Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. nóv. 1943. #? ytamwtk véttíeMit Atvinnuleysi morð Morgunblaðið hneykslast stórlega á því að Þjóðviljinn kallaði atvinnu leysið, blátt áfram og • umbúðalaust, — morð — hérna á dögunum. Við skulum athuga petta svolítið nánar, og ætli við gætum þá ekki orðið sammála um að fjöldi manna, ugg- laust milljónir, ef mælt er á heims- mælikvarða, hafi látið lífið fyrir aldur fram af því að þá sjálfa eða fyrirvinnur þeirra skorti atvinnu. Þessi staðreynd er svo ómótmæl- anleg, að við verðum að viðurkenna hana hvort sem okkur líkar betur eða verr. I Hver getur þá efazt um að at- vinnuleysið sé morð! t En það var annað, sem hneykslaði Morgunblaðið. Sennilega viðurkennir Morgun- blaðið þessa staðreynd, og það er ekki af því að henni eru valin rétt heiti, að blaðið hneykslast. Nei, það sem fær það tii að hneykslast, er að Þjóðviljinn hefur haldið því fram að ýmsir stóratvinnurekendur, og þar á meðal margir af máttarstólp- um Sjálfstæðisflokksins, óski bein- línis eftir að atvinnuleysi hefjist hér á ný. Hvaða rök eru nú fyrir þess- ari kenningu? Rökin er að finna í sjálfum fræðikenningum Sjálfstæð- isflokksins og lífsskoðun samkeppn- ismanna. Frjáls samkeppni og kapp- hlaup milli framboðs og eftirspurn- ar, eiga að þeirra dómi, að skapa sannvirði. En meginliðurinn í öllu verðlagi er vinnan, eða launin, sem greidd eru fyrir framleiðsluvöruna. £>eir sem lesa Morgunblaðið vita að það bendir ætíð á vinnulaunin sem fyrstu, og raunar einu orsök dýr- tíðar. Af þessari staðreynd leiðir, að fyrsta krafa þessara samkeppnis- manna, sem að Morgunblaðinu standa, er ætíð niður með kaupið, þegar berjast á gegn dýrtíðinni. Nú vita allir, að lögmálið um fram boð og eftirspurn hefur sín áhrif í kaupgjaldsmálum. Eftir því sem eftirspurn eftir vinnunni er meiri, verður aðstaða verkamanna til að halda kaupinu uppi betri, ef eftir- spurnin þverr, ef ofurlítið atvinnu- leysi myndast, versnar aðstaða verkamanna, í baráttunni fyrir háu kaupi, og þessi aðstaða, sem stór- atvinnurekendur yfirleitt óska eft- ir eins og nú standa sakir. Þeir óska eftir „ofurlitlu" atvinnuleysi, til þess að fá betri afstöðu í samn- ingum við verkalýðsfélögin. Ög Morgunblaðið er í þjón- ustu þessara manna. t>að er staðreynd, sem óviturlegt er að láta sér sjást yfir, að Morgun blaðiá er í þjónustu þessara manna. Fletta má blaðinu, frá upphafi vega þess til þessa dags, og í.ljós kemur, að það hefur ætíð staðið með at- vinnurekendum, og gegn verkamönn um í öllum launadeilum. Þegar Morg unblaðið talar nú fjálglega um að atvinnuleysi megi ekki koma aftur, er það aðeins einn þátturinn í hin- um mikla blekkingaleik, sem blað þetta leikur, til þess að fá menn til að trúa að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta. Ef til kaup- gjaldsbaráttu kemur berst Morgun- blaðið að vanda gegn verkamönnum, og óskar þess auðvitað, að andstæð- ingurinn, þ. e. verkalýðssamtökin, hafi óhæga vígstöðu, en það fæst með atvinnuleysinu. Þegar atvinnu- leysið er nefnt sínu rétta nafni — morð — ærist Morgunblaðið, því það þarf að dylja fyrir öðrum, og jafnvel fyrir sjálfu sér, hve viður- styggilegt það hlutverk er, sem það á að rækja fyrir húsbændur sína. „Lærdómsrík saga." Þegar Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Reykjavíkur höfðu hækkað hitunartaxta rafveitunnar, gegn ein- dregnum andmælum sósíalista og Alþýðuflokksmanna, sagði Þjóðvilj- inn meðal annars frá því, með þess um orðum: „Það má heita fullkom- in ósvífni að fara fram á þessa hækkun eins og rafmagn það, sem bæjarbúar fá nú er þeim í alla staði ónóg." Daginn eftir birti Þjóð- viljinn grein um málið með undir- fyrirsögninni: „Rafmagnsskorturinn hækkar í verði." Þar var samþykkt þessari lýst sem einni hinni furðu- legustu' er Sjálfstæðísmenn hefðu gert í bæjarstjórn Reykjavíkur, og lauk þessari grem með þeim orð- um, að þetta væri lærdómsrík saga um stjórn Sjálfstæðismanna á mál- efnum bæjarins. Rétt er að geta þess "að Alþýðu- blaðið hefur skrifað um þetta mál mjög í sama anda og Þjóðviljinn. Fleira er lærdómsríkt í sambandi við þetta mál. Framsóknarmenn og blað þeirra, Tíminn, hafa á einu sviði komist langt í skipulagningastarfsemi. Þeir h'afa skipulagt lýgina af slíkri snilld, verkið lofar meis'tarann, Jónas, sem vert er. Eitt mjög gott dæmi þess- arar skipulagssnilldar kemur fram í skrifum Timans um rafmagns- hækkunina á fimmtudaginn. Yfir- skriftin er: „Nú þegja öll dagblöðin í Reykjavík". f greininni segir með- al ann.ars: „Virðist hafa verið sam- ráð Sjálfstæðismanna og kommún- ista um þessa ákvörðun, þótt kom- múnistar fengju þá undanþágu, er Alþýðuflokksmenn snerust til and- stöðu, að þurfa ekki að greiða at- kvæði með henni. Virðast Sjálfstæð- ismenn hafa gert sér þetta að góðu, gegn því, að kommúnistar gagn- rýndu þessa ákvö'rðun ekki að ráði, enda verður tæpast sagt að komm- únistar hafi á hana minnst. Það er varla hægt að hugsa sér öllu ósæmilegra tiltæki en forráða- menn tveggja stærstu flokka bæjar- ins hafa hér framið"------—. „Þetta er allt saman gott og blessað, því að íhaldsmeirihlutinn gerði þetta og naut til þess leynilegs stuðnings kommúnistahöfðingjanna." Þetta er Iærdómsríkur þáttur úr meistarastykki Framsóknarmanna, í skipulagningu lyginnar. Þórarinn, ritstjóri Tímans, sem að eðlisfari er ekki slæmur drengur, er nú serini lega með sveinsbréf upp á vasann, enda er hann kominn á það stig, að hann veit ekki hvort hann segir satt eða logið. Satt er«það sem sagt er.Þórarinn minn. Slæmur félagsskapur spillir góðum siðum. Leiðrétting varðandi hressingarheimili fyrir drykkjumenn I athugasemdum þeim, sem Bæjarpósturinn flutti í gær við grein í pistlum Hannesar á horninu, varðandi hressingarheimilið í Kumb aravogi, hafði fallið út ein lína, úr hinum tilvitnuðu ummælum. Þau áttu að vera þannig: „Hvor þessara stofnana hefur kostað ríkið hundruð þúsunda króna. — Sumir segja að báðar hafi komist uppundir eina milljón." Síðar í þessari sömu athugasemd stóð: „Hinir tveir hafa horfið að fyrri lifnaðarháttum og gert starf- inu hjá fyrri drykkjumönnum hið mesta ógagn." Þetta átti að vera: og gert starfinu fyrir drykkjumenn hið mesta ógagn. Og ennfremur: „Þegar menn koma þaðan þurfa þeir að geta horfið að vinnu á vist- legu heimili", en átti að vera, vinnu , og vistlegu heimili. Bf arní Þórdarson: V Hvað þýðir sjómannaráð- stefnan fyrir bátasjómenn Nýlega hafa íslenzkir, sjó- menn haldiS fyrstu ráöstefnu sína hér í Reykjavík. — Ýms- ar ákvarSanir ráSstefnu þess- arar eru mjög mikilsveröar, aS mínum dómi, og munu marka tímamót í kaupgjalds- baráttu stéttabaráttunnar. í greinarkorni þessu mun ég einkum gera að umtals- efríi þýSingu ráöstefnunnar fyrir bátasjómennina og í því sambandi drepa á núverandi launakjör þeirra og vinnuskil- ¦ yrSi. RáSstefrían. ákvaS aS vinna aS samræmingu launakjar- anna, þannig, að þau yrðu sem líkust um land allt. — Á næsta ári er ætlunin aS koma sli'kri samræmingu á viS dragnótá- og botnvörpu- veiSar á mótorbátum, viS síld veiðar og viS ísfisksflutning og flutninga innanlands. Þá gerði ráðstefnan þá mik- ilsverðu ályktun að stefna bæri að því, að hlutarmenn hættu þátttöku í útgeröar- kostnað/, en slík þátttaka mun eiga sér stað um land allt, nema í Vestmannaeyj- irm og á AustfjörSum. Áður en stríösgróðinn kom til sögunnar var algengt, aS hlutarráðnir menn kæmu úr verinu kauplausir og jafnvel skuldugir þrátt fyrir sæmi- legan afla og góða afkomu útgerðarinnar. — Orsökin var sú, að útgerðarkostnaSurinn át upp hlutinn. — þaS er því mjög mikilsvert aS hindra aS slíkt endurtaki sig og aS horf- ið sé að því ráði, að hætta því að grei'Sa helminginn af flest um þeim nauðsynjum, sem til útgerSarinnar þurfa. Þetta hefur í för meS sér endurskoSun á öllum ,sjó- mannasamningum, en ég tel, og byggi þar á reynslu míns byggðarlags, að óþarfi sé fyr- ir sjómennina að breyta hluta skiptunum aS nokkru ráSi. — ÚtgerSin er vel fær um að taka á sínar herðar allan út- gerðarkostnaðinn. — Skai þetta nú rökstutt frekar. í fyrsta lagi má geta þess, að á AustfjörSum er yfirleitt skipt til helminga, án nokkurr ar þátttöku áhafnar í útgerS- arkostnaSi, en hinsvegar em aukahlutir formanns og vél- stjóra almennt helmingi lægri en viS Faxaflóa, — Þrátt fyrir þessi skipti verSur , ekki annað séð, en afkoma útgerðarinnar sé mjög góð. — Hvað getur svo mælt á móti því, að útgerðin hér við Faxaflóa greiði sambærileg laun? Að minni hyggju ekk- ert. — Þvert á móti ættu þeír að geta greítt meiri laun því afli hér við Faxaflóa er jafnan miklu meiri en fyrir austan. — Þegar launakjör sjómanna og aflabrögð á Aust Bjarni Þórðarson. fjöröum og SuSurlandi eru borin saman, getur engum, sem til þekkir, blandazt hugur um, aS óhugsandi sé anna'ð en að útgerðarmenn á Suður- nesjum séu milljónamæringav og um einn sunnlenzkan báta útvegsmann hefur verið sagt, að hann væri auðugasti maö- ur landsins. — Hversvegna skyldu svo hlutamennirnir vera að greiða útgerðarkostn aðinn fyrir þessa herra? í öSru lagi skal frá þvi skýrt, að við síSustu kaup- gjaldssamninga í Neskaup- staö, lögöu fulltrúar útgerð- armanna fram útreikninga yfir afkomu eins róðurs á Homafirði og var miðað við 10 skp. veiði og stóðst þá á tap og gróöi. — Gert var ráð fyrir 11 mönnum við bátinn og að hver hefSi 22. hlut. -- Ennfremur var gert ráð fyrir að beitt væri með frosinni síld aðfluttri frá Norðurlandi,' en þegar beitt er með loðnu, þarf mun minni fisk. Útreikn ingurinn var miðaöur vi'ð stærri bátana á Norðfirði 20 —24. srhál. og enga þátttöku áhafnar í útgerðarkostnaöi. Var hér um að ræSa áætlun, yfir tekjur og gjöld af róðrí s. 1. vertíS. Eg fæ með engu móti séð aö nokkur heilbrigö skyn- semi mæli með því', að úi- gierðarmenn annjarsstaðar þurfi að leggja meira í kostn- að en austuanlands og sjá þá allir hve fráleitt er, að hlut- armenn greiði helming útgevð arkostnaðar fyrir' útgerðai- manninn, sem einn á að bera slík gjöld. — Útgerðarmaöur- inn hefur gróðann af útgerð- inni. Þessvegna á hann aö bera af henni kostnaðinn. Þá ákvað ráðstefnan aö beita sér fyrir því, að hlutar- mönnum væru tryggöar 325 kr. á mánuði, auk dýrtíðar- uppbótar. — Slík lágmarks- kauptrygging . dregur að vísu úr þeirri áhættu, sem ég hef talað' um hér að uumsaa, en réttlætir þó á engan hátt þátt töku hlutarmanna í útgerðar kostnaði. — Upphæðin er mið- ! uS viS aS hlutarmanni séu txyggöir % verkamannakaups og verður það ekki talin frekja en á hinsvegar að nægja ríieð alfjölskyldu til brýnustu nauð þurfta á meðan unnið er. En ráöstefunni var þaö ljóst, að fjöldi smáútvegs-- manna um land allt, hefm* ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að taka á sig slíka tiygg ingu, ef skyndilega þrerígdist um markaö eða aflabrestur yrði alger. — Þessvegna benti ráðstefnan á, að sanngjarnt væri, að ríkissjóður veitti slíkum smáútvegsmörmum bakábyrgð, þannig að hann greiddi þaö, sem upp á vant- aði, að hluturinn næði tilskil- inni upphæð. — Vitanlega gæti Alþingi komið á fót ein- hverskonar tiyggingarstarf- semi í þessu sambandi. — En með' samþykkt þessari, ef til greina væri tekin, ynru&t tvennt: Sjómenn ættu alltaf vísa lágmarkskauptryggingu, hvernig sem útgerðinni reiddi af og smáútgerðin þyrfti ekti að líða fyrir kauptngginga þessa. Svo var að orði komizt á ráðstefnunni, aö smáútvegs- menn og hlutamenn væru gleymdir menn. — Þetta er orð að sönnu. Þeim hefur ver ið gleymt af stjórnai*völdun- um, larídssamtökum verka-' lýðsins og stjórnmálaflolíkun- um, enda er stéttin dreifð um allar landsins strendur en er fámenn í Reykjavík. *- Fiski- mennirhir hafa einnig gleymt J að minna á tilveru sína, svo | segja má, að sökin sé ekki I síSur þeirra, nema fremur sé. — En nú erum við' að byrja að segja til okkar og væri óskandi að sjómannaráðstefn- an gæti oröið til þess að efla samheldni okkar og stéttar- meðvitund. Staddur í Rvík 22. nóv. '4S Bjarni Þórðarson. Slrídíð gegn rpffunum Bæjarráð hefur falið Aðal- steini Jóhannssyni meindýraeið- ir að annast útrýmingarherferð gegn rottunum í bænum. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifend- ur að R É T T I.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.