Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1943, Blaðsíða 8
«rfa ^ri'M'ipjípnr5]^ r. r, T—, þJÓÐVILJINN •• NÝJA BÍÓ Ui* boi»gínni Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum, sími 5030 Ljósatími ökutækja er frá kl. 3,20 að kvöldi til kl. 9.10 að morgni. Helgídagslæknir. Halldór Stefáns- son, Ránargötu 32, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag. 14.00—16.30 Miðdegistónlekar (plöt- ur): Óperan „Mefistofeles" eft- ir Arrigo Boito. (Listmenn Scala-óperunnar í Milano; sungin á ítölsku). 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannes- son, Þorsteinn Ö. Stephens- sen o. fl.). 19.25 E^nleikur á harmóníum (Egg'- ert Gilfer): Lög eftir Hándel og Thomas Merlitt. 20.35 Erindi: Vestur á fjörðum (Sig- ! urður Einarsson dósent). 21.00 Hljómplötur: Nórðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Guðmundur Gísla- son Hagalín rithöfundur. 21.35 Hljómplötur: Klassískir dans- ar. 22.00 Danslög (Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar, kl. 22.00 22.40). Útvarpið á morgun. 20.30 Erindi: Um Kötlu og Kótlugos I. (Steinþór Sigurðsson mag- ister). 20.55 Hljómplötur: Heifetz leikur á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Sig- urður Bjarnason alþm. frá Vigur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Rúss- nesk alþýðulög. Einsöngtir (frú Elísabet Einarsdóttir): a) Vögguljóð (Árni Björns- son), b) Máninn (Sigv. Kalda- lóns). c) Leitin (Sigv. Kalda- lóns). d) í>ú ert sern, bláa blómið (Schumann). e) O. Herre (Melartin ). Málverkasýning Finns Jónssonar í Listamannaskálanum verður opin í dag í síðasta sinn til kl 12 á mið- nætti. Dagheimilið Suðurborg verður opnað á morgun (mánud.) kl. 9 f.h. Almenn samkoma að tilhlutun Þingstúku Reykjavíkur, verður í Listamannaskálanum, mánudaginn 29. nóvember, klukkan 8,30 s. d. R:æðumenn: Ólafur B. Björnsson, kaupmaður á Akranesi og Sigfús Sigurhjartarson, alþingismaður. Auk þess verða skemmtiatriði: Söngur og upplestur með undirleik. Allir velkomnir. Inngangur ókeypis. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær af fundi bæjaráðs var sagt .að nefnd sú er á að fjalla um bráða- birgðahúsnæðið ætti að hafa sam- starf við húsaleigunefnd, en átti að vera húsnæðisráðunaut bæjar- ins. Ennfremur slæddist sú villa inn í blaðið að bæjarverkfræðingi hefði verið falið að láta reisa skýli fyrir strætisvagnafarþega á Lækjartorgi, en átti að vera að honum hefði ver- að falið að gera uppdrátt að skýlinu. „Drykkjuskapur og dulspeki" heit- ir erindi, er Sigfús Elíasson flytur í Baðstofu iðnaðarmanna í kvöld kl. 8,30. Aðgangur ókeypis. Flokburínn Tilkymning frá stjórn Sósíalista- félags Reykjavíkur. Deildarfondir verða ekki næst- komandi þriðjndag, í stað þeirra verður fnndor með stjórnum allra deildanna manudaginn 29. þ. m. kl. 8,30 að Skólavörðustíg 19. i Stjómin. Ræða Stalíns Framhald af 5. síðu. ÁTÖKIN FRAMUNDAN Rauði herinn og sovétþjóðirn- ar hafa unnið mikla sigra á þessu ári í baráttunni við hina þýzku innrásarseggi. Við höfum valdið róttækum tímamótum í stríðinu landi okkar í hag, og stríðið nálgast nú lokahámark sitt. En það er ekki venja sovét- þjóðanna að vera ánægðar með afrek sín og láta þar við sitja eða fyllast ofsakæti vegna unn- inna sigra. Sigurinn getur ge'ngið okkur úr greipum ef sjálfsánœgjan nœr tökum á fylkingum okkar. Sigur er ekki hægt að vinna án baráttu og afkasta. Hann vinnst í orustum. Sigurinn er nú nærri, en til að vinna hann þurfum við ný, erfið átök, fórnfúsa vinnu á bak við víglínuna og ákveðnar aðgjörðir af hálfu rauða hers- ins á vígstöðvunum., Það mundi vera glæpur gagn vart föðurlandinu, gegn því sov ét-fólki, sem um stundarsakir hefur lent undir oki fasistanna, gegn þjóðum Evrópu, sem ör- magnast undir þýzkri kúgun, ef við létum hjá líða að nota hvert tækifæri til að flýta fyrir ósigri óvinanna. Óvinirnir mega ekki fá neina hvíld. Þess vegna verðum við að beita öllu okkar afli til að ráða niðurlögum þeirra. Sovétþjóðirnar og rauði her- inn sjá glöggt erfiðleikana fram undan. En nú þegar er ljóst, að dagur sigurs okkar nálgast. Stríðið er komið á það stigr þeg- ar um er orðið að ræða algjör- an brottrekstur innrásarseggj- anna úr löndum okkar og út- rýmingu hinnar fasistisku „ný- skipunar" í Evrópu. Sá tími er ekki langt undan, þegar við munum hrekja óvin- ina alveg út úr Úkrainu, Hvíta- Rússlandi, Leningrad- og Kalin- in- héruðunum, og frelsa frá þýzku innrásarseggjunum þjóð- ir Krímskaga, Lithaugalands, Lettlands, Moldavíu og Karelo- finnska lýðveldisins. Félagar! Fyrir sigri hins stríðandi bandalags Bandamanna! Fyrir frelsun Evrópuþjóðanna undan oki fasistal Fyrir algjörum brott rekstri hinna pýzku fjandmanna úr landi okkar! Lengi lifi rauði herinn okkar! Lengi lifi flotinn okkar! Lengi lifi hinir djörfu skæruhermenn okkar, karlmenn og konur! Lengi lifi hið mikla föðurland okkar! DEYI HINIR ÞÝZKU INN- RÁSARSEGGIR! Frá fundum U.N.R.R.A. Hermimtíu löndunum veröa útveguö veiðarfæri og bátar Undirnefnd sú, á ráðstefnunni í Atlanta, sem fjallar um það, hve víðtækar styrkveitingar skuli veittar til viðreisnar at- vinnuvegunum í löndum þeim, sem nú eru hernumin, að lok- inni styrjöld, hefur samþykkt tillögu Anke Ording, norska full trúans, um að veiðarfæri skuli Bandamenn hafa tekið þriðja hluta af ítalíu Montgomery hershöfðingi hef- ur sent 8. hernum boðskap. Seg- ir þar, að nú sé kominn tími til að greiða Þjóðverjum gífur- lega þung högg. Bandamenn hafa síðan inn- rásin hófst þanh 3. september tekið einn þriðja hluta ítalíu, en nú verði að herða sóknina og hreinsa leiðina til Rómaborg ar og hrekja Þjóðverja norðúr fyrir hana. Bandamenn hafa nú stækkað mikið brúarsporð sinn á norður- bakka Sangró-árinriar. í gær voru gerðar harðar loft- árásir á járnbrautarlínur Þjóðr verja norður eftir skaganum.' Leikfélag Reykjavíkur sýnir leik- ritið Ég hef komið hér áður kl. 8 í kvöld. Lénharður fógeti verður sýndur í 20. sinn annað kvöld og heíst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. 'vera meðal þeirra hluta, sem UNRRA reyni að láta þeim í té. (UNRRA er hið skammstaf- aða heiti endurreisnar og hjálp- ar stofnunar hinna sameinuðu þjóða). Samþykktir undirnefndarinn- ar þurfa að fá samþykki aðal- nefndarinnar og síðan alls ráðs- ins til þess að vera grundvöllur til framkvæmda. Ording sagði, til skýxingar til- lögu sinni, að til veiðarfæra mætti telja báta, í stað þeirra, sem hafa verið eyðilagðir eða teknir af óvinunum, þegar þann ig standi á, að smábátarnir séu nauðsynlegir til að flytja björg í bú á hinum endurheimtu land svæðum. Tilkynningin um tillögu Ord- ings var birt í sambandi við álitsgjörð frá undirnefndinni um, að UNRRA ætti að styðja að því að koma upp samgöngu- tækjum til flutninga á matvæl- um og öðrum nauðsynjavörum, þar sem ástæður krefðust þess. í þessu sambandi sagði Ording, að komið gæti til mála að UNRRA legði tiL strandferða- báta, þar sem þeir hefðu verið eyðilagðir. Slík aðstoð, sagði hann, myndi vera sérstaklega þýðingarmikil fyrir ýmis héruð í Noregi, þar sem strandferðir kæmu í stað járnbrautarflutn- inga. : Flugvirkið „Mary Ann" • (Air Force) S Stórfelldasta flugmynd nú- 5 tímans. : Aðalhlutverk: Í JOHN GARFIELD. . HARRY CAREY. Sýnd kl. 6.30 og 9. • Börn fá ekki aðgang. : KVENHETJAN « (Joan of Ozark) : JOE E. BROWN. JUDY CANOVA. ; Sýnd kl. 3 og 5 : Bönnuð börnum yngri en : 12 ára. • ~ Aðgöngumiðasala frá • kl. 11 f. Ji. Fundir Sösíalists- flokksins á Suðurnesjum Sósíalistaflokkurinn heldur í dag tvo opinbera fundi suður með sjó, til þess að rœða um málefni fiskimanna og sjó- manna. ' ¦ Annar fundurinn verður í Keflavík og hefst kl. 2 e. h., en hinn í Grindavík og hefst hann kl. 8,30 síðd. Málshefjendur verða Guðjón Benediktsson, Lúðvík Jósefsson og Þóroddur Guðmundsson. fslendingur kemur heim frá Noregi Framha^d af 1. síðu til sín taka, og það var einungis af hollustu þjóðarinnar við konung sinn, að Danir héldu sér í skefjum, unz upp úr logaði síðast í ágúst- raánuði. BARÁTTUKJARKUR NORÐ- ÍVIANNA ÓBROSTINN Hann kvað norsku þjóðina líða miklar þjáningar undir kúgunar- oki þýzku nazistanna, en þótt þjóð- in byggi við sult og harðrétti, þá væri baráttukjarkur hennar óbrost inn, og biði hún með óþolinmæði eftir þeim degi, er Bandamenn hefja innrásina, svo hún gæti tekið upp vopnaða baráttu á ný til þess að hrekja hina hötuðu kúgara brott úr landi sínu. Hann kvað Þjóðverja hafa ver- ið mjög grama yfir því, að Bretar hernámu ísland, og hefðu þeir efa- laust haft í hyggju að ná sjálfir fótfestu á íslandi. — Hefðu þeir talað um, að „hi-einsa ísland"(!) þegar þeir væru búnir að vinna stríðið. Karlmenn tala saman Framh. af 3.' síðu. ekkert að stæra sig af því eða láta mikið á því bera. Og svo er hún alltaf fjarskalega góS og blíð. Hún skilur aldrei við mig". Þá tók einhver í öxl feita mannsins og sagði lágt: „Veiztu viö hvern þú* ert aS tala? ÞaS er fyrri maSurinn konunnar þinnar". * TJARNAK BÍÓ FLUGVIRKI (Flying Fortress) Richard Greene Carla Lehmann • Sýnd kJL 7 og 9. : : • • Bönnuð fyrir börn innan 12 ; : : ; ara. : i—¦------------1 • I hjarta og hug : : : : (Always In My Heart) : • : ; Söngvamynd. : • : GLORIA WARREN ;. : : : Sýning kl. 3 og 5. : : i : Sala aðgm. hefst kl. 11 f.h. ; : «...o»« . z Atrás á Berlín Ffamhald af 1. síðu elda eftir fyrri árásirnar, en þeir hurfu brátt fyrir hinum nýju eldum, sem innan skammslog- uðu um allt árásarsvæðið. Sir Arthur Harris, yfirmaður brezka sprengjuflugvélahersins hefur gefið skýrslu um árásim- ar á Berlín til þessa. Segir að á þessu ári hafi verið varpað samtals 12000 smálestum sprengna á borgina og þar af meir en helmingur á síðustu 8 sólarhringum. Hafi hvergi verið hægt að vinna Þjóðverjum meira tjón á einum stað. Segir hann, að í árásunum sé farið eft ir sömu reglum og notaðar voru í árásunum miklu á Hamborg En að ýmsu leyti hafa þær þó verið endurbættar og breytt um aðferðir. Er 5—7 ferkílómetra svæði af borginni tekið fyrir í einu og allt eyðilagt, sem hern- aðarþýðingu hefur. I fyrrinótt var og gerð hörð árá :s á Stuttgart. Komu þar upp miklir eldar. Úr þessum árásarleiðöngrum sakna Bretar 32 flugvéla. Fréttariturum og ferðamönn- um hlutlausra landa ber sam- an um, að tjónið í Berlín sé gífurlegt. Flýr fólk .borgina í hrönnum, þrátt fyrir tilraunir yfirvaldanna til að hindra það. Þjóðverjar bera sig illa yfir „hinum grimmdarlegu" árásum Breta. En brezk blöð benda á, að einkennilegt sé að heyra Þjóðverja kvarta undan eyði- leggingum í Berlín á sama tíma sem þeir gorta af því að hafa lagt Gomel í rústir. ' Fréttir berast um vaxandi mót spyrnu íbúanna í Eystrasalts- ríkjunum gegn þýzkú kúgurun- um. Hafa Þjóðverjar töluvert lögreglulið þar, en þó hvergi nærri nóg til að geta allsstaðar haldið uppi aga, ef víða kemur til uppreista. Ummæli Stalíns í ræðunni, sem birtist í Þjóðviljanum í gær og í dag, um samherja nazista, sem nú reyndu að laumast burt og skjóta sér undan ábyrgð á glæpum innrásarherjanna fengu staðfestingu í gær. Útvarpið í Búdapest, höfuðborg Ungverja- lands, útvarpaði í gær þeirri yf- irlýsingu, að ungverski herinn á austurvígstöðvunum tæki ekki þátt í bardögum, heldur sinnti aðeins varðstörfum á bak við víglínuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.