Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. desember 1943. Gissur jarl Það var áreiðanlega mikið lilustað þeg- ar litvarpið flutti leikritið um Gissur jarl. Stórbrotið efni, efni sem Islendingar hafa hugsað um, talað um og skrifað um, allt frá því að eldarnir brunnu að Flugumýri og til þessa dags. Hinsvegar er naumast hægt að segja, að íslendingar hafi deilt um þetta efni, þó deilugjarnir séu, þeir hafa hugsað mjög á einn veg um Gissur, og lík- lega er þeim hugsunum hvað bezt lýst í þessum fáu lausavísuorðum: .,Megi skrattinn skeina hann Gissur, sem skáld- mæringinn drap“. Rödd Bernharðs Stefánssonar, er hann reynir að gera Gissur að þjóðhetju, er hjáróma, og ekki líklegt að lengi hevrist í þeirri fölsku nótu. En samt er deilt um Gissur Einn af blaðamönnum Vísis hefur nú samt vakið deilur um Gissur, ekki urn persónuna Gissur jarl Þorvaldsson, heldur um leikritið, sem flutt var í útvarpið, gerð þess og flutning. Þessi maður telur hvort tveggja lélegt. í Morgunblaðið skrifar Sig- björn Armann, hann er á öðru máli, hann telur hvort tveggja gott, gerð leikritsins og flutning. Þetta er mjög góð byrjun Gísli Asmundsson er ungur rithöfundur, en leikrit hans um Gissur jarl lofar, að hann skipi brátt sæti á fremsta bekk ís- lenzkra rithöfunda. Leikritið er vel byggt, myndir þess skýrar, og framsetning prýði- leg. Þess er að vænta að Gísli luildi áfram á þessari braut, er hann hefur valið sér, hann mun auðga íslenzkar bókmenntir. og það einmitt á því sviði, sem þörfin er mest, á sviði leikritagerðarinnar. Flutninguriim var góður Um flutning útvarpsins á þessu leikriti er gott eitt að segja, þó útvarpið hafi stundum gert betur. Oll höfuðverkefni voru þó vel af hendi ieyst og suin mjög vel, og er gagnrýni Vísis hvað þetta snert.ir næstum furðuleg. Við þurfum þjóðlega vakningu Islenzka þjóðin þarf að vakna til nýrra dáða, hún þarf að stíga stærri spor til framfara og frelsis en nokkru sinni áður. Aflgjafann til þessarar vakningar á hún í sögunni, bókmenntunum og tung- unni. Þjóðin þarf að sjá og nema sína eigih sögu, og hún þarf að læra að dásama bókmenntirnar. Skáldin og rithöfundarnir eiga að bregða upp jnvndum úr sögunni. form Ijóða og leikrita henta þar vel, og útvarpið er tilvalinn farvegur til að flytja þjóðinni verk þeirra. Gísli og útvarjiið hafa því, í sameiningu, unnið gott verk með því að gefa þjóðinni þá mvnd úr sogu hennar, sem gert var með leikritinu um Gissur. En útvarpið gerði enn betur Hin samfellda dagskrá útvavpsiiis fyrsla rlesember vat merkur viðburður í si»gu þeirrar stofnunar. Með henni hóf útvarp'ð að sýna þjóðinni myndir úr sögu hennar. og bókmenntum. Bókmenntirnar nema ekki staðar þar sem • sagan endar, |>ær benda inn i framtiðarlandið, þær kvetja til að „brjótast það beint“i þær benda á hina iingbornu tíð“, sem „leggur stórhuga dóm- inn á feðranna verk::. þær sýna oss land framtíðarinnar. fagurt og dásamlegt, þær sannfæra okkur um, að það er til, og að það er undir okkur komið, kjarki ckkar og dáð, viti okkar og vilja. In ort og bvenær við komum þangað. Það var mörgum hlýtt um hjartarætur, er þeir hlýddu á hina samfelldu útvarps- dagskrá 1. des. Ilaldi útvarpið áfvam á þeirri braut, sem þá var hafin, mun það leggja ómetanlegan skerf til þeirrar þjóð- arvakningar. sem við þurfutn. Hverjum að kenna? I sunnudagsblaði Morgunblaðsins 21. nóv. las ég eftir „Víkverja" smáklausu: „Hverjum að kenna“, og talar hann þar um að þeir, sem vildu læra fyrir stríð ein- hverja iðngrein, hufi ekki komist að, til að læra, nema í gegnum kunningsskap og frændsemi. Mér datt í hug hvort það væru kosningar fyrir dyrum, því það er nýtt að lieyra svona tal frá Morgunblaðinu. Veiztu það ekki „Víkverji", að þetta er gamall leikur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur stutt og styður; líttu bara á þá sem vinna hjá bænum í öskunni cg á fleiri stöðurn, þar sem um fasta atvinnu er að ræða, og muntu finna þar menn, sem kalla sig „Oðinsfélaga", þeir hafa for- „gangsréttinn. Fékk ekki vinnu hjá bænum Síðastliðið vor fór ég á Ráðningaíítofu Reykjavíkurbæjar og bað um vinnu íyr:r dreng, sem ég á, en var sagt, að það væri ekki liægt, því hann væri svo ungur, og þeir væru liættir að taka unglinga í vinnu. En næsta sunnudag á eftir er fermdur drengur, sonur eins kunningja míns, og það stóð ekki á að taka hann í bæjar- vinnu, þá strax á eftir. Faðir hans er í bæjarvinnunni og góður kunningi, og það var sjólfsagt að gera honum þennan greiða. Og ekki heldur hjá hita- veitunni Síðar í sumar fór drengurinn og bað um vinnu í hitaveitunni, það var ekki heldur hægt að laka hann þar, þó að daginn áð- ur væru teknir jafnaldrar hans. Þáð v.rr á skrifstofu hitaveitunnar, sem hann bað um vinnuna, og hitti þá einn af „Oðins- félögunum", sem neitaði honum. Já, svona er það nú „Víkverji", þú skalt kynna þér kunningsskapinn og hvítu miðana hjá þíri- um flokki, og þú inunt komast að raun um að það eru sömii mennirnir sem þú talar um í þinni grein, sem l'ara einungis eftir frændsemi og kunningsskap, ekki einungis í landi heldur líka á sjó. Það er ekki farið eftir því livort maðurinn er reglusamur, ef hann biður um vinnu, hvort lieldur er á skipi eða í landi. bara ef liann er skyldur einhverjum sem ræður. Gerum rétt og þolum ekki órétt Það er ágætf að Laka upp hanzkann á móti ranglætinu og reyna að fá það í burtu. en það mega ekki vera orðin tóm, það "verður að vera á horði líka. Ekki einungis fyrir kosningar eða í pólitískum tilgangi, heldur að „gera rétt og þola ekki órétt“. Þetta var einu sinni orðtak Sjálf- stæðismanna og var letrað á fána, sem hékk í sal í Varðarhúsinu. Nú er búið að taka það niður, það hel'iir vist verið of gamaldags og komin nálykt af því. Þá var fundið upp nýtt kjörorð: „Stétt með stétt“, en hvenær hefur það getað staðizt? Að- eins á meðan á kosningum stendur, þar fyrir utan eru þeir lítilsmetnir þessir verka- menn, nema þeir 'sem eru alltaf að þykj-' ast vinna þrekvirki fyrir flokkinn, þótl það sé aðeins til að sýnasl og fá vinnu út á kjaftæði sitt; burt með allt svona „Vík- verji", burt með alla pólitík og skvldleika, og frændsemi úr atvinnulífinu og gjöruin nú rétt og þolum ekki órétt og segjum eins og Jón forseti: „Vér mótmælum allir“. S. J. ' Hvar er lyfjabúð Sjúkra- samlagsins I Þjóðviljanum li). nóv. stendur þessi setning: „Og Sjúlcrasamlagið hefur boðizt til að kaupa hitaveituskuldabréf fyrir um 1 milljón krónur \ Þarna vantar ekki aur- ana! Voru ekki í fyrra stórhækkuð mán- aðarleg persónugjöld til Samlagsins? Hvers vegna var það gert? Fengu læknar og lyfja- búðir of lágan hlut? Er Samlagið að safna sjóðum til útlána í eitt og annað? Hvað líður lyfjalíúð Sjúkrasamlagsins? Er ekki Hvar er - og hvað dvel- ur launafrumvarpið? — Þannig spyrja fleiri og fleiri, og það ekki að ástæðulausu. Hefur launamálanefnd enn eigi skilað tillögum sínum, eða hefur ríkisstjórnin lagst á tillögur nefnd- arinnar? Er ætlunin enn sú, að svæfa þetta réttlætismál? Er þetta mál ekki búið að vera nógu lengi á döfinni til þess að þingmenn séu farnir að átta sig á því? Sé svo, þá er hitt víst, að opinberir starfs- menn eru óðum að átta sig á því, að þeim ber siðferðileg skylda til að standa saman um hagsmuna- og menningarmál sín án nokkurs til- lits til pólitískra skoðana. Þeir eru óðum að átta sig á, að þeir hafa engar stuðningsskyldur að rækja við þá stjórn og þá þingmenn, sem vilja enn viðhalda því fáránlega misræmi og óverjandi ranglæti, sem ríkt hefur og ríkir í launa- greiðslum til opinberra starfs- manna. Þetta ranglæti er löngu viður- kennt í orði af hinum ráðandi flokkum, en það hefur aðeins verið viðurkennt í orði, og þar við látið sitja. Svo virðist sem enn eigi að gera það, og að launamálanefndin hafi verið skipuð til þess eins að friða og lægja óánægju opinberra starfsmanna, þ. e. þeirra, sem ó- rétti eru beittir. Meðan tómahljóð var í ríkis- kassanum, var endurskoðun launa- Iaganna lögð á hilluna með þeirri afsökun, muni ég rétt, að fjárhag- urinn væri svo bágur, að eigi væri gerlegt að endurskoða launalögin, því að það hefði í för með sér aukin ótgjöld fyrir ríkissjóð. Það yrði að bíða betri tíma. í þessari afsökun var bein viðurkenning á ranglætinu. Það var bara ekki tímabært fyrir ríkissjóðinn, að ranglætið væri leiðrétt. Misræminu og bitlingakerfinu varð að halda við og svo skal enn gert, þótt bág- um fjárhag verði eigi borið við. Opinberir starfsmenn liafa sýnt • ótrólega mikið langlundargeð, en nó er það á þrotum. Við látum okkur ekki lengur nægja orð ein. Til þessa höfum við flestir fylgt hægri flokkunum að kjörborðinu. Framvegis munum við fylgja að málum þeim einum flokkum, sem gera meira en að lofa — ■sem sýna fulla viðleitni til að standa við orð sín. Gegn hinum skal unnið ljóst og leynt í bæ og byggð. Undanfarið virðist Sósíalista- flokkurinn vera eini flokkurinn, sem vinnur af fullri einlægni að hagsmuna- og menningarmálum allra launastétta, smáframleiðenda og bænda. Það er og víst, að hann mun verða stærri og virkari sá liópur opinberrq, starfsmanna, er gengur ót í baráttuna með sósíal- istum við næstu kosningar en hing- að til. En nóg um það að sinni. — En hvað dvelur Iaunafrum- hægt að nóta þetta fé til þess að koma upp lyfjabúð? Hvaða mannskrípi Jivælast fyrir ]>ví móli? Er það ekki einhver teg- ung af „fjandmönnum þjóðfélagsins", 'eins og stUndum virðist bóla á, sem hér hregða fæti l'yrir. Samlagið lyktar óskemmtilega af braskaral’yrirtækjum, el' ]>annig á að nota 'umframfé það, sem því teksl að krækja í. Því er þetta fé ekki beinlínis notað til þess að koma upp heilbrigðri og sterkri lyfjaverzlun. og létta þannig undir með lyfjakosnaðinum. Har. Hvor blekkir? Frumvarpið um kvikmyndasýningar var fellt við 3. umr^eðu. Alþbl. segir 20. nóv. um meðferð þess: „Gegn frumvarpinu greiddu atkv. meginþorri Sjálfstæðismanna og kommúnistar allir“. Þjóðviljinn segir: ,,.... frumvarpið var fellt með 17 atkv. gegn 12. Greiddu þingmenn Sósíalistaflokks- ins. helmingur af þingmönnum Alþfl. og nokkrir Sjálfstæðismenn atkv. gegn því“. Iívor, blekkir? Eða fylgir Alþbl. bara „komplex“-eð!i sínu. sem í flestum málum öðrum. llar. Saklaus fyrirspurn Mann nokkurn dreymdi skrítinn draum. Honum fannst fil sín koma kyndugur ná- ungi, og segja: það skyldu þó ekki vera þessi þrjú atriði sem valda mestu um flótta: „Kratanna og kumpána“ í sjálfstæðismál- inu: 1. Þeim ^víður að yera minnkandi og á- lirifalausir, og ekki í stjórn landsins er sjálfstæðið er fullkomlega endurheirnt. 2. Þá langar í erfisdrykkju og „knall“ í tilefni af burtreisunni. 3. Þeir kunna einhverjir að standa í skuld við dönsku kratána og vilja ekki hryggja vinina. l/ar. Staka Jónas kvað n'ú jafnvel fá jafnvægi á sálina; síðan Gunnar settisl á ,.sannleiksvogarskálina“. Knldi. Draumur Mig dreymdi að ég var staddur niður á Arnarhólstúni. Settist ég utan í brekkuna austan við Ingólfsstyttuna og var nærri sofnaður, er ég hrökk upp við hávaða nokkurn: Sá ég þá hvar hópur irianna kom frá lnisi SIS. og gengu þeir í lialarófu og héldu liver aftan í annan. Þeir sungu há- stöfum. Þegar þeir koniu nær mér, þóttíst ég þekkja að þar væru Framsóknarmenn á ferð, og var Gunnar Bjarnason, ritstjóíi, fremstur. Textinn, sem þeir sungu, var við hið þekkta lag: „Fram, fram fylking, o. s. frv.“, og var svohljóðandi, ef ég man rétt: Framsók n a r fy 1 ki ng! „Forðum okkur hóska frá". Jónas er sá, sem ég trúi á. Fylkjum nú fast, svo fái ,ann ei „kast". Hyggið ei að Ilermanni hertoga af Ströndum. Hver sem honum leggur lið mun lenda í tröllahöndum. Kuldi. Sveinabakáríinu Vest- urgðtu 14 lokað Heilbrigðisnefndin hefur sam kvæmt framkomnum skýrslum j frá heilbrigðislögreglu og öðr- um lögregluþjónum um Sveina- bakaríið í húsnæðinu nr. 14 við Vesturgötu, samþykkt að banna brauðgerð í húsnæði þessu, vegna þess hve húsnæðið er lélegt og öllum þrifnaði fram úr hófi ábótavant. varpið? Vill ekki launamálanefnd- in gera opinbera grein fyrir starfi sínu? Og vill ekki stjórn Sambands opinberra starfsmanóa þjappa öll- um stéttadeildum sambandsins saman til einhuga baráttu? Bar- áttan á ekki. öll að hvíla á herðum stjórnarinnar. 011 þau félög, sem innan sambandsins eru, eiga að taka virkan þátt í sameiginlegri hagsmunabaráttu, þótt eigi séu þær allar jafn ríkum órétti beittar. Mig minnir, að flest eða öll blöð bæjarins — nema Tíminn, hafi í haust talið endurskoðun og leið- réttingu á launalögunum sjálf- sagða. Þessi blöð hljóta því öll að vera fós til að taka upp baráttu fyrir framgangi málsins — nú þeg- ar. Það er vitanlegt, að málið hef- ur fengið þann undirbúning, að óafsakanlegt er, verði það cigi af- greitt á þessu þingi, enda ljóst, að það er hægt, jafnt þótt Framsókn sé á móti, ef hinir flokkarnir standa. saman eins og ætla verður af blöð- um þeirra. Margir opinberir starfsmenn hafa veitt því athygli, að Sósíal- istaflokkurinn hefur aldrei látið kaupa sig frá baráttu fyrir hags- munum vinnandi stétta við sjó og í sveit, og það er vonandi að jafn- aðar- og Sjálfstæðismenn gerist ekki hross til kaups í þessu máli til að drepa það. En því verður vissulega ekki neitað, að þeir hafa báðir, ásamt Framsókn, haft hags- muna- og meimingarmál fólksins mjög að verzlunarvöru. Margra augu hvíla' nú á ríkis- stjórn og þingi í sambandi við þetta mál. Sýnt má telja, að ríkis- stjórn liefur lítinn áhuga fyrir því, og flestum þingmönnum virðist annað hugstæðara — ýmsir þeirra hafa líka bitlinga um að hugsa og eru þeir kærri en leiðrétting á hin- um af ranglæti sneisafullu launa- lögum, sem um langa hríð hafa verið til háðungar, jafnframt því sem þau b.era ljóst vitni hug hinna pólitísku braskara til opinberra starfsmanna, sem margir liverjir af misskilinni flokkshyggju hafa fylgt þessum braskaralýð að inál- um. þar á meðal 23 manna hópur, sem að þessum greinarstúf stend- ur. Einstaklingar og stéttir innan Sambands opinberra starfsmanna, liefjumst handa um land allt og' skrifum, höldum fundi, gerum samþykktir og sendum þihgmönn- um okkar og stjórn. Ytum við þeim, sem liggja og sofa á réttind- um okkar. Ýtum við þeim svo fast, að þeir vakni til fullrar meðvit- undar um það, að við þolum eigi lengur marklaus orð og undan- brögð í hvaða Itóning, sem þau verða færð. Styðjum þá flokka eina fram- vegis, sem af heilindum vinna að almqnnahag og látum sérréttinda- menn eigi lengur blekkja okkur til fylgis við sig. Við eigum með þeim enga samleið. 23 opinberir — við síð- % ustu lcosningar hœgri ' sinnaðir starfsmenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.