Þjóðviljinn - 28.11.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 28.11.1943, Side 1
VILJIN Ræða Stalíns 7. nóv. s. 1. birtist á 4 og 5 síðu Þjóðviljans í dag. 8. árgangur. Sunnudagur 28. nóvember 1943 269. tölublað. 5S Rússar tóku Jelsk í gsr Rauða hernum gekk vel í gær að hreinsa til á svæð- inu milli Dnépr og Sosj-fljóts. Tók hann þar fjölda bæja og þorpa, þar á mefal tvo járnbrautarbæi og marga staði á leiðinni til Mogileff. Við Beresínafljót hafa Rússar enn unnið á. Rússar tóku tvo járnbrautarbæi í gær á milli Gomel og Rikitsa. Enn sunnar á vígstöðvunum unnu Rússar ef til vill þýðingarmesta sigur sinn í gær, er þeir tóku bæinn Jelsk. Er hann á jámbrautarlínunni í austurjaðri Pri- petfenjasvæðisins, um 20 km fyrir sunnan Mosír. Hef- ur þar með síðustu jámbraut Þjóðverja frá suðri til norðurs á þessum slóðum verið lokað . Rússar hafa tilkynnt, að þeir hafi tekið mikið herfang í Gom- el. Sýnir það, að Þjóðverjar hafa misst borgina fyrr en þeir bjugg ust við og þeir ekkj. yfirgefið borgina skipulega eins og þeir breiða út. Hinsvegar er meira en einn mánuður síðan fréttir bárust af því, að Þjóðverjar væru byrj- aðir að brenna borgina, enda hælast þeir nú um, að þeir hafi HahrdeiiFaiaMO jnnniniinfoitjl!i<!li ■ I fyrrakvöld. milli kl. 4 og 5 vildi það slys til á Laufásveg- inum, aö aldraður maöur varö fyrir bifreið og slasaðist svo mikið aö hann andaðist í gær- morgun. Maður þessi hét Jakob Jóns- son frá Galtafelli og átti heima á Sjafnargötu 4. Hann var 77 ára að aldri. Slysið skeði fyrir framan Laufásveg 42 og skýrir bifreiðarstjórinn þannig frá at- vikum, að hann hafi komið sunn an Laufásveg, en bá kom á móti honum bif’reið með sterkum ljósum og hafi þau blindað sig. Segist hann ekki hafa vitað fyrr en slysið skeði. Lenti Jakob á bifreiðinni hægra megin og kast aðist á götuna. Bifreiðinni var ekið með 20 km. hraða og stöðv- aðist hún strax begar slysið vildi til. Jakob var fluttur í Landsspít- alann, og kom þá í ljós að hann hafði fengið snert af heilahrist- ing og hlotið áverka ó eyra og augabrún. Var hann fluttur heim til sín að lokinni lækn- isaðgerð. verið búnir að „eyðileggja öll hernaðarverðmæti“ í henni. Rússar tóku nokkra nýja staði í gær fyrir suðaustan Kremen- sjúg. Þykir horfa æ óvænlegar fyrir þýzku herjunum í Dnépr- bugðunni eftir því sem Rússar sækja lengra vestur á 'miðvíg- stöðvunum. Járnbrautarlína sú, sem Rúss- ar rufu til fulls fyrir Þjóðverj- um austast í Pripet-fenjunum í gær, var síðasta lína Þjóðverja frá norðri til suðurs fyrir aust- an fyrrverandi landamæri Pól- lands á þessum slóðum, eru þau þarna í um 100 km. fjarlægð. Rússar felldu um 4000 Þjóð- verja á vígstöðvunum í Hvíta- Rússlandi í gær, og eyðilögðu 99 skriðdreka og 14 flugvélar fyrir þeim á öllum vígstöðvun- um í gær. Rússar hrundu hörðum áhlaup um Þjóðverja í suðvesturhluta Kieff-vígstöðvanna í gær. Eru Þjóðverjar nú farnir að tala um harðar árásir Rússa hjá Sítomir og Korosten. I 1 I0B0 i Berlln í o Enn hörð árás i fyrrínóit Berlín nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera fyrst í röð þeirra borga heimsins, sem orðið hafa fyrir mestum loftárásum. í fyrrinótt gerðu Bretar sjöttu loftárásina á Berlín á rúmri viku, og var það fimmta árásaferðin í röð. Árásina gerði fjöldi fjögurra hreyfla Lancastersprengjuflugvéla. Var varpað á borgina miklu meira en 1000 smálestum á rúmum 20 mínútum. Meðal sprengjanna voru margar tveggja smálesta sprengjur. Veður var bjart og sáust skotmörkin vel enda afmörkuðu fyrstu flugvélarnar þau vel með sterkum ljóssprengjum. Áður en árásin á Berlín var hafin gerðu Bretar árás á Brem- en og villtu með því orustu- flugvélasveitum Þjóðverja sýn um fyrirætlanir sínar. Fyrstu flugmennirnir, sem komu til Berlínar sáu loga þar Framhald á 8. síðu. Loftsókninni er haldið látlaust áfram \\m m til Islands irá M Ungur íslendingur, sem dvaldi síðastliðið sumar í Þýzkalandi, ! Danmörku og Noregi, er fyrir nokkru kominn hingað til lands j frá Noregi. Blaðamenn höfðu tal af honum í gær og ræddu við hann um ferðalag hans. Þetta er ungur maður — 33 ára gamall — en af ýmsum ástæð- um er ekki hægt að skýra frá nafni hans. FERÐIN FRA NOREGI TIL ' ÍSLANDS Maður þessi lagði af stað frá Noregi, ásamt 5 Norðmönnum, í 45 tonna vélbáti. Eftir 19 daga ferð á hafinu náðu þeir landi á austurströnd íslands og þar skildi íslendingurinn við fé- laga sína, Norðmennina, því þeir héldu áfram til Færeyja. íslending þessum hafði heppn- azt að komast yfir nokkra dollara í Kaupmannahöfn, og tókst hon- um að kaupa eldsneyti og mat til ferðarinnar af þýzkum flugforingja í Noregi, sem sjálfum var það efst í huga, að komast til Svíþjóðar. HEIM TIL ÍSLANDS EFTIR 7 ÁRA FJARVERU Þegar er íslendingur þessi var kominn til ættlands síns aftur, fór hann á fund yfirvaldanna og skýrði þá frá því, hvernig hann væri þangað kominn. Hann fór frá íslandi fyrir 7 ár- um síðan og hefur starfað 4 Þýzka- landi og Danmörku þetta árabil. í janúarmánuði síðastl. réðist hann á þýzkt skip, sem var í för- um milli Þýzkalands og Noregs, og fór jafnframt öðru hvoru til Dan- merkur. — Allan tímann, sem liann var á þessu skipi hafði hann und- irbúning heimferðarinnar í huga. ÓTTINN VIÐ GESTAPO Hann hafði frekar ljóta sögu að segja af því, livernig ástatt hcfði verið í Þýzkalandi, Noregi og Dan mörku. Einkum kvað liann eyði- legginguna vera mikla í Kicl og Stetten eftir loftárásir Banda- manna. Um þriðji hluti þessara borga hefði verið í rústum. Matvælaspursmálið í Þýzka- landi er alvarlegt mál. Allir hlutir eru skammtaðir. En þjóðin sveltur ekki ennþá. Þjóðverjar þora ekki að tala op- inskátt af ótta við Gestapo-menn- ina, sem alls staðar eru nálægir. LEYNIFÉLÖG DANA AT- IIAFNASÖM í Danmörku var ckki eins lítið um mat, sagði hann, en þangað kom hann í ágúst. Atvinnuleysi var mikið í Dan- mörku og stóðu margar verksmiðj- ur lokaðar af völdum hráefna- skorts. Nokkrir íslendingar, sem hann þekkti i Danmörku, höfðu farið til starfa í Þýzkalandi. . Lbvnistarfsemi Dana lætur mjög Framhald á 8. síðu. Vcrdíauna- samkeppnín Allmargar greinar hafa nú borizt um efnið Dagur á vinnustað, og verður fyrsta verðlaunagreinin birt í næstu viku, og síðan ein í hverri viku. — Greinar, sem ekki hljóta verðlaun að þessu,. sinni, koma til greina síðar. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.