Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 5
ÞJÖÐ'V I LJrNN. — Sunnudagur 5. des. 1943. ■----------------------------------------------------- þJÓOVILJINN Uigefcncii: SameiningarjloKizur albýZu — Sósíclistújlokkurinn. Rit8tjórí: Siczrtur (juðmund;s*jn. Stjórnn álaritstjóraz: Eir.ur Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifs*clu;: Austurstræti 12, sími 2270. Afflfr-iosla og augiýsingai: Skúlnvörðustíg 19, sími 2184. Prentsmiðia: Víkingsp)rent h. /.* AjUTZasirœii 17. Áskriftarverð: I Reykjavík og ígrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — LJti ó landi: Kr. 5,00 á cnánuði. Eiga sósíalistar að vera með í hægri-stjórn Hér á þessum stað hefur undanfarna daga verið vakin at- hygli á því hver hætta sé á að Framsókn og íhald bræði sig saman um að mynda ríkisstjórn og hefja árás á verklýðssam- tökin með því að reyna að knýja fram t. d. 10—20% grunnkaups- lækkun. Alþýðublaðið ræðst nú á Sósíalistaflokkinn fyrir að aftur- haldið skuli hugsa til svona stjórnarmyndunar og álasar nú held- ur en ekki Sósíalistaflokknum fyrir að hann skuli ekki heldur hafa myndað stjórn með Framsókn. Það er nú rétt að rifja það upp í þessu sambandi hverskonar pólitík sú stjórn átti að reka, sem Framsókn vildi taka þátt í. Sú stjórn átti m. a. að lækka verðlag á landbúnaðarvörum, og kaupgjald hlutfallslega, m. ö. o. framkvæma kauplækkun, sem hefði numið ca. 25%, ef dýrtíðin átti að minnka með þessu eiús og Framsókn taldi nauðsynlegt. Hvað hefði sú stjórn í rauríinni verið, sem hefði framkvæmt slíkar kaupkúgunarráðstafanir? Það hefði verið ekta „hægri stjórn“, — afturhaldsstjórn, — og það alveg jafnt þó svokallaðir vinstri flokkar hefðu allir setið í henni. Það er ekki nafnið, sem stjórninni er gefið, sem táknar stefnu hennar, né heiti flokkanna, sem hana mynda, — heldur pólitíkin, sem hún rekur, — alveg eins og þjóðstjórnin alræmda var hin versta „hægri“ stjórn, ekta kúgunarfyrirbrigði, þó tveir ílokkar, sem kölluðu sig vinstri flokka væru í meirihluta í henni. Alþýðublaðið álasar- Sósíalistaflokknum fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í slíkri hægri stjórn, slíkri kaupkúgunarstjórn með Framsókn' og Alþýðuflokknum. Alþýðublaðið virðist álíta að það sé hreinasta heimska af Sósíalistaflokknum að framkvæma ekki frekar sjálfur kaupkúgun með Framsóknar og Alþýðuflokkn- um, heldur en að láta það viðgangast að Framsókn fái íhaldið með sér til að framkvæma kaupkúgunina. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna hvað það er sem Alþýðublaðinu finnst gera allan muninn: Það er hverjir sitji í ráðherrastólunum. Og því ber ekki að neita að eftir því atriði virðist Alþýðuflokkurinn líka hafa hagað sinni pólitík. En Sósíalistaflokkurinn mun láta Alþýðuflokkinn um þess- háttar stefnu: að taka heldur að sér sjálfur að samþykkja og fram- kvæma kaupkúgun gaghvart verkalýðnum en að eiga á hættu að Framsókn og íhald skríði saman til slíks. En til hins er Sósíalistaflokkurinn nú sem fyrr reiðubúinn að standa að myndun raunverulegrar framfarastjórnar á íslandi. Alþýðublaðið er svo samtímis með ósannindi um það að Sósíalistaflokkurinn flytji lítið af umbótatillögum á þingi. Það er nú liðið ár síðan þingflokkur sósíalista bauð bæði Al- þýðuflokknum og Framsóknarflokknum skipulagt samstarf um að koma fram í þinginu málum, sem báðir þessir flokkar höfðu lýst sig samþykka, svo sem afnám eða lækkun tolla á nauðsynja- vörum, endurbætur á alþýðutryggingum, skattur á stríðsgróða o. fl. o. fl. — Um fæst af þessum málum hefur fengizt samstarf og þegar samstarf hefur fengizt, þá hefur það reynzt alltorvelt — og hefur þó sízt staðið á því að Sósíalistaflokkurinn gerði ekki sitt til þess að fá málin fram. Tollalækkun hafa þessir flokkar alls ekki fengizt til að ganga inn á. Alþýðutryggingarnar ganga langt of hægt. Afstaðan í skattamálunum mun nú brátt fullprófuð. En í þeim málunum, þar sem mest reynir á tafarlausar fram- kvæmdir á skynsamlegri stefnu, — svo sem um breytingatillög- ur sósíalista við fjárlögin: um 10 milljónir kr. til fiskiskipakaupa, um 4 milljónir til byggðahverfa, um 700 þús. kr. til byggingar barnaskóla í sveitum og aðrar raunhæfar endurbótatillögur, — þar gengur Alþýðuflokkurinn beinlínis á móti umbótatillögum sósíalista. Og svo kemur blað þess flokks og ber sósíalistum skeyting- arleysi um málin á brýn. Eru engin takmörk fyrir hræsninni, lýginni og vfírdreps- skaprr.’m, sem þetta blaðræksni drrfist að hsfa í frammi? Það er föstudagsmorgun og klukkan er að verða sex. Okkur verSur tíSlitiS heim þangaS sem reykurinn á aS koma upp úr e!d- húsinu. Einhvers staSar inni í okkur er hrópaS á hvíld og hress ingu. En planiS verSur aS hreins ast. Lotan er búin aS standa síðan fyrir helgi og síðustu dag ana höfum við ekki sofið dúr. PlaniS er lítið og nú er þar vart hægt aS snúa hendi eða fæti, því það hefur ekki unnizt tími til aS slá botn í tunnurnar og velta þeim burt. SvaSið á planinu tek- ur manni í skóvarp og niSur viS síldarkassana í mjóalegg. Þetta er úrgangurinn, sem myndast við verkun síldarinnar og líka síld, sem ekki er söltunarhæf. Sumir fara aS færa tunnurnar saman til aS fá nýtt pláss, aðrir að hreinsa planið og síldarkassana. KappiS, sem fylgir söltuninni er horfið, og í raun og veru höt- um við starfið, sem við erum að vinna. En þetta verður aS gerast aí okkur, eSa engum,, því áður en varir getur komið ný síld. Við höldum okkur uppi með garríanyrSum, stælum, eSa leit- um aS snöggum blettum sem skot spæni. „Haltu áfram að verka kass- ana svo ég geti stillt upp“, sagði ÞórSur. ,,Ert þú nú líka orðinn yfir ?“ svaraði Jón. ,,Eg hélt nú að þaS væri nóg að hafa einn fínann á hvem drull- ugan, þó ekki væri nú bætt við'b ,,Slíkt kemur mér ekkert við“, sagði ÞórSur. ,,Eg vil bara klára þetta, svo ég geti fariS aS hvíla mig". „SagSirSu hvíla þig ?“ gall Siggi við, „heldurðu að þú ráð- ir því ? ÞaS er ekkert annað lík- legra, en þó viS hömumst í blóð- spreng við hreinsunina, þá komi skip með síld og lotan haldi áfram. Mér finnst nú held ur engin ástæSa til a5 hamast fyrir þ;.kaup sem hérna er borgað. Þeir græða víst nóg samt“. ,,Alveg rétt“, sagði Öli gamli. „Þetta útkjálkakaup er hlægilega lítið, þegar farið er að eyða því suður í Reýkja- vík, þó allt sé kannske betra en gera ekki neitt". „Eg vil bara að við förum allir heim og leggjum okkur", tók nú Svenni fram í. „Erum við ekki frjálsir menn eða erum við þrælar, sem erum skyldaðir aS vinna meðan augun blakta ?“ Sumir hölluðust að tillögu Svenna og lögðu niður áhöldin. Keli sté fram á fótinn. „Þú ert ungur, Svenni minn, og hugsar vart ennþá nema með útlimun- um“. „Hugsar þú með magan- um ?“ sagði Svenni. „Kannski er eitthvað til í því“, anzaði Keli, „og það er ef til vill ekki versta aðferðin. ViS erum ráðnir hér, en ráðum engu“. Svenni: „Held urðu að þeir eigi okkur ?“ „Nei, því er nú kannski ver“, sagði Keli. „Ef þeir ættu okkur þyrftu þeir að sjá um þarfir okkar allt áriS, en vegna þess, að við er- um bara rekald, hafa þeir engar skyldur gagnvart okkur. Ef við förum að sofa núna, fáum við kannski pokann þegar viS vökn- um“. „En þetta er djöfull ekk- ert réttlæti", sagði Oli gamli. Sumir hafa allt án fyrirhafnar, aðrir ekkert þó þeir þræli eins og skepnur. Hvernig stendur eig inlega á þessu ?“ „Þetta er einmitt spurningin, sem hver einstakur verður að kryfja til mergjar og svara, á því veltur öll okkar velferS. Okk ur sýnast orsakirnar vera marg- ar. Sumir fæðast í fyrirtækjum, aðrir með peninga í bönkum og vösum, enn aðrir fá lán af al- mannafé og láta þá peninga vinna fyrir sér. Þegar peningar eru í aðra hönd er ekki hirt um þó stiklaS sé á búkum meSbræðr anna. Þó ég nefni þessi dæmi, er orsökin önnur. ASalorsökin er sú, aS viS nennum ekki að hugsa og fylkja okkur saman. ViS látum þessa, sem við bölv- um hugsa út, hvernig við verð- um haganlegast sveltir, og svo bara sveltum viS, eins og það væri óraskanlegt lögmál". „Þetta er nú of strembið fyr- ir mig“, sagði Siggi. „Heldur vildi ég nú hugsa meS útlimun- um og vera háttaSur hjá henni Köllu. Hún er draumur“. „Já, sem rætist víst öfugt", sagði ÞórSur. „En aS fara heim og vekja alla efrideildarmennina. Þeir væru sanaarlega ekki of góðir til aS moka drullu dálitla stund“. Nú sást verkstjórinn og allir hófu starfið á ný. „Við þurfum aS flýta okkur að koma þessu af“, sagði verkstjórinn, „Síldin" er á leiSinni meS 5—6 hundruð tunnur". „Átti ég ekki á von“, sagSi Stjáni, „ennþá er auravon". „ÞaS hlakkar í vökustaurunum“, sagði Svenni. „Þú ert eins og fjandinn, sem aldrei seðst og aldrei þarf aS sofa“. Kaffi var kallað, og kallinu var hlýtt. Stúikurnar báru rjúk- andi kaffi og brostu til beggja handa, en brosið var tvírætt, því við vorum víst ekki á biðilsbux unum. Ein spurði_ hvort allir skeggkossarnir væru gengnir úr vistinni. „Síldin" lét ekki bíða eftir sér. Þegar við komum út var hún að leggja aS bryggjunni. ÞaS glampaSi á gullíjskinn í sól skini, þennan fisk, sem ýmist er keyrður frá hafinu eða í haf- ið. Síld getur enginn gleymt. Sól skín á skjöldu og skálm- ir brugðnar. Stúlkurnar koma í halarófu ofan frá „brökkunum" meS diska, hnífa og klippur. Þær glömpuSu af kátínu, þvegn ar og greiddar og sumar púðrað- ar. Hvíld þeirra var aS vísu meiri en okkar, en þrátt fyrir það þuríum við karlmenn ekki að þreyta þol og flýti viS kven- fólkið. Sá, sem hefur séð konur í síld og hamaskipti þeirra, fullvissast um þetta. Hver, sem ekki hefur kynnzt síld og síldarstúlkum fer mikils á mis. Nú fer allt að komast í gang. Salttunnur eru slegnar upp og hvolft úr þeim. SaltiS er bland- að á ýmsan hátt eftir verkun síldarinnar, og því mokað í kassa. Kassinn passar í tunnuna. SíSan er kössumim ekiS á hand <Sfh'r Séalldór jdefursson vagni og stólsettir hjá tunnunum við síldarkassana. Stúlkurnar raða sér við kassana, hver á sinn bás og bíða þar herklædd- ar og vopnaðar. Sjómennirnir keyra síldina af kappi í kassana. Strákarnir af „Síldinni" eru knálegir og augna leiftur og orðaskeyti þjóta þráð- laust milli þeirra og kvenfólks- ins. Okkur til sárrar gremju eru stúlkurnar sýnilega á þeirra bandi. ÞaS er einhver sölt og seið- mögnuS orka, sem stafar frá þess um sjómönnum, svo að þeir standa yfirleitt betur að vígi í þessum alþjóSamálum. Þegar kassarnir eru fullir, á söltunin að hefjast hjá öllum stúlkunum jafnt. En það gengur nú svo, að margar eru að smágrípa í aS kverka og eiga kannske fullan stamp, þegar byrjað er. Komist þetta upp, sendir verkstjórinn einhverja til aS henda þeSsu nið- ur. Þetta er eina sporiS til jafn ræSis, sem eygt verður. En enginn skyldi öfunda menn af slíkri för. KalliS er komið, allar stúlk- urnar byrja eins og elding. Ást- leitni og ögrandi bros hverfa eins og dögg fyrir sólu. Huganum er einbeitt að starfinu. Stjáni geng- ur fyrir saltvagninum, en aðrir taka af. Hann er eins og hann sé nývaknaður, bara sönglar og skipar að taka af. Nú fara efrideildarmenn aS tínast ofan á planið. Þetta er stór hópur. Sumir eru kallaðir eig- endur, aðrir hluthafar, yfirmenn yfir þessu og þessu á staðnum, vinir þeirra og'frændur, og svo mætti lengi telja. Þeir eru út- sofnir og velsældin ljómar af þeim. Þarna snúast þeir og gera sínar athugasemdir, sumir finna að, skipa aS gera þetta öðruvísi. ViS brosum vandræðabrosi, því þetta er flest sagt af lítilli þekk ingu á vinnunni, ekki heldur af neinni mannvonzku, heldur af hinu, að þá langar ’á ein- hvern hátt að vera þátttakendur í fyrirtækinu og láta taka tillit til sín. Okkar aðstaða er erfiS því þaS er varasamt aS kalla yfir sig reiði manna ekki síður en guðs. Köllin skella á hljóðhimn- unni. Nú er ekki um neitt að yllast, tunnurnar eru að fyllast. Við, sem keyrum frá, þrífum trillurnar, og blóðið ólgar eins og í gömlum veShlaupajálkum. Ekkert er verra en að þola á- mæli kvennanna. Tunnunum er krækt á og hlaupið báðar leiSir. Menn rekast hver á annan. Köll- in óma: Tóma tunnu! Vantar salt! Taka tunnu ! Síld í hornið ! GamanyrSi sjómannanna missa marks. Síldin er heimtuð með frekju. Þeim, sem keyra frá er brugðiS um, aS þeir séu ekki karlmenn, þó þeir bjóðist til að sanna það; viðlíka útreið fá salt- mennirnir. Keyrslumennirnir þykjast hafa hreina samvizku, því þeir kom y \ *" /' í í ■ % ip ' é 1 ” 7 ‘ . i l '- • '&Í í Z i.ill ’ 1 %j V. j? ^ í Síldin, sem áður bylti sér glitrandi fögur og ginnandi í stórum torfum. inaar að veiðum Klukkan er hálftvö að nóttu. Á svo óvanalegum tíma hefst vinnudagurinn á vinnustað okk- ar. Máski væri réttara að segja SíSasta vinnudegi er ekki lokiS þegar sá næsti hefst. ESa, byrj- un og endir vinnunnar er ekki bundið klukkustundum og mín- útum, því að viS erum fiskimenn í síldveiðiflota íslendinga, sumar iS 1943. Mild og gráföl birta miSsum- arsnæturinnar hjúpar land og sæ hugljúfu skini. Austur viS hafsbrún uppi yfir Siglunesi belta sig góðveðursskýin í rósrauðum bjarma nýfædds dags. Þess dags er byrjar vel og lofar góðu. Ef til vill verður hann einn af hinum fáu heiðu, blíðu sum- ardögum, sem við ennþá höfum fengið svo lítil kynni af á þessu sumri. VeSurútlitiS er gott og loftvog- in stendur hátt. ÞaS eru því allar ástæður fyrir hendi til þess að vera vongóður. ViS bíSum og sjáum. Skipakostur okkar eru tveir líka ójöfn. Stúlkurnar eru í á- kvæðisvinnu, en við ekki. Kánn ski er ekki hægt að manna bet- ur, en það getur líka verið freist ing til þess, að nýta sem bezt út úr mönnunum meS því að hafa þá færri. ViS látum stúlkurnar skilja þetta, en þær þykjast eiga heimt ingu á, aS þær séu ekki stopp- aðar, og eiga þaS líka. Sviti okkar drýþur í svaðið, en viS bítum á jaxlinn og reynum að halda í horfinu. Stundum þykj- umst við ekki h^yra til stúlkn- anna, sem verst láta, enda kalla sumar áður en tunnan er full. Þá tökum við kannski tunnu hjá þeirri næstu, sem er rólegri. í næstu umferð xíltur maður sér að þeirri háværu og spyr ofur sakleysislega hvort hún hafi verið að kalla. Menn fara til skiptis í mat og kaffi, það er að segja karlmenn irnir. Efrideildarmenn eru horfn ir. Þeir eru ekkert staSbundnir. Þessi dagur líður eins og allir aðrir dagar. ÞaS er að verða bú- iS úr skipinu og við förum að hreinsa á ný. Hvort nú kemur síld eSa hvíld ber kvcldzS í sKauti séri. mótorbátar, „Tvílembingar”, annar 24 smálestir, sá dregur nótabátana og í honum hefst skipshöfnin öll aS jafnaði við, borðar þar og sefur. Hinn bát- urinn er 12 smálestir að stærS. Þeir bera samtals 550—600 mál síldar, fullhlaðnir, aS landi. Fyrir röskri klukkustund hafa drengirnir lokiS viS að losa bát ana, undir hinum nýju löndunar tækjum RíkisverksmiSjanna á SiglufirSi. Svo þurfti að taka olíu, kol og vatn. Matsveinninn varð að fá tíma til aS bregða sér upp í bæ eftir nokkrum brauðum, mjólk á brúsa, einu kjötkrofi og fleiru matarkyns. Allt var þetta unnið í ákafa, því úti fyrir beiS blikandi, slétt ur sær, þar sem síldin bylíi sór glitrandi fögur og ginnandi í stórum og smáum torfum. Ut hinn ládauða flöt Siglu- fjarðar knýja vélarnar bátana á- fram, áfram út til hafs, með 7 —8 sjómílna hraSa á klukku- stund, þangað sem veiðin bíður lokkandi og heillandi. Vaktin hefur enn ekki lokiS við aS hreinsa bátinn. Hinir af skipshöfninni hópast að dyrum eldhússins til aS fá sér kaffi- sopa áður en þeir leggi sig ör- litla stund. EldhúsiS er lítið skýli aftast á bátnum. Gólfflötur þess er um 2x21/2 metri. í þessari litlu kompu verður matsveinninn aS elda og baka handa 18 mönn- um, sem erfið vinna og kaldr- analeg aSbúS gerir lystuga á mat og drykk. „Enn gengur allt í góðu“, er máltak okkar, en þegar versnar í sjóinn og dætur Ránar haía sér til-skemmtunar aS henda á milli sín litlum bát, þá fyrst versnar aðstaða matsveinsins. Oft er þá haldið sér með annarri hendi en pottur og ketill studd ir með hinni, og vill samt ekki hrökkva til. En „kokksi" er alít- af glaður og hreifur þótt starfs- dagar hans við hinar erfiðustu aðstæSur byrji kl. 6 aS morgni og vari oft t>l kl. 11 og 12 ao Og hann gefur sér tíma til að bregða sér út á þilfar og leggja hönd að verki þegar mikið ligg ur við, eins og þá er gott kast er komiS að borði. ViS erum komnir út úr mynni SiglufjarSar. Skipshöfnin hefur öll lagt sig til hvíldar að undan teknum einum háseta, vélamanni og skipstjóra. Þeim er þörf á því drengjunum að fá sér blund því innan stundar erum við komnir á miðin og framundan er dagur starfs og erfiðis. liggur flötur hins víðfeSma Ægis. AS þessu sinni óvanalega stiílt- ur og kyrr. En til landsíns rísa fjöllin í tign og ró sveipuS b)á- móðu fjarlægðarinnar. Skip koma hlaSin veiði. Skip fara út til veiða með unga starfs glaða menn um borð. Allt rjáir líf og starf. Sjórinn er kvikur af fugli, hnísum og hrefnum. Hér er sýnilega mikil áta og því sýni- lega síldar von fyrr en seinna. Stefnan er sett á Grímsey og á eftir kemur hinn „tvílembingur- inn“. Á honum eru aSeins tveir menn, skipstjóri og vélamaður. Stundum fara þeir einir í lana, þegar þannig stendur á, að full- fermi hefur fengizt í þann bát- inn, og fyrir kemur, aS aftur eru þeir komnir út á miðín áð- ur en hinn báturinn er fulllest- aður. Þá koma talstöðvar bát- anna sér vel, en í gegnum þær hafa þeir samband sín á milli og vita oft hvernig á stendur hjá hvorum um sig. Klukkan 5 erum viS komnir austur fyrir EyjafjarSarál. Fyrir stundu er „nótabassinn" kominn á sinn staS, í skýliS uppi á stýrishúsinu, og þaðan horfir hann aSgætnum augum út lognsléttan flöt hafsins, því á hverri stundu má búast við að síldin fari að vaða. ÞaS bregzt heldur ekki, fyrir stafni er meðalstór síldartorfa, og nú hljómar rödd hans há og hvell: „Klárir í bátana" ! Dagur starfsins er hafinn fyr- ir alvöru. Svo langt sem augað nemur ll■■■ll■lll■■l■l■■■lllllll■ll■■llllll■■ll■■lll■■■lll•lllllllllllllllllllllll■ll■llllllllllllllllllllllllllllll,IMIII|l||||||lm|||||||||||||||||||||||||||| Stmnudagur 5. des.1943. — ÞJÓÐVILJINN. Sovétlandið Krím Er rauði herinn fyrir skömmu síðan nálgaðist Perekop-eiðið, dvrnar að Krímskaganum, bárust fréttir af auknum skærnhern-tði um allan skagann og af óróleika meðal rúmenska setuliðsins í Sim- foropol. ^ Fregnir bárust og af því, að Þýzkir herforingjar og fjölskyldur þeirra hröðuðu sér frá hvíldar- og hressingarheimilunum, þar sem þetta fólk hafði gert ráð fyrir að geta eytt því, sem eftir væri af stríðinu, í þægindum, jafnvel í ó- hófi. Krím, sem er sjálfstætt lýð- veldi innan hins sameinaða rúss- neska lýðveldis, er nefnilega heims- fræg sem einn af fegurstu stöðum Evrópu. Krím hefur margt annað til síns ágætis. Loftslag hennar er ákaflega milt og heilsusamlegt. Og landið hefur löngum verið eftirsótt vegna náttúruauðæfa sinna, málma og frjósamrar moldar. Fornminja- fræðingar, sagnfræðingar og kyn- þáttafræðingar hafa þar óþrjótandi viðfangsefni. 'ár Á keisaratímunum var Krím þéttskipuð stórhertogahöllum, lúx- usheilsuhælum og dýrum hótelum. Baðstaðir voru almenningi torveld- ari aðgöngu en nokkrir af bað- stöðum Suður-Frakklands. En undir sovétskipulaginu liafa dyrnar verið opnaðar upp á gátt. Allir geta nú notið læknisdóma Kríms, hermenn úr rauða hernum, námamenn frá Donets, stáliðnað- arménn frá Stalingrad, .samyrkju- bændur frá Mið-Asíu. Gömlu hallirnar og hressingar- hælin voru tekin í þjónustu fólks- ins. Stór ný heilsuhæli og hvíldar- heimili, teiknuð af beztu húsa- meisturum Sovétríkjanna, voru reist og útbúin öllum þægindum og tækjum. Þau voru sett á heilsu- samlegustu staðina og séð fyrir hinum beztu lælcnum. I-Ijá Dríanda og Livadía átti keisarinn mikla búgarða og liallir. Þeim hefur verið breytt í heilsu- hæli fyrir samyrkjubændur, en nokkur herbergi látin vera óhreyfð sem söfn. Fyrir 1941 var. Evpatoria-.bað- staðurinn, sá bezti í 'Evrópu, orð- inn borg barnanna. Tugir þúsunda af börnum og unglingum fóru þangað á hverju ári og var komið fvrir í fínum. nýtízku byggingum og fyrrverandi lúxus-hótelum. Ein af borgunum á Krím hefur næstum því orðið eins fræg í þessu stríði og, Stalingrad. Það er Se- vastopol. it Þessir glæsilegu júní- og júlí- dagar 1942, þegar athygli alls heimsins beindist að vörn borgar- innar, voru ekki hinir fyrstu af því tagi í sögunni. Árið 1854 varð liún að þola hina sögulegu umsát Breta og Frakka í Krímstríðinu. Fyrir það stríð hafði Sevastopol um 50.- 000 íbúa, en hún var lögð í rústir í umsátinni og var lengi að ná sér. í byltingunni 1905 kom Sevasto- pol aftur við sögu, því að það voru strandvarnafallbyssur hennar, sem skutu á bcitiskipið Otsjakoff, sem hafði tekið þátt í uppreisninni undir stjórn Schmidts lautinants. Schinidt var seinna líflátinn í bcrginr.i sjálfri, og nnfn: hr.ns c'r haldið á lofti í mörgum götunöfn- um hennar og torga og sömuleiðis um öll Sovétríkin. Ein af aðal- brúnum í hinni fjarlægu Leningrad var eftir byltinguna 1917 nefnd Brú Schmidts lautinants og heitir það enn í dag. ★ Krím varð endanlega sovét-land í árslok 1920. Þá var það að rauði herinn lirakti Wrangel hvítliðafor- ingja niður á skagann, króaði hann þar inni, hertók virkið Perekop og liélt hratt suður skagann. Herir Wrangels voru sigraðir og bæði hvítliðum og innrásarherjum út- rýmt af Krím. Oktjabrisky flotaforingi stjórn- aði vörn Sevastopol í fyrra sumar, og meir en 100.000 nazistahermenn féllu í bardögunum. Meir en 125.000 stórra sprengna var varpað á borgina og verjend- ur hennar. Verjendurnir, sem voru fimm sinnum færri en siékjendurn- ir, héldu út til síðasta manns. Það var ekki fyrr.en síðasta dag varn- arinnar, að aðalstöðvar flotafor- ingjans voru fluttar úr miðri borg- inni út í Kersonvitann. Þegar Sevastopol féll loksins í hendur Þjóðverja, hafði hún verið næstum alveg eyðilögð, ennþá einu sinni. Frjósemi Kríms hefur löngum verið viðurkennd, en ðamyrkjan hefur bæði aukið afrakstur hvers hektara landsins og bætt lífsskil- yrði bændanna. Krím-vínið, sem er frægt um öll Sovétríkin, getur keppt við frönsk vín að gæðum. Ávextir skagans eru fjölbreyttir og ljúffengir, og liann hefur fram til þessá verið mesta tóbalcsræktar- héraðið í U. S. S. 11. Meðal auðs- uppsprettna Kríms eru einnig miklar fiskveiðar og nautgripa- rækt. ★ En með fyrstu fimm ára áæthin,- inni kom iðnaður í stórum stíl líka til Krím. Miklar stálverksmiðjur voru reistar á Kertsskaga. Skipa- smíðastöðvarnar í Sevastopol voru stækkaðar og komið í nýtízku horf. Véltækni var innleidd í salt- vinnslustöðvunum, og nálægt Ev- patoria voru reistar risavaxnar efnáverksmiðjur. Niðursuðuverk- smiðjur voru byggðar og reistar rafmagnsstöðvar. Þegar Krím verður innan skamms endurheimt, er næstum víst, að hún hefur verið lögð í auðn. Þjóðverjar munu að vanda eyðileggja allt í undanhaldi sínu, sem ekki hefur þegar farizt, jafnt hinar fornu hollir sem hinar miklu verksmiðjur og glæsilegu hvíldar- og skemmtistaði, sem spruttu upp undir 20 ára ráðstjórn. Frá upphafi sögunnar hefur Krím verið vígvöllur. Harðar or- ustur voru háðar þar í lok 3. ald- ar, þegar Ilúnar ráku Gota það- an, á 15. öld, þegar Tyrkir undir- okuðu Tartarana, og í Krímstrið- inu. En Ivrím reis alltaf aflur úr rúst- unum og eins mun fara núna, og í þetta skipti með örugga vissu um, að þegar sigur hefur verið unninn og óvinirnir hraktir af síðasta blctti Sovétríkjanna, muni hún geta haldið fram á við til jafnvel ennþá meiri hagsældar og öryggis cn nckkr.rr. tfma áður : söm sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.