Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 3. des. 1943. 272. tölublað. ^gs&S-^*'-' "^^ Sfang Kaj^sjek komínn 'heím fíl Sjtíkíng, k. Míkílvægar ályhlmiív feknar á Kaíroráðstef nunní um Austur~Asíu Roosevelt iirl Brieo les n í Iðnð í Mli Norska leikkonan Gerd Grieg les upp og syngur % Iðnó í kvöld kl. 8. ' Til upplestrar hefur hún val- ið „Bergljót" og „Áð klæða fjallið" eftir norska þjóðskáldið Björnstjerne Björnson.' Enn- fremur les hún upp kvæði eft- ir norska skáldsnillinginn Wer geland. Þá syngur hún ennfremur nokkur norsk ljóð með undir- leik Árna Kristjánssonar píanó leikara. í fregnum frá Tyrklandi er fullyrt, að Roosevelt forseti, Churhill forsætisráðherra og Stalín marskálkur, forsætis- og landvarnarþjóðfulltrúi Sovétríkjanna, sitji á ráðstefnu í Teheran, höfuðborg írans (Persíii)... Opin- berlega hefur enn ekkert verið sagt annað en þeir Chur- chill og Roosevelt væru á leið til ónefnds ákvörðunarstað ar. Hins vegar var sagt að Sjang Kajsjek, forseti Kína, og frú hans væru snúin heimleiðis til Kína. Á ráðstefnunni í Teheran er talið aðieingöngu verði rætt um málefni Evrópu og þá fyrst og fremst stríðið gegn Þýzkalandi. Talið er að einkum muni þó rætt um hina pólitísku hlið styrjaldarrekstursins, þar sem hern- aðarreksturinn hafi þegar verið ræddur á ráðstefnunni í Moskva. Umræðurnar í Kairo snérust eingöngu um styrjöldina í Asíu og um fyrirætlanir Bandamanna þar eystra að fengnum sigri. Þó notuðu Roosevelt og Chur- chill tækifærið til að ræða um Miðjarðarhafsmál við æðstu menn Bandamanna þar. Um 300 hernaðar- og stjórn- málafulltr., bandarískir, brezk- ir og kínverskir, voru þeim Roosevelt, Churchill og Sjang til aðstoðar. Ákvarðanir ráðstefnunnar skiptast í megindráttum í tvennt: 1. Stríðinu gegn Japönum skal ekki hætt fyrr en knúin hefur verið fram skilyrðislaus upp- gtjöf þeirra. 2. Teknar skulu af Japönum allar eyjar í Kyrrahaf^ sem þeir fengu í lok fyrri heims- styrjaldar og hafa síðar lagt Fjölbreytt hátíðahöld 1. Hátíðahöldin 1. desember, á hinum 25. minningardegi um fullveldi íslands, fór fram með virðuíeik og glæsibrag. Hátíðahöldin hófust með pví að ríkisstjóri Sveinn Björnsson. flutti rœðu af svölum Alþingis hússins, er ræða hans birt á öðrum stað hér í blaðinu. Stúdentar votta Norð- mönnum samúð Að lokinni ræðu ríkisstjóra var íslenzki þjóðsöngurinn leik inn. Gengu þá stúdentar ásamt öllum mannfjöldanum, er var saman kominn' við Austurvöll, að bústað sendiherra Norð- manna. Skúli Skúlason ritstjóri flutti sendiherranum ávarp og tjáði honum, norskum stúdentum og allri norsku þjóðinni samúð ísl. stúdenta vegna hinna hörmu- legu . tíðinda, er nú hefðu enn á ný borizt frá Noregi, þar sem æðstu menntastofnun norsku þjóðarinnar, háskólanum í Osló, hefði verið lokað og pró- fessorar hans ásamt 1200 stúd- entum handteknir. Að lokinni ræðu Sk. Sk. þakk Framhald á 8. síðu. Sjang Kaj-sjek undir sig. Ennfremur skal Kín verjum skilað aftur öllu því landi, sem Japanir hafa rænt i'rá þeim. Kóreubúar, sem byggja skaga þann, sem næst- ur er Japan af meginlandi As- íu, eiga að fá frelsi sitt aftur og sjálfstæði. Mun þetta atr- iði áreiðanlega vekja óhemju fögnuð meðal Kóreubúa, því að þeir hafa þjáðst undir oki Jap ana lengur en nokkur önnur þjóð, sem þeir hafa hernumið, eða samfleytt í 33 ár, en eru sjálfir friðsöm þjóð, sem bygg ir menningu sína á afarfomum arfi. Á ráðstefnunni í Kairo voru gerðar ráðstafanir til að sam- ræma allar hernaðaráætlanir Bandamanna í Asíu og teknar ákvarðanir um vissar hernaðar aðgerðir. En auðvitað var ekk- ert sagt nánar hve^rnig þeim væri varið. Allir fulltrúar á: ráðstefnunni voru sagðir hæstánægðir með árangurinn. ;¦ ¦¦ ¦¦ ¦¦..:.¦ ¦¦¦:.¦.-¦¦¦..¦ ¦.-.¦¦ ' 'v. ¦M&^imMSf&$ Stalín Roosevelt sendir ríkisstjóra heilla- óskir Ríkisstjóra barst fjöldi heilla óska í tilefni fullveldisdagsins. Svohljóðandi heillaósk barst frá Roosevelt forseta Bandaríkj- anna: „Eg vil fyrir hönd Bandarikja þjóðarinnar og mína senda yð- ur og íslenzku þjóðinni kveðj- ur og árnaðaróskir á þessum þjóðhátíðardegi fslands. Leyfið ,mér einnig að færa yður per- sónulegar árnaðaróskir mínar. -— Franklín Roosevelt." Sfeíw \t\ ] JiHliliuiol' nlil liifinntilíí. Heimspekideild Háskólans veitti Steingrími J. Þorsteinssyni nafnbótina doktor í heimspeki, dr. phil., hinn 1. desember s.l., fyrir bók hans „Jón Thoroddsen og skáldsögur hans", án þess að munnlegt próf færi fram. Var það gert vegna óvenjuglæsilegs námsferils og ágætis þessarar bókar hans. Steingrímur J. Þorsteinsson ,er einn hinna efnilegustu ís- lenzku fræðimanna uú. í fréttatilkynningu um þetta frá Háskólanum segir svo: „Undanþága þessi er veitt án umsóknar af hálfu doktorsefnis með þeim forsendum, að heilsu- fari hans hefur um skeið verið svo háttað, að rétt þótti að hl:'.fa honum við áreynslu munnlegr- ar varnar, en ástæðulaust að láta frekari bið en orðin er verða á því að veita honum r^afnbótina, með því að hann á að baki sér óvenjulega glæsi- legan námsferil í háskólanum og einskis tvímælis getur orkað, að bök hans, sem þegar fyrir rúmu ári vár af deildinni dæmd makleg til varnar.fyrir doktors- Steingrímur J. Þorsteinsson er fæddur á Akureyri 2. júlí 1911. Hann er sonur hjónanna Laufeyjar Pálsdóttur, dóttur Páls Árdals skálds, og Jóhann- esar Þorsteinssonar kaupmanns. Steingrímur J. Þorsteinsson Steingrímur lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum á Akureyri vorið 1932. Dvaldist næsta ár við frönsku- og bók- menntanám við Sorbonnte-há- Framhalcx á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.