Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 8
 Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykj avíkur, Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Ljósatími ökutækja er frá ki. 3,35 að kvöldi til kl. 8.50 að morgni. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur.: 20.30 Leikrit: „Gissur Þorvaldsson“ eftir Gísla Ásmundsson. (Leik stjóri Haraldur Björnsson). 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leik- ritið „Eg hef komið hér áður“ ann- að kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Gjafir til Blindraheimilis: Ó. B. kr. 500.00, Á. Ó. kr. 100.00, E. J. kr. 100.00, D. V. kr. 300.00, H. B. kr. 300.00, D. V. kr. 1.000.00, N. V. kr. 1.000.00, S. F. 1.000.00, E. P. F. M. kr. 100.00, Ó. P. kr. 100.00, K. E. kr. 1.200.00, T. S. M. 10.000.00, samtals kr, 15.700.00. Áð- ur auglýst 44.100.00. Samtals kr. 59.800.00. Með þökkum meðtekið. Fjársöfnunamefndin. Leiðrétíing. Halldór Kiljan Laxness flytur ræðu á hátíðahöldum stúdenta í hátíðasal Háskólans 1. desember, en les ekki upp eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Jóhann Bogason, Bergstaðastræti 30, er fertugur í dag. Jóhann er maður vinsæll og vin- margur og munu margir minnast hans með hlýjum hug á fertugsaf- rnælinu. *. Eítirlitið með bráða- birgðahúsnæðinu Á íumli bæjarráðs í gær, var skipuð nefnd til að hafa eftirlit með bráðabirgðahúsnæðinu í bænum. Eiga þrír menn sæti í nefndinni tilnefndir af flokkun- um. Samkvæmt tillögu Katrínar Pálsdóttur bæjarfulltrúa Sósíal- istaflokksins var skipuð nefnd til að hafa eftirlit með bráða- birgðahúsnæðinu í bænum. Af hálfu sósíalista á Katrín Pálsdóttir sæti í nefndinni. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi Guðmund Ásbjömsson, en full- trui Alþýðuflokksins í nefnd- ina verður valinn í dag. Nefnd þessi á að hafa sam- starf við húsaleigunefnd. SHipuloisnelnð ReuHjauíHuFliæjar Sigfús Sigurhjartarson flutti í bæjarráði tillögu um stofnun sérstakrar skipulagsnefndar fyrir Reykjavík. Málið hefu nú verið lagt fram á Alþingi, í frumvarpi sem flutt er af Bjama Benediktssyni Meðferð skipulagsmála Reykja víkurbæjar er nú í höndum skipulagsnefndar ríkisins, en hana skipa vegamálastjóri, vita málastjóri og húsameistari rík- isins. Þegar tillit er tekið til þess, að nefndin hefur öðrum um- fangsmiklum störfum að gegna og hefur þar af leiðandi slæm skilyrði til að sinna skipulags- málum bæjarins, sýnist eðlilegt að bæjarstjórn Reykjavíkur taki þessi mál í sínar hendur. Sigfús Sigurhjartarson flutti í bæjarráði tillögu um breyt- ingu á þessu og fékkst hún sam- þykkt. Tillagan var á þessa leið: „Bæjarráð ákveður að láta fara fram athugun á, hvort ekki myndi rétt að leitast við að fá lögunum um skipulag kauptúna og sjávarþorpa breytt í það horf, að Reykjavíkurbær fái sérstaka skipulagsnefnd, er ekki hafi skipulag annara bæja eða þorpa með höndum, og hafi hún endanlegt ákvörðunar- vald í skipulagsmálum bæjar- ins“. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um skipu- lag Reykjavíkurbæjar, flutt af Bjarna Benediktssyni. Veiga- mestu breytingarnar, er í frum- varpinu felast, eru í 1. og 2. gr. þess, en þar segir svo: Framh. af 3. síöu. urbótúm viðvíkjandi drykkjar- vatni skólans, hreinlegri umgengni, t. d. með því að nota inniskó, o. s. frv. En víða hefur einnig verið seilzt langt út fyrir skólann. IJm hjálpar- og líknarstörf ung- liðanna er svipað að segja að því leyti, að þau eru með ýmsu móti eftir því sem á stendur í hverju landi og á hvei-jum stað. Algengt er að lijálpa eða gleðja bekkjarsyst- kini eða nágranna í sjúkdómstil- felli, óvenjulegri fátækt, styrkja ein stök börn til fcrðar með bckk sín- um o. s. frv. Sums staðar er safnað í sjóði til tannlækninga fátækra barna, sums staðar í því skyni að koma fátækum börnum í sumar- dvöl eða kosta börn á sjúkrahús- i um. í Canada vinna ungliðarnir j sameiginlega að því, að hjálpa far- lama börnum, útvega þeim um- búðir, koma þeim til ,náms, o. s. j frv. Þetta eru aðeins dæmi. I öllum löndum fer starf unglið- anna fram á vegum barnaskólanna. Ilver bekkur cr venjulega ungliða- deild út af fyrir sig. Börnin kjósa sjálf stjórn, en kennarinn leiðbein- ir.. En yfirstjórnin er tilnefnd af mið^tjórn R. K. hvers lands, og skipa hana alls staðar skólamenu að meirihlúta. „Bæjarstjórn Reykjavíkur fer með skipulagsmál bæjarins. í Reykjavík skal bæjarstjórn kjósa í skipulagsnefnd tvo menn og tvo’til vara, annan úr hópi húsameistara, en hinn úr hópi verkfræðinga. Enn fremur eiga. sæti í nefndinni borgar- stjóri, bæjarverkfræðingur og húsameistari bæjarins. Borgar- stjóri er formaður nefndarinn- Eru bændur snuðaðir? Framhald af 1. síðu bænda og hvenær þau greiða það. Opinber skýrsla um út- hlutun uppbótanna kæmi bænd- um sízt að minni notum en öðrum, því þá vita þeir hvað þeir eiga að fá og geta gert réttar kröfur á réttum tíma. Það upplýstist líka á þingfund- inum í gær, að bændum er eng- in vanþörf á því að fá þessar upplýsingar. Finnur Jónsson skýrði frá því, að 260 bændur hefðu afhent lögfræðiskrifstofu hér í bænum til innheimtu kröfu á uppbætur á gærur sem þeir höfðu lagt inn árin 1940 og 1941, en ekki enn fengið greitt. Uppbótarkröfur þessar námu frá kr. 4.80 og upp í kr. 1400 — en heildarupphæð þeirra allra voru um 30 þúsund krónur. Þetta sannar, að það er brýn ástæða til þess, að Alþingi verji bændur fyrir yfirgangi verzlunarfyrirtækjanna, sem við uppbótunum taka. Þjóðin hlýt- ur að krefjast þess að úr því uppbætur þessar séu greiddar á annað borð, þá verði séð um að bændur fái þær og það strax og þær eru greiddar úr ríkis- sjóðí, eða sem fyrst. Það er full ástæða til þess fyrir almenning að fylgjast vel með þessu máli, í bví hafa Framsóknarmenn sýnt alveg sérstaka óskammfeilni, ekki ein- asta gagnvart þjóðinni í heild heldur kannski miklu frekar gagnvart bændum, sem þeir vilja leyna upplýsingum um hve miklar uppbætur þeir eiga að fá hver fyrir sig. Það er vitað að Framsóknar- flokkurinn stendur óskiptur að því að fella tillöguna og auk j þess Ingólfur á Hellu, sem í einu og öllu fylgir Framsóknar- flokknum. Hitt er annað mál | hvort beir verða fleiri þing- mennimir sem vilja á þennan hátt svíkjast aftan að þjóðinni og þá bændum alveg sérstak- lega. ÁsKríftarsími Þjóðviljans er 2184 NÝJA BÍÓ Flugvirkið „Mary Ann“ : (Air Force) • Stórfelldasta flugmynd nú- j tímans. o Aðalhlutverk: , : JOHN GARFIELD. j HARRY CAREY. Sýnd kl. 6.30 og 9 • Börn fá ekki aðgang. " 1 .......— o KVENIIETJAN \ m m (Joan of Ozark) JOE E. BROWN. j JUDY CANOVA. Sýnd kl. 3 og 5 ; Bönnuð bömum yngri en 5 12 ára. i • Aðgöngumiðasala frá • kl. 11 f. h. • TJARNAR BÍÓ FLUGVIRKI (Flying Fortress) Richard Greene Carla Lehmann Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir böm innan 12 ára. AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJMUM jLEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR j „Ég hef komið hér áður“ Sýning annað kvöld kl. 8. o Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. Sósíalistaflokkurinn heldur opinberan fund um mál- efni fiskimanna á sunnudaginn (á morgun) kl. 2 í Kefla- vík og 8,30 í Grindavík. Málshefjendur: Guðjón Benediktsson, Lúðvík Jósefs- son og Þóroddur Guðmundsson. I iiiiuiiuiniiiiiiiiuniiiiiuinniiniiniinininiiuinnniiinmninininiiHMiiiiiniinniiiuiiiiiiimwminiiiuuiMwmiumMHiwiii AÍIskonar veitingar á boðstólum. KAFFl FLORIDA Hverfisgötu 69 Barnavinafélagið Sumargjöf: Okkur vantar þrjár stafrstúlkur á vistarheimilið Eiríksgötu 37 frá 1. desember. Upp- lýsingar þar. St.íómin. tmmmmmmmmmmmmmmmmmoommmommðmmmmmmm Skýli fyrir strætisvagnafarbega Á fundi bæjarráðs í gær, var bæjarverkfræðingi falið að láta reisa skýli á Lækjartorgi, vegna strætisvagnafarþeganna. Goðafoss Burtför skipsins er frestað til laugardagskvölds 27. nóv. kl. 8. DAGLEGA NY EGG, soðin oghrá Kaf f isalan Hafnarstræti 1 6. Umséknir um Ijósmæðraembættin Tíu umsóknir hafa borizt bæjarráði um ljósmóðurembætt- in í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.