Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN qfœiantéitHrinH Að komast á vinnustaðinn Herra ritstjóri! f samningi Dagsbrúnar við at- vinnurekendur er svo fyrir mælt, að verkamenn skuli fluttir á yfir- byggðum bílum að og frá vinnu- stöðvum, sem eru utan takmarka Reykjavíkurbæjar. Þetta er nú gott og blessað út af fyrir sig, enda óhjákvæmilegt fyrir báða aðila, eigi vinna að hefjast ý tilskildum tíma. En það er annað í þessu sambandi, sem ég vildi gera að umtalsefni, og það er flutningur á þeim verka- mönnum sem vinna í útjöðrum bæj- arins, en teljast þó vera innan bæj- artakmarkanna. Það er einkum einn vinnustaður sem ég hef í huga, þar sem vinna fleiri hundruð verkamenn yfir sumartímann. Allur þorri verkamanna er þarna vinna eiga heima svo langt frá vinnustaðnum að það væri næstum því ógerlegt fyrir þá að mæta á rétt- um tíma á morgnana og þó ennþá síður að þeir gætu farið heim í mat um hádegið, ef ekki ynnu þarna margir bílar, víðsvegar að úr bæn- um sem verkamennirnir sæta lagi að komast með til og frá vinnustaðn um. Nú eru bílstjórarnir ekki skyld- ugir að flytja verkamennina, í þessu tilfelli, bílamir bekkjalausir og jafn vel án hliðarborða líka, svo óheim- ilt er samkvæmt landslögum að flytja menn á þeim, enda stórhættu- legt þegar 10—20 menn troða sér upp á sama bílinn, standa á pallin- um og halda sér hver í annan. Það þarf ekki að keyra bílinn hart eða mikill hliðarslinkur að verða, til þess fleiri eða færri af mönnun- um detti af, og þarf þá ekki að spyrja um afleiðingamar. Verkamennirnir, sem ])uri'a að sa'ta |)ess- um flutningum, eiga það því undir greið- vikni bílstjóranna komið, sem þarna vinna með bifreiðar sínar, hvort þeir komast að og frá heimilum sínum á réttum tíma. Og bílstjórar eru eins og aðrir menn, ákaflega inisjafnir að skapferli. Sumir mjög bóngóð- ir og liprir og taka tillit til kringumstœðna þeirra, sem til þeirra leita, aðrir aftur á móti lundstirðir og reyna í lengstu lög að komast hjá að ílytja menn, þó það aMi vinnutapi og öðrum óþœgindum. Af því leiðir svo, að sumir verkameíin hafa þunn Ieiða sið, að hanga í bílunum og vega sig upp á þá, þó þeir séu konjnir á allmikla ferð, og stofna með því lífi og limum í hœttu. Ég vil nú beina þeirri fyrirspurn til Dags- brúnarstjórnarinnar og trúnaðarmanna fé- lagsins, hvort ekki sé hægt að skipuleggja (æssa. flutninga á verkamönnum í úthverfi bæjarins. Annað hvort í samvinnu við hlut- aðeigandi vinnuveitendur eða bifreiðastjór- ana, sem á þessum stöðum vinna. Va'ri ekki hægt að skipuleggja það þunnig; að ákveðnir bílar tækju tiltekinn hóp af mönn- um á vissum stöðum í bænum og flyttu þá á vinnustaðinn, og bílarnir væru þannig úr garði . gerðir, að óhætt mætti teljasi að' nota þá til mannflutninga? Með góðri samvinnu ]>eirra, sem þarna eiga hlut að máli, ætti að vera hægt að koma þessu haganlega fvrir. Vcrkamafiur. BÓKALESTUR OG BÓKAÚTG.ÁFA (*óði Bæjarpóstur! f'eir eru víst fáir dagarnir, sem ekki eru auglýstar nýútkomnar bækur, bæði í blöð- um og útvarpi. Um þessar bókaauglýsingar er ekkert nema gott eitt að segja, ])ær bera vitni þes.s, að Islendingar eru fræði- og bókamenn, eins og líka hefur oft verið orð á gert.. Gera má ráð fyrir. að töluverður hluti af hinni miklu bókaframleiðslu seinni ára fari fyrir ofan garð og neðan hjá almenn- iiigi, og ber einkum tvennt til ]>ess. Kaup- máttur fólksins og vöntun á tíma til iest- urs frá nauðsynlegum og aðkallandi störf- Sjálfsagt má þó fleira telja upp, svo sem útvarpið, sem líka tekur sinn tíma frá bóklestri, og svo síðast en ekki sízt, dagblöðin, sem mjög almennt eru lesin. í BÓKASKÁP VINAR MÍNS Núna fyrir stuttu rakst ég — eins og það er kallað — á bók eina í bókaskáp vinar míns, eina af þeim mörgu bókum seinni ára, sem ekki liafa komið inn fvrir mínar bæjardyr. Þessi vinur minn bauð mér að lána mér «])essa bók til lesturs, sem ég líka þáði með stærstu þökk. Ekki bar bók þessi nein merki um að hafa verið fermingar-, afmælis- eða nein tækifærisgjöf, og hygg ég, að eigandinn hafi bara keypt hana í bókabúð, svona eins og gerist, handa sjálfum sér, og þá til gagns og skemmtunar auðvitað. Þessi bók, sem hér um ræðir, heitir „Það vorar um Austur-Alpa“. „Bókin um sam- einingu Austurríkis og Þýzkalands". — Bók in er gefin út árið 1938. Eg man ekki eftir, að ég hafi lesið neina ritdóma um þessa dæmalausu bók, þó getur vel verið, að þeir séu einhvers staðar til. Bókin er prentuð á fremur lélegan pappír og virðist efni hennar heldur ekki eiga betra skilið. Það væri nú auðvilað réttara, að á titil- blaði þessarar bókar stæði, að hún væri um innlimun Austurríkis í Þýzkaland og hertöku, en ekki sameiningu. En þau orð standa hvergi í bókinni, hvorki utan á né innan í henni. Frá sjónarhæð allra óspilltra og skyn- samra manna er bók þessi ekkert annað en lygaþrugl, enda mun leitun á að nokk- urt orð, sem í þessari bók stendur, sé satt. Þetta er áróðursrit, og á að vera að beztu gerð, en hræðilega skotið yfir mark, því að lofið og dýrðiri, sem höf. syngur þarna Hitler, Mussolini, nazismanum og fasism- anum, er svo fjarstæðukennt, að endemum sætir. Á blaðsíðu 190 standa þessi dæmalausu orð, svo að eitthvað sé nefnt: „Iléðan eru (nefnil. þaðan, sem höf. var þá staddur), 38 km. suður í Brennerskarð, þar sem Þýzkaland og Italía réttu hvort öðru vin- arhönd! Og lengi lifi „ásinn Berlín—Róm“, hin örugga trygging friðarins og grundvöll- ur nýrrar og sælli Evrópu“. Lýsingin af austurrisku þjóðinni, þegar Hitler er að ræna hana landi hennar, tek- ur ])ó út yfir allan Jijófabálk veraldarinnar. Fagnaðarlátum austurrísku þjóðarinnar cru engin takmörk sett, og fagnaðarlætin verða I meðferð höf. að svo freklegri villimennsku, að furðulegt er, að maður, sæmilega greind- ur, skuli ætlast til [æss að nokkur trúi slíku. Eftir lýsingu höfundar komst fólkið í þá ofsatryllingu, að ]>að orgaði a'pti og kall- aði, og allt af fögnuði yfir því að ránsklær Ilitlers höfðu ræut það frelsi þess, fé og frelsi. Kerlingar, 'hálf karlægar, gengu dögum saman til þess að geta augum litið ]>ennan frelsara mannkynsins, en þegar það brást, og mannfjöldinn huldi íisjónu hans, há- grétu |nrr á strætum úti. Svona eru lýs- ingarnar. Eg vona. að innan skamms „vori um Austur-Alpa“, en með öðrum hætti én fram angreind bók skýrir frá, og að um það leyti verði morðhundarnir Hitler og Musso- lini 'Ínnan sterkra járngrinda./•. GJaidskrá hitaveitunn- ar. sainþyktt til annarrar umræðu Frumvarp aö gjaldskrá jyrir hitaveitu Reykjavíkur var sam þykkt til annarrar umræðu á bæjarstjórnarjundi í jyrradag. Gjaldskráin er byggð á til- lögum Helga Sigurðssonar, hitg. veitustjóra og hefur Þjóðviljinn áður skýrt frá helztu atriðum þeirra. Laugardagur 4. desember 1943. OkurverD í olfu og beitu - Iðgt fiskverö ofþynglr smáutgerðinni mann Verklýðsféiag Fáskrúðsfjarðar Valdimar Bjarnason, formaður Verkamannafélags Fáskrúðsfjarðar, kom hingað til bæjarins til að sitja á sjómannaráðstefnu Alþýðusambandsins. Meðan hann dvaldi í bænum hitti Þjóðviljinn hann að máli og spurði hann frétta af Austurlandi. VERKLÝÐSSAMTÖKIN OG SAMNINGAR — Eru bæði verkamenn og sjó- menn í Verkalýðsfélaginu fyrst þú kemur hingað sem fulltrúi sjó- manna? — Já, í félaginu eru bæði verka- menn, sjómenn og verkakonur. — Félagið semur þá um kjör allra þessara aðila? — Já, það semur um kjör verka- manna og verkakvenna, en sjó- menn eru ráðnir upp á hlut. Samningar voru síðast gerðir í f'yrra, en þá var stofnað Alþýðu- samband Austfjarða og var þá samræmt kaup um alla Austfirði. Kauptaxtinn er hinn sami, en önn- ur atriði eru eitthvað mismunandi á hinum ýmsu stöðurn. — Kaupið hefur hækkað? —- Já, það hækkaði allsstaðar, en þó tiltölulega mest hjá okkur á Fáskrúðsfirði, vegna þess að áð- ur var það lægst hjá okkur. — Voru atvinnurekendur þá ekki tregir til þess að semja? — Jú, þeir voru flestir tregir til þess og var fyrst unnið noklcra daga, án þess þeir undirskrífuou samninginn, en svo einn góðan veðurdag, þegar verkamenn voru orðnir leiðir á úndanbrögðum at- vinnurekenda, gengu þeir þegjandi og hljóðalaust heim frá vinnunni og var ckkert unnið í sólarhring, en þá sendu atvinnurekendur okk- ur samninginn undirritaðan — og höfðu undirskrifað með fyrirvara, en þeir sáu fljótt, að hollast myndi að strika fyrirvarann út, og síðan var vinna hafin á ný. SJÓMANNAKJÖRT N — Sjómannakjörin? — Áður voru hlutaskiptin þann- Valdimar Bjarnason ig, að skipt var í 14 staði og fékk útgerðin 10 hluti en áhöfn bát- anna, sem var 4 menn, fengu fjóra hluti. Síðan farið var að fiska í ís hafa þeir fjölgað mönnum á sjónum og einnig ráðið landmenn upp á hlut. Útgerðarmenn hafa enn sína 10 hluti, þótt skipt sé í allt að 20 hluti, og hafa þeir þannig lækkað hlutinn mjög verulega og einnig tekið vinnu frá landmönnum. Er mikil útgerð á Fáskrúðs- firði? — Það eru nú ö bátar, t'rá 10— 20 tonn. Þeim hefur stöðugt farið fækkandi, voru 9 fyrir nokkrum ár- um, 2 hafa farizt en hinir voru seldir. Svo er fjöldi af trillubátum, er stunda sjó mestan hluta ársins þegar veður leyfir, en áður voru það árabátar. — Stærri bátarnir fara venjulega til Hornafjarðar á vetrarvertíðinni. — Ilvernig hefur aflazt? — Frekar illa í sumar, stafaði það aðallega af gæftaleysi. — Hvað háir útgerðinni mest? Innbrot og spellvirki Lögregjlan lýsir eftir sum- arbústaðaeigendum Nýlega var kært til lögregl- unnar yfir innbroti og spell- virkjum í sumarbústað á Selási. Þegar lögreglan fór þangað til rannsóknar kom í ljós að þannig hafði verið farið með 4 sumarbústaði. í bústað á Selásbletti 16 höfðu t. d. 13 rúður verið brotnar, geymsluskúr brotinn og verk- færi tekin þaðan. — Bústaður- inn, sem kært var yfir er nr, 26. Lögreglunni er ókunnugt um hverjir eiga sumarbústaði þarna í grenndinni og biður því eig- endur þeirra að hafa tal af rann sóknarlögreglunni. Fulltrúar sósíalista greiddu atkvæði með taxta þessum sem bráðabirgða- eða tilraunataxta. — Fiskverðið er of' lágt, saman- borið við hækkandi vöruverð. Olía og beita eru í óhóflegu verði og ofþyngja útgerðinni. — Fengist beita og olía með skaplegu verði, gæti hluturinn hækkað og heildar- útkoman batnað. RÁÐ, SEM REYNDIST VKI. — Ilvernig er hagur almennings á Fáskrúðsfirði? — Kreppan fyrir stríðið koih við hjá okkur eins og öðrum. Atvinnu- leysi var tilfinnanlegt og lítið upp úr þeirri vinnu að hafa er til féllst, vegna þess hve tímakaupið var lágt og vinnan stopul, þá var það, að Fáskrúðsfjarðarhreppur keypti jörð, rétt: utan við þorpið, og lét brjóta þar 20 ha. lands. Það hefur sýnt sig, að þetta var ráð í tíma tekið, og að þessu fé var ekki á glæ kastað. Þorpsbúar hafa kunnað að meta þessa ráðstöfun. Umsóknir um ræktunafbletti hafa verið flciri en liægt hefur verið að fullnægja, og hefur nú verið brotið meira land til viðbótar. Þeir, sem bletti fengu, hafa ekk- ert til þess sparað, að rækta þessi tún sín. Mjólkurframleiðsla þorps- búa hefur aukizt, sauðfjáreign þeirra einnig. Flestir ræktuðu einn- ig garðávexti. / Atvinnuleysið varð ekki eins til- finnanlegt, þar sem menn gátu unnið að þessu, þegar ekkert var að gera. Þessi ráðstöfun kom þorpsbúum eigi síður í góðar þarfir síðar. Hag- ur þeirra var ekki svo góður, að þeir gætu keypt kjöt og slátur með því háa verði, sem sett var á þá vöru. Áður keyptu þorpsbúar ali- mikið af sláturafurðum, en kaupa nú ckki nema lítinn hluta þess, er áður var keypt, og kaupa heldur fisk. Þannig hefur hið háa verð vanið menn af því áð kaupa þessa vöru. Bændur margir telja, að ,sér hafi frekar vcrið ógreiði gerður með því að ákveða verðið svona hátt. — Þeir kæra sig lítið uin að vera styrk þegar ríkissjóðs. * FÉLAGSLÍF ÞORPSINS — Hvað er að segja um félags- líf? — Verkamannafélagið er stærsto. 'og starfsamasta félagið. Auk þess er ungmennafélag, sem starfar af allmiklum dugnaði. Ennfremur er starfandi slysavarnaf^lag og kven- félag. Kvöldskóli er starfandi * þorpinu, og veitir Gunnar Ólafsson kennari honum forstöðu. — All- gott bókasafn er í þorpinu, og er Björn Daníelsson kennari bóka- vörður, og hefur safnið tekið mikl- um framförum síðan hann tók við því, en áður var það í mikilli ó- hirðu. — Skólahúsið var stækkað t sumar vegna aukinnar kennslu. — Ilvernig eru sámgöngurnar? — Fáskrúðsfjörður er enn ekki kominn í samband við vegakcrfi landsins. Bílfært er orðið yfir fjall- garðinn að Kolmúla við Rcyðar- fjörð, og hefur verið unnið að hon- ttm undanfarið, en mikið er enn ó- unnið til þcss að Fáskrúðsfjörðtir komist í samband við Norðttrland.'' veginn á Reyðarfirði. SAMGÖNGUR Á SJÓ ERtJ ALLTOF STRJÁLAR Mentr verða að bíða langa t.íma eftir því að komast heiman að eða heim aftur. Blöð eru orðiu gömul og úrelt, þegar við fáum þau. Skipin eru yfirfull þá sjaklsn að ferðir eru. Við viljum fá vörurnar fiuttar beint til þess að losna við auka- kostnað vegna ttpp- og útskipunar í Reykjavík og flutnings þaðan. i Samgöngurnar, eins og þær eru nú, eru algerlega óviðunandi, bæði sténdur oft á vöruflutningum, en þú er nærri verra með fólksflutning ana, fyrst og fremst vegna þess hve skipaferðir eru strjálar og yfirfyll- ast skipin þá, svo að farþegarnir verða tið búa við hina vérstn að- búð. Samgöngumálið er það mál, sem einna mest er aðkallandi fyrir Anst firðinga að verði leyst á sem skjót astan og beztan hátt. /. fí. um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.