Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 1
um „Vinnudag'c, sem birtar eru á 4. og 5. síðu. 8. árgangur. Sunnudagur 5. des. 1943. 274. tölublað n ir iim II JD Ifllli '~2WS¥I Snanjenka tindír sfórskofahríð Rtíssa Eftir nokkurt hlé hafa borist nýjar fréttir af Mogi- leffvígstöðvunum í Hvíta-Rússlandi. Bauði herin hefur endumýjað sókn sína þar á breiðu svæði og tekið enn 12 bæi og þorp. Mótspyrna Þjóðverja hefur verið snörp þarna og mikið manntjón orðið í liði þeirra. Rússar eru nú rúma 10 km. fyrir austan Slobin og Rogatséff. f sókn sinni þangað í gær tóku þeir enn yfir 30 bæi og þorp. „ Rússar sóttu víða fram á Krementsúg-svæðinu í gær Tóku þeir sjö víggirta, hemaðar- lega mikilvæga staði. Eru þeir nú komnir svo nærri jámbrauta- miðstöðinni Snamenka, að stór- skotalið þeirra er byrjað að skjóta á vamarvirki Þjóðverja hjá þeim bæ. Sókn Rússa þarna er hörðust suðvestur af Kremen- sjúg. Bærinn Rogatsjeff í Hvíta- Rússlandi, sem nú kemur mjög við fréttir, stendur á vestri bakka Dnépr við mikla brú, sem er framhald af aðalþjóðveginum frá austri til vesturs á þessum slóðum. Er sú samgönguleið Þjóðverjum engu síður mikilvæg en járnbrautin, sem liggur um Slobin 18 km. sunnar.' Þjóðverjar hafa haldið uppi Barnaveíkí í Yesf mannaeyjufn Barnaveiki hefur komið upp á einu heimili í Vestmannaeyjum og hefur 5 ára gömul telpa látizt úr henni. Heimili þetta, sem veikin er á, hefur verið einangrað. Rafmagnsbilun í gærkveldi Rafmagnslaust varð allvíða í. bænum í gærkvöld og var raf- magnið ekki komið alls staðar í lag seint /, gærkvöld. Bilunin var einhversstaðar í háspennutaug, en eigi var raf- magnsmönnunum nánar kunn- ugt um bilunina, þegar Þjóð- viljinn átti tal við þá seint í gærkvöld, en þá töldu þeir að viðgerð myndi brálega verða lokið. Bilunin varð kl. rúmlega 9 og varð þá allvíða. Miðbærinn varð a. m. k. ljóslaus fram yfir mið- nætti. harðvítugum gagnárásum á Tsér kassí-vígstöðvunum, en ekki náð neinum árangri. Á einum stað Hvíta-Rússlands vígstöðvanna kom rauði herinn í tæka tíð í fyrradag til að hindra Þjóðverja á síðustu stundu í því að flytja þúsundir manna vest- ur á bóginn í nauðungarvinnu. I gær eyðilögðu Rússar fyrir Þjóðverjum 29 skriðdreka >og 12 flugvélar. Framtífalriður veltur á samvinnu Bretlands og Sovétríkjanna segir erkibiskupinn af York „Sovétríkin hafa nær ótak- markaða framtíðarmöguleika, ef þau fara ekki of illa út úr styrjöldinni", segir einn æösti maður brezku kirkjunnar, erki biskupinn af York, í grein, er vakið hefur mikla athygli. Biskupinn er nýlega kominn úr ferð um Sovétríkin. „Þessi mikla þjóð verður mik ils megnug á friðartímum. Hún á svo glæsilega leiðtoga, ágæta vísindamenn og mikla atorkumenn á sviði, verkfræði og vinnu, skáld og hugsuði að engar þjóðireru þar sovét- þjóðunum fremri. Og Sovétrík- in eiga hrausta æsku, sem fús er að ganga í dauðann fyrir ættjörð sína ef þess gerist þörf. Framtíðarfriður og velferð mannkynsins veltur að miklu leyti á því hvernig samvinna okkar við hinar miklu sovét- þjóðir tekst. Þrátt fyrir það, að margt sé ólíkt. með okkur og sovétþjóðunum, verðum við að leggja okkur fram til að rækta skilning og vináttu milli Sovét I ríkjanna og Bretlands. Sex ára tlrengur verð- ur fyrfr heibifreið og bíður bana Það slys vildi til í gœr, að 6 ára drengur varð fyrir erlendri herbif- reið og beið bana skömmu síðar. Þessi 6 ára drengur hét Jens Kristinn Þorsteinsson, sonur Þor- steins Guðmundssonar skipstjóra, Kaplaskjólsvegi 12. Slys þetta gerðist laust fyrir kl. hálf þrjú í gær og v'ar drengurinn fyrir utan húsið nr. 11 við Kapla- skjólsveg þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Vitavörðurinn í Gróttu biargar 24 strand- mönnoíii Vitavörðurinn i Gróttu, Al- bert Þorvarðarson, bjargaði fyr- ir nokkru siðan 24 erlendum mönnum, sem voru strandaðir á SkerjafirðL Sá hann þegar þeir strönduðu á skerinu og fór þeim til bjarg- ar og tókst að bjarga þeim öll- um, 24 að tölu, þótt aðstaða til björgunar væri allerfið. Leipzig verður fyrlr stórárás Ekkerf láf á loffsókn Banúamantm Aðalskotmark Breta í Þýzkalandi í fyrrakvöld var hin mikla iðnaðarborg Leipzig í Saxlandi um lt>ö km. fyrir sunnan Berlín, Brezku flugvélarnar stefndu í byrjun til Berlínar í blekking- arskyni. Tókst það bragð vel því að Þjóðverjarstefnduöllum þorra orustuflugvéla sinna þang að, til að taka þar á móti Bret- um. En er Bretar áttu skammt til Berlínar sveigðu þeir til suð urs í áttina til Leipzig Þjóð- verjar áttuðu s:g ekki nógu fljótt á þessu, og voru sprengju flugvélarnar búnar að varpa flestum sprengjum sínum á skotmörk sín í Leipzig og þær fyrstu komnar á heimleið aftur, þegar orustflugvélar Þjóðverja komu á vettvang. Árásarflugvélarnar ' vörpuðu niður yfir 1500 smálestum stórra sprengna og eldsprengna. Urðu brátt miklir eldar og auð séð að slökkviliðið réð ekki við neitt. Reyksúlurnar stóðu marg ar mílur upp í loftið. Könnunarflugvélar Breta sáu feiknabál í borginni 12 tímum seinna. Abessínía verdur lýdraeðísríkí Nefnd Abessiníumanna og Breta vinnur að samningu nýrr ar stjórnarskrár fyrir Abessin- íu, samkvæmt fyrirmælum Haile Selassie ke;sara. Er hin nýja stjórnarskrá á lýðræðisgrundvelli, og gerir ráð fyrir þjóðkjörnu þingi. Halldór Pétursson og Sigvaldi Þor- steinsson hlutu fyrstu verð.'aun í sreinasðmkeppninni Fyrstu verðlaunin í samkeppninni um vínnudagsgrein- arnar hlutu Halldór Pétursson, Reykjavík og Sigvaldi Þor- steinsson, Akureyri. Nefnir Halldór grein sína „Vinnudagur á Djúpavík", en grein Sigvalda nefnist „Tvílembingar að veiðum". Báðar þessar greinar eru birtar á 4. og 5. síðu blaðsins í dag. Næst verða verðlaun veitt um nœstu helgi, og birtist sú grein, er verðlaun hlýtur, í sunnudagsblaðinu. — Blaðið á- skilur sér rétt til að birta einnig þær greinar, sem ekki hljóta verðlaun, en það verður ekki gert fyrr en búið er að skipta um efni í samkeppninni. Greinar sem komnar eru og ekki hlutu verðlaun að þessu sinni, koma til greina við nœstu verðlaunaúthlutun, Bjarghring af HiimE rekur Bjarghring, merktan v.b. Hilmir hefur rekið undan Sax- hóli í Beruvík á Snæfellsnesi. Virðist af því mega ráða að Hilmir hafi farizt eigi allfjarri Snæfellsnesi. Áður hafði ýmis- legt annað úr skipi rekið þar vestra, svo sem árar, lúgur o. fl. Hefur það nú verið flutt hingað suður og verður nánar athuffað hér. Upphðf íslenzkrar sagnaritunar erindi Björns Sigfússonar flutt í dag í Iðnó Það er í dag, sem Björn Sig- fússon magister flytur erindi sitt um upphaf íslenzkrar sagn ritunar. Fyrirlesturinn er fluttur á vegum alþýðufræðslu fulltrúa- ráðsins og ættu alþýðumenn ekki að láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum til þess að hlusta á þenna ágæta fyrir- lesara ræða um upphaf þeirra bókmennta, sem íslenzka þjóðin á álit sitt meðal annarra þjóða fyrst og fremst að þakka. , Fyrirlesturinn verður fluttur í Iðnó kl. 2 í dag. Tímarit Náls og meno- ingar nýkomið út Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1043, kom út í gær. Efni þessa heftis er allfjölbreytt. Gunnar Benediktsson skrifar um íslenzka menningu, Halldór Kiljan Laxness skrifar. um Pál fsólfsson fimmtugah, og aðra grein um sjálf- stæðismálið: Nítján hundruð fjöru- tíu og þrjú. Kristinn E. Andrésson skrifar um bandalag vinnandi stétta. Björn Franzson á þarna grein er hann nefnir Hagfræði og heilaspuni. Þá eru 2 þýddar greinar, ræða eftir Joseph Davies: Önnur för til Moskva og grein um skáldsögur John Steinbecks, eftir Arthur Cald- er Marshall. Kvæði eru eftir Jó- hannes úr Kötlum, Snorra Hjartar- son og Jón Óskar og smásaga eftir Guðmund Daníelsson. — Ennfremur eru ritdómar o. fl. 'rrunadarráðsfundur Dags- brúnar Trúnaðarmannaráð Dagsbrún- ar heldur fund í kvöld kl. 8.38 í baðstoíu iðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.