Þjóðviljinn - 27.11.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 27.11.1943, Side 1
Mg-nl gehDF re!ði og ogg Hi i Bretlaodl og orMs Dagínn sem Morrison ákvað að láta fasistaforing'janri Mosley lausan, komu verkamenn úr námum, hergagnaverksmiðj- iini og skipasmíðastöðvum svo þúsundum skipti í salarkynni þing- hússins og höfðu tal af þingmönnum til að bera fram mótmæli sín við þá. Hefur aldrei risið önnur eins mótmælaalda í Bret- landi siðan þeir Hoare og Laval gerðu hinn alræmda samning sinn um árið við Mússolipi. En gremja almennings hafði þá þau áhiif að Hoare varð að láta í minni pokann um stund. jyprfi'rrpwrjgWK-n" wf.r Fólk er fullt gremju út af því, að þessi bófi, Gyðingahatari og vin ur Hitlers, skuli vera látinn laus á meðan heiðarlegir menn fórna líf inu í baráttunni gegn fasismanum. Þúsundir áskorana streymdu til þingsins frá verksmiðjum um allt Bretland. Fólk stóð í röðum á göt- unum í London til að komast að til að skrifa undir mótmælaskjöl. A þeim stóð m. a.: „Til hvers berj- umst við, ef menn eins og.Mosley eru látnir lausir til að halda áfram að starfa fyrir fasismann hér innan lands“. Sjómenn á flutningaskipum sendu eftirfarandi ávarp: „Almenn- ingur í þessu Iandi, sem hefur af- kastað geisimiklu til að sigra fas- ismann, mun skoða þetta spor sem merki um, að stjórnin hiki við að fylgja þeim meginreglum, sem við berjumst fyrir. Ef litið er á allan Framhald á 5. síðu. Bændur í málaferlum út af ógreiddum uppbotum Framsóknarmenn og bændadelld íhaldsins neita að samþykhja að bændur skuli sjálfir kvitta fyrir uppbæturnar Á að greiða 15,5 milljónir króna í verðbætur án þess að tryggt sé að bændur sjálfir fái féð? í samemuðu Alþingi upplýsti Finnur Jónsson, að um 260 bændur hefðu nú afhent lögfræðiskrifstofu hér í bæ til innheimtu uppbótakröfur þeirra, vegna gæruinnleggs 1940 og ’41 er næmu alls um 30 þús. króna, en upphæt- ur þessar hafa ekki fengizt greiddar, þó að húið sé að greiða þær úr ríkissjóði. í sameinuðu þingi var í gær til umræðu þingsályktunartil- laga þeirra Finns Jónssonar, Sigurðar Kristjánssonar og Áka Jakobssonar um að ríkisstjórn- in aflaði upplýsinga um og birti hvemig 15,5 milj. króna upp- bæturnar sem greiddar voru úr ríkissjóði skv. þingsályktunar- tillögu frá 31. ágúst 1942 skipt- ust niður á hina einstöku fram- leiðendur og aflaði sér kvittana framleiðendanna sjálfra fyrir greiðslunum. Það virðist ekki vera farið fram á neina ósann- girni þegar 15,5 milljónir króna eru greiddar af almannafé sem uppbætur til bænda, að þjóðin fái að vita það hvað af þessu fé verður og hvernig það skipt- ist á meðal bænda. Það er held- ur ekki óeðlilegt að Alþingi vilji tryggja sér það að uppbætur þessar fari raunvemlega til bænda úr bví að þær em greidd ar úr ríkissjóði á annað borð. Engum dátt því í hug að ágrein- ingur gæti orðið um þessa til- lögu, heldur mundi öllum þing- mönnum finnast það sjálfsagt. En svo sjálfsagt sem þetta nú er, þá skeði þó það ólíklega að Framsóknarmenn risu upp og lýstu sig algerlega andvíga því að gefa almenningi nokkrar upplýsingar. Röksemdir þeirra vora hinar sundurleitustu og rákust hver á aðra. Skúli Guð- mundsson sagði, að uppbæturn- ar skiptust misjafnlega á bænd- ur, að skýrsla um þær gæfi enga rétta hugmynd um tekjur taænda, þessvegna væri óhæft að gefa upplýsingar um skipt- ingu bótanna. Páll Zophanias- son sagði að uppbæturnar skipt- á 13 þús. framleiðendur, en þetta væri svo langur listi, að enginn nennti að lesa hann yf- ir og Bjarni Ásgeirsson sagði, að það væri óframkvæmanlegt* að fá upplýsingar um skiptingu | uppbótanna og flutti dagskrár- tillögu um að vísa tillögunni frá. Loks reis úr sæti sínu Ing- ólfur frá Hellu form. kjötverð- i lagsnefndar, einn vesælasti skó- sveinn Framsóknar og lét sig hafa það að tyggja upp rök- semdir Framsóknarmannanna allar, svo ósamrýinanlegar sem þær voru. Flutningsmennirnir tóku allir til máls og urðu um- ræðurnar allhvassar. Umræður þessar leiddu það í ljós að full- trúar bænda eru í fyrsta lagi mjög andvígir því að þjóðin fái upplýsingar um það hvernig uppbæturnar skiptust á bænd- ur og í öðru lagi er þeim mjög umhugað, að bændur verði ekki látnir kvitta sjálfir fyrir upp- bótargreiðslurnar. Nú er svo ástatt að margir bændur væna kaupfélögin um að borga þeim ekki réttar upp- bætur. sama máli gegnir vafa- laust gagnvart kaupmönnum. En hversvegna sækja umboðs- menn Sambandsins á þingi svona fast að S. í. S. og kaup- félögin verði látin algjörlega sjálfráð um bað hvernig þau skipta uppbótafénu á milli Framhald á 8. síðu. Stalín marskálkur tilkynnti í gær með sérstakri dagskipun, að hersveitir Rokossovskis hershöfðingja hefðu tekið Gomel, þýðingamikla samgöngumiðstöð og helztu herstöð Þjóðverja í Hvíta-Rússlandi. Hefur hún verið meir en tvö ár á valdi Þjóðverja. Var sigrinum fagnað í Moskva með 20 skotum úr 224 falíbyssum. Sólaiin heldur áfram og hrekja Rússar þýzka her- inn á undan sér á rúmlega 150 km. breiðri víglínu á milli Gomel og Moghileff. Rússar eru um 55 km. fyrir suðaustan síðar nefnda horg. Við töku Gomel misstu Þjóðverjar síðasta tengilið sinn milli mið- og suðurvíg- stöðvanna. Rússar tóku Gomel, eftir margra daga harða bar- daga við erfið skilyrði, með djarflegri árás frá hlið, sem kom Þjóðverjum alveg á óvart. Á svæðinu milli fljótanna Sosj og Dnépr tóku Rússar um 10 bæi og þorp og þ. á. m. þýð- ingarmesta járnbrautarbæinn á járnbrautinni norðvestur frá Gomel í um 50 km. fjarlægð frá Gomel. Eru Rússar um 30 km. frá bænum Rogaséff, sem er þýðingarmikil samgöngumið- stöð á vesturbakka Dnépr. Eins og áður er sagt eru Rúss- ar komnir norður yfir Bere- sína- fljót og hafa sótt áfram norður á bóginn eftir vestur- bakka Dnépr, og stafar sam- gönguæðum Þjóðverja þarna norður frá einnig mikil hætta frá þeirri sókn. Margir staðir hafa verið her- teknir í viðþót Við þá fyrri, fyi'- ir vestan Rikitsa. Er rauði her- inn þarria minna en 100 km. frá hinum fyrrverandi landamær- um Póllands. Rússar sækja nú til Nosir, hinnar þýðingarmiklu sam- göngumiðstöðvar austast í Prip- ea-fenjasvæðinu, úr þremur átt- um. Eru þeir um 10 km. frá bænum, þar sem þeir eru lengst komnir. Þjóðverjar halda enn áfram hörðum gagnáhlaupum á vest- ur- og suðurhluta Kieff-víg- stöðvanna. Var þeim öllum hrundið í gær. Sóknin suður frá Kremensjúg heldur áfram og voru margir víggirtir staðir teknir þar í gær. Rússar eyðilögðu 75 skrið- dreka og 31 flugvél fyrir Þjóð- verjum í gær. Berlín Moskitoflugvélar Breta gerðu árás á Berlín í fyrrinótt. Var það fjórða árásin í röð og sjötta árásin á átta nóttum. í gær loguðu enn miklir eld- ar í Berlín. Sænskir fréttarit- arar segja, að skemmdirnar séu óskaplegar. Fréttirnar um árásirnar á Ber lín höfðu þau áhrif í Vínarborg, að spjöld vom fest upp að næturþeli víða um verkamanna- , hverfin þar sem svo var kom- izt að orði: „Niður með stríðið! Við vilj- um ekki eiga á hættu að hljóta sömu örlög og Berlín“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.