Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. desember 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 Hvervillmeðganga? Fyrir nokkrum dögum gat að líta frásögn um alvarlegt atriði varðandi íþróttalífið og íþrótta ferðir félaga úr Reykjavík út á land á s. 1. surrri. Sá, sem segir frá, er Pétur Sigurðsson erindreki og 'sögu- maður hans er sá maðUr, sem bezt vissi um atvik það er um ræddi og er hinn trúverð- ugasti maður. Frásögnin er á þá leið, að eitt af íþróttafélög- unum í Reykjavík, sem fór í íþróttaför út á land hafi fengið skóla til íveru meðan staðið var við. Þegar flokkurinn var farinn og farið var að taka til og hreinsa húsið, komu í leit- irnar 12 tómar brennivínsflösk ur, og 2 með' smálögg af vín- anda. Nafn félagsins og staður er ekki nefnt og er það senni- lega af linkind við félagið. Nú munu flestir spyrja: Hvaða félag er þetta? En það er í rauninni ekkert aðalatriði heldur hitt: Er þetta atvik eins dæmi, sem mun aldrei koma % t fyrir aftur og hefur aldrei kom ið fyrir áður, eða er þetta venja í ferðalögum íþróttaflokka? Mín skoðun er sú, að það sé mikið nær því að vera venja en einsdæmi, þótt til séu heið- arlegar undantekningar. Styðst ég þar bæði við persónuleg kynni og sögusagnir sannorðra manna. Vill nokkur íþróttamaður meðganga þetta fyrir sjálfum Sundmót Svía 1943 Sundmeistarar Svía frá því í hafa aldrei átt eins í vök að verj- ast með meistaratitla sína og í ár. Var það unga fólkið sem sótti svona fast á, eða fastara en nokkru sinni fyrr. Fyrri daginn voru það aðeins 3 af 14 sem héldu velli, en síðari dag- inn voru aðeins tveir af 7 sem urðu að láta í rninni pokann. Það urðu því 13 nýir meistarar í nrót- inu, en 8 héldu velli. Mótið fór fram í Tinncrbáks- badet í Linköping. Allt úrvals sundfólk Svía var þar saman kom- ið, að undanteknum Björn Borg, sem gat ekki mætt. í karlakeppninni unnu Stokk- hólmsfélögin 11 af 14 titlum, en í kvennalceppninni sigraði Stokk- hólmsfélag aðeins í tveim greinum. Árangur í einstökum greinum: KARLAR: 100 m. frj. a. Per Olaf Olsson 1,01,6 200 m. frj. a. R. Gustafsson 2,21,4 400 m. frj. a. G. Ilellström 5.12.1 1500 m. frj. a. Th. Jansson 21,05,6 200 m. bringus. lt. Hellgren 2,49,4 400 m. bringus. R. Hellgren 6,02,0 100 m. baks. B. Person 1,12,9 4x100 m. Hellas 4,11,6 Björgunars. Thor Ilenning 2,29,3 KONUR: 100 m. frj. a. Ingr. Thafvelin 1,12,5 400 m. frj. a. Ingr. Thafvelin 5,45,8 200 m. brs. M.-Britt Jansson 3,10,2 400 m. brs. M.-Britt Jansson 6,35,4 100 m. bs. Kjerstin Sörensen 1,34,2 4x100 m. I. F. K. Stockholm 5,04,6 Björgunars. Vera Dahlberg 3,03,9 Þá var einnig keppt í dýfingum, bæði karla og kvenna. sér? Vill nokkur flokkur með- ganga að hafa skilið eftir 12 tómar vínflöskur í gististað sín- um á sama tíma sem hann heyr ir frásagnir af ferðum sínum í .útvarpi og les um þær í blöðum, þar sem sagt er frá glæsilegum afrekum og að allt gangi að óskum? Erum við íþróttamenn svona litlir karlar að við séum ánægðir með að sannleikurinn sé sagður á þennan hátt? Enginn efast um það, að at- vik sem þetta spillir fyrir í- þróttahreyfingunni. Ölæði manna, sem fara með sýninga- eða keppniflokkum um landið, er álitshnekkir fyrir íþrótta- hreyfinguna. í lögum íþróttasambandsins er svo að kveðið, að ef íþrótta- menn „hegða sér á einhvern hátt svo, að íþróttahreyfingunni sé til hnekkis“, varðar það sér- staklega og án undantekningar hegningu (17. gr.). Enginn efast um, að orðróm- ur sem þessi er íþróttahreyfing unni til hnekkis, og ef sannur reynist bæri að sjálfsögðu að taka hart á þessu og útiloka þá flokka frá ferðalögum um nokk urt skeið, sem þannig hegða sér. Annars eru þessi vínmál í- þróttamanna orðin vandræða- mál, og til mikils hnekkis fyr- ir íþróttahreyfinguna og ein- staklinga hennar. Er þar ef til vill mörgu um að kenna, sem betur verður komið að síðar. Eg fæst þó aldrei til að trúa því, að nokkur sé sá íþróttamað ur, er skilji ekki að íþróttir og áfengi er ósamrýmanlegt, eða vill nokkur íþróttamaður með- ganga það? Tveir íþróttamenn fórust með m.b. Hilmi. \ Tveir íþróttamenn, þeir Anton Bjömsson, leikjimikennari og Hreiðar Jónsson, fórust með m. b. Hilmi og verður þeirra nánar getið síðar hér á Iþrótta síðunni. ÍÞRfiTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON i r j Iþróttasamband Svía 40 ára Þessi mynd er tekin á fyrsta kappmóti þeirra Hággs og Rice í Ameríku. Hágg er lengst til vinstri á myndinni, en Rice lengst til hægri. íþróttasambandið sænska var stofnað á hvítasunnudag 1903, og voru stofnfélögin að- eins 35 að tölu. Fyrstu árin var vöxtur og við- gangur sambandsins ekki mik- ill.»Félögum fjölgaði hægt og meðlimafjölda að sama skapi. Árið eftir, 1904 um vorið, voru félögin þó komin upp í 60 og félagarnir í 4500. Þegar samband ið hélt 10 ára afmæli sitt voru félögin orðin 620 og félagarnir orðnir 62000, þúsundasta félag- ið er skráð í sambandið 1921 eða eftir 18 ára starfsemi. Eftir 8 ár, eða 1929, er 2000. félagið skráð og síðan hefur talan auk- izt með mikið meiri hraða. 1933 eru félögin orðin 3000 sem telja 230 þús. félaga. Næstu 4 ár er jafnaðarfjölgunin um 500 á ári því 1937 eru þau 5000. Næstu 3 ár er hraðinn ekki eins mik- ill því 18. júní 1940 er nr. 6000 innritað, og næstum sama dag þrem árum síðar eða 8 júní 1943 er talan komin upp í 7000 félög. í ágúst í sumar telur sambandið 7051 félag með 485687 skráðum félögum. Og ekkert bendir til að neitt sé að draga úr þessum vexti. Friálsar iróSíir, vöxtur þeirra og viögangur Eftir Stefán Runðifsson Íþróttasíðan hefur farið þess á leit við Stefán Runólfsson að hann skrifaði nokkrar greinar um frjálsar íþróttir, og hefur hann orðið við þeirri beiðni. kemur fyrsti kaflinn í dag og svo smátt og smátt eftir því sem rúm og ástæður leyfa. Ste- fán er þaulkunnugur þessum málum, og áhugasamur mjög. Um langan tíma hefur hann tekið þátt í keppni í frjálsum íþróttum og langhlaupum. Glímumaður er hann góður og lætur þá íþrótt mjög til sín taka. ■ Stefán hefur verið formaður Iþróttaráðs Reykjavíkur fimm s. 1. ár og hefur sá tími verið honum góður skóli til að fá innsýn í það hvar umbóta er þörf. Verður gaman og gagn að því að fylgjast með því í grein- um hans. Ritstj. INNGANGUR Víða á landinu eru dalir, grundir, tún og engi, þar sem forfeður vorir öld eftir öld stunduðu sveitastörf, sem gætu eftir eðli sínu talizt til frjáls íþrótta. Við smalamennsku tóku menn langstökk yfir sprungur og læki, menn hluþu bæði þol- hlaup og spretthlaup um grýtta jörð, hóla, dældir, skóga, kjarr og hraun. í vetrarferðum höfðu menn með sér langa stöng og sveifl- uðu sér yfir t. d. vatnsföll, sem runnu milli skara eða yfir fann ir o. s. frv. Þessi sveifla á stöng- inni var svipuð þeirri sem nú tíðkast við • stangarstökk, enda þótt nú sé keppt að því að kom- ast sem hæst, en áður sem lengst. Slöngukast var mikið iðkað fyrr á öldum og á síð- ustu öld var það ein aðferð við fuglaveiðar. Þótt við vitum að íslendingasögurnar hafi vakið hjá íslenzku þjóðinni áhuga fyrir frjúlsum íþróttum sem öðrum íþróttum svo sem há- stökk Gunnars á Hlíðárenda, og langstökk Skarphéðins. Sífellt strit fyrir fæði og klæðum knúði fullorðna fólkið til þess að láta æsk^ana sjaldan fá tóm- stundir til félagslegrar eða kerf- isbundnar líkamsræktar. Hvort heldur að æskan fór að hugsa um bókmenntir eða líkamsrækt þá var viðkvæðið hjá eldra fólk- inu: „að slíkt gæfi ekki mikið 1 askana“. Þannig var það að lífsbaráttan fjötraði hið frjálsa íþróttalíf, enda þótt að í vitund þjóðarinnar væri orðið íþrótt tákn þess tíma sem koma skyldi Tuttugasta öldin byrjaði þannig að ungir menn fóru í hópum að stunda íþrótt.ir bæði í sveitum og bæjum. í sveitum komu menn saman og hlupu eða stukku, með þetta vígorð á vörum: „Við skulum keppast“. Framh. Vaxtarrækf Nýlega er komin út bók er nefnist vaxtarrækt. Er höfund- ur hennar hinn ágæti leikfimi- kennari Jón Þorsteinsson. Fyrst þegar ég heyrði þessar- ar bókar getið og hver höfund- urinn væri taldi ég víst, að þarna væri bók sem aðallega væri ætluð íþróttamönnum og þá sérstaklega leikfimiiðkend- um, og þessa skoðun hef ég rek- ið mig á víðar. En eftir að hafa lesið bókina komst ég að þeirri niðurstöðu, að hún er fyrst og fremst ætl- uð öllum öðrum en þeim, þó þeir geti að sjálfsögðu notið góðs af henni líka. í formála bókarinnar segir Jón m. a. „Síð- an ég fór fyrst að iðka líkams- æfingar finnst mér að kennar- ar mínir hafi einkum beitt at- hygli sinni að tvennskonar á- göllum í vexti nemenda, aflög- uðu baki og bringu“. Kjörorð bókarinar er: „Styrkið bakið“. Mestur hluti hennar fer því í að gefa ráðleggingar um það, hvernig það skuli gert. Hann byrjar þar á hvítvoðungnum fárra vikna og fylgist með hon- um áfram. Hann gefur margar æfingar fyrir hin ýmsu aldursskeið ung- linga til að verjast þeim slæma sjúkdómi sem nefndur er hrygg- skekkja. Bendir Jón þar | ým- islegt sem valdið getur þessum sjúkdómi og nefnir þar móður- ina sem hpldur barninu alltaf á sama handlegg. Barnið sem leitt er af fullorðnum, skóla- drenginn sem alltaf lætur tösk- una hanga á sömu öxl, burð o. s. frv. Kaflinn „Skólaaldur- inn“ er mjög merkjlegur. Þar ] gefur hann nokkrar æfingar sem | gerðhr eru í sætum nemend- [ anna við skólaborðið, og eru þær sérstaklega ætlaðar þar sem Salir eru ekki tiL Þetta hef- ur þegar verið reynt, áður en bókin kom út og hefur reynzt mjög vel. Þá leggur höfundur til að það fólk sem starfar alla daga inni, ýmist við einhæfa vinnu eða létta vinnu, taki æfingar í 5 mínútur á hverjum degi t. d. um kaffitíma, og auk þess á- kveðnar' æfingar eftir vinnu. Þessa tillögu byggir hann á reynslu sem fengizt hefur í Svíþjóð og bar undraverðan árangur. Á þessu litla sem hér hefur verið sagt, sést að þessi bók á erindi til allra. Hún er hvetj- andi áskorun til fólksins að varðveita og laga það sem allir óska bæði sér og sínum og er: fagur líkamsvöxtur, og heil- brigði. Hvert heimili þarf að eignast hana og notfæra sér. Þó eyða verði til þess tíma, þá Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.