn líka veitt því athygli, að oftast auglýsa þessi félög í einu lagi æfinga skrá sína bæði haust og vor, eða áður en æfingatíminn í hin- um ýmsu greinum byrjar, og oft er hún sérprentuð og af- hent þeim sem vilja hjá félag- inu. * Öll félagsstarfsemi og vel- gengni hennar er undir því kom in. að félagið eignist sem flesta sjálfhugsandi menn, menn sem muna að þeir eru félagar, muna að þeir hafi skyldur við það, muna hvenær æfingar eru sem hann hefur ákveðið að stunda. Að mínu áliti eru þessar stöð- ugu æfingaboðanir einn þáttur- inn í því að þroska gleymsk- una, hugsunarleysið. Þessar þrá felldu auglýsingar geta varla verið út í bláinn.; Forráða- mönnum félaganna finnst sjálf sagt að þetta sé gert, og nauð- synlegt vegna slæmrar æfinga- sóknar og þessu er sennilega haldið áfram vegna þess hve vel þetta gefst. Við þessa menn vil ég segja það, að það er mjög stutt síðan tekið var uppá þessu eða í mesta lagi 3—4 ár, og það er ekkert líklegra ef þessu heldur áfram að næsta skrefið verði það að sækja fólkið heim til sín á æfingar í bifreiðum! * Blöðin hafa sýnt íþróttafé- lögunum þann velvilja að birta þessar tilkynningar endurgjalds laust og mega íþróttamenn sannarlega þakka það að verð- lpikum. En þeir mega ekki misnota það með því stöðugt að birta sömu tilkynninguna aðeins á breyttum mánaðardegi, vegna þess að félagarnir muna ekki stundinni lengur þann æf- ingardag og stund sem þeir ætluðu að mæta á. Það er eitt- hvað við þessa menn að athuga, þeir eru ekki líklegir til að taka þungar byrðar félagsins á sín- ar herðar. Þeir eru ekki líklegir til að skapa sterka íþróttahreyf- ingu. Það væri mikið skynsam- legra að nota þennan tíma sem fer í að auglýsa til þess að finna aðra leið til að fá fólkið til þess að muna. Ef til vill verður það örðugt, en hún verð ur að finnast, annars stefnir 1 beinan voða. Ef fólkið nennti að hugsa svo langt, þá eru þessar stöðugu auglýsingar hreinasta vantraust á það sjálft. Því er ekki trúað til að muna hvenær það á sjálft að koma á sínar eigin æfingar. Það þarf stöðugt að senda þvi orðsendingar heim. Allt þetta bendir til þess, að fólkið sé ekki lifandi í þessu á- hugastarfi, að það sé við þetta með hangandi hendi laust við þann kraft, þrótt ,og vilja sem æskan á að einkennast af. Eg vil svo að lokum endur- taka það að það er óþarfi fyrir íþróttamerm að misnota blöðin á þennan hátt, en taka til þakka að auglýsa þegar eitthvað er sér stakt um að vera. Það væri líka kátbroslegt ef þessi mis- notkun yrði til þess að sljófga ábyrgðartilfinningu íþróttafólks ins, og að mínum dómi er það komið svo. „ÞRÓTTUR“. Nýlega er komið út annað tölu- blað 7. árg. „Þróttar“, sem íþrótta- félag Reykjavíkur gefur út. Aðal- grein blaðsins nefnist „Ein íþrótta- forusta", eftir Þorstein Bernharðs- son. Fjallar hún um efni sem er ofarlega á baugi hjá íþróttamönn- um um þessar mundir. Er greinin cinörð og gefur tilefni til athugun- ar á þessu máli. Aðrar greinar í blaðinu eru: Afreksmenn: Jóhann- es Jósefsson. Agúst Jóhannesson fimmtugur. Ra)>bað um frjálsar í- þróttir. Knattspyrnan í sumar. Að utan o. fl. ÍÞRÖTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Drengjameistararnir sænsku I frjðlsum fþróttum í ár Til gamans fyrir keppendur arana hér, og svo við sjálfa sig, á drengja aldri (juniors) birt- og með góðri æfingu og alvar- ist hér skýrsla um árangur legri ástundun gætu þeir ef til sænskra drengja á meistara- vill náð jafnöldrum sínum í móti, þeirra í sumar. Geta þeir Svíþjóð. síðan borið það saman við meist Meistararnir og árangur þeirra 100 m. Gunnar Johannsson 11,1 (11,6) (11,4) 400 — Rune Larson 49,8 (54,6) (53,4) 800 — S. Erik Nolige 1,56,4 i 1 (2,05,0) 1500 — Roland Sundin 4,02,6 (4,26,0) (4,18.0) 3000 — Karl Nordstron 8,48,6 (9,43,4) 110 m. grindahl. K. Erik Danielsson 15,8 (18,8) (19,8) 400 m. grindahl. Rune Larson 58,2 Hástökk — Gösta Mettason 1,80 (1,65) (1,80) Langstökk — K. E. Danielsson 6,85 (5,84) (6,67) Stangarstökk — Ragnar Lundberg 3,60 (3,10) (3,20) Þrístökk — Gösta Svensson 13,79 (12,46) (13,33) Kringluk. — Erie Fransson 42,81 (42,44) (43,24) 1 Kúluvarp — Solve Johansson 13,64 (15,49) 14,53) Spjótkast — Gunnar Jóhannsson 57,25 (53, f9) Sleggjuk. — Allan Ringsson 47,43 (43,24) Finnbjöm — Oliver — Brynjólfur Lokasprettur E. O. P. mótsins í sumar. Ársþing í. R. R. Sverrir Emilsson Nýlega var haldið ársþing í- þróttaráðs Reykjavíkur. Voru samþykktar þar nokkrar tillögur. Þingið skorar á í. S. í. og í- þróttanefnd ríkisins að flýta ski])- un íþróttaráðs Reykjavíkur. Áskorun til í. R. R. að sýna kennslukvikmyndir í frjálsum í- þróttum, sem kunna að vera hér til. Skipuð nefnd til að samræma þátttökufrest í mótum, sektir vegna fjarveru og skatta og gjöld sem greiða ber í sambandi við mótin. Þá er skorað á I. R. R. að beita sér fyrir almennri íþróttafræðsln. Nýr formaður var kosinn, Sig- urður Ólafsson prentari. En Stefán Runólfsson, sem verið hefur for- maður í 5 ár, baðst undan kosn- ingu. Forseti þingsins var Jens Guð- björnsson, en ritari Þorsteinn Bern- harðsson. Tölurnar i svigunum næst ár- angri Svíanna er árangur ís- lenzku drengjameistaranna, til gamans fyrir þá sem ekki eru þeim kunnir. Síðari tölurnar í svigunum eru árangur á síðasta meistara móti fullorðinna og eru þær tölur og sá samanþurður líka athyglisverður. UMDÆMISSKIPUNAR- NEFNDIN í REYKJAVÍK hefur enn ekki látið til sín heyra og er það mjög bagalegt, þar sem íþróttagreinarnar eru farnar að halda ársþing sín. 'Lausafréttir herma þó, að fund- ir hafi verið haldnir, en ekki virð- ast þeir vera þéttir eða ákafir, en við skulum vona að brátt \erði þessari erfiðu fæðingu lokið. Er þetta heimsmet? Undanfarandi kvöld hafa íþrótta menn Ármanns staðið á höndunum á' kistu, 7 í einu. Allir kannast við hina frægu sex- menninga Ármanns á kistunni, og þóttu þeir vinna mikið iþróttaaf- rek,.— en nú hefur bætzt T i hóp- inn, svo að nú eru þeir 7. Fór þingið vel fram og ríkti þar samhugur og áhugi. Um glímu og hnefaleika var ekk- ert rætt, en þær íþróttir heyra þó undir þetta ráð. * HEILSUFRÆÐI ÍÞRÓTTAhANNA ♦ Árið 1925 gaf íþróttasamband íslands út bók sem nefnd var „Heilsufræði handa íþrótta- mönnum“. Er hún eftir dansk- an mann, dr. med. Knud Secher yfirlækni í Bispebjærg Hospit- al í Kaupmannahöfn. Þýðing- una annaðist Guðmundur Björnsson landlæknir, sem var áhuga- og athafnamaður um ís- lenzk íþróttamál. Bók þessi var hin þarfasta og flytur fróðleik um þau efni sem líkamanum við kemur og það gildi sem í- þróttir hafa til verndar heilsu manna, en einmitt þetta atriði er nóg athugað af sjálfum í- þróttaiðkendum og eins þeim sem utan við þær standa og hafa ekki fullan skilning á hin- um eiginlega tilgangi íþrótta- æfinga. Bók þessi mun nú vera í fárra manna höndum og ófáanleg, og væri því þörf á að endurprenta hana. Við hið aukna rúm sem í- þróttasíðan hefúr fengið við stækkun blaðsins, hefur verið ákveðið að kaflar um heilsu- fræði íþróttamanna birtist á hverri síðu þegar hægt er, og hefur stjórn íþróttasambands íslands góðfúslega leyft mér að taka úr fyrrnefndri bók kafla til birtingar. Vona ég að íþrótta- menn leggi fyllstu rækt við að afla sér fræðslu um þessi mál, og að þessir kaflar geti orðið þeim góður stuðningur í því. Ritstj. UM HREYSTIGILDI ÍÞRÓTTAMANNA Nútíðarlíf flestra þjóða hefur margvísleg skaðleg áhrif á heil- brigði manna. Þar til má nefna þéttbýli, þegar fjöldi fólks hrúg ast saman á litlu svæði t. d. í stórbæjum. Oft vill líkaminn aflagast af því maðurinn verður að sitja eða standa að staðaldri í ein- hverjum föstum stellingum, við vélar eða vinnuborð, og þá þreytist heilinn líka oft af því. að vinnan er of tilbreytingar- laus eða handbrögðin of hröð. Þegar um er að ræða við- leitni nútímaþjóða til að halda hreysti sinni, þá er það að í- þróttirnar koma til greina og þar eiga þær fyrst og fremst rétt á sér. Þessvegna er það orð- ið alsiða að hvert þjóðfélag í heild sinni og hver einstök hér- uð sjái sér hag í því að efla íþróttir á ýmsan hátt. Hvergi verður meira vart við þennan lifandi áhuga á íþróttum en eín- mitt í þeim löndum, sem verst Frh. á 5. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.