Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.12.1943, Blaðsíða 8
Os® fooi*g!nnt Næturlæknir er x I-æknavarðstöð Reykj a vikur, Austurbæj arskólanum, sími 5030, NœturvörOur er í Laugavegs Apóteki. ÚTVARPIÐ í DAG. 11.00 Morguntónleikar (plötur): a) Píanó- sónata i D-dúr og tvíleikur fyrir fiðlu og viola eftir Mozart. b) Ungverskur lagaflokkur eftir Schubert. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannesson o. fh). , 19.25 Hljómpiötur: Tónverk eftir Bach og Mozart. 20.20 Einleikur á fiðiu (Óskar Cortes): a) Gavolte eftir Rameau. b) Romance í F-dúr eftir Beethoven. 20.35 Erindi: Vestur á fjörðum, II. (Sig- urður Einarsson dósent). 21.00 Hljómplötur: Norræn lög, leikin á ldjóðfæri. 21.15 Kirkjukór Nessóknar syngur lög eftir Ilalldór Jónsson prest á Reyniviillum (Jón Isleifsson stjórnar). 21.35 llljómplötur: Prelúdía og fúga í G- dúr eftir Bach. 22.00 Danslög. ÚTVARPIÐ Á MORGUN. 18.30 Islenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 20.30 Erindi: Um Kötlu og Kötlugos, II. (Steinþór Sigurðsson magister). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á bíó-orgel. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Bene- diktsson rithöfundur). 21.20 Utvarpshljómsveitin: Islenzk alþýðu- lög. — Einsöngur (Kristján Kristj- ánsson): Lög eftir íslenzka og ítalska höfunda. Ljósatimi ökutœkja er frá kl. 3.20 að kvöldi lil kl. 9.10 að morgni. Leilcjélag Reykjavíkur hefur tvær sýn- ingar í dag. Kl. 3 verður sýning á Lénliarði fógeta, en kl. 8 í kvöld ó leikritinu Eg lief komið hér áður. v ------ - .■ Noregssöfnunin 24. nóv.: Safnað af Sigurjóni Kjartanssyni í Vík 465 kr. Frá Mývetningum, safnað af séra Hermanni Hjartars. 1 050 kr. Steinvör Pálmason, Hvammstanga 50 kr. U.M.F. Leið- arstjaman, Súðavík 908 kr. Rann- veig Sveinsdóttir, Reykjavík kr. 60.80. Jakob Helgason Grímsey 100 kr. Safnað af séra Pétri Ingjands- syni, Höskuldsstöðum 425 kr. Methú salem Stefánsson, Rvík 100 kr. Ró- bert Valdimarsson, Kljá 10 kr. ís- aga h.f. 1 000 kr. V. 15 kr. Indriði Sveinsson, Stóra Kambi, Breiðuvík 50 kr. N. N. 400 kr. Ellert Jónsson, Akrakoti 50 kr. Safnað af Ömólfi Valdimarssyni, Súgandafirði 502 kr. Kvenfélag Reyðarfjarðar 1 400 kr. H. Waage, Rvík 50 kr. Kvenfélagið „Sigurvon", Þykkvabæ 124 kr. Kven félagið „Tilraun“, Dalvík 75 kr. Amgrímur Ólafsson, Laugahvarfi 100 kr. Söfnun á Akureyri, afh af Inbjöm framkv.stj. kr. 13 152.85. Alls kr. 20'087.65. Áður tilkynnt kr. 789 501.30. Samtals kr. 809 588.95 í vor skrifaði framkvæmdanefnd Noregssöfnunarinnar öllum kvenfé- lögum á landinu bréf og æskti þess að félögin léðu aðstoð sína til fata- söfnunar. Undirtektir félaganna hafa orðið mjög góðar, þegar hafa komið margar og stórar sendingar af ágæt- um fötum, mest bamafötum, og em sendingamar nú óðum að ber- ast víðsvegar af landinu og sum kvenrelögin hafa einnig sent pen- ingagjafir. Gl. R. íkviknun. í gærkvöld kviknaði í bíl á Hverfisgötunni og brann hann nokkuð. Flokkurinn Sósíalistar í Reykjavík! Gert er ráð fyrir deildafundum þriðjudag 14. des. Eru deildarstjórnimar hvatt ar íil &3 nata ve! tímann- har til fundirnir verða til undirbúnings belm. Stióra Sósíalistafélags Reykjavíkur. .. NÝJA BÍÓ BiO Frv. om heilsuhæli fyrir drykkjumenn orð ið sð !ö Frumvarp um heilsuhæli fyrir drykkjumenn var til einn ar umrœðu i efri deild eftir aö neöri deild liaföi gert á því þá breytingu, sem áöur hefur veriö sagt frá, a,ö aöeins einn af stjórnarnefndarmönn- um skuli skipaöur eftir tilnefn- ingu Stórstúkunnar. Var frum- varpið samþykkt eins og það kom frá neðri deild, og þannig afgreitt sem lög frá Alþingi. Efri deild hafði einnig til einnar umræðu stjórnarfrum- varp um mat á kjöti. Var frum varpið upphaflega flutt í neðri deild. Þegar það síðan kom til efri deildar var sett inn í frum varpið ákvæði um að hinar skerptu reglur um gæðaflokkun kjötsins, skyldu, hafa í för með sér mismun á verði kjötsins eftir gæðaflokkum. Var frum- varpið þannig endursent neðri deild, en hún felldi aftur nið- ur ákvæðin um verðmismun kjötsins. Kom því frumvarpið öðru sinni til efri deildar, sem einnig hélt fast við sína fyrri afstöðu og setti sömu ákvæði á ný inn í frumvarpið. Verður því málið að fara fyrir samein- að þing, til endanlegrar af- greiðslu. ilatsveinanámskeið- inu á Norðfirði lokið MatsveinanámskeiÖ Fiskifélags- ins, sem liefur staðið yfir hér í bœ síðastliðnar 6 vikur, lauli með því að bœjarstjóm og fleiri gestum var boðið til miðdegisverðar fyrra laugardagskvöld. Herm. Hermannsson kennari námskeiðsins, bauð gesti velkomna og nemendur gengu um beina, sem þeim tókst prýðilega. Var fram- borinn 5 réttaður miðdágur, og vöktu sérstaklega athygli raflýstar ísborgir, sem var einn rétturinn. Jóhannes Stefánsson hélt ræðu og þakkaði fyrir hönd bæjarstjórn- ar nemendum og kennara ágæta frammistöðu. Loks var stiginn dans til morg- uns, að loknu hinu myndarlega borðhaldi, en í því tólcu þátt 150 manns. Nemendur afhentu kennaranum stækkaða Ijósmynd að gjöf, og flutti Valdimar Eyjólfsson honum ávarp. Nemendur námskeiðsins voru 25 og tóku allir próf. Þykir námskeið þetta hafa tekizt prýðilcga og bor- ið góðan árangur. Fréttaritari, Norðfirði. Skidaskálitin ffaSSýsSfillf Skíðaskálinn í Ilveradölum hef- ur nú verið raflýstur og mun það gleðiefni skíðamönnum og öðrum góðum gcstum skálans. Ljósunum et tnjög haganlega fyrirkomið. — Jóhann Rönning sá um raflýsinguna. HáskólafyrMestur ísiand í (rönskum bókmenntum Alexander Jóhannesson pró- fessor flytur í dag fyrirlestur er hann nefnir „ísland í frönsk- um bókmenntum“. — Fyrirlest- urinn verður fluttur í hátíðasal Háskólans kl. 2 í dag. Mun hann í fyrirlestrinum rekja það, sem um ísland er sagt í frönskum bókum, ferða- sögum, skáldsögum þar sem yrkisefnið er sótt til íslands o. fl. : „Genileman Jim“. : : • ; Sannsöguleg stórmynd. • l ERP.OL FLYNN, ] ALEXIS SMITH, i i JACK CARSON. \ • • : Bönnuð bömum yngri en t i 14 ára. ; t Sýningar Id. 3, 5, 7 og 9. ; • Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h. i t Síðasta sinn.- . ; 1 Georg WashingLon • gisti hér. | «• 2 (George Washington • Slept Here). o o • Bráðskemmtilegur gaman- • leikur. o i JACK BENNY, ÁNN SHERIDAN. © o i Mánudag.kl. 5, 7 og 9. Jarðarför mannsins míns Jakobs Jónsson frá Galtafelli, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. des. og hefst með húskveðju frá heimili hans, Sjafnargötu 4 kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Guðrún Stefánsdóttir. Tvílembingar að veiðum Framhald af 5. síðu. Þótt drengirnir hafi aðeins hvílzt í tæpa þrjá tíma eru þeir fljótir á fætur og eftir örskamma stund eru allir komnir í bátana sem þar eiga að vera, þeir los- aðir frá, róið að síldartorfunni, nótinni kastað og síldin lokuð inni með samtaka, ákveðnum og traustum handtökum vinnuvanra manna. Veðrið helzt jafn indislegt all an daginn. Sól og sumar, eins og bezt verður á kosið. Og nóg er af blessaðri síldinni, stórar og smáar torfur um aílan sjó svo langt sem augað eygir. En í dag er nú sá dinturinn í henni, að þótt torfurnar sýnist stórar um sig, eru þær mjög þunnar, svo lítið fæst úr hverju kastinu, 20— 30—50mál og stundum minna. Köstin verða því mörg og dagur- inn erfiður og vinnufrekur. En áfram er haldið stanzlaust. Kaffi sopi svolgraður standandi á þil- farinu meðan stímað er milli torfa. Hádegisverðurinn gleyptur á hlaupum og þá farið lítt að borðsiðum. Frá því kl. 5 að morgni, þar til kl. 9 að kveldi hefur verið ó- slitin erfiðisstund. Þá vantar okk ur nokkur mál á annan bátinn og síðasta kastið er tekið, en þá fáum við líka sæmilega gott kast og verðum að fleygja aftur í Ægis faðm 2—3 hundruð mál- um. Oliþur Vantar stœrri skip. Jp En svo eru bátarnir settir aftan í og haldið til lands. Þótt allir séu þreyttir eft- ir svo langan vinnudag, er- am við ánægðir, ánægðir eins og sjómaðurinn einn getur verið þegar hann held ur með skip sitt hlaðið til hafnar. Þessi veiðiför mun þyngja sjóð þjóðarbúsins um nokk- ur þúsund krónur. Flestir þeirra, sem hafa aflað bessa, hafa kastað sér niður til hvíidar, næst- um örmagna af þreytu. Og nú skulum við líta á hvernig að þeim er búið eftir erfiðan en ábatasam- an dag. Við höldum til hásetaklefans og lítum þangað niður. Hurðin gengur inn, okkur veitist erfitt að opna hana, eitthvað er þar fyrir, og þegar við loks höfum smeygt okkur inn fyrir, gegnum þrönga gátt, sjáum við hvað valdið hefur að svo treglega gekk inngangan. Hásetaklefinn er lítill, svo sem vænta má í ekki stærra skipi. Þó eiga þar að búa 16 menn yfir allan síldveiðitímann. Þar eru rúm fyrir 8 menn. Tveir hafa kastað sér niður á bera bekkina sinn hvoru megin og tveir hafa búið um sig á gólf- inu. Þeir hafa, eftir því sem hægt hefur verið hagrætt hrúgu af gúmmístígvélum og hafa nú þau fyrir höfðalag en fætur þeirra námu við hurðina og því gekk svo erfiðlega inn að kom- ast. En svo er þreyta þeirra sár, svo er svefn þeirra djúpur, að ekki hafa þeir rumskazt við um- gang okkar. ★ Þannig er þá hvílan reidd, þreyttum og lúnum „hermönn- um“ íslands. Væri ekki ráð að lögskylda hina þrjátíu og þrjá þingskör- unga, sem voru svo vel samtaka um að drepa tillögur sósíalista um 10 milljóna króna framlag til eflingar fiskiflota okkar, til þess að taka í vikutíma þátt í störfum og aðbúnaði fiskimanna á minnstu og þar af leiðandi vanbúnustu skipunum ? Að lið- inni þeirri viku mætti aftur senda þá suður á þing og lofa þeim að endurskoða afstöðu sína til endurbóta og eflingar fiskiflot- ans. Það ætti að vera þeirra síð asta tækifæri. ★ Óskir og kröfur fiskimanna ls- lands eru ekki fyrst og fremst um bætt kjör þeirra sjálfra. Þeir setja ekki fyrst af öllu fram kröfuna um t. d. átta stunda vinnudag, eins og aðrar vinnandi stéttir þessa lands hafa fengið viðurkennda. Ekki held- ur er þeirra krafa um svo og svo mikla kauptryggingu þeim til handa. Nei, þeirra heitasta ósk, þeirra sárasta þörf er: Stœrri og betri skip. Stœrri og fleiri tierk smiðjur. Fullkomnari tœki stio framleiðslan aukist, stio hin mikla lífœð þjoöarinnar streymi fram hraSar og með meira krafti til nœrandi blessunar börn um þessa lands. ff Veitið hinum djörfu og dug \ legu fiskimönnum íslands þetta, þá munu þeir una sér vel úti á hinum síkviku, breiðu brjóstum Ægis. Brjóstunum, sem aldrei sofa rótt. •'; > > „Tómar tunnur! W, ítiÉSMlÍ^: Vantar salt! Taka tunnur! — Síld í hornið!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.