Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 1
Frá UNRRA-ráðstefnunni Magnús Sigúrðsson með brezku tillogunni, gegn þeirri norsku Ráöstefnan í Atlantic City hefur tekið þá ákvörðun, að vœntanleg aðstoð frá UNRRA skuli því aðeins veitt óvina — eða fyrrverandi óvinaþjóðum, að hinar sameinuðu þjóðir hafi beinan hag af þv'x, t. d. þegar þarf að hindra að farsóttir ber- izt til nágrannaríkjahna, eða ef hætta er á að borgarar hinna sameinuðu þjóða, sem eru fang- ar í óvinalandi, bíði heilsutjón, ef ekki verði hjálpað. Norska sendinefndin, en full- trúi hennar var Morgenstierne sendiherra, beitti sér fyrir þess- ari samþykkt og gegn tillögu frá Bretum, sem stefndi að því að hjálpin væri veitt jafnt. Tillaga Norðmanna var fyrst samþykkt með handaupprétting- um með 19 atkvæðum gegn 16. Fulltrúi Nýja-Sjálands fór þá fram á, að nafnakall væri við- Frh. á 8. síðu. JOÐVILJIN 8. árgaiurur. Þriðjudagiir 7. des. 1943. 275. tölublað Churchíil - Roosevelt 5 Sfalín fli úp islFi, ueslpi 0| SiiÍFÍ Samíöb og samvínna hínna sameímiðu þjóða munu fryggja þeím sígur í sfyrjoldínní og f lyíja heímínum varanlegan íríd ad henní lokínni Afbvagðajygíðslan I Atlanffc Cífy Maiíiós Siaurflsson M ddd Fðflfært síd Bið rttiuMu um aíslu slna Utanrflusmálaráðherra upplýsir iiað í svari við fyrirspurn Einars Olgeirssonar A fundi neðri deildar í gœr kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs utan dagskrár. Beindi hann þeirri fyrírspurn til utanríkismálaráðherra, hvort fulltrúi íslands á ráðstefnu hjálparstofnunar hinna sameinuðu þjóða (UNRRA), Magnús Sigurðsson bankastjóri, hefði ráðfœrt sig við ríkis- stjórnina um afstöðu þá, er hann tók gegn tillbgu Norðmanna um hvern- ig haga skyldi úthlutun matvœla á vegum UNRRA. Vilhjálmur Þór utanríkismálaráðherra wpplýsti. að fulltrúinn hefði eklcert ráðfœrt sig við ríkisstjórnina. Klukkan 16 í gær var birt í Moskvu, Washington og London sameiginleg yfirlýsing Chuf chills, Roosevelts og Stalíns, þar sem þeir lýsa árangri ráðstefnunnar í Te- heran. Yfírlýsíng þríveldanna; „Við, forseti Bandaríkjanna, forsætisráðherra Stóra- Bretlands og forsætisþjóðfulltrúi Sovétríkjanna, höfum setið á fundi undanfarna fjóra daga í höfuðborg írans og höfum fastákveðið sameiginlega stefnu okkar. Við lýsum yfir þeirri ákvörðun okkar, að þjóðir okkar munu í striðinu og í friðnum, sem mun koma Einar kvaddi sér þá hljóðs á ný og óskaði þess að ríkisstjórnin gœfi Alþingi tœkifœri til þess að rœða þessa afstöðu, fulltrúa íslands. Mót mœlti hann því, að fulltrúi íslands tœki þannig beina afstöðu gegn Norðmönnum og kúguðum þjóð- um Evrópu, þegar vér vœrum að byrja að koma fram sem sjálfstœð > þjóð á alþjóðavettvangi. Þessi af- staða myndi verða skoðuð sem tákn þess, að ísland vœri taglhnýt- ingur Stóra-Bretlands og Banda- ríkjanna í alþjóðamálum, en yfir- gœfi Norðmenn og aðrar smáþjóð- ir Evrópu, er á reyndi. Utanríkismálaráðherra kvað mál ið skyldi verða athugað. Yfirlýsing frá Alþýðusambandinu viðvíkjandi ákvörðun um verölag á kjöti Eftirfarandi yfirlýsing hefur Þjóðviljanum borizt frá Alþýðu- sambandi íslands: „Að gefnu tilefni vill Alþýðusambandið taka þetta fram: í haust, þegar kjötverðlagsnefnd ákvað verð á saltkjöti, greiddi fidltrúi sambandsins, Hermann Guðmundsson, atkvæði gegn þessari ákvörðun á þeirri forsendu, að verðið vœri of hátt. Nú fyrír skbmmu, þegar kjötverðlagsnefndin ákvað hið nýja söluverð á þessarí vöru, sat fvLltrui sambandsins hjá við atkvœða- greiðsluna, af þeim ástœðum, að hin svo kallaða verðlœkkun vœri grcidd af almannafe og auk þess kœmi þessi sýndarlœkkun ekki fyrr en almenningur vœri búinn að birgja sig upp af saltkjbti. I Alþýðusamband íslands". vmna saman á eftir. STYRJÖLDIN. ' Herforingjaráð okkar hafa átt sameiginlegar viðræður og við höfum samræmt áætlanir okk- ar um eyðileggingu þýzka hers- ins. Við höfum komizt að al- gjöru samkomulagi viðvíkjandi stað og tíma hernaðaraðgerða þeirra, sem framkvæmdar verða úr austri vestri og suðri. Þetta samkomulag okkar tryggir okk ur sigurinn. FRIÐURINN Við erum þess fullvissir, að samtök okkar mund skapa var- anlegan frið. Við erum okkur þess fyllilega meðvitandi, hví- lík ábyrgð' hvílir á okkur og öllum hinum sameinuðu þjóð- um, — að koma á friði, sem mun leiða í ljós samhug yfir- gnæfandi meiri hluta allra þjóða heimsins og fyrirbyggja endur- tekningu styrjaldarógna í marg- ar kynslóðir. Við höfum athúgað vanda- mál framtíðarinnar með stjórn- málaráðgjöfum okkar. Við mun- um leita samvinnu og virkrar þáíttöku allra þjóða, sem af heilum huga, eins og okkar eig- in þjóðir, helga sig baráttunni fyrir afnámi harðstjórnar og þrælkunar, kúgunar og umburð- arleysis. Við munum bjóða þær velkomnar, er þær óska eftir að ganga í alheimsbandalag lýð- ræðisþjóða. Ekkert vald á jörðunni getur hindrað okkur í að eyðileggja þýzku herina á landi, kafbáta þeirra á sjó og hergagnaverk*- smiðjur þeirra úr lofti. Árásir okkar munu verða hlífðarlaus- ar og fara vaxandi. Framhald á 8. síðu. Tilraæii m að Hilmis- slysið verði rannsðkðð Atvinnumálaráðuneytinu hafa borizt tílmœíi um að láta fara fram rannsókn á Hilmisslysinu. Skrifstofustj. ráðuneytisins tjáði Þjóðviljanum í gærkvöldi, að enn hefði eigi verið tekin ákvörðun um, hvort rannsókn yrði látin fara fram, enda hefðu tilmæli þessi þá fyrir skömmu borizt ráðuneytinu í hendur. Þar sem nú mun vera annar bát- ur í smíðum á Akureyri af sömu gerð og Hilmir er nauðsynlegt að athugað sé, hvort því byggingar- lagj sé í einhverju ábótavant. Rtíssar vínna mífeílvæga sígra í Dnépr~bugðunní Rauði herínn í Dnépr-bugðunni hefur rofið járnbrautina milli Tsér- lcassi og Snamenka og auk þess 85 km. fyrir austan Snamenka með því að taka bœinn Alexandríu, þar sem jámbrautir úr þrem áttum skerast, og fjóra aðra stöðvabœi á járnbrautinni á mitti mið- og suðurvígstöðv- anna. Þessi járnbraut er afar mikilvæg, enda hafa Þjóðverjar varið hana af ofurkappi. Versna nú mjög horfur Þjóðverja í Dnépr-bugðunni, er girt hefur ver ið fyrir afnot þeirra af þessari sam- bandslínu þeirra við þýzku herina fyrir norðan, þótt enn hafi þeir aðr- ar línur á valdi sínu vestar, sem reyndar eru allar mjög krókóttar. Tsérkassi-Snamenka-brautin var rofin einhvers staðar á milli Smíela og Snamenka. Á þessu svæði voru teknir 22 aðrir bæir og þorp. A miðvígstöðvunum var hrund- ið hörðum áhlaupum skriðdreka- og fótgönguliðs Þjóðverja. Norðvestur af Gomel tóku Rúss- ar í gær mörg þéttbyggð svæði og hröktu Þjóðverja nær fljótinu. — Rússar eru komnir að fljótinu á einum stað fyrir norðan Rogat- séff. Það slys vildi til síðastl. laugardag, að háseti á togaranum Gylfa féll niður af „potta" á skipinu og varð fyrir vír, sem tók af honum annan fótinn fyrir neðan hné. Hann var fluttur í sjúkrahús á Flateyri, og lézt iiann þar af á- verka þessum. Sjómaður þessi hét Ingi Helgason frá Geitagili, Patreksfirði. Hanu var þrjátíu og fjögurra ára að aldri, ókvæntur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.