Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. desember 1943. ■éIiibbi (3Bhir - hrinlinar ifia - líllll llilr ViOtal vifl Harald Sveinsson, fulllrfla Fram í sjflmannarflflstefnunni Þjóðviljinn hafði tal af Haraldi Sveinssyni frá Seyðisfirði, sem var fulltrúi verkamannafélagsins Fram á sjómannaráðstefnu Alþýðusambandsins. Það voru ekki glæsilegar fréttir, sem hann hafði að segja af Seyðisfirði, atvinnutæki í niðumíðslu, minnkandi vinna og fólk Húsmóðir skrifar Bæjar- póstinum Eftirfarandi bréf hefur Bæjar- póstinum borizt frá húsmóður hér í bænum. Vilja nú ekki fleiri húsmæður, sem svipaða sögu hafa að segja, skrifa póstinum línu? Enginn þarf að efast um, að þið hafið eitthvað til málanná að leggja og flestar hafið þið reynt smjörleysi, mjólkurleysi og eggjaleysi, enda mæðir það meira á ykkur heldur en okkur kari- mönnunum. Þið eruð nú kannski vanari að beita öðrum verkfær- um en penna, en þið þurfið að venja ykkur á að beita honum líka; gæti þá farið svo að ein- hverjum þætti penni ykkar nokk- uð hvass. Við húsmæðumar höfum líka okkar skoðanir Góði Bæjarpóstur! Við húsmæðumar erum ekki vanar að ösla fram á ritvöllinn hversdagslega, og er það þó ekki því að kenna að við séum skoð- analausar, en öllu heldur hitt, að við, sem ekki erum það hátt- settar í mannfélaginu að geta haft vinnukonu, höfum öðrur.i hnöppum að hneppa, en skrifa um landsmál. Eg þori hinsvegar að fullyrða, að við gerum okkur engu síður grein fyrir málunum heldur en karlar okkar. Hvernig stendur á smjör- leysinu í bænum? Mig langar nú til að spyrja Bæjarpóstinn einnar spurningar, (e. t. v. verða þær fleiri síðar), af því þú hlýtur að vera við- förull og þar af leiðandi fróður um margt sem almenningur hef- ur ekki aðstöðu til að fylgjast með. Hvernig stendur á smjörleyr-- inu í bænum ? Síðan hið fræga Suður-Ameríska smjör var upp- selt í búðunum, hef ég ekki get- að fengið smjör, þó að ég hafi gert hverja tilraunina eftir aðra til þess. Eg hef því orðið að not- ast við margarínið, sem mér finnst vera einn sá versti óþveni sem kemur inn fyrir mínar varir. Og þó er til smjör í bænum, það heyrir maður margar sögur um og þykir stórviðburður, en sú smjörverzlun er myrkri hulin eins og svo margt annað sem viðkcm- ur sölu landbúnaðarvara. Eg vil nú biðja þig Bæjarpóst- ur að fræða mig um þessi mál, Komast eftir hvers vegna ok.kur er neitað um smjör, og hverjir standa fyrir þessu smjörbanni. Eg get ekki fallizt á, að það sc rétt að neita okkur um smjör á frjálsum markaði en láta af- skiptalaust, þó það sé selt á svörtum markaði og þá vitanlega langt fyrir ofan það auglýste verð ,sem á að vera á smjörinu lögum samkvæmt. Eg veit ekki hvers við eigum að gjalda húsmæðurnar, eða öllu heldur þær okkur sem ekki hafa efni á að kaupa smjörið á svört- um markaði. Hann hefur ánægju af að neita #okkur um smjör Nýlega las ég það í Þjóðviljan- um að Sveinbjöm Högnason, mjólkurklerkur, sem kvað þjóna bæði guði og Mammoni af mikilli samvizkulipurð, hefði sagt það undir vitni, að hann hefði ánægju af að neita reykvískum húsmæðr- um um smjör. Eg er ekki kunn- ug hugarfari þessa klerks í garð okkar húsmæðra, en mig furðar á þeirri fúlmennsku hans að vilja níðast á bömum okkar, með því að koma í veg fyrir að þau fái smjör. En það getur verið að þetta sé í eina skiptið sem honum hef- ur mistekizt að þjóna bæði guði og Mammoni. Annars finnst mér mál til kom- ið að þessi Sveinbjöm fari að hætta afskiptum af mjólkur-' og smjörverzluninni hér í bænum, það væri áreiðanlega hollast fyrir bæði framleiðendur og neytendur. Smjörsala undir lög- regluvernd En það virðist vera víðar skort ur á smjöri en í Reykjavík. Eg las nýlega frásögn í Akureyrar- bréfi Moggans, um smjörsölu undir lögregluvemd. Fjöldi manns hafði safnazt sam- an að morgni dags fyrir framan mjólkurbúð K. E. A. á Akureyri, lögreglan kom á vettvang og tók að sér að stjóma afgreiðslunni í búðinni. Litlum hóp var hleypt inn í einu og hver fékk % kg. af smjöri. En smjörið gekk brátt til þurrðar og margir, er þarna voru komnir í þeim erindum að fá smjör, urðu frá að hverfa tóm hentir. Höfuðmunurinn á smjörsölunni hér og á Akureyri er því sá, að á Akureyri er þó einhver píring- ur seldur á frjálsum markaði, þó með aðstoð lögreglunnar. En í Reykjavík er verzlunarmátinn svipaður og var með heimabrugg ið hér á- áranum, hvort tveggja flutt í bæinn með mestu leynd og selt í laumi. • Hver hefði trúað því fyrir 10 áram síðan að 1943 yrðum við búin að fá smjörbann í staðinn fyrir áfengisbann. Ekki getum við húsmæðurnar kallað það fram för. Húsmöðir. Hver er orsök smjörleys- isins? Eg er húsmóðurinni þakklát- ur fyrir að hafa vakið máls á því ófremdarástandi sem ríkir hér í smjörsölumálunum. í sambandi við fyrirspurn ‘ hennar, væri freistandi að rekja sögu mjólkursamsölunnar frá fyrstu tíð og lýsa nákvæmlega hvernig sölu mjólkurafurða hef- ur verið háttað undir stjórn þessarar makalausu stofnunar En það væri of umfangsmikið efni fyrir Bæjarpóstinn, og skal því gangi þeirra mála að- eins lýst í stóram dráttum. Forsjón Framsóknarhöfð- ingjanna Mjólkursamsalan er stofnuð á stjómarárum Framsóknar og A1 J þýðuflokksins. Hjálpuðust þessir ílokkar að því að koma þessum óskapnaði á stofn, sennilega í þeirri góðu trú að þeir væru að skipuleggja mjólkurmálin, á þann hátt sem bæði framleið- endum og neytendum væri til blessunar. Þó var svo búið um hnútana, að stórbændur Framsóknar hefðu tögl og hagldir í stjórn Samsölunnar og skal komið að því síðar, hvaða afleiðingar það hafði. Aftur á móti var Alþýðu- flokksþingmönnum ekki ljóst hverskonar afleiðingar það mundi hafa í för með sér, og hafa þeir heimsku sína eina. sér til afsök- unar. Með mjólkurlögunum var unn ið markvisst að því að útrýma kúabúunum í nágrenni Reykja- víkur en efla mjólkurframleiðsí- una í fjarsveitum, þar sem fram leiðsluskilyrði öll voru verri og framleiðslukostnaður þar af leið- andi langtum meiri. Árangurinn varð fljótt auðsær; Korpúlfs- staðabúið. sem var stærsti mjólk urframleiðandinn á landinu, logn aðist út af og fleiri bú fóru sömu leið. Úr afdölum fór að flytjast mjólkurgutl, sem var orðið súrt og fjörefnasnautt þegar það loks komst á markað hér 5 Reykjavík, eftir langan flutning. Bændastéttin á ekki sök á þessu Bændastéttin í heild á ekki sök á þessu, þó að hinsvegar megi í mörgum tilfellum álasa henni fyrir að hafa valið til tránaðar- starfa menn, sem ekki voru starfi sínu vaxnir. Bændumir hefðu fengizt til að framleiði mjólk þar sem skilyrðin voru bezt. Það þarf enginn að ímynda sér að kotbúskapur í afdölum sé svo rækilega runninn ís- lenzkum bændum í merg og bein, að þeir séu mótfallnir betri fram leiðsluháttum og góðri afkomu. En hitt er annað mál, hvort pólitískir spekúlantar hefðu hag af þeirri breytingu. Stórbændurnir hafa völd- in í mjólkurmálimum Eins og áður er að vikið, sa Framsókn um, að stórbændurnir hefðu yfirráð Samsölunnar í sín um höndum, og þeim hefur tek- izt að verja þetta. vígi sitt fram á þennan dag, með hjálp íhalds og krata. Það hefur samrýmst fjárhags- legum og stjórnmálalegum hags- munum þessarar kliku, að láta vera hér mjólkur- og smjörleysi öðru hvoru einkum í seinni tíð, þeim mun hægara, að sprengja verðið á þessum vörum upp úr öllu valdi. Þaðan er líka sprottin ánægja Sveinbjarnar yfir að geta neit- að ylckur húsmæðrum í Reykja- vík um smjör. Það er ekki fúl- mennskan ein sem veldur því, hagsmunirair heimta sitt. Áður en setuliðið kom, var sú flýr bæinn. — Hvaö er aö frétta af at- vinnumálum á Seyöisfirði? — Atvinna hefur veriö lít- il síöan í sumar aö setuliös- vinnunni lauk, sem var í byrjun ágúst. Innan viö 30 menn voru í vegavinnu á Fjarðarheiöi og nokkrir menn fóru 1 Fljótaár- virkjunina. Þrír bátar stund- uöu dragnótaveiöar en lönd- uöu mestmeg-nis á öörum fjöröum. Seinni hluta sumars var engin almenn vinna, önnur en vinna við kolaskip. Á s. 1. hausti var lagöur innanbæj- arjarösími á Seyðisfiröi o g var verkiö unniö í ákvæöis- vinnu. — Var þá engin önnur at- vinna? — Ekki önnur en á bátun- um. — Hve margir eru bátarn- ir? — Þeir munu vera 6, frá 15—25 tonn. Flestir fara þeir til Hornafjarðar á vetrarver- tíöinni. Fólk flýr bæinn — Eru engin önnur at- vinnutæki en bátarnir? — Síldarbræösla er á Seyð- isfiröi, en hún stai-faöi ekki s. 1. sumar. Frystihús er þar einnig, en þaö starfaöi ekki nema aö frystingu síldar til beitu og var síldin mestmegn- is fengin aö noröan. — Nokkur togari? — Enginn. — Trillubátaútgerö? — Engin. — Hve lengi hafa veriö svo lítil atvinnutæki á Seyðis- firöi? — Stórum bátum hefur fækkaö á síöustu árum. Þeir hafa verið seldir burtu. ÁÖur var keyptur fiskur hér fyrir sunnan og fluttur aust- ur til verkunar þar, en síðan saltfiskverkun var hætt er sú vinna úr sögunni. Nokkuö af fólki hefur und- anfarið flutt í burtu vegna mjólk er afgangs varð daglegri neyzlu bæjarbúa notuð til smjor- og ostagerðar. Nú er tekið fyr- ir þá framleiðslu, en í þess stað borgað með mjólkinni sem setu- liðið neytir.. Það er von að menn séu undrandi yfir slíkri- ráð- mennsku. En það era ,,sannir Islending- ar“ sem ráða í þessum málum, og þeir hafa svo mikla „ánægju“ af að pína „Grímbýlýðinn“ í Reykjavík með smjörleysinu. Frh. á 5. síðw. þess hve ólífvænlegt er í bæn- um, útgerðin lítil og bátar fá- ir og smáir. — Hvaö veldur ? Liggm' Seyðisfjörður illa við fiskrmið- um? — Nei, Seyðisfjöröur liggur álíka vel viö fiskimiöum og t. d. Noröfjöröur, en athafna- leysi veldur niðurlægingu bæjarins. Fleiri skip :— stærri skip — Hvaö álítur þú aö þurfi aö gera til þess aö hagur bæj arins geti blómgast á ný? — Auka útger'öina, fá stærri báta og e. t. v. koma á einhverskonar iðnaði, ef nægi- legt ráfmagn fengist, en eins og nú standa sakir er rafveit- an ófullnægjandi og yrði þaö því. einungis framkvæman- legt í sambandi viö nýjar raf- virkjanir. Stofnaö hefur veriö á Seyö- isfirði hlutafélag til skipa- bygginga. Hlutafé þess er 500 þús. kr. og hyggst það aö stunda skipasmíöi á Seyöis- firöi. — Áöur hafa engar skipasmíöar verið á Seyðis- firöi. — Hafnarmannvirki á Seyð isfirði? — Hafnarbryggjan, sem bærinn á, er eina bryggjan sem er í lagi. Allar aörar bryggjur eru gamlar og ónýt- ar. Ein þeirra var lokuö í haust vegna þess að talin var mannhætta að koma nálægt henni. Allt eru þetta trébryggjur og aöeins ein þeirra — hafnar- bryggjan — er bílfær. Til þess aö útgeröin geti aukizt þarf því aö byrja á því aö reisa nýjar bry^gjur. — Hvernig eru samgöngur til Seyöisfjaröar? — ÞaÖ er orðinn allmikill feröamannastraumur til Seyö isfjaröar á sumrin — land- leiöina. Samgöngur á sjó eru alger- lega ófullnægjandi. Ferö til Reykjavíkur tekur mánaöar- tíma. Skipin eru yfirhlaöin og margar vikur líða á millí ferða. — HvaÖ er aö frétta af vei'kamannafélaginu? — í verkamannafélaginu eru allir sem stunda vei'ka- mannavinnu. Allir, sem til náðist í sumar greiddu gjöld sín. Félagsstarfiö gengur vel og samheldni verkamanna er ágæt. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.