Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. nóv. 1943. i þJÓÐVILJINH Útgef.-.ridi -. Sameiningarflok.kur albóiu — Sósíalistcrjlokkarinn. Ritstjóri: Siga.Sur Goðmanáíiun. Stjórnn. álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstcíur: A ustursirœti 12, sími 2270. Afirr-iSsIa og auglýsingar: SkáliVörSustig 19, simi 2184. Prentamiðia: Vikingst>rer>t h. /.. GarZastrœti 17. Áskriftarverð: i R^y!:j=.vík og ígrenni: Kr. 6,00 á mánuði. landi: Kr. 5,00 á cnánuði. Uti á Eftirtektarverðar upplýsingar Alþýðublaðsins: Alþýðuf lokkurinn var á „línu f rá Moskvu" í sjálfstæðismálinu, - þangað til hann hengdi sig í spottann frá Höfn! Alþýðublaðið hefur gert stórkostlega uppgötvun: Hún er frá Moskva — „línan" í sjálfstæðismálinu — sú stefna að verkalýðnum beri að taka forustu í sjálfstæðismáli þjóðar sinnar, en ekki láta burgeisastéttina taka þá forustu, því reynslan sýni að hún bregðist, þegar á reyni. Merkileg uppgötvun: 1928 stóð upp einn aðalleiðtogi Alþýðuflokksins á Alþingi ís- lendinga, Héðinn Valdimarsson, og lýsti stefnu Alþýðuflokks- ins í sjálfstæðismálum íslendihga: Alger sambandsslit 1943 og stofnun lýðveldis á íslandi. Og fulltrúi Alþýðuflokksins gerði meira: ' Hann ögraði flokkum burgeisanna að taka afstöðu í þessu mali, aðþora að kveða jafn hreinlega upp úr í sjálfstæðismálinu og flokkur verkalýðsins. En þeir voru hræddir og þorðu ekki. Og Alþýðublaðið bg Alþýðuflokkurinn slógu því föstu að það væri Alþýðuflokkurinn, verkalýðurinn, sem hefði forustuna í sjálfstæðismálum íslendinga. Það var þá allt svo línan frá Moskva, sem þeir fóru eftir, — samkvæmt upplýsingum Alþýðublaðsins nú. Fróðlegt að vita það. Svo kom 1931, þingrofið. Alþýðuflokkurinnj gekk berserksgang. Fyrst samfylking við Sjálfstæðisflokkinn. Skeyti til kon- ungs. Svo brást Sjálfstæðisflokkurinn. Og sjá: Alþýðuflokkur- inn lýsti því yfir af svölum Alþingis að Sjálfstæðisflokkurinn hefði brugðist í málinu. Það væri Alþýðuflokkurinn, sem hefði forustuna í sjálfstæðismálinu, væri eini flokkurinn, sem þjóðin gæti treyst til baráttunnar fyrir fullum skilnaði og lýðveldi. Það var þá „lína frá Moskva", sem Alþýðufokkurinn fór eftir! 1937. Yfirlýsingar á Alþingi. Alþýðuflokkurinn ögrar nú hinum flokkunum meir en nokkru sinni fyrr um að segja, hvort' þeir þori að vera með lýðveldi eins og hann, 1943. Flokkurinn ber sér á brjóst og hrópar út til þjóðarinnar: Sjá, það er ég, Alþýðuflokkurinn, sem hef for- ustuna í sjálfstæðisbaráttu íslendinga!^ Sjáið þið þessa ræfla þarna: Framsókn og íhald, þau þora ekki að vera með lýðveldi 1943! Það var þá aftur röddin frá Moskva, sem hrópaði svona hátt úr koki Alþýðuflokksins. — Alltaf flytur Alþýðublaðið eitthvað nýtt. * 1938. Alþýðuflokkurinn sémur sér nýja stefnuskrá. Og nú skulu allir burgeisaflokkarnir „slegnir út" í sjálfstæðismálinu í eitt skipti fyrir öll, svo þjóðin sjái, hver foringi hennar er. Alþýðuflokkurinn tilkynnir þjóðinni orðrétt: „Flokkurinn skoðar sig sem arftaka þeirra, sem á undanförnum öldum hafa háð baráttu fyrir frelsi íslenzku þjóðarinnar". Og flokkurinn kýs nýjan formann til að framfylgja hinni glæsilegu stefnuskrá: sjálfan Stefán Jóhann! Arfur Jóns Sigurðs- sonar var í góðum höndum. Þetta var nú allt saman samkvæmt „línu frá Moskva", sam- kvæmt upplýsingum Alþýðublaðsins. — Nú, það virtist alls ekki Frh. á 2 yztu dálkum næstu síðu. RasDa Stiis í aU YERKAMENN OG BÆNDUR Verkamenn Sovétríkjanna, sem á árum hinnar friðsamlegu upp- byggingar byggðu upp hinn ágæta, volduga sósíalistiska iðnað okkar, hafa á stríðsárunum unnið með framúrskarandi áhuga og atorku á vígstöðvunum, og hafa sýnt sann an verkamanna hetjuskap. Allir vita, að í stríði gegn Sovét- ríkjunum hafa fasistaherirnir haft að bakhjarli ekki aðeins hinn ágæta iðnað Þýzkalands, heldur líka frem ur öflugan iðnað leppríkjanna og herteknu Iandanna. Samt hefur fasistunum ekki tekizt að halda þeim yfirburðum, sem þeir höfðu í upphafi stríðsins gegn Sovétríkj- unura, að því er snertir magn her- gagna. Að þessum fyrri yfirburðum ó- vínanna að því er við kemur fjölda skriðdreka, flugvéla, sprengju- varpna og sjálfvirkra riffla hefur verið útrýmt, og að her okkar skort ir nú ekki vopn, skotfœri og útbún- að er fyrst og fremst að þakka verkalýð okkar. Bændur Sovétríkjannan sem á hinum friðsömu uppbyggingarár- um komu úreltri akuryrkju í full- komið form á grundvelli samyrkju- búaskipulagsins, hafa á stríðsárun- um sýnt svo árvakan áhuga og skilning á hagsmunum þjóðarheild arinnar, að það á ekki sinn líka í sögu sveitanna. Sovét-bændurnir hafa með hinu fórnfúsa starfi sínu í þágu vígstöðvanna sýnt, að þeir skoða stríðið við Þjóðverjana sem sitt stríð fyrir lífi sínu og frelsi. Það er alkunnugt, að afleiðingin af innrás fasistaherjanna var sú, að land okkar var um tíma svipt hinum þýðingarmiklu jarðyrkjuhcr uðum í Ukrainu, í Don og Kúban. En samt hafa samyrkjubú ókkar og ríkisbúin séð hernum og þjóð- inni fyrir fæðu án þess nokkurL al- varlegt lát hafi orðið á. En það er auðvitað, að án sam- yrkjubúaskipulagsins og án fórn- fúss strits bændanna, karla og kvenna, hefðum við ekki getað ráð ið fram úr þessu mikla vandamáli. Það, að nú á þriðja ári stríðsms skortir her okkar ekki mat, að íbú- unum er séð fyrir fœðu og iðnaðin- um fyrir hráefnum, sannar mátt og lífsorku samyrkjubúaskipulagsin s og föðurlandsást samyrkjubœnd- anna. ÖLL ÞJÓÐIN Mjög mikinn þátt í aðstoðinni við heririn á samgöngukerfi okkar, sérstaklega járnbrautirnar, en einn- ig flutningatæki á fljótum og sjó, og bifreiðar. Eins og vitanlegt er, þá eru það flutningatækin, sem halda uppi hinu þýðingarmikla sambanði milli vígstöðvanna og landsins að baki þeirra. Það er hægt að framleiða miklar birgðir af vopnum og skotfærum, en ef flutningatækin koma þeim ekki til vígstöðvanna á réttum tíma þá eru þær gagnslaus farmur að því er vígstöðvarnar snertir. Það er óhætt að segja að samgöngutækin hafi úrslitaþýðingu fyrir tímanlega afhendingu vopna og skotfæra, fæðu, klæðnaðar og annars til víg- stöðvanna. Að við höfum, þrátt fyrir styrj- aldarerfiðleika og eldsneytisskort verið fær um að byrgja upp her- inn á vígstöðvunum að öllu nauð- synlegu, er fyrst og fremst að þakka flutningaverkamönnum okkar og skrifstofumönnum flutningakerfis- ins. Menntamenn okkar hafa heldur ekki dregið af sér í aðstoð sinni við herinn á vígstöðvunum. Sovét- menntamennirnir vinna af mikilli alúð í þágu landvarnanna, endur- bæta stöðugt vopnabúnað rauða hersins, og tækni og skipulag fram- leiðslunnar. Þeir hjálpa verkamönn um og bændum við að fullkomna iðnaðinn og jarðyrkjuna. Þeir efla vísindi og menningu þjóðarinnar við stríðsskilyrði. Menntamönnum okkar ber heið- ur fyrir þetta. Allar þjóðir Sovétríkjanna hafa risið upp sem eiiin maður til varn- ar föðurlandinu, og með réttu skoðað þessa styrjöld fyrir föður- landið sem sameiginlegan málstað allra vinnandi manna hvert sem þjóðerni þeirra eða trú er. Stjorn- málamenn nazista munu nú farn- ir að sjá sjálfir, hvað vonir þeirra um innbyrðis ósamkomulag og deil ur 'meðal þjóða Sovétríkjanna voru fáránlega heimskuiegar. Vinátta þjóðanna í landi okkar hefur staðízt alla erfiðleika og raun ir striðsins og hefur eflzt enn mcir í hinni sameiginlegu baráttu allra Sovétþjóðanna gegn hinum fasist- isku innrásarseggjum. I þessu liggur orkuupps]>rctta Sovétríkjanna. FLOKKURINN OG RÍKIÐ Jafnt á friðartímum sem á ár- um hinnar friðsamlegu uppbygg- ingar, hefur hið hvetjandi og leið- beinandi afl Sovétþjóðanna verið flokkur Leníns, flokkur Bolsévík- anna. Enginn annar flokkur hefur nokk urn tíma notið eða nýtur eins mik- ils álits meðal almennings eins og Bolsévíkaflokkurinn okkar. — Og það er eðlilegt. Undir forystu Bol- sévíkaflokksins hafa verkamenn, bændur og menntamenn lands okk ar unnið frelsi sitt og byggt sósí- alistiskt þjóðfélag. í núverandi styrjöld hefur flokk urinn innblásið og skipulagt bar- áttu allrar þjóðarinnar gegn hin- um fasistisku innrásarseggjum. — Skipulagsstarf flokksins hefur sam- einað öll afköst Sovétþjóðanna og beint stefnu þeirra að hinum sam- eiginlegu hagsmunum, beitt öllum krqftum okkar og auðlindum í þágu sigu^sins. A stríðsárunum hef ur flokkui inn færzt enn nær þjóð- inni og treyst tengsl sín við hinn mikla múg hinna vinnandi stétta. I þessu felst styrkur ríkis okk- ar. — Þetta stríð hefur áþreifanlega stað- fest hin alkunnu orð Leníns, að stríð sé allsherjar prófraun fyrir efnislega og andlega krafta þjóðar- innar. Saga styrjaldarinnar sýnir, að aðeins þau ríki hafa staðizt raun þessa, sem reyndust andstæðingum sínum sterkari með tilliti til efna- hagslegrar þróunar og skilnings, og þjálfunar, snilli og baráttukjarks hermannaniTa, og hreysti og sam- heldni þjóðarinnar allan stríðstím- ann. Ríki okkar er einmitt svona ríki. Sovctríkin hafa aldrei staðið jafn traustum fæti og nú á þriðja ári styrjaldarinnar. Reynsla stríðsins hefur sýnt okk ur, að sovétskipulagið er ekki að- eins bezta form fyrir skiptdagningu efnahagslegrar og menningarlegrar þróunar landsins á árum hinnar friðsamlcgu uppbyggingar, heldur er það einnig hið bezta form til að hervœða alla krafta þjóðarinnar til viðnáms gegn óvinunum á stríðs- tímum. Ráðstjórnin, scm komið var á fót fyrir 26 árum síðan, hefur breytt landi okkar á sögulega stutt um tíma í ósigranlcgt virki. Rauði herinn hefur öruggasta og áreiðan- lcgasta bakland allra herja heims. t þessu h'ggur styrkur Sovét- ríkjarina. EFTIR STRÍDIÐ Enginn efi er á því, að Sovét- ríkin koma jafnvcl enn sterkari og enn samcinaðri út úr stríðinu. Þýzku innrásarseggirnir eyða land okkar í þeim tilgangi að grafa undan mætti ríkis okkar. Sókn rauða hersins hefur sýnt fram á hið villimannslega glæpaeðli þýzka hersins i jafnvel ennþá skærara ljósi en áður. I héruðum þeim, sem Þjóðverjar tóku, hafa þeir tortímt hundruðum þúsunda af friðsömum almenningi. Líkastir hinum villtu Húnasveitum Altilu, hafa Þjóð- verjarnir troðið niður akra okkar, brcnnt borgir okkar og þorp, eyði- lagt iðjuver okkar og menningar- stofnanir. Glatpir Þjóðverjanría er sbnnun jyrir veikleika hinna fasistisku inn rásarherja, því að aðeins fantar, sem ekki trúa á eigin sigur, haga sér á sama hátt. Og því vonlaus- ari sem aðstaða nazistanna verður, því trylltc.ri verða þeir í grimmd- arœði sínu og ránum. Þjóð okkar mun ekki fyrirgefa hinum þýzku fjandmönnum þessa glæpi. — Hinir þýzku glæpamenn skulu fá að svara til saka fyrir all- ar ódáðir sínar. Á svæðum þeim, sem hinir fas- istisku morðingjar hafa haft yfir- ráð yfir um tíma, verðum við að cndurreisa eyðilagðar bbrgir og þorp, iðnað, samgöngukerfi, jarð- yrkju og menningarstofnanir. Og við verðum að skapa. eðlileg lífs- skilyrði sovét-fólkinu, sem leyst er úr ánauð fasista. Vinnan við að endurreisa efna- hag og menningu héraða þeirra, er náð hefur verið úr höndum óvin- anna, er í fullum gangi. En þetta cr aðeins byrjunin. Við verðum að útrýma alveg afleiðingunum af stjórn Þjóðverja í héruðum þeim, sem leyst hafa verið undan oki þeirra. Þetta er mikið hlutverk fyrir alla þjóðina. Við getum og verð- um að Ijúka þessu erfiða hlutverki á skömmum tíiha. Efling samtakð lýðræðisaflanna UPPLAUSN MÖNDULVELD- ANNA Þetta ár hefur ekki aðeins markað tímamót í varnarstyrj- öld Sovétríkjanna heldur líka í allri heimsstyrjöldinni. E(ær breýtingar sem orðið hafa á þessu ári í hernaðarleg- um og alþjóðlegum málum, hafa verið mjög hagstæðar Sov- étríkjunum og hinum vinveittu bandamönnum okkar, en mjög óhagstæðar Þýzkalandi og glæpafélögum þess. Sigrar rauða hersins hafa haft áhrif langt út fyrir takmörk austur- vígstöðvanna. Þeir hafa breytt allri rás styrjaldarinnar og fengið mikla alþjóðlega þýð- ingu. Sigur Bandamanna á hinum sameiginlega óvini hefur færzt nærj og samband Bandamanna og samvinna herja þeirra hefur Hinir „ósigrandi" þýzku hermenn skildu vopn sín e ftir á flóttanum. þrátt fyrir allar óheillaspár og óskir óvinanna, orðið öflugri og óhagganlegri. Fullkomin sönnun þess eru hinar sögulegu ákvarðanir Moskvaráðstefnunnar, sem tekn ar voru af fulltrúum Sovétríkj- anna, Stóra-Bretlands og Banda- ríkjanna og birtar voru nýlega. Nú eru hinar sameinuðu þjóð ir ákveðnar í að veita óvinun- um samtaka högg, sem mun enda með fullkomnum sigri á þeim. AÐRAR VÍGSTÖÐVAR Á þessu ári hafa högg þau, sem rauði herinn hefur veitt þýzka fasistunum verið studd af hernaðaraðgerðum Bandamanna í Norður-Afríku, á Miðjarðar- hafi og á Suður-ítalíu. Á sama tíma hafa Banda- menn stöðugt gert harðar loft- árásir á þýðingarmiklar iðnað- arstöðvar í Þýzkalandi og þannig veikt hernaðarmátt ó- vinanna töluvert. Ef við er bætt þeirri stað- reynd, að Bandamenn senda okkur reglulega ýmis hergögn og hráefni, er hægt að segja ýkjulaust, að þeir hafi með því að gera allt þetta töluvert auð- veldað sigra okkar í viðureign- inni í sumar. Auðvitað er ekki enn hœgt að skoða núverandi hernaðar- framkvæmdir Bandamanna herj anna í Suður-Evrópu sem „aðr- ar vígstöðvar". En þær eru samt dálítið í þá áttina~ Það er augljóst, að myndun raunverulegra „annarra víg- stöðva í Evrópu, — sem ekki er langt undan, — mundi tölu- vert flýta fyrir sigrinum á Þýzkalandi fasismans og efla enn meir vopnabrœðralag hinna sameinuðu þjóða. Þannig hafa atburðir þessa árs sýnt að bandalagið gegn Hitler er traust samband þjóð- anna og hvílir á öruggum grundvelli. Leppríki Hitlers Það er nú orðið ljóst öllum mönnum, að með því að hefja þessa styrjöld hefur Hitlers- klíkan leitt Þýzkaland og lepp- ríki þess út í botnlausa ófæru. Ósigrar fasistaherjanna á austur vígstöðvunum og áföll þau, sem Bandamenn hafa veitt þýzk- ítölsku herjunum hafa raskað svo allri byggingu fasistasam- takanna, að hún er að hrynja fyrir augum okkar. ítalía hefur óafturkallanlega hrokkið upp af fasistamöndlin- um. Mússolini getur engu breytt um það, því að hann er raun- verulega fangi Þjóðverja. Næst kemur röðin að öðrum samherjum nazísta. Finnland, Ungverjaland, Rúmenía og önn ur leppríki Hitlers hafa misst kjarkinn vegna hernaðarófara Þjóðverja, og eru búnir að glata allri von um að endir stríðsins verði þeim hagstæður, og eru í ákefð að leita að leið út úr Sovétkonan hefur 6- trauð tekið sinn þátt í vörn landsins, bæði á vígstöðvunum og í verk- smiðjunum. Myndin sýnir sovétkonu að starfi*í vélsmiðju. ófæru þeirri, sem Hitler er bú- inn að koma þeim í. Nú þegar þeir þurfa að fara að standa fyrir máli sínu leita glæpafélagar Hitlers-Þýzkalands að hentugu tækifæri til að laum ast svo lítið beri á úr ræn- ingjahóþnum. Þessir félagar Hitlers reikn- uðu með skjótum sigri, þegar þeir fóru í stríðið. Þeir höfðu þegar fyrirfram ákveðið, hvað hver ætti að fá, :— hverjir ættu að fá appelsínurnar og eplin, og hverjir ættu að fá skrámurnar og glóðaraugun, en þeir sjálfir ávextina. En nú er augljóst, að Þýzkaland og leppar þess fá hvorki appelsínur eða epli, en aftur á móti sinn skerf af skrám unum og glóðaraugunum. Þeim eru nú orðnar ljósar þessar óvænlegu horfur og brjóta nú heilann um hvernig þeir geti komizt út úr stríðinu með sem fæstar skrámur og glóðaraugu. ÓSIGUR NÁLGAST Dæmi ítalíu sýnir undirlægj- um Hitlers, að því lengur sem þeir fresta hinum óhjákvæmi- lega skilnaði við Þjóðverja því meiri verður eyðileggingin í löndum þeirra og því meiri þjáningar verða þjóðir þeirra að þola. Dæmi ítalíu sýnir einnig, að Hitlers-Þýzkalandi dettur ekki í hug að verja leppríki sín, held- ur ætlar sér að breyta þeim í orustuvelli eyðileggjandi stríðs, ef það aðeins getur frestað sín- um eigin ósigri. Málstaður þýzka fasismans hefur tapað og hin blóðstorkna „nýskipun" sem hann hefur komið á, nálgast hrun. í hinum herteknu löndum Evrópu mun reiðin brátt sjóða upp úr. Hið fyrra álit Þýzka- lands í löndum bandamanna þess og í hlutlausum löndum er algjörlega glatáð, og mjög hefur slaknað á efnahagslegum og pólitískum samböndum þess við hlutlausu ríkin. Sá tími er löngu liðinn, þeg- ar Hitlers-klíkan gortaði af því að Þjóðverjar væru að vinna heimsyfirráð. Nú, eins og kunn- ugt er, hafa Þjóðverjar nóg annað að brjóta heilann um en heimsyfirráð. Þeir verða að hugsa um, hvernig þeir eiga . ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. nóv. 1943. Afsfada Afþýðuflokksífis fíl bænda; issi M\ Síil' að bjarga sér út úr öngþveit inu. Ferill stríðsins hefur því sýnt að bandalag fasistaríkjanna hvíldi ekki á traustum grund- velli. Grundvöllur fasistabanda- lagsins var-gegndarlaus ránfýsn meðlimanna. Á meðan Hitlerssinnar unnu sigra á vígvellinum, virtist fas- istabandalagið vera traust stofn- un. En fyrstu ósigrar fasista- herjanna hafa þegar leitt til upplausnar í þorparasamband- inu. Hitlers-Þýzkaland og sam- herjar þess standa á glötunar- barmi. FRIÐARÁFORM Sigur Bandamanna hefur í för með sér, að á dagskrá koma þýðingarmikil viðfangsefni: skipulagning og uppbygging landa Evrópuþjóðanna og efna- hagslegrar og menningarlegrar tilveru þeirra. Stefna stjórnar okkar í þeim málum er ákveðin. Ásamt banda mönnum okkar verðum við að gera eftirfarandi: 2, Losa þj'pðir Evrópu við hina fasistisku innrásarseggi og hjálpa þeim að endurreisa ríki sín, sem hafa verið sundurlim- uð af fasistabófunum. — Þjóð- ir Frakklands, Belgíu, Júgó- slavíu, Tékkóslóvákíu, Póllands, Grikklands og annarra ríkja, sem nú eru undir þýzka okinu, verða aftur að verða frjálsar og sjálfstœðar. 2. Veita öllum þessum þjóð- um fullan rétt og frelsi til að ákveða stjórnskipulag sitt. 3. Gera ráðstafanir til að tryggja það, að allir hinir fas- istisku glæpamenn, sem bera ábyrgð á stríðinu og þjáning- um fólksins, hljóti þunga refs- ingu fyrir alla þá glæpi sem þeir hafa drýgt, í hvaða landi sem þeir leynast í. 4. Koma svoleiðis skipulagi á í Evrópu, að algerlega verði útilokað, að Þýzkáland sýni yf- irgang framar. 5. Stofna til varanlegrar efna- hagslegrar, stjórnmálalegrar og menningarlegrar samvinnu með- al þjóða Evrópu, sem sé grund- völluð á gagnkvæmu trausti og gagnkvœmri aðstoð við að endurreisa hið efnahagslega og menningaríega líf, sem Þjóðverj ar hafa lagt. í rústir. Framhald á 8. síðu. Alþýðublaðið segir, að verka- menn sýni bændum ofrausn með samningi þeim, sem gerður var í 6 manna nefndinni. Það hefði alls ekki átt að gera þann samning, segja þingmenn Alþýðuflokksins. Við skulum nú athúga stuttlega áhrif þess samnings, bæði út frá augnabliks- og framtíðarhagsmun- um þessara stétta. Út frá augnablikssjónarmiði lít- ur dœmið þannig út: Verð landbúnaðarvara var ákveð ið lægra en það ella hefði orðið í haust. Yfirlýst er, að ef samning- urinn hefði ekki verið gerður, þá hefði kjötkílóið kostað yfir 10 kr., mjólkurlítirinn líklega yfir 1 kr. Fyrir verkamarininn, þar með talinn fiskimaðurinn, liggur hag- urinn í augum uppi. Fyrir bóndann er hagur samn- ingsins fyrst og fremst fólginn í því, sem snertir framtíðarhaginn. Hver er nú afstaða Alþýðufl. til þessa? Hún er sú, að ekki hefði átt að semja: Með öðrum orðum, það hefði átt að svipta verkamenn þeim augnablikshag, að hafa lægra verð á kjöti og mjólk en ella hefði orð- ið, til þess að geta gert bændum ennþá meira tjón: svipt þá þeirri viðurkenningu á rétti þeirra, er samningurinn felur í sér. Hvernig lítur svo dæmið út frá sjónarmiði framtiðarhags þessara tveggja vinnandi stétta? Verkamenn vinna það við þenn- an samning, — ef honum er hald- ið áfram, — að kjör bænda verða samræmd kjörum verkamanna, — hagsmunir þessara tveggja stétta eru gerðir hinir sömu, báðar verða jafn mikið móti kauplækkun og at- vinnuleysi, m. ö. o. hagsmunalegir möguleikar til samstarfs þeirra gerðir meiri en nokkru sinni fyrr. —r bændastéttinni kippt burtu úr þeim klíkuskap við stóratvinnu- rekendur, sem afturhaldið er nú að reyna að þvæla henni inn í. — Hver hagur verkamannastéttinni er að þessu er auðséð. Bændastéttin vinnur það við þennan samning, — ef hann helzt sem framtíðargrundvöllur — að fá verð landbúnaðarvaranna ákveðið á grundvelli þess siðferðislega rétt- ar, að bændur eigi kröfu á sam- svarandi lífsskilyrðum og ^ðrar vinnandi stéttir, — cn ekki á grund velli framboðs og eftirspurnar, — hinnar verzlunarlegu venju auð- valdsskipulagsins. Það þarf eng- um blöðum um það að fletta, hví- líka geysiþýðingu það hefði fyrir bændastéttina, að losna út úr víta- hring kreppna og verðfalls auð- valdsskipulagsins og fá í staðinn ' skipulagða framleiðslu með fast- ákvcðnu verði. En það leiðir af sjálfu sér, að ckki væri hægt áð halda bændastéttinni þannig utan við hinar óþægilegu afleiðingar auð valdsskipulagsins, nema að gera um leið gangskör að því að þær bitni heldur ekki á öðrurn vinnandi stéttum, með öðrum orðum, bænda stéttin þyrfti að sínu leyti að vinna að því líka, að öruggt'framleiðslu- skipulag mætti komast á allt at- vinnulíf þjóðarinnar. Pólitík Alþýðuflokksins • minnir á söguna um mcinfýsna manninn, sem bað þess, að annað augað væri tekið vir sér, svo nágranninn missti i bæði. — Það eina, sem ekki á við I um söguna er það, að ekki verður hægt að álíta, að Alþýðuflokkur- inn hefði nokkura sjón að missa. Hann virðist vera steinblindur á það, sem er að gerast, — ef ætlazt væri til. að hann sæi fyrir verka- mcnn. AlþýðUflOKkUrÍnn Var — (Framhald af VeiðaW hafa verið svo bölvuð „lína" eftir allt saman, en hvað um það!). Svo kemur 1939, — Stauning kemur. „Línan frá Moskva", — sjálfstæðisþráðurinn í sögu Alþýðu- flokksins frá 1928—1939 slitnar. Alþýðuflokkurinn hengir sig í spottann frá Höfn, sver fyrir alla fórtíð sína „í frelsisbaráttu þjóðarinnar", tilkynnir þjóðinni: Ég hef enga ákvórðun tekið um » neinn skilnað við Dani. „Línan frá Moskva" slitnaði. Síðan hefur Alþýðufl. dingl- að í lausu lofti í sjálfstæðismálum íslenginga, — nema þegar hann öðru hvoru nær í spottann frá Höfn. Og hann hangir í hon- um sem stendur. Svo að síðustu nokkur alvöruorð um þessi mál: Sú kenning, að verkalýðnum beri að taka forustuna um frels- isbaráttu^þjóðar sinnar, er ein af grundvallarkenningum sósíal- ismans, .— kennd. og framkvæmd löngu áður en Alþjóðasam- band kommúnista var stofnað. Sú kenning er jafnt þáttur í kenningum og pólitík Karls Marx sem Stalins, eins og hún var líka þáttur í raunhæfri pólitík norsku og sænsku verklýðshreyf- ingarinnar 1905, markaði þá jafnt afstöðu norsku verkamanna- leiðtoganna, sem Brantihgs í Svíþjóð. Þessi stefna í sjálfstæðismálinu, sem Alþýðublaðinu kemur svo ókúnnuglega fyrir sjónir, heitir sósíalismi: kenningin um frels- un verkalýðsins af klafa auðvaldsins, frelsi kúgaðra þjóða undan oki yfirdrottnuriarstefnu auðstéttanna. Það skal sagt Alþýðublaðinu til fróðleiks, að einu sinni fylgdi Alþýðuflokkurinn þessari stefnu. Nú hatar hann hana, kallar hana „línuna frá Moskva".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.