Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. nóv. 1943 Föstudagur 26. nóv. 1943 — ÞJÓÐVILJINN gUÓÐVILIlNN Útgeftndi: Sameiningarflokkur albvSu — SóaiálU*cd‘Okkarinn- Ritstjóri: Szgartur luuðmundsson. Stjórnn álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartaraon. Ritstjórnarskrifstcíur: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgr":.5sia og auglýsingar: Skólaoörðustíg 19, sími 2184. Preotsmiðia: Víkingsorent k. ]., ua-Zastrœti 17. Askriftarverð: I R'yl'javík og ígrenni: Kr. 6,00 á mánuði. landi: Kr. 5,00 á mánuði. — Úti Ný fisldskip Endurnýjun skipastólsins hefur verið mjög á dagskrá síðustu vikurnar bæði í blöðum og á Alþingi. Öllum landsmönnum er það ljóst, að hyrningarsteinninn undir atvinnulífi landsmanna, fiskiskipin, sú undirstaða, sem öll vel- megun þjóðarinnar hvílir á, er að bregðast, — fiskiskipin ganga sífellt úr sér. Hjá meirihluta Alþingis hefur ríkt á undanförn- um árum fullkomið tómlæti og skilningsleysi á þeirri hættu sem hrörnun fiskveiðiflotans er. Þrátt fyrir marg endurteknar áskor- anir frá hendi fiskimanna, hefur meirihluti Alþingis aldrei feng- izt til raunhæfra aðgerða í þessu höfuðvandamáli þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ráðið mestu um stefnu Alþingis á undanförnum árum. Framsókn hef- ur aldrei skilið þýðingu sjávarútvegsins og því lítils af henni að vænta um þessi mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei talið það aðalatriðið að fjölga íslenzkum fiskiskipum og fullkomna fram- ieiðslugetu þeirra, en hitt hefur sá flokkur jafnan lagt kapp á, að hagræða skattamálunum svo, að stórútgerðin grœdcLi sem mest og að eigendur hennar gætu haft sem frjálsastar hendur með að draga gróðann út úr útgerðinni. Sú eina ráðstöfun, sem gerð hefur verið í þá átt, að mæta því mikla viðfangsefni að endurnýja skipaflotann, eru ákvæðin um nýbyggingarsjóðina. Engum útvegsmanni hefur þó dulizt, að ákvæðin um nýbygg- ingarsjóðina eru með öllu ófullnægjandi, og engin vissa hefur verið á því að það fé, sem safnast í þessa sjóði verði í rauninni nokkurn tíma notað til nýbygginga fiskiskipa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar notað nýbyggingasjóðs- ákvæðin óspart til þess að krefjast skattfríðinda til handa stórút- gerðinni og jafnan spyrnt við fótum, ef reynt hefur verið að koma fram ákvæðum til tryggingar því að sjóðirnir yrðu notaðir til þess, sem til hefur verið ætlazt. Samkvæmt tillögum frá Sósíalistaflokknum og mairgítrekuð- um kröfum hans þar um, er nú verið að samþykkja ákvæði um nýbyggingarsjóðina, sem tryggir margfalt betur en áður var, að sjóðirnir gangi til nýbygginga. Nú liggja einnig fyrir Alþingi tillögur frá sósíalistum, um að stórútgerðinni sé skylt að leggja allt skattfrelsisfé sitt í nýbygg- ingarsjóð en sleppi ekki með að leggja aðeins helming þess, eins og nú hefur verið. Þá miða tillögur sósíalista einnig að því að veita smáútgerðinni jafnan rétt stórútgerðinni til nýbyggingar- sjóðamyndunar og þá um leið sömu skattaívilnanir. En þó að rétt sé að gera það bezta sem hægt er, úr þeirri til- raun sem nýbyggingarsjóðirnir eru, þá er alveg óhjákvæmilegt, að gera sér það ljóst að önnur og meiriháttar ráð verða að koma til, ef sjálf undirstaðan að athafnalífi landsmanna á ekki að bregð- ast. Sósíalistar á Alþingi hafa bent á þá sjálfsögðu leið, að ríkið legði nú fram 10 milljónir króna til fiskiskipakaupa. Jafnhliða þessari tillögu lögðu fulltrúar flokksins fram tillögu um að Al- þingi fæli ríkisstjórninni að gera þegar í stað ráðstafanir til samninga erlendis um kaup báta og skipa og um fyrirgreiðslu á flutningi og innkaupum á efni til skipabygginga í landinu. Ef farið væri að þessum tillögum sósíalista, mætti stórauka og bæta fiskiflotann og eflaust mundi þetta takast án verulegra útgjalda fyrir ríkissjóð. Aðalatriðið fengist, sem er efling flotans, en bátana mætti selja útgerðarfélögum, bæjarfélögum og ein- stökum útgerðarmönnum. Allir gömlu þjóðstjórnarflokkarnir hjálpuðust að með að drepa málið. Sósíalistaflokkurinn hefur reynt að fá lagfærð hin stórgöll- uðu ákvæði um nýbyggingarsjóðina og mætt andstöðu og skiln- ingsleysi þjóðstjórnarliðsins gamla. Sósíalistaflokkurinn hefur auk þess bent á raunhæfa, fljótvirka leið til aukningar skipa- stólsíns og mætt fjandskap allra hinna flokkanna á Alþingi í því. Löngu fyrir árásina á Pólland höfðu Þjóðverjar undirbúið og skipulagt algjöra mataráætlun með tilliti til væntanlegs strfðs. Þýzkir vísindamenn höfðu nákvæmlega reiknað út, livernig fæða Þjóðverja ætti að vera samsett til þess að þcir héldu lífi og væru færir um að berj- ast og vinna í verksmiðjunum. En auk þess höfðu þcir gcrt nákvæm- ar áætlanir um, hvernig ætti að veikla hinar sigruðu og „verr ætt- uðu“ þjóðir meginlandsins líkam-, lega með skipulögðu hungri. Þessi áætlun hafði og enn þá eitt markmið: Foringjar Þýzkalands höfðu mcð_ kaldrifjaðri rökvísi jafn- vel gert ráð fyrir,’ að stríðið kynni að enda mcð ósigri Þýzkalands. Ef svo færi, átti þetta kerfi að hafa veiklað hinar sigruðu þjóðir svo alvarlega, að „íbúafjölgunar- jafnvægið“ í Evrópu hefði raskazt svo mjög Þýzkalandi í hag, að það yrði að því leyti töluvert bet- ur sctt en nágrannaríkin á frjðar- tímabilinu eftir ósigurinn. Nú éta Þjóðverjar franileiðslu Evrópuþjóðanna. Fáeinar þjóðir eru af stjórnmálalegum og kyn- þáttalegum ástæðum taldar vcra „Hilfsvölker“ (hjálparþjóðir) „höfð ingjaþjóðarinnar“, — og maturinn á borðum húsbændanna og þjón- anna er skammtaður eftir geð- þótta þeirra fyrrnefndu. Aðrar ]),jóð ir kallast þrælar eða Helótar. Sum- ar eru dæmdar til hægrar eða skjótr ar útrýmingar, og matarskömmt- unin er ekkert annað en tæki til að framkvæma líflátið með ákveðn um hraða. Pólverjar,’ Serbar og Rússar fá ekki nógan mat til að lifa, heldur rétt til að tóra. Iíinar rómönsku þjóðir, ítalir og Frakkar, standa einu þrepi oíar í stiganum eii hin- ar slavnesku þjóðir, en ekki er þeim heldur búin björt framtíð. Hollendingar, Danir og Norðmenn, sem að dómi Þjóðverja eru tengdir þeim blóðböndum, vita einnig, af þriggja ára reynslu, hvað það er, að sjá mat sinn hverfa úr eldhúsinu og kjallaranum og lenda á borði Þjóðverja. En ömurlegastar eru framtíðar- horfur Gyðinga í Evrópu. Matar- skammtur þcirra veitir ckki skil- yrði til hinnar fátæklegustu tilVeru. Þeirra bíður ekkert annað en dauð- inn. — I skýrslu, sem nýlega var géfin út af Alþjóðaráðstefnu Gyðinga, sést skýr mynd af hinni markvissu og hroðalegu eyðingarherferð Þjóð- verja á hendur Gyðingum. t for- mála skýrslunnar segir, að takmark Þjóðverja sé „fullkomin útrýming ‘ hinna ógæfusömu Gyðinga, og skjalfestar tölur og lýsingar, sem á eftir koma,- sanna, að þetta er mergurinn málsins í tveimur orð- ÞJÓÐVERJAR HAFA MAT Nú neyta Þjóðverjar ávaxtanna af striti hinna kúguðu milljóna Ev- rópu. Hið efnahagslega stríð gcgn nágrönnunum var hafið mörgum árum áður en hernaðaraðgerðir hóf ust. Með verzlunarsamningum sin- um unnu Þjóðverjar, vegna vopna- skorts lýðræðisrikjanna á þessu sviði, hinar fyrstu stóru orustur stríðsins, löngu áður cn fallbyss- urnar byrjuðu að þruma. A línia- bilinu 1933—1939 gleyptu Þjoð- vcrjar 40% af útflutningí Búlgara, Grikkja, Júgoslava, Rúmena, Ung- verja og Tyrkja, en aðeins 15% áð- ur en Hitler komst til valda. Síð- an 1939 hefur maður séð, hvernig hin samræmda, þýzka hernaðar- og cfnalia'gslega ófreskja hefur haldið áfrarn verki sínu með þjálfaðri ná- kvæmni. Byrjað var á því að gera upptækar matarbirgðir í Póllandi, Danmörku, Noregi, Hollandi, Belg- íu, Frakklandi, Júgoslavíu og Grikk landi. Því næst fóru þeir áð leggja undir sig afurðir bænda og veiði sjómanna. Pólskir bændur voru líf- látnir fyrir að hafa „vanrækt að af- henda korn .og kartöflur“. Ivomið var upp fangabúðum fyrir bændur, sem sýndu tregðu. Þegar refsileið- angrar og fjöldaaftökur dugðu ekki, var réynt að lokka, t. d. i Austur-Evrópu, með ódýru áfengi. Brátt varð athugulmn áhorfendum ljóst, að mismuniu’ir.n á rnatar- og brauðskammti hinna þýzku órottn ara og hinna kúguöu þræia, fól-e. t. v. í sér enn meiri hættu fyrir framtíð Evrópu en tortímingar á vígvellinum. Þjóðverjar eru ekki hungraðir. Þýzka þjóðin fær nægan mat til að tryggja hejlbrigði sína, líkamsorku og lífsfjör. Fæða þeirra er nægilega mikil og fjölbreytt til þess, að þcir geta komið úr þessari styrjöld með óbilað líkamsþrek, hvort sem þjóð- in bíður hernaðarlegan ósigur cða ekki/— Á fjórða stríðsárínu var matarskammtur þýzks almennings ennþá svo ríflegur, að hann var næstum eins og á friðartímuin. Sé magnið heldur minna, þá er sam- setning skammtsins e. t. v. enn beíri nú en fvrir stríð. ★ Það er ekki ráninu einu að þakka. En það er hið skipulagða rán,að viðbættri allsherjar skömmt un, sem gerir hinum þýzku nærmg- arsérfræðingum fært að brosa að þeim, sem fullyrða, að haustið 1943 sé ný útgáfa af haustinu 1918. Þegar árið 1933 lagði þýzk löggjöf grundvöllinn að fullkominnl ski]iu- lagningu matVælaframleiðslunnar. Þjóðverjar borða nú 40% nieira grænmeti en fyrir tveimuv árum síðan. í desembermánuöi árið 194-' skrifaði hlutlaus fréttaritarí urn jólahátíðina í Þýzkalandi: „Því fleiri Þjóðverja, sem inaour hittir eftir jóladagaiia, því greinilegar ber á, hvað ánægðir og jainvel undr- andi þeir eru vegna jóialtræsing ■ anna. Hinir hrifnustu full.vrða, að j ifnvel á friðartímum hafaþeir ekki getað haldið jólin hátíðleg í slíkum allsnægtum“. Það cr líka augljóst af fækkun dauðsfalla meðal alinennings, að þýzka þjóðin þjáist. ekki af næring- arskorti. Fjóra fyrstu mánuði árs- ins 1942 var tala þeirra, sem dóu „eðlilegum dauða“ rúmlega 4% lægri en á sama tíma árið 1939. Talan lækkaði nefnilega úr 380.700 í 303.800. Þýðing þessara talna sést, þegar þær eru bornar saman við dánarskýrslur herteknu land- anna. I Noregi eru algengar veitinga- stofur og búðir fyrir Þjóðverja, sem allar njóta forréttinda. Fyrirmæli, Þýzkur hermaður, sem verið hefur í Danmörku, er að leggja af stað í „leyfi“ heim til Þýzkalands. — Þannig láta Þjóðverjar greipar sjópa í ölluni hemumdu löndunum og skilja undirokuðu þjóðirnar eftir klæðlaus- ar og hungrandi. sem gefin hafa verið út í Hollandi. eru einkennandi fyrir þá aðferð, sem alls staðar er við höfð, þar sem hakakrossinn blaktir: „Matvöru- pantanir þýzka hersins hafa for- gangsrétt um fram allar aðrar pant anir“. Ilvcrnig er fæði þýzku her- mannanna? Göring hefur sjálfur svarað þessu: „Ilinar herteknu þjóðir sjá öllum þýzka hernum fyrir nauðsynjum sínum“. E. t. v. ýkir Göring svo- lítið. En svo mikið er víst, að her- námshersveitirnar fá ekki aðeins nógan mat fyrir sig, heldur senda þær líka böggla til Þýzkalands toll- frjálst. Norsku síldarkútarnir eru bara eitt dæmi af þúsundum. HERTEKNU ÞJÓÐIRNAR SVELTA Frank, hinn þýzki landstjóri Pól- lands, lýsir svo meginreglum liinn- ar þýzku matvörustefnuskrár gagn vart hinum undirokuðu þjóðum: „í sambandi við matvöruskammt íbúanna skal það tekið fram, að fólk, sem vinnur við hernaðarleg- ar cða aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir, verður að halda starfs- þreki sínu, en aðrir íbúar skulu fá lágmarks skammt“. Af þessu leiðir, að tékkneskir verkamenn í lier- gagnaiðnaðinum fá meiri skammt en Norðmenn, sem aftur sýnir, að kynþáttakenningar nazista verða oft að víkja, þegar þörf krefur. Svo lengi sem Skodaverksmiðjurnar eru í þjónustu þýzka hersins, mun hin tékkneska grein hins fyrirlitna slav neska kynþáttar fá meiri mat en „hinir norrænu bræður“ Þjóðverja. Þar að auki fullyrðir „verklýðsleið- togi ríkisins" Robert Ley, að „lægri kynþáttur þurfi minna landrými, minna af klæðnaði og minni mat“ en þýzka þjóðin. í jarðyrkjulönd- unum Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu er brauðskammturinn minni núna en í iðnaðarlandinu Þýzkalandi. Hermenn leppþjóð- anna fá minna að borða en hinir þýzku félagar þeiiTa. /• Ófreskja þýzka fas- ismans sem mergsýgur Evrópu- þjóðirnar, y ‘ 'r...... hugðist að • læsa allan - 'c, heiminn í - <’ I; helgreip- „ ' V) um smum, ^ ' c_ en rauði ■ i~ herinn hef- 7 ur þegar , _ * - sært hana , * * •'' vflP " banvænu sári Stund frels isins nálg- ast. Fyrir utan matvörurán Þjóð- verja í hernumdu löndunum, þá þjást liinar kúguðu þjóðir af nær- ingarskorti einnig vegna hinnar vís indalega útreiknuðu skemmdastarf semi, sem Þjóðverjar framkvæma á matarskammti þeirra. — Slátrun húsdýra, smárra sem stórra, hefur þegar frá líður minni framleiðslu á kjöti, feitmeti, osti og mjólk í för með sér. Kjötskammtur Frakka er nú aðeins 51% af því scm Þjóð- verjar fá, skammtur Ilollendinga er 71%, Belga 40% og Pólverja 36%. Gyðingar fá alls ekkert kjöt. Fyrir stríð voru Grikkir næstum því sjálfum sér nógir að því er snerti framleiðslu kjöts og mjólkur, en nú hafa Þjóðverjar slátrað mest- um hluta kvikfjárins. Afleiðingarn- ar eru alkunnar. í matarskammti Belga er alyjir- legur skortur á köfnunarefni, feiti og kalki. Börn á þroskaskeiði þjást sérstaklega af ])essum orsökum. í Ilollandi er ekki hægt að auka matar.skammtinn til samræmis við skammt Þjóðverja, að því er Seyss- Inquart yfirböðull nazista segir, af því að. „hollenska þjóðin er ekki eins fús til að taka á sig fórnir í baráttunni við bolsévismann, eins og þýzka þjóðin“. í samræmi við þetta liafa Þjóðverjar lýst því yfir, að katta- og hundakjöt sé hæfileg neyzluvara handa Hollendingum. Á friðartímum framleiddu Frakk ar 85% af mat sínum, afganginn fengu þeir frá Norður-Afríku. Þeir fá nú hálfu minna kjöt og sykur, % minna feitmeti og % minna af brauði en þýzkur almenningur fær. Ávextir og margar tegundir græn- metis voru í fyrravetur sjaldgæfar vörur í Frakklandi, sem voru afar stranglega skammtaðar. — Danskt blað segir svo frá: „Það er huggun að vita það, að samkvæmt fréttum frá París, er rottukjöt bæði bragð- gott og næringarríkt". í Noregi lýsir næringarskorturinn sér í þreytu og megurð. Þýzkur blaða- maður, sem fór til Ungverjalands í sumar, játar, að Ungverjar öfundi Þjóðverja af kjötskammtinum, og segir, að brauð sé „sjaldgæf vara“ og „ávextir of dýrir fyrir almenn- ing“. í Rúmeníu hefur verð á nauð- .synlcgustu matvörum hækkað á milli 125 og 740% síðan stríðið byrj aði. Og þetta eru lönd samherj- anna. í höfuðborg Króatíu „verða heilar fjölskyldur hungurmorða", eftir því sem blað eitt í Belgrad, sem er undir eftirliti Þjóðverja, segir. Tölur lýsa betur en orð afleið- ingum hinnar þýzku yfirdrottnun- ar í Evrópu. Ef reiknað er með hitaeininga- gildi matarskammtar livers ein- staklings, og þýzkur meðalskammt ur talinn hafa 100 hitaeiningagildi, kemur í ljós, að hitaeiningagildi tékkneska skammtsins er 87, hins hollenzka 80, hins belgiska 65, hins pólska 65, hins franska 53, hins gríska 31, og Gyðinga 21. En hita- cininf'agildið er aðeins önnur lilið myndarinnar. Þegar til lengdar læt ur, er heilbrigðin einnig komin und- ir samsetningu fæðunnar. Án nægi- legra verndarefna veiklast sellur og bcinabygging. — Eggjahvítuefni er hið þýðingarmesta verndarefni, og samkvæmt skoðun næringarfræð- inga, þarf mannslíkaminn 66 gr. af eggjahvítuefni á dag. Lágmark er talið vera 44 grömm. Rannsókn á samsetningu skammta Evrópu- þjóðanna sýnir, að aðeins hinn þýzki, tékkneski og hollenzki skammtur er nálægt æskilegu eggja hvítumagni, en sá pólski, ítalski, gríski og gyðinglegi er langt undir lágmarki. Feitmetisskorturinn er einnig á- berandi. Sérstaklega þjást Belgir, Pólverjar, Grikkir og Gyðingar af skorti á feitmeti. Hjá hinum tveim- ur síðast nefndu þjóðum er ástand- ið mjög alvarlegt. í Gyðingahverf- um Auslur-Evrópu ríkir bein hung- ursneyð. HVERNIG GYÐINGAll ERU SVELTIR TIL BANA Skipulagður hungurdauði er nú hið djöfullegasta vopn Þjóðverja. Þýzkir vísindamenn hafa samið á- ætlun um, hvernig þeim hluta evr- ópskra Gyðinga, sem ekki er bein- línis myrtur með fjöldaaftökum, skuli hægt og markvisst útrýmt með næringarskorti. Gyðingar þeir, sem eru lokaðir inni í Gyðingahverfunum, geta auð vitað ekki komizt út í landsbyggð- ina og keypt mat bcint frá bænd- unum. Fyrir þá Gyðinga, sem ekki lifa í Gyðingahverfununi, er ákveð- inn fastur og takmarkaður tími af deginum, þegar þeir mega fara í búðir til að gera kaup. Þetta er svona jafnt í Þýzkalandi, Bæheimi, Slóvakíu, Rúmeníu, Frakklandi og Hollandi. Tilgangurinn er að gera Gyðingum erfitt, ef ekki ómögu- legt, að ná sér í þann litla skammt, sem þeim ber að nafninu til. Til að gera þetta enn erfiðara, er Gyðing- um og mönnum af Gyðinga ættum bannaður aðgangur að flestum mat vörubúðum. Gvðingar liafa heldur ekki aðgang að veitingahúsum, mörkuðum eða kaffihúsum. — t Karkhoff í Úkraínu, þar sem 50000 Gyðingar áttu heima árið 1940, höfðu aðeins 28 búðir leyfi til að selja Gyðingum mat. Bannið við því að þeir komi nálægt markaðs- torgum veldur því, að Gyðingum er ómögulegt að kaupa ávexti eða grænmeti. Bæði í Þýzkalandi og í Vichy-Frakklandi og flestum öðr- um leppríkjum Þjóðverja eru skömmtunarseðlar Gyðinga merkt- ir með J. Síðgn 1933 hefur Gyðingum ver- ið bannað að stunda landbúnað í Þýzkalandi, og sama regla hefur gilt um Slóvakíu frá 1942. Einnig í Belgíu, Rúmeníu og Hollandi hafa Þjóðverjar útrýmt landbúnaði Gyð inga. Gyðingar þeir, sem ekki vesl- ast upp bak við gaddavírsgirðing- ar Gyðingahverfanna, eru i raun og veru fangar í þcim bæ, sem þeir búa í. Þcim er bannaður aðgangur að járnbrautum, strætisbílum, spor vögnum og öðrum opinberum far- artækjum. Og gula merkið, sem þeir eru neyddir til að bera utan á sér, tryggir það, að þeir þekkist úr. Dauðahegning liggur við að yf- irgefa Gyðingahverfið, hvað sem á liggur. Árið 1942 voru 20 000 belg- isk börn send upp í sveit til að ná sér eftir sultinn í bæjunum. Gyð- inga börn fá aldrei að yfirgefa hverfið. Skammtur Gyðinga í Þýzkalandi og herteknu löndunum er raunveru lega alveg sneyddur verndandi efn- um og fjörefnum. Þeir fá ekki kjöt, ekki fisk, ekki egg, mjólk eða mjólk urafurðir, ávexti eða grænmeti. — Þeir mega ekki kaupa þær vörur, sem eru ekki skammtaðar eða að hálfu leyti skammtaðar. í Bæheimi er t. d. algjörlega bannað að láta Gyðingum í té, gefins eða fyrir peninga, ávexti, hnetur, ávaxta- mauk, ost, konfekt, fisk eða vörur úr fiski, fugla og villibráð. Enn- fremur má ekki láta Gyðinga fá ávaxtavín, brennd vín, grænmeti, ávaxtasafa eða síróp. T.ík ákvæði gilda í Rúmeníu, Framhald á 8. síðu Sjálfstæðismenn þykjast bera mikla umhyggju fyrir endurbygg- ingu skipastólsins og hampa tillög- um sínum um „nýbyggingarsjóði“ í tíma og ótíma. Eitt er það, sem æfiiilega er viðloðandi þessar ný- byggingatillögur Sjálfstæðismanna og það eru einhverskonar skatt- fríðindi. Þegar tilh þessum er nán- ar gaumur gefinn, kemur í ljós., að höfuðtilgangur þeirra er ckki ný- bygging fiskiskipa lieldur skatta- ívilnanir, en hið ágæta mál skipa- byggingar notað að yfirvarpi. Gleggst kemur þetta í Ijós þcgar fluttar cru tillögur, scm hrófla við skattfrelsinu, því þá reka íhalds- blöðin æfinlega upp neyðaróp og segja að nú sé verið að ráðast gegn skipabyggingum. Það er sérstaklega nauðsynlegt fyrir alla þá, sem í einlægni og al- vöru berjast fyrir því mikla nauð- synjamáli að endurnýja sem fyrst skipastól landsins, að gera sér fulla grein fyrir málefnafölsunum eins og þcssum. Undanfarin ár hefur útgerðin fengið nokkurn hluta af rekstrar- hagnaði sínum skattfrjálst, með tilliti til þess að það fé rynni í ný- byggingarsjóði og ætti að notast til endurnýjunar fiskiskipastólsins. Einstakir útgerðarmenn hafa þannig fengið skattfrjálsan % hluta (s. 1. ár %) nettótekna sinna gegn því, að allt skattfrjálsa jcð vœri lagt í nýbyggingársjóð. Hlutafélög, sem útgerð reka, hafa hins vegar fengið y3 af nettótekjum sínum skattfrjálst, en eklci þurft að leggja nema helming þess i nýbyggingar- sjóð. Illutafélög, sem útgerð reka, haja því notið meira skattfrdsis en ein- stalcir útgerðarmcnn og samt lagt minna í nýbyggingarsjóð. Hlutafélög þýða í rauninni í þessu tilfelli stórúigerðin (Kveld- úlfur og slíkir), cn einstakir út- gerðarmenn — smáútgerðarmenn, að vísu kann að vera einn og einn einstakur útgm. fjárhagslega all- sterkur, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru smáútgerðarmenn. Só- síalistar börðust fyrir .því á síðasta þingi, að smáútgerðarmenn fengju að hækka nýbyggingarsjóðsfram- lag sitt úr % í U; til samræmis við hlutafélögin, en sósíalistar lögðu jafnframt til, að hlutafélögunum yrði gert að skyldu, eins og ein- stökum útgcrðarm., að leggja allt hið skattfrjálsa fé í nýbyggingar- sjóð, því skattfrelsið er veitt á þeim grundvelli. Sjálfstæðismenn, „vin- ir nýbyggingasjóðanna“, ætluðu vitlausir að verða, cf slíkt yrði sam- þykkt. Þá gat engum dulizt, sem með fylgdist, að það var ekki vöxt- ur nýbyggingarsjóðanna, sem vakti fyrir þeim, heldur skattfrelsið í skjóli nýbygginganna. Þessa dagana liggur fyrir Alþingi tillaga frá sósíalistum um að Iiluta- félögum sé gert að skyldu, eins og útgerðarm., að leggja allt. skatt- frjálsa féð í nýbyggingarsjóð. Ef þessi tillaga' nœr fram að ganga, eykst. framlag stórútgerðarinnar um helming í nýbyggingarsjóðina og skattfrelsi stórútgerðarinnar verður gert hliðstætt annarra, sem útgerð stunda. Það liefur sýnt sig, að sú leið sem farin hefur verið með myndun nýbyggingarsjóðanna með skatta- ívilnunum er algjörlega ófullnægj- andi til endurnýjunar og aukningar fiskiskipaflota landsins. Þrátt fyrir allmikinn gróða, sérstaklega nokk- urs hluta útgerðarinnar, vaxa ný- byggingarsjóðirnir lítið, og er von- laust með öllu, að þeir einir leysi úr fiskiskipaskorti okkar. Það vita allir, að stórútgerðinni hefur tekizt að koma fram hjá og með fram skattalögunum álitlegum fjárfúlg- um og lögin um nýbyggingarsjóði ná því aldrei nema litlu broti af því, sem þurft hefði. Raunhæfustu aðgerðirnar og þær sjálfsögðustu, cins og nú standa sakir, eru auðvit- að, að ríkið leggi sjálft fram álit- lega upphæð til skipakaupa og til hagfelldra lána til skipasmíða. — Sósíalistar hafa lagt til, að ríkið legði nú fram 10 millj. kr. í þessu skyni og kaupi fiskiskip til lands- ins. Ríkið gæti eflaust selt á fullu verði öll þau fiskiskip, sem fengjust fyrir þessa upphæð, sérstaklega ef greiðsluskilmálar frá ríkisins hálfu væru hagstæðir. — Slík ráðstöfun væri raunhæf lausn á miklu nauð- synjapiáli. En allir flokkarnir á Alþingi, nema Sósíalistafl., stóðu gegn þessari lausn. Það sem fyrir þeim vakir er fremur sicattfrelsi en fiskiskipabyggingar. Heilsufræði íþróttamanna Framh. af 3. síðu. urðu úti í fyrri heimsstyrjöld- inni, og þurfa því á mestum mætti að halda til að rétta sig við aftur. Ef litið er yfir liðna tímann, kemur það í ljós, að allar þær þjóðir sem mesta rækt hafa lagt við hreysti sína og heilbrigði, hafa jafnan verið miklar íþróttaþjóðir. Það voru fyrst og fremst Spartverjar, herskáir menn, sem tóku að iðka íþróttir af fullri alúð til þess að efla hreysti allra ungra manna, svo að þeir þyldu sem bezt erfiði og þrautir hernaðarins. Seinna urðu þær einn meginþátturinn í heilbrigðisráðstöfunum þeirra. Það var á þriðju öld f. kr. að Erasistrates fann upp heitið hygiene (heilsufræði) sem nafn á vísindagrein, er fjallar um allt það er lýtur að því að styrkja og vernda heilsu manna og voru íþróttirnar þegar tekn- ar inn í það fræðikerfi. Á þeim tímum voru til í- þróttavellir í öllum bæjum. sem nokkuð kvað að, og fylgdu þeim vandaðir baðstaðir. Heilsu far manna var þá líka ágætt. Á miðöldum verður allt ann- að uppi á teningnum. Hér á Norðurlöndum hefur líkams- rækt aldrei verið jafn vanrækt og á miðöldunum, og aldrei hafa farsóttirnar gert annan eins usla og einmitt þá. Framh. síðar. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.