Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 8
'I Næturlæknir er * Læknavarðstöð Reykj avíkur, Austurbæj arskólanum, sími 5030. Næturvörðnr er í Ingólfsapóteki Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið: Tríó nr. 14 í c-moll eftir Haydn. 20.45 Leikri: „Skilnaðarmáltíð" eft- ir Arthur Schnitzler (Brynj- ólfur Jóhannesson, Alda Möll- er, Indriði Waage). 21.15 Tónleikar. 21.20 Upplestur: Sögukafli (Krist- mann Guðmundsson rithöfund ur). 21.45 Tónleikar. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband 14. nóv. í Kaupmanna- höfn, Ruth Petersen og Sigurður Kristjánsson, vélaverkfræðingur hjá Biirmeister & Waine, — sonur Jó- hönnu Ámadóttur Hringbraut 79 og Kristjáns heitins Sigurðssonar, fiski matsmanns. 1. desember opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagbjört Einarsdóttir, Bergstaðastræti 67 og Kristján Ó. Magnússon hjá O. Johnson & Kaab- er. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 3 á morgun og leik- ritið Ég hef komið hér áður, kl. 8 annað kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Nú eru aðeins ein til tvær sýningar eftir, því æf- ingar á jólaleikritinu verða iátnar setja fyrir. Aðalfundur Félags ísl. endurskoð- enda var haldinn í gærkvöld: Stjóm- in var öll endurkosin. — Formað- ur er Björn Stephensen. Leiðrétting. Vegna þess að lína féll niður í frásögn blaðsins af til- kynningu Háskólans um doktorsrit- gerð Steingríms J. Þorsteinssonar, birtist málsgreinin öll: „Undanþága þessi er veitt án um- sóknar af hálfu doktorsefnis með þeim forsendum, að heilsufari hans hefur um skeið verið svo háttað, að rétt þótti að hlífa honum við á- reynslu munnlegrar vamar, en á- stæðulaust að láta frekari bið en orðin er verða á því að veita hon- um nafnbótina, með því að hann á að baki sér óvenjulega glæsilegan námsferil í háskólanum og einskis tvímælis getur orkað, að bók hans, sem þegar fyrir rúmu ári var af deildinni dæmd makleg til varnar fyrir doktorsnafnbót, <?r á allan hátt merkilegt og vandað færðirit." Helgafellsútgáfan hefur opnað nýja bókabúð að Uppsölum (horni Aðalstrætis og Túngötu. Verðlækkunarskatturinn Framhajd af 1. síðu lega mikilvæg sökum her- manna- og hergagnaflutninga þeirra í nágrenni vígstöðvanna. En þeir flutningar hafa úrslita þýðingu fyrir her, sem er í varn arstöðu og þarf þessvegna sí- fellt að flytja lið og birgðir fram og aftur eftir því hvar sóknarþungi andstæðingsins er mestur í svipinn. Rússar telja sig hafa fellt 3500 Þjóðverja á næst síðastliðn um sólarhring. í gær eyðilögðu þeir fyrir Þjóðverjum 70 skriðdreka og 20 flugvélar.___________ Austurvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu son, með því að frumv. yrði samþykkt, en Sjálfstæðismenn- irnir vildu fella frumvarpið. Allur fundartíminn fór í um ræður um þetta mál og varð umræðunni þó ekki lokið. ODlMi iKJw 910 OoMlO Það er nú orðið með öllu ó- þolandi, hve samgöngur við Austfirði eru strjálar. Allt að kálfur annar mánuður líður á milli ferða. í símtali við Norðfjörð í gær var Þjóðviljanum tjáð, að ekki hefði orðið nein skipsferð frá Akureyri til Norðfjarðar (Nes- kaupstaðar) síðan 23. okt. s. 1. Nokkrir menn munu nú hafa beðið á annan mánuð eftir ferð austur á firði. Frá Reykjavík hefur ekki orð ið skipsferð til Norðfjarðar síð an 10. nóv. s. 1. Slíkar samgöngur — eða rétt- ara sagt samgönguleysi — er algerlega óþolandi fyrir jafn fjölmennar byggðir og þorpiri á Austfjörðum, og auk þess fefi allur fólks- og vöruflutningur Austurlands um Austfjarða- þorpin. Frá Alþingi. Samþyhktír um rafveítumá! í gær voru samþykktar eftirgreindax þingsályktanir í sam- einuðu þingi. 1. Tillaga um framkvæmd á lögum um virkjun Fljótár. Tillagan var þannig og tildrög þeirra þau, sem meðfylgjandi greinargerð segir: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að ábyrgjast fyrir Siglufjarðarkaupstað sex millj. króna lán til virkjunar Fljóta- ár, samkv. 1. gr. laga nr. 35 2. apríl 1943, gegn veði í virkjun- inni og ábyrgð Siglufjarðarkaup staðar. . j , í Fallveidisdagurínn í Neskaupstað Kvenfélagið Nanna á Norð- firði gekkst fyrir hátíðahöldum þar í staðnum 1. desember. I£yþór Þórðarson setti hátíða- samkomuna með stuttri ræðu. Stella Óskarsdóttir og Knútur Þorsteinsson lásu upp. Aðalsteinn Halldórsson flutti i raéðu. Elísabet Vigfúsdóttir söng gamanvísur. Síðan var sýndur sjónleikurinn Hjónabandsaug- lýsingin. Að lokum var stiginn dans. Björnsbakarí óhælt að dðmi heilbrigðis- nefndar Heilbrigðisnefnd fór nýlega og athugaði Björnsbakarí í Vall arstræti 4, skoðaði nefndin þar öll húsakynni brauðgerðarinn- ar og sölubúð. Ennfremur húsa- garð og umhverfi hússins. Nefndin telur húsakynni brauðgerðarinnar alveg óhæf og þrifnaði öllum mjög ábóta- vant, og felur lögreglustjóra í að semja skýrslu um þær endur- bætur, sem gera þarf, og krefj- ast þess, að þær séu fram- kvæmdar þegar í stað að lok- inni skýrslugerð. Að öðrum kosti verði ekki komizt hjá að loku þrauðgcrðarhúsi þessu. Á síðasta þingi, er lög- in nr. 35 frá 2. apríl 1943, voru til meðferðar, urðu mjög rækilegar umræður um virkjun Fljótaár, svo að ekki er þörf ' á að skýra þetta mál frekar fyrir háttv. þingmönn- um, en þá var gert. Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur hins veg ar ekki viljað veita ríkisábyrgð þá, sem ríkisstjórninni er heim- ilað að veita í þeim lögum, nema fyrir liggi skýlaus fyrir- mæli þingsins þar að lútandi, og, er það orsök þessarar þingsá- lyktunar. 2. Tillaga um ríkisábyrgð á rafveitu Húsavíkur. Tilagan er um 800 þús. kr. ábyrgð til stækk unar rafveitu Húsavíkur. 3. Tillaga um kaup á efni í rafveitur. Tillagan var svohljóð andi: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja fé úr ríkissjóði til kaupa á rafveitu- efni, sem hægt er að fá útflutn- ingsleyfi fyrir í Ameríku, og gildir heiijiild þessi þar til reglu legt Alþingi kemur saman. Úvenjuleg mynd á Tjarnarbíó Tunglið og fíeyringur eftir s'jgu Somerset Nðughoms Tjarnabíó sýnir athyglis- verða mynd, „Tunglið og tí- eyringur“, og er hún tekin eft ir hinni frægu skáldsögu Som- erset Maugham’s „The Moon and Sixpence“. Sagan er að nokkru leyti byggð á ævi franska málarans Poul Gauguin, og fjallar um mann, sem yfirgefur fyrirvara- laust borgaralega stöðu heimili og lífsþægindi og helgar líf sitt upp frá því einni ástríðu: Málar listinni. Sagan — og myndin — lýsa þessari baráttu og hinum ævintýralega lífsferli er varð hlutskipti málarans. Myndin er prýðilega leikin, einkum hefur leikur George Saunders í aðalhlutverkinu vak ið athvgli. !«•««.. NÝJA BÍÓ ............. : „Gentleman Jim“. • Sannsöguleg stórmynd. • ERROL FLYNN, : ALEXIS SMITH, | JACK CARSON. | l Bönnuð bömum yngri en « l 14 ára. o • .Sýningar kl. 3, 5, 7 og 9. : • Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h. • Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur ........ TJAKNAR BÍÓ • : Tunglið og tíeyringur • (The Moon and Sixpence). ; Áhrifamikil mynd eftir ; hinni frægu sögu W. Somer- S set Maugham’s með þessu : nafni. GEORGE SANDERS, HERBERT MARSHALL. Aukamynd: I FRÁ • ALÞIN GISIIÁTÍÐINNI 1930. Sýnd kl. 5, 7 og 9. í harta og hug. : Sýnd kl. 3. • Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnum að faðir okkar JÓHANNES JÓH/JNNESSON, andaðist að heimili sínu, Tjarnargötu 48 þ. 2. þ. m. Guðrún Jóhannesdóttir, Daði Jóhannesson. Sovélríkín og fapan Framhald af 5. síðu. kínversku stjórnina fyrir hvað hún notaði illa mannafla sinn og auðlindir í stríðinu við Jap- ana. Greinin gaf í skyn, að hátt standandi menn væru önnum kafnir við að undirbúa eyði- leggingu áttunda og fjórðu herjanna (Kommúnistaherj- anna), og beztu hersveitir kín- versku stjórnarinnar væru geymdar í þessu skyni. Rogoff endaði með því að segja, að sigur Kínverja væri undir því kominn, hvort Sjang Kaj-sjek skildi nauðsyn þess að hindra innanlands baráttu, sem vel gæti leitt af ráðstöfunum gegn kínversku Kommúnistun- um. Óhætt mun að segja, að Rogoff lýsi hér skoðun ^sovét- stjórnarinnar. Þessi mál verða mjög mikil-. væg jafnskjótt og Rússar eru komnir í stríðið. Kommúnista- herir eru eins,og stendur einu kínversku herirnir, sem nokk- uð mega sín í Norður-Kína, og þeir ættu auðveldast með að komast í samband við Rússana í Mongolíu og Mansjúríu. Ef Sjang Kaj-sjek héldi áfram að skoða þá sem uppreisnarmenn og neitaði þeim um allar birgð- ir, eins og hann gerir nú, kæmi manni ekki á óvart, þótt Rúss- ar tækju upp beint samvinnu við þá. Upp úr því og upp úr, sjálfstæðishreyfingunni 1 Koreu og mögulegri byltingu í Japan gæti risið sjálfstætt ríki i Mans- júríu. Slík þróun mundi gera strik i reikninginn hjá okkur. Hing- að til hefur ensk-ameríska stefn an verið sú, að byggja eingöngu Kommúnisti í Napoli Framh. af 3. síðu. reiðubúnir til að hafa sam- vinnu jafnvel við Badoglio. „Fyrst um sinn er aðalmark- mið okkar“, sagði Reale við Bigart, ,,að reka Þjóðverja út úr Ítalíu, — veita Bandamönn um alla mögulega aðstoð, ekki l aðeins með orðum. heldur líka 1 á vígvellinum", á Sjang Kaj-sjek og einræðis- stjórn Kúomintang flokksins. Auðsjáanlega eflir allt sem við gerum kínversku stjórnma í andstöðu hennar g.egn lýðræð- isstjórn, sem kommúnistar og fleiri krefjast. Þátttaka Sovétríkjanna í Austur-Asíustríðinu, mundi því hafa í för með sér vandamál, sem utanríkisstefna okkar hef- ur ekki fram að þessu tekið til athugunar. Ættum við að breyta hénni svo, að hún fæli í sér sem mestan skilning og sam vinnu milli okkar og Sovétríkj- anna. Margir úr hópi yngri' manna okkar í utanríkisráðu- neytipu eru á þeirri skoðun. Við gætum reynt að telja Sjang Kaj-sjek á að leyfa Bandaríkjamönnum að opna ræðismannaskrifstofur á þeim landssvæðum, sem kínverskir Kommúnistar stjórna sem byrj un á því að brúa dýpið á milli hinna tveggja kínversku flokka. Það er trú manna, að ef það tæk ist mundi verða miklu auðvéld- ara að koma á samvinnu milli engilsaxnesku þjóðanna og Sov- étríkjanna að því er , snertir af- stöðu þeirra til Kína. Aðrir ungir utanríkismála- starfsmenn álíta, að við ættum að ganga miklu lengra og við- urkenna, að Bandaríkin og Sov- étríkin eigi víðtækra sameigin- legra hagsmuna að gæta, sem valda því, að það er afarmikil- vægt fyrir okkur að komast að samningum við þau. Þessir menn halda, að við ættum að hætta að skoða Bretland sen sjálfsagðan millilið milli okkar cg Rússa. Það geti verið, að svo megi líta á hvað Evrópu snertir, en auðvitað ekki í Asíu. Það liggur í augum uppi, að næsti nágranni okkar í Asíu er Sovétríkin, og að bilið, sem að- skilur okkur í Norður-Kyrra- hafi er aðeins rúml. 60 km. Á þeirri öld flugsins, sem við nú erum í, getur það orðið mikil- vægasta hervægilega atriðið sem snertir örlög okkar á Kyrra hafinu. / \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.