Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 1
1 8. árgangur. Laugardagur 4. des. 1943. 273. tölublað. ——B1 AlþýðufræMa fulltrúaráðs verklýðsf élaganna: Upphaf íslenzkrar sagnaritunar Björn Sigfússon flytur nœsta erindi á vegum alþýðufræðslu fulltrúaráðs verklýðsfélaganna og nefnir hann erindið: Upphaf íslenzkrar sagnaritunar. Björn hefur áunnið sér ó- venju almennar vinsældir með útvarpserindum sínum um ís- lenzkt mál og hafa þau nú, sem kunnugt er, verið gefin út í Er- indasafni Útvarpstíðinda. Björn er þaulkunnugur efni því, er hann hefur valið sér að umræðuefni og þurfa menn því eigi að óttast það, að verða fyrir vonbrigðum við að hlusta á hann. Afkomendur sagnaritaranna gömlu munu því fjölmenna 1 Iðnó á sunnudaginn kemur. Verziunarjöfnuðurinn éhsgstsður um 14,5 millj. kr. Samkvæmt skýrslu hagstof- unnar er verzlunarjöfnuðurinn fyrir timabilið janúar—október 1943 óhagstæður um 14.5 millj. króna. Á þessu tímabili hafa verið fluttar út íslenzkar afurðir fyrir kr. 192 062 010, en innfluttar vörur fyrir kr. 206 632 730. Á sama tíma í fyrra var verzl unarjöfnuðurinn óhagstæður um 9 millj. kr. — Út var flutt fyrir kr. 181 487 700, en inn fyr- ir kr. 191 053 060. f októbermánuði s.l. var flutt út fyrir kr. 17 848 320, en inn fyrir kr. 27 691 800. Innflutning- urinn í mánuðinum nemur því tæpum 10 millj. kr. (9,84 millj.) meiru en útflutningurinn. Byggingafélðg vcrk> manna stofnað í Neskaupstðð Byggingafélag verkamanna hefur nýlega verið stofnað í Neskaupstað, Norðfirði og heitir það Byggingafélag alþýðu. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Jóhannes Stefánsson for maður, skipaður af félagsmála- ráðherra, Lúðvík Jósefsson, Jó- hann P. Guðmundsson, Oddur A. Sigurjónsson og Kristján Imsland. Félagið hefur í hyggju að hefjast handa með byggingu verkamananbústaða þegar á nscsta áii. Utn 1000 flugvélar tóku þátt í árásínni Melr eti eínn þndfé hluli borgarínnar i rúsfum j DAö er skiladagur í Þjóðvilja söfnunmni. Sósíalistarog allir velunnarar Þjóðvilj ans! Látið nú sjást að þið kunnið að meta stækk- un blaðsins og að þið ætl ið að legffja fram ykkar skerf til þess að átta síðu blaðið sé örufffft um fram tíðina. Þið hafið aldrei bruffðizt blaðlnu ykkar, þegar á hefur legið. Þið munuð ekki heldur gfera það nú. Komið í daff á skrifstofu Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19 og sldl ið af listum. I Berlín, sem þegar hafði orðið fyrir meiri loftárásum en nokkur önnur borg í heimi, varð að þola eina árásina enn í fyrrakvöld, eftir sex sólarhriga hlé. Það voru Landcester- og Halifaxsprengjuflugvélar, sem árásina gerðu. Er talið sennilegt, að þær hafi verið um 1000 að tölu. Yfir 1500 smálestum af sprengjum var varpað á borgina, mest á ný skotmörk. Nákvæm skýrsla hefur ekki verið gefin enn um tjónið, þar sem ekki er búið að vinna úr ljósmyndum könnunarflugvéla, en fulltrúar brezka flugmálaráðuneytisins eru óvanalega bjartsýnir og telja ýmislegt benda til, að þetta hafi verið árangursmesta árásin, sem gerð hefur verið á þetta höfuðvígi nazista. • Þegar fyrstu flugvélarnar • voru í um 80 km. fjarlægð frá borginni mættu þær orustuflug- vélum Þjóðverja og voru 1 ó- slitnum bardaga við þær upp frá því. Þegar yfir borgina kom var loftvarnaskofhríðin óvenju hörð. Ætluðu Þjóðverjar sér að knýja árásarflugvélarnar upp í háloftin, en engu að síður tókst þeim að komast inn yfir hin fyrirfram ákveðnu skotmörk sín. Hófst árásin á borgina kl. rúmlega 8 og stóð 1 röskar 20 mínútur. Meðal skotmarkanna voru heimskunnar verksmiðjur, nefni lega A E G- og Simens- raf- tækjaverksmiðjurnar, Ðaimler-, Benz-, Focke Wulfe- og Heikel verksmiðjurnar, mestu her- gagnaiðnaðarstöðvar Þýzka- lands. Flugmennirnir sögðu, að kolsvartar reykjarsúlur hefðu staðið nokkra kílómetra upp í loftið. Bretar sakna 41 flugvélar úr árásunum 1 fyrrakvöld, en ekki munu þær allar hafa farizt í árásinni á Berlín, því að sam- hliða þeirri árás voru einnig gerðar árásir á Vestur-Þýzka- land í truflunar skyni. Þjóðverjar eru nú byrjaðir að Átök um eigna- aukaskattinn flytja stjórnarskrifstofurnar burt frá Berlín. Er kunnugt, að utanríkisráðuneytið verður .flutt til bórgarinnar Breslau í Schles ien. Flytja erlendar sendisveit- ir þangað um leið. I síðastliðnum mánuði var varpað yfir 21000 smálestúm sprengna á Þýzkaland. Þar af vörpuðu brezkar flugvélar um 14000 smálestum en Bandaríkja menn um 7500 smálestum. % Mum ÞiMierja í Uia n looai- sffl hæti oeoaa sioar Oðssa að aostao Rauðí hcrínv fcfeur bæ 25 km. fyrír vesfan Kremensfúg Rauði herinn sótti víðast fram á hinni 1209 km. löngu víglínu sinni í gær, en einkum þó á vígstöðvun- um í Hvíta-Rússlandi og hjá Kremensjúg. Er hann nú rúmiega 15 km. frá bænum Rogatséff, sem er við'járn- braut frá Síobin um 18 km. fyrir norðan þá borg. Hjá Kremensjúg tók rauði herinn í gær tylft bæja og þorpa og þ. á m. bæ einn 25 km. fyrir vestan þá borg. Rússar hafa enn færzt nær Slobin. Eru þeir álíka langt frá henni að austan og þeir eru frá Rogatséff. Járnbraut sú, sem liggur um þessar tvær borgir, er á þessum slóðum á afarlöngum kafla á vesturbakka Dnépr eða skammt frá. Er hún Þjóðverjum geisi- Framhald á 8. síðu. iil sbíMhhm^ '&mm. Undirbjuggu Roosevelt, innrás á meghilandið? Stalin og Churchill á fundum sínum í Teheran hina margumtöluðu — Myndin sýnir Bandamenn hylja innrásarflota sinn í Alsír reykskýjum. Frumvarp þeirra Haraldar Guðm., Brynjólfs Bjarnasonar og Hermanns Jónassonar um eignaaukaskatt var til 2. um- ræðu í efri deild í gær. Fjár- hagsnefnd hafði klofnað um málið. Lagði meiri hluti henn- ar, þeir Har. Guðm., Brynjólfur Bjarnascn og Bcrnharo Stefáns- Framliald á 8. síöu. Lítíl flugvélasprengía fellur níður í Vesturbænum Rúða brotnaði — annað tjón varð ekki Lítil sprengja féll úr flugvél niðxu- á Bræðraborgarstíg Id. um 10 mín. yfir 12 f, fyrradag. Kom sprengjan niður fyrir utan húsið nr. 26 Gaus upp mik- ill íeykur og rúða brotnaði í framhlið hússins, en ekkert slys né annað tjón varð. Lögréglan var kölluð á vett vang og fóru íslenzkir og er- lendir lögreglumenn þegar á staðinn. Grunn hola, um fet í þvermál, hafði komið í götuna eftir sprengjuna, cn msrki eft- ir SDi’crgiubrot og mcl hafa sézt á húsinu er næst var, auk rúðubrotsins og einhverjar sprengjuflísar fundizt. Enginn var á ferli á götunni þegar sprengjan féll, ella hefði slys getað hlotizt af. ÁlitiC er að hér hafi verið um æfingasprengju úr flugvél að ræða, enda sást flugvél fljúga yfir staðinn um þetta leyti. Mun sprengjan hafa fallið niður vegna bilunnar eða ein- hverra mistaka, er talið að slíkt komi sjaldan fyrir, — en getur haft alvarlegar afleiðing- ar. .Atlantik* - ný ölgerð Ný ölgerð hefur fengið leyfi til að taka til starfa á Hörpu- götu 24 hér í bœnum. Ölgerð þessi nefnist „Atlan- tik“. Eigandi er Jón Finnboga- son, Hörpugötu 38.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.