Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. desember 1943. ÞJÓÐVILJINN 7 MATTI AIKIO: BJÖRKIN í LÍFSHÆTTU inn. Var það ekki ungi maðurinn með stráhattinn, sem hún gladdi einu sinni svo mikið og átti þó á hættu að verða talin kjaftakerling? En björkin var svo hás og kvefuð, að hún gat ekkert sagt við manninn. Maðurinn horfði á björkina og varð glaðlegur á svip- inn. Hann reisti hana varlega upp, lagði. hana á sleð- ann og fór heimleiðis. Þegar hann kom heim, kallaði hann til konu sinnar: „Komdu og sjáðu gestinn! Það var þessari góðu björk að þakka, að ég fékk þig fyrir konu. — Æ, ég mátti annars ekki segja frá því.“ Hjónin reistu hana á fætur og grófu rætur hennar niður í jörðina. Þau hlúðu að þeim með mold og hag- ræddu henni vel. Eftir nokkra daga hafði hún náð sér eftir hrakningana og breiddi úr grænu liminu, blóm- leg og virðuleg utan við stofugluggann ungu hjónanna. Endir. Risinn og kerlingin hans. (Þýtt). Það var einu sinni risi, sem var svo seinvirkur, að enginn.hafði vitað annað eins. En kerling hans var svo fljótvirk, að menn höfðu hvergi séð hennar jafningja. Einu sinni sagði kerlingin við karlinn: „Eigum við að reyna hvort okkar er fljótara að telja upp að sextíu?“ Karlinn hafði ekkert á móti því. Hann fór að telja: „Pú—pú—pú einn, pú—pú—þú— tveir, pú—pú—pú þrír. —--------“ Hann talaði alltaf svona, og það tafði fyrir honum. En kerlingin sagði bara: „Tíu, tuttugu, þrjátíu, fjöru- tíu, fimmtíu, sextíu.“ Svo var hún búin, og hún vann. Karlinn varð vondur og vildi reyna aftur. Kerlingin samsinnti því. Karlinn tók til máls og reyndi að bera ótt á: “Pú—pú—pú— einn, pú—pú—pú— tveir, pu—pu—pu — þrír.“ Þá sagð i kerlingin: „Ein tylft, tvær tylftir, þrjár tylftir, fjórartylftir, fimm tylftir.“ Það voru sextíu, og hún hafði unnið. ÞETT4 Sá siður var í Svíþjóð, og hélzt sumstaðar fram á 19. öld, að hver nýgift kona fór í brúðarskarti sínu bæja á milli í fylgd gamallar konti. Gamla konan bar á baki hvítan sekk með rauðu silkibandi um op- ið. Ilúsmæður gáfu þá brúðinni eitthvað tii heimilisþarfa, einkunt ull og lín og var það látið í polta kerlingar. Þetta voru ekki taldar sníkjur, heldur táknaði' vinarhug giftra kvenna til brúðarinnar. Lengst hélzt það þó við, að fátæk- ar konur færu þessar „brúðar- göngur“. Það var þjóðtrú í Svíþjóð, að ungur maður gæti fengið að vita, hvaða konu forsjónin ætlaði hon- um, ef hann færi að sem hér segir: Hann átti að kvöldlagi að borða sjö saltar síldar, með haus og sporði, og leggjast síðan til svefns. Dreymdi hann, að stúlka gæfi hon- um að drekka, var það konuefni hans. Dygði þetta ekki, átti hann að sjóða graut úr einum hnefa af mjöli og öðrum af salti og sofna síðan. Sú, sem hann dreymi, að færði honum drykk, átti að verða konan hans. Enn var til ein aðferð: Maður- inn átti að vaka á Jónsmessunótt og sitja á mæni húss, sem hafði verið flutt þrisvar úr stað. Hann átti þá von á að sjá hrikalegar og afkáralegar sýnir. En ekki mátti hann tala, hljóða né hlæja. Um sólaruppkomu sá liann loks þá stúlku, sem átti að verða konan hans. En sæi hann líkkistu í stað konunnar, táknaði það, að hann dæi ókvæntur. ,,Það er dálítið um mig í bréf- inu. Eg vissi, að það var eitt- hvað um mig. Lestu það pabbi, lestu það“, hrópaði Ingrid, ,,þá j sérðu, hvað hún hefur gert“. ! Róar tók í öxlina á henni og hristi hana. ,,Þú ert gengin af vitinu, krakki. Hvað kemur okk- ur það við, hvað stendur í bréf- um, sem Elí fær ?“ Hann ýtti við henni, svo að hún valt út af á legubekkinn. ,,Tore hefur áreiðanlega ekki skrifað neitt ljótt um þig, Ing- rid. Það veit ég, þó að ég hafi ekki lesið nema fyrstu blaðsíð- una“, sagði Elí. Ingrid reis á fætur og kreppti hnefana. „Lestu það þá. Lestu það sjálf. Það stendur seinast í bréf- inu“. Hún sneri sér að föður sínum og hreyfði handleggina, eins og hún ætlaði að fleygja sér í faðm hans. En svo beit hún saman tönnunum og rauk til dyranna.' Þau heyrðu, að hún hljóp út úr stofunni. Róar strauk hend- inni yfir augun. Elí fór að lesa bréfið og las síðustu blaðsíðuna fyrst. Þar stóð : „-----En ef þú lieldur, að það sé ekki alvara í þetta skiptið get ég sagt þér það, frú Liegaard, að þegar þú varst að hvetja mig til að kjassa hana stjúpdóttur þína, þá hafði ég mynd af Guðrúnu í vasa mínum og var einmitt a'ð hugsa um að sýna þér hana. Síðan er nærri því ár liðið. Þá var það bara í býrjun. En nú er J>að al- vara. —“ „Bjáninn. Trúlofaður tuttugu og tveggja ára gamall“, sagði Elí, eins og hún væri að tala við bréfið. Þá fann hún, að lnin hafði hjartslátt. Hún leit hikandi á Roar.. „Thore segist vera trúlofaðiir. Lestu bréfið“, sagði hún. Hann tók við bréfinu og las það eins og hún ■— las seinustu blaðsíð- una. Hann Ieit hvasst á hana. „Gerðir J)ú þetta, Eli? Hvatt- irðu hann til að drága sig eftir Ingrid?“ Hún hneigði höfuðið til sam- þykkis. Hann fleygði bréfinu og gekk út að glugganum. „Heýrðu mig, Róar. Hvernig átti mér að detta í hug, að Ingrid tæki þetta svona alvarlega. Mig langaði bara til að hún skemmti sér. Hún var alltaf svo fálát hér heima. Unga fólkið tekur ástamál ekki mjög alvarlega nú orðið. Mér datt ekki í hug------Róar“. „Unga fólkið er ekki eins létt- úðarfullt og við, Jæssi gömlu. höld- um. Og Ingrid er elcki eins og flestar aðrar ungar stúlkur“, sagði hann lágt og leit ekki á hana. „Nei, en einmitt þess vegna —“ EIi tók höndunum um brjóstið; Hún varð að segja það: „Ingrid hafði aldrei kynnst neinum al- mennilegum ungum manni. Og mér fannst mál til þess komið. Og eitt sumarævintýri!“ Rödd hennar varð lægri og lægri. „Eg veit, að það var ekki rétt af mér, Róar. Ég veit það nú orð- ið“. „Já, það var rangt, Eli. Og þú hefðir ekki gert það, hefði hún verið dóttir þín“. Eli opnaði varirnar til andmæla, en gat ekkert sagt. Hefði Ingrid verið dóttir hennar----------“ „Ég sagði Ingrid, að Tore væri ekki við eina fjölina felldur". sagði hún hvatlega og rétti úr sér. Þessi hjartsláttur! Gat hann ekki hætt. „Hún átti ekki að lesa bréfið, þá hefði hún komist hjá Jjví versta“. „Hún hefur verið viti sínu fjær. Hún hefur verið ástfangin------þó að hún sé ung. Og J)á er erfitt að stjórna sér. Það vitum við, Eli“. „Hvað getum við gert, til að bæta úr þessu, Roar? Hvað get- um við gert?“ „Ekkert, er ég hræddur um“. Og hann bætti við: „Þú skalt láta hana afskiptalausa". Hann gekk til Eli og hallaði höfði hennar að sér. Hann ætlaði að vera hjá henni. — En hann langaði líka til að reynast dóttur sinni vel. henni, sem nú var ein- hversstaðar í felum með sorg sína. -----— — íngrid fór beint heini til frú Sturland. Þar var hún í tvo daga. Beta og hún sættust heilum sáttum. Hún minntist ekki á, hvað kom- ið hefði fyrir. Hún sat þögul við handavinnu í stofunni hjá frú Sturland. Og þegar hún var ein með Betu tók hún ])átt í skrafi hennar. En þegar Beta var sofnuð á kvöldin, settist Ingrid upp í rúm- inu og starði þurrum augum á gluggatjaldið. Hún hugsaði ekki neitt. Það var eins og eitthvað i henni sjálfri hefði brostið og gef- ist upp, gæti ekki dregið andann. Það var orðjnn vani allt þet'ta ár, að 'hún hvíslaði: Tore, Tore! Og hún gerði ]mð enn — Liegaard læknir sótti dóttur sína sjálfur um hádegisbilið þriðja daginn, sem hún var að heiman. Það var honum erfið ferð. Fyrsta daginn lét hann hana alveg eiga sig. Frú Sturland hafði hringt og spurt, hvort Ingrid mætti ekki verji hjá Betu. Annan daginn hafði hann talað við Ingrid sjálfa í síma. Hún svaraði bara „já“ og „nei", hvað sem hann sagði. En heim sagðist hún ekki koma. Þriðja dag- inn koln Sverre heiin úr skólanum um hádegiö og sagði, að fólk væri að tala um að Ingrid hefði strokið að heiman. Þá fór hann og sótti hana. Hann vildi forðast nýjar hneykslissögur, ef unnt væri. Allt gekk betur en hann hafði búist við. Ingrid var ofurlítið svip- uð J)ví, sem hún var árin, sem hann var einn í húsinu með börn- unum. Umhyggjusemi hennar frá þeim árum var komin aftur. Hann tók eftir því af ýmsu smávegis. Hún skifti um þerriblað á skrif- borðinu hans. Einu sinni lagði hún sex nýstrokna flibba inn í svefn- herbergið hans. Það var árangur- inn af því, sem hún hafði lært. Hann klökknaði. Litla stúlkan hans létti raunir sínar með þessari hugsunarsemi við pabba sinn. „Þið hafið jafnað þetta með ykk- ur?“ spurði hann EIi einu sinni kvíðafullur. „Já, við erum báðar fullorðnar manneskjur“, svaraði EIi. Þá hætti hann að hafa áhyggjur af því og sökkti sér niður í vinnu sína. Þær hlutu að láta allt gleymast. En J)að gengu tvær fáorðar kon- ur hvor fram hjá annarri um hús- ið og hugsaði hvor sitt. Eli fannst hún ekki vera fær um að hefja enn á ný sömu baráttu og þá, sem hún varð að heyja til þess að vinna Sverre aftur. Hún talaði ekki annað við stjúpdóttur- ina en það, sem nauðsynlegt var. Ingrid lét sem ekkert væri. Hún talaði rólega og kurteislega við stjúpu sína, ])ó að augnaráðið að vísu talaði sínu máli. Hún minnt- ist meir að segja stundum á Tore. Einu sinni við miðdegisborðið voru þau að tala um brúðkaup, sem fram hafði farið í bænum. Þá spurði Ingrid kærulcysislega: „Ilvenær ætlar Tore að gifta sig?“ Eli svaraði brosandi, að hann yrði nú líklega að taka próf fyrst. „Hann þarf þess líklega ekki, því að konuefnið er dóttir efnaðs skipaeiganda“. Þetta vissi hún og fleira í viðbót. Annik hafði svarað öllu, sem Ing- rid spurði hana að í bréfum sínum. Viku eftir óheilladaginn hitti Ingrid Adolf Andersen. Beta hafði komið því í kring og þau mæltu sér mót við cikina. Adolf var sjálf- um sér líkur. Tryggð hans hafði staðist allt. En Ingrid var orðin öll önnur. Hann kyssti hana og hún lét Jiað hlutlaust — lokaði augunum. --------Vorið var votviðrasamt. Seglin á bátunum við bryggjuna fengu aldrei ráðrúm til að þorna. Á torginu voru pollar, sem ekki þornuðu dag eftir dag. Það draup niður af þakinu nótt og dag. Eli varð andvaka á kvöldin og tróð bómull í eyrun. í júnílok kom Per allt í einu í heimsókn og dvaldi hálfan mánuð. Einu sinni, þegar Eli kom heim, sat hann á skrifstofunni lijá föður sínum. Hann heilsaði henni tóm- látlega, eins og heimilismaður og hélt áfram að tala við föður sinn. Einn góðan veðurdag fóru öll börnin með föður sínum í sjúkra- vitjun með mótorbát. Eli varð eftir heima ásamt ungri stúlku, sem nú var vinnukona hjá henni. Þær höfðu nóg að gera. Það stóð karfa á eldhúsborðinu full af rab- arbaraleggjum. Það var eftir að hreinsa þá og skera þá niður. Eli fór með körfuna inn í borðstofu og setti hana á borðið. Þar stað- næmdist hún með hendina á körfu- /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.