Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. desember 1943 ÞJÓSVILJINN 3 Kaflar fir bréfl frá JSItanni J. L Ktld nm búkina .< Jóhann .J. E. Kúld hefur skrifað ( mer iangt kunuingjabréf vegna greinarinnar „Iletjusaga íslenzka sjómannsins bíður óskráð mikils rithofundar11, og cel ég rétt að skila aðalatriðum þess áleiðis til lesenda' Þjóðviljans. í bréfi sínu segir Jóhann nieðal annars: ★ „Það flaug mér aldrei í hug við samningu umræddrar bókar („Um heljars!óð“), að skrifa hetjusögu íslenzka sjómannsins, eða hitt, að sagan ætti.að sýna þátttöku íslend- inga í styrjöldinni. Nei, til þess þótti mér ekki rétti tíminn, atburð- irnir of nálægir til að umskapa þá í sögulegt verk. Enda held ég, að saga mín beri þess glögg merki, að hún er ekki hugsuð sem slík. Ég varð því meira cn lítið undrandi þegar ég sá, að þú hélzt þessu fram í grein þinui. Ég á bágt með að skilja, hveruig þú hefur komizt að jafn fráleitri niðurstöðu ... Mér er það vel ljóst, að bók mín er eklci gallalaus og mundi ég taka því með þökkum, ef ritskýrendur bentu mér á þá galla, sein þeir teldu lienni mest til foráttu, því betur sjá augu en auga. En fyrir það get ég eklci þakkað, að ménn dæmi út frá for- sendum, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum". * Jóhaun fer því næst nokki'um orðuin um þann harða dóm, er kveðinn hafi verið upp yfir bók hans í Þjóðviljagreininni, og held- ur svo áfram: * „Hér á borðinu fyrir framau mig hef ég einnig annan dóm um þessa sömu bók, sá dómur cr upp kveð- inn af Gunnari Gunnarssyni skáldi að Skriðuklaustri og birtist í prí- vatbréfi, sem ég lief nýverið fengið frá honum. Hann gerir að mínum dómi bók minni full skil, sýnir mér bæði kosti hennar og galla. í hans gagnrýni segir meðal annars: „Bók ' yðar hefur tvennt, sem er afar- mikils vert: efni og þckkingu á því, sem verið er að Iýsa“. Mitt í sinni gagnrýni segir hann einnig: „Ég vil ekki segja, að skáldlistar ekki gæti í henni, því list er af svo mörgu tagi og ekki auðgert að setja henni takmörk. Ég fyrir mitt leyti tel það til listar í skáldskap sem nær einhverjum tökum á lesanda. Og bók yðar mun fáa láta allsend- is ósnortna“. I cndalok bréfsins, þegar hann hefur sýnt mér í hverju bókinni er áfátt til þess að geta tal- izt fullkomin, þá yfirvcgar hann kosti og galla og segir svo: „Þó álít ég, að þér séuð á heillavænlegri braut en þeir, sem ganga í skóla hjá öðruin rithöfundum af svo mik- illi kostgæfni, að þeir stæla rithátt þeirra og jafnvel ritkæki“. Þannig gengur það til, að sínum augum lít- ur hver á silfrið. Er ég ber saman dóma ykkar, þá er mér það ljóst, að á milli þcirra er staðfest mikið djúp. Magister, sem lesið hefur bók menntir í mörg ár við erlendan há- skóla sagði við mig eftir að liafa lesið dóm þinn um bók mína: „Mcr þykir þetta vera rótarlegur ritdóm- ur og ég tel neikvætt fyrir gagn- rýnendur að skrifa þannig, það eru jafnmildar öfgar og þegar maður les hina væmnu lofgerðarrollu um ‘jAlþingishátíðin 1930 bækur, an pess ao nokkut gagn- • ryr.i kom>st nð“. Þetta v».v hans | álit“. •k Góði Jóhann J. E. Kúld. Éyrst af öllu vii ég taka fram, að ég ber tilhlýðilega virðingu fyrir bókadómgreind Gunnars skálds Gunnarssonar og magisterum, sem stundað hafa árum saman bók- menntanám við erlenda háskóla, því í mínu snubbótta háskólanámi var ég bara að reyna að hnýsast svolítið í náttúrufræði. En ná þvi ég varð læs, hef ég haft ánægju af því að spjalla um bækur við bóka- vini, og þcgar ég skrifa um bækur í Þjóðviljann, er það einungis slíkt rabb við lesendur hans, en enginn óskeikull stóridómur bókmennta- fræðings, og mér þýkir það eðlileg- ast af öllu, að margir séu mér ósani- mála um bækur. * Greinin „Hetjusaga íslenzka sjó- mannsins“ er ekki ritdómur um bókina þína, lieldur eins og segir | þar hugleiðingar, sem vöknuðu við lestur bókarinnar „Um heljarslóð“. Um meginefni greinárinnar veit ég að við erum sammgla, að % líji o<j xtarfi íslenzlcu sjómannanna, ekki sízt í striðstímasiglingum, bíði efni í hetjusögur. Það að ég tók svo af- dráttarlaust til orða um bókina þína, er cingöngu komið til af þvi, að ég ætlast til svo mikils af þér að ég varð fyrir sárum vonbrigð- um með þessa bók. Ég veit, að þú átt I fórum þínum fjársjóði af reynslu úr sjómgnnalífi, og ég veit hve einlægur sósíalisti þú ert. Ein- mitt þess vegna finnst mér mega yænta þess, að þú brjótir nýjar leiðir í lýsingu á íslenzkum sj>i- mönnum, að þú finnir hve mikil efni bíða þar meðferðar, sjáir og tjáir sjómanninn og störf hans þánnig að lesandinn skilji betur þjóðfélagshlutverk han s. ★ Rithöfundum þykir að vonum vænt um lof fyrir bækur sínar, en til eru þeir, sem finnst það einnig nokkurs virði, að ætlast sé til meira af þeim en þeim tekst i hvert skipti: Bækur geta hlotið verri ör- lög en þau, að skoðanir um þær séu mjög skiptar. Og ég er san.i- færður um, að þú át.t eftir að skr.ifa betri bækur um íslenzkt sjómanna- líf en þessa síðustu. Þinn einlægur • S. G. Bækur væntanlegar frá Máli og menningu Frá Máli og menningu eru vœnt- anlegar nokkrar bœkur nú fyrir jólin. Þar á meðal eru: Leit ég suður til landa, íslenzk ævintýri, helgisög- ur o. fl., útgefið af dr. Einari ÓI. Sveinssyni; Charchot við Suður- pól, eftir Sigurð Thorlacius og l'ólf œvintýri eftir Asbjörnsen í þýð- ingu frú Theódóru Thóroddsen. Þá er einnig væntanlcg ný út- gáfa af þýðingu Steingríms Thor- steinssonar á Þúsund og einni nótl, og kemur fyrsta heftið út fyrir jólin. Dr. Magnús Jónsson pró- fessor: Alþingishátíðin 1930. H. f. Leiftur, Rvík. Þetta er stór bók og þykk og að efni íil iikusr skýrslu há- tíðarnefndarinnar um það sem gerðist á Alþingishátíðinni 1930. Höfundur bókarinnar Magnús Jónsson prófessor, var einn nefndarmannanna. og skýrir hann frá undirbúningi hátíðar- innar og gangi hennar lið fyrir lið. Mestur hluti bókarinnar er uppprentun á dagskrám hátíð- arinnar, ræðum, ávörpum, ljóð- um og leikefni sem þar var flutt, og er nákvæmnin í þess- ari uppprentun stundum bros- leg, t. d. er ekki látið nægja að prenta söngskrár hljómleik- anna á hátíðinni, heldur eru ekki fágætari ljóð en „ísland farsælda frón“, „Það mælti mín móðir“, „Ó mín flaskan fríða“, „Komir þú á Grænlandsgrund", „Buldi við brestur“ og mörg önnur álíka tekin með, af því j að þau voru sungin á Alþingis- hátíðinni! Fjöldi mynda fyllir bókina og eru þær ekki þýðingar- minnsta heimildin. Þær gefa beztu hugmyndina um það, sem mörgum varð minnisstæðast við hátíðina, sjálft mannhafið, þús- undirnar sem streymdu til Þing- valla frá öllum landshlutum og byggði þar borg nokkra daga. Af sjálfri frásögninni fæst lítið að vita um þennan fjölda, hún er öll í því opinbera og heldra fólkinu. En í hugum þúsund- anna, er dvöldust þessa daga á Þingvöllum, er hátíðin minn- isstæður viðburður, þó árin síð- an hafi verið svo atburðarrík, að þessi hátíð fyrir 13 árum, þessir björtu sumardagar fyrir kreppuna miklu og atvinnuleys- isárin er henni fylgdu virðist heyra til löngu liðnum tíma. Nordahl Grieg lýsir Alþingishátíðinni Dr. Magnús birtir nokkur um- mæli um hátíðina, þar á meðal þessi eftir Nordahl Grieg, er var þar blaðamaður: ,,Nú eru Þingvellir fyrir löngu auðir eins og áður, og fjöll og víðerni aftur alein með himni sínum. En svo brá við, að þessa þrjá daga, þegar lífið og auðn- in mættust, þá var lífið ekki eins fagurt og hún. Mennirnir stóðu augliti til auglitis við snæviþakin fjöll og fjarlægar útsýnir, um stundarsakir var jafnræði tignar og hreinleiks með þeim og víðernunum. Hin- ir mikilúðlegu samfundir þjóð- ar og lands var hið áhrifarík- asta og ógleymanlegasta á þús- undárahátíðinni. Lífið og landið varð eitt, mannfjöldinn og f jallahlíðarnar sameinuðust í hinum eilífa andardrætti. Síðan Grikkir þyrptust kring- um útileiksvið sín og allt brim- aði af lífi frá morgni til kvölds, hefur heimurinn ekki séð því- líkan sjónleik. Fjcrutíu þúsund manns gengu eins og bylgja yf- ir sviðið, minningamar töluðu, vonir vöknuðu, veðrahamurinn fyllti brjóst manngrúans af kviöa og cþrevju. skýjafar og sólfar var þáttur í leiknum. Þjóðin mættist hér, hver kom frá sinni hörðu lífsbaráttu. Fjar læg fjöll glitruðu af hreyfingu, það dur.di viö í dölunum, sveita menn komu á hestum sínum með marga til reiðar. Meðfram jöklum höfðu þeir riðið yfir stríðar jökulár. Gamall bóndi kemur á freyðandi hesti, menn undrast að hann skuli vera kom inn, hann hefur riðið átján míl- ur norskar á tuttugu tímum ... Og allir þessir tugir þúsunda innan úr dölum, utan af an- nesjum, streyma í þyrpingu upp brekkurnar, í fyrstu þögulir og þungbúnir, en landið talar til þeirra ... Þeir finna hver sinn stað í brekkunni, steinarnir fara að kannast við þá. Nokkrar ungmeyjar hafa setzt í grasið, sem grær á rústum Snorrabúð- ar. En samt sem áður fer við- bragð gegnum mannþyrpinguna þegar bergið tekur að hrópa það, sem öllum er í huga. Það er Eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá utanríkisráðuneyt- iuu og Landsbókasafni ís- lands hefur blaðinu borizt: í þjóðbókasafni Skota í Ed- inborg er allstórt safn íslenzkra handrita, eða rúmlega eitt hundrað númer. Handrit þessi eru flest öll þangað komin úr eigu Finns próf. Magnússonar og Gríms skjalavarðar Thorke- líns. Handrit þessi hafa fæst mikið gildi um fomar bók- menntir íslenzkar, en aftur á móti eru þar eitthvað, er varð- ar hinar síðari aldir, þar á með- al nokkur handrit, er stafa frá þeim Svefneyjafeðgum, Ólafi bónda Gunnlaugssyni og Egg- ert Ólafssyni, mest eiginhandar- rit. En Finnur Magnússon var sem kunnugt er bróðursonur Eggerts Ólafssonar. Ræðismaður íslendinga í Ed- inborg, herra Sigursteinn Magn- ússon, hafði fyrir tilmæli héð- an að heiman grennslast um það, hvort þess myndi kostur að fá keypt úr safni þessu Drykkjarbók (Pótologiu) Egg- erts Ólafssonar, eiginhandarrit hans, og sneri sér til Landsbóka- | safnsins fyrir milligöngu utan- ríkisráðuneytisins um það, hvað það vildi til þessara mála | leggja, en stuðningur frá þess hálfu eða bein tilmæli kynni að hafa þýðingu er til þess kæmi að leita kaupa á handrit- inu við stjórn bókasafnsins í Edinborg. Taldi hann samt held ur ólíklegt, að bókasafnsstjórn- þegar hinni giæsiiegu kantstu Davíðs Stefánssonar er slöngv- að mót bergveggnum og berst í máítugum samhljómi út yfir vellina: „Hér haía björgin maimamál“. Fjöllin renna sam- an við ljóðið, lanaiö og lífið fara saman: vér erum eitt, vér erum þúsund ár. Hve mikilúðug og hamingju- söm hylling til handa mann- þyrpingunni á Lögbergi. í kyrr- látri gleði stendur hún og hlýð- ir á þau ávörp, sem er umleik- in vindum hins norðlæga At- lantshafs ... Það var hér í landi á smáum einmana bændabýlum, við brim- gný frá ströndinni og nið hrafn- svartra nátta á þökunum, að Noregur lifði í gegnum aldirn- ar, — sannara land en það, sem bliknaði og hrörnaði handan við vorar eigin strendur, — Noreg- ur andans langt vestur í hafi. Það voru endurfundirnir við þetta land, sem seinna ollu því að saltir, hreinir straumar streymdu inn í rökkur og raka norsks þjóðlífs og veittu nýj- um, andblæ inn yfir þjóð vora. Það hefði verið skemmtilegt, hefðum vér getað þakkað þann- ig, að allir heyrðu“. in myndi vilja láta handritið af hendi. Þessu svaraði lands- bókavörður á þann veg, að það væri í sjálfu sér vel þess vert að freista þess að fá handrit þetta keypt handa Landsbóka- safninu og svo önnur íslenzk handrit í brezkum söfnum, er fæst hafa mikið gildi fyrir forn- ar íslenzkar bókmenntir, en varða meira bókmenntir vorar og sögu á síðari öldum og hafa þess vegna minna gildi 1 aug- um erlendra manna. En það er nú kunnugt, að safnamenn eru yfirleitt fastheldnir á allt, er söfn þeirra geyma, þótt vandséð megi kalla hver not sé að því, og á þetta ekki sízt við um gömul handrit. Var það því varatillaga landsbókavarðar, ef ekki gæti af kaupum orðið, að ræðismaðurinn, hr. Sigursteinn Magnússon, yrði beðinn að grennslast eftir möguleikum á því að fá handritið tekið á smá- filmu — mikrofilm — eða fóto- statiska eftirmynd af því og svo öðrum íslenzkum handrit- um, fyrst og fremst þeim, sem eru í Advocates Library í Edin- borg. Ritaði utanríkisráðuneyt- ið ræðismanninum þetta með bréfi 7. okt. Með bréfi, dags. 3. nóv., tilkynnti hr. Sigursteinn Magnússon ráðuneytinu að full- reynt væri, að engin líkindi væru til þess, að íslenzku hand- ritin fengust keypt. En hinsveg- ar hefði bókavörðurinn dr. H. W. Meikle heitið samvinnu og Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.