Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1943, Blaðsíða 4
jÞJÓÐVILJINN. — Þriðjudagur, 7. desember 1943. þJÓÐVILJINN 1 Utgefsndi: Semeiningar{loi,k.ar aibélu — SósiclUtcflokkurinr. Ritstjófi: Sisartur 6utmundrsvn. Stjórnn: álaritstjö.-a/: Eir.ar Olgcirsaon, Sigjúa Sigurhjarieraon. Ritstjórnarskrifstcl u:: Austurstrœti 12, sími 2270. Afsr-iSaia og auglýsingai: Skólaoöriustig 19, sfmi 2164. PrentsmiSja: Víkingstr'cr.t h. /.. GarZasltœii 17. Áskriftanerð: I Re»i:j&\flc og ígrenni: Ki. 6,50 á máauði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. ---- ---------------------------------------------------------/ Eru Hitlersvinirnir við Alþýðublaðið orðnir hræddir við „menningarafrek“ fasistanna? Það eru til mannskepnur á íslandi, sem hræsna andúð gegn Hitler, þegar hann níðist á Norðmönnum, lokar háskólanum í Oslo og setur stúdenta og prófessora í fangabúðir, — en kalla það vienningarajrek, — gæsalappalaust —, þegar Hitler eigi aðeins lokar háskólanum í Karkoff og Kieff, heldur drepur líka stúdenta og prófessora þar í hundraðatali. Þegar slíkir ofstækismenn þó halda að fólki muni ofbjóða aðfarir menningarafreksmanna þeirra, þá eru þeir samt ekki í neinum vand- ræðum. Þeir eru því vanir við Alþýðublaðið, að þurrka bara út stað- reyndirnar mcð einu pennastriki, ef þær eru þeim óþægilegar, og með sinni venjulegu virðingu fyrir skoðunum annara, þá bregðast þeir reiðir við, ef aðrir dirfast að láta sannleikann í Ijósi. Út af hrannmorðunum í Kieff, segir t. d. Alþýðublaðið: — „Slíkar hroðafregnir eru varla til frásagnar hér, og sízt er ástæða til þess að básúna þær út, þegar þær eru þannig lagaðar, að það er mjög vafasamt að þær séu annað en stríðsáróður af sóðalegustu tegund“. Ilvað kemur til? Ofbýður Alþýðublaðsmönnum er óskir þeirra um „menningarafrekin" rætast? Hrannmorðin í Kieff eru ekki einsdæmi, þó fjöldi hinna myrtu sé meiri en fundizt hefur enn í nokkurri annari borg. En rannsóknirnar á múgmorðunum, sem Þjóðverjar frömdu í Kar- koff, leiddu álíka ægilegt atferli í ljós: A tveim stöðum nálægt dráttarvélavertsmiðjunum fundust lík milli 16 og 17 þúsund Gyðinga, meirihlutinn konur og börn. í Sokolniki- garðinum fundust lík milli 4 og 5 þúsund Ukrainiubúa og Rússa, í Kurjasi 2000 lík, í spítalagarði rauða hersins milli 400 og 500, við geðveikraspítalann milli 1000 og 1500. Alls lét rannsóknarnefndin grafa upp úr fjöldagröfum lík milli 24000 og 26000 manna, scm Þjóðverjar höfðu látið drepa, — og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Nazistar vita, að sovétskipulagið — sósíalisminn — verður ekki þurrkuð út, nema uppræta mannfólkið, sósíalistana. Morðin.í Karkoff og Kieff eru atriði í framkvæmd þess menninarafreks, sem Alþýðublað- ið vonast eftir að Hitler vinni í Austurvegi. Meðal annarra orða: Er það ekki Alþýðublaðið, sem telur sig sér- staklega málgagn drengskaparins? Hvað verður framlag íslands til að seðja hinar hungruðu herteknu þjóðir Evrópu? Lehmann, formaður alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar (UNRRA), hefur lýst því yfir, að þau 8 lönd í Evrópu, sem alveg eru á valdi Hitlers og hungurdauðans, þurfi að fá 8 milljónir tonna af matvælum innan sex niánaða, eftir að stríðinu lýkur. Þessi lönd eru: Noregur, Holland, Belgía, Frakkland, Tékkóslóvakía, Pólland, Júgóslavía og Grikkland. ísland gctur framlcitt á heilu ári um hálfa milljón tonna af fiski, sfld og kjöti, og mest af þessari framleiðslu má gera að mat, ef allir möguleikar eru notaðir til hins ýtrasta. Sósíalistaflokkurinn hefur lagt fram á Alþingi tillögur um söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópumarkað, og lagt áherzlu á, að leitað yrði samvinnu við alþjóðlegu hjálparstofnunina um að gera þessa framleiðslu mögulega. Þessi tiilaga Sósíalistaflokksins er hin merkilegasta. En eigi að vinna að svona verki, þá verður að nota hvern dag vel. En hvað gerir Alþingi? Það vísar tillögunni til allsherjarnefndar, þvert á móti tillögum flutningsmanna. Og þar liggur hún enn. Slíkar aðfarir duga ekki. Með svona seinlæti er ísland í senn að bregðast alþjóðlegri skyldu sinni og sleppa stórfelldum möguleikum, sem það hefur til framtíðarviðskipta við meginland Evrópu. Verkameœn og bsendnr verða að vflnna saman Eftír Gunnar Benedíkfsson Rífið úr mér annað augað, svo að náungi minn missi sín bæði, sagði meinfýsni maður- inn, sem fékk loforð fyrir upp- fyllingu óskar sinnar á þann hátt, að náungi hans fengi helm ingi meira. Framkoma Framsóknar sem fulltrúa bænda og Alþýðuflokks ins sem fulltrúa verkamanna minna mjög á þessa sögu. Fram sókn hefur aldrei þreytzt á því að bjóða flokkunum, sem verka- mennirnir hafa falið umboð sitt á þingi, upp á þau forlátakjör, að þeir skuli halda högum bænda sem lengst niðri, ef hin- ir vilja vinna það til, að skaða umbjóðendur sína ennþá meira. Og Framsókn er ekki ennþá farin að þreytast á að tilkynna bændum það með miklu stolti, að þeir hafi verið reiðubúnir til að halda útsöluverði kjöts niðri í kr. 3,25 og mjólk innan við 1 krónu, hefðu verkamenn að- eins viljað vinna það til að skaða sjálfa sig að sama skapi. En ofstækismennirnir í Komm- únistaflokknum eru þvílíkir öfgamenn, að þeir vilja ekki taka þáít í þessu umbótastarfi. Síðastliðinn vetur kemur Fram- sókn til Sósíalista og segir: Nú skulum við hjálpa hvor öðrum. Við skulum halda kjörum bænda sem lengst niðri, ef þið viljið svíkja verkamennina og níðast á þeim að sama skapi. En of- stæki kommúnistanna er samt við sig og þeir vildu ekki líta við þessu, og það þótt þeir gætu þar að auki fengið einn eða tvo ráðherrastóla og hver veit hvað og hvað. En þetta voru kjör, sem Alþýðuflokknum þóttu prýðileg, og þeir eru hálfu reið- ari en Framsókn út af því að kommar skyldu ekki vilja vinna það til að lækka kaup verka- manna gegn því að ráðizt yrði á hagsmuni bænda. Þessi stefna Framsóknar og Krata hefur aldrei komið eins greinilega fram í nokkru máli og í sambandi við störf sex- mannanefndarinnar í sumar. Samningar þeir er fulltrúar verkamanna og bænda gerðu þar sín á milli voru á þá leið, að samið var um hærra verð til bænda en þeir almennt höfðu gert sér vonir um að þeir myndu fá og þó er vitanlegC að hefðu samningarnir ekki náðst,' og kjöt- og mjólkutverð- lagsnefndir ákveðið verðið, þá hefði útsöluverðið orðið miklu hærra, kjöt komizt yfir 10 kr. pr. kg., mjólkurlítir komizt yf- ir 2 krónur. Framsókn gerði allt, sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir þetta sam- komulag, hefúr gert allt sem í hennar valdi hefur staðið, til Gunnar Benedilctsson að ógilda það, meðal annars með því að ákveða útsöluverð á mjólk af handahófi eftir sem áður, alveg eins og engir samn- ingar hefðu verið gerðir og með því að fella það í þingi, að nefndin haldi áfram störfum sínum með því að endurskoða samkomulagsgrundv. Og síðan samningur sexmannanefndarinn ar var gerður hafa Kratar ekki linnt látum með óskapagangi út af, hvað bændur hafi komizt að góðum kjörum, ausa svívirð- ingum yfir fulltrúa Alþýðu- sambandsins fyrir að hafa ekki rofið samkomulagið heldur en að ganga að þeim „ókjörum“, að mjólkurpotturinn yrði 40—50 aurum lægri en orðið hefði, ef ekki hefði samizt! Athugum nú, hvað unnizt hefur við samkomulagið í sex- mannanefndinni. VERÐLAGNING BÚNAÐAR- VARA DREGIN ÚR HÖND- UM PÓLITÍSKRA SPEKÚ- LANTA Undanfarið hefur verðlagning búnaðarvaranna verið af hrein- asta handahófi. Eins og fram hefur komið í málgögnum Fram sóknarmanna, sem telja sig málsvara bænda í verðlagning- unni og hafa haft hana í sín- um höndum, þá hefur þeim aldrei dottið í hug að viðhafa neina reglu í þessum efnum heldur fylgja pólitískum dutl- ungum einum saman í hvert sinn. Framsókn gerir ráð fyrir þeim 'möguleika, að kjötverði hefði til þessa verið haldið niðri í kr. 3,25, hefði íhaldið og krat- ar viljað vinna það til að lofa Hermanni að vera forsætisráð- herra og þrengja að kosti verka- manna. Ep þegar íhaldið og kratar hafna þessu tilboði af ótta við verkamenn og þekkja svo mátt verklýðssamtakanna, að þeir vita, að þessháttar of- sóknir eru óframkvæmanlegar, þá er vitað, að Framsókn myndi setja verðið yfir 10 kr., ef hún hefði verið ein um að ákveða það með Ingólfi að Hellu. Það liggur í augum uppi, hvílík skil- yrði þessum mönnum eru feng- in í hendur til skemmdarstarf- semi á sviði þjóðmálanna, jafn- framt því sem þeir hafa sýnt, að þeir eru reiðubúnir til að nota þau skilyrði út 1 yztu æs- ar. í fyrrahaust nota þeir þetta vald til að koma á glundroða í dýrtíðarmálunum, þeir hækka verð landbúnaðarvara svo úr öllu hófi, að mjólkurverð er sett 20 aurum hærra en rétt dæmist ári síðar er dýrtíð hefur þó hækkað að mjög miklum mun. Liggur í augum uppi, hví- líka ringulreið það getur skap- að og óvissu, er verðlagning búnaðarvaranna er með öllu 1 höndum þeirra þjóðfélagsafla, er sveifla verðinu upp og niður eftir því sem þau telja sér hag- kvæmt á kauphöllum valda- brasksins. ÞAÐ ER LEITAÐ GRUND- VALLAR FYRIR VERÐLAGN- INGUNNI En jafnhliða því, að með samningunum er dregið úr valdi purkunarlausra valdabraskara, þá er einnig leitað hagfræðilegs grundvallar fyrir sanngjarnri verðlagningu. Um grundvöll þann, sem á var byggt að þessu sinni, hefur mikið verið deilt, og er það mál út af fyrir sig, sem hlítur að bíða margháttaðra leiðréttinga. Grundvöllur að verðlagningu getur ekki legið í öðru en því tvennu: aðkeypt- um kostnaði við búreksturinn og áætluðu kaup búandans. Við- víkjandi kostnaði var ekki á öðru að byggja en búreikning- um. Það hefur mikið verið deilt um það, hve öruggur grundvöll- ur þeir væru. En þess verða menn að gæta, að engan ann- an grundvöll er hægt að fá í þeim efnum, engin leiðrétting fæst á því, sem miður kann að hafa farið að þessu sinni, með öðru móti en því að halda þessu starfi áfram, rannsaka hvaða veilur kunna að vera í færslu þessara búreikninga og vinna að því, að úr þeim fáist bætt. Búreikningafærsla er enn á byrjunarskeiði hér á landi, hlýtur því að standa til bóta. Og þá verður enn auðveldara úr þessu að bæta, ef leiðrétting búreikningafærslunnar er gerð að þætti 1 framhaldandi samn- ingastarfi milli bænda og neyt- enda. Eins og sakir stóðu í sum- ar varð eigi kostur að afla fullkomnari gagna og var ekki um annað að gera en að byggja á því, er bezt varð vitað, jafn- vel þótt vitað væri að ýmislegt skorti á gögn að því sinni. — Við nánari endurskoðun á bú- reikningunum og gagnrýni í sambandi við þá, verður það báðum aðilum enn ljósara, hvar brýnust er þörf breytinga á bú- rekstrinum, svo að framfærslu- kostnaður verði lækkaður. Af því myndi leiða framhaldandi samstarf milli þessara aðila um aðgerðir til lækkunar fram- leiðslukostnaðinum, svo að bændur mættu framleiða við minna strit og meiri gróðavon og neytendur gætu fengið góð- ar vörur lægra verði. HAGSMUNIR BÆNDA OG VERKAMANNA TENGDIR SAMAN Þá komum við að því megin- atriði þessa máls, að með samn- ingum sexmannanefndarinnar eru hagsmunir bænda og verka- manna saman tengdir á þann hátt, að útsöluverð búnaðarvar- anna, og þar með tekjur bænda, lækkar eða hækkar í réttu hlut- falli við tekjur launþeganna við sjávarsíðuna. Til þessa hefur það verið eitt sterkasta vopn auðstéttanna í baráttu þeirra fyr ir sem takmarkaminnstum völd um sínum að siga einum hópi vinnustéttanna gegn öðrum í tilefni af einhverjum smávægi- legum hagsmunaandstæðum Til þessa hefur það óspart verið notað til að æsa bændur gegn kauphækkunum verkamanna, að þá hækkaði framleiðslukostn aður bóndans, að því leyti sem hann hefur þurft að kaupa vinnuafl til framleiðslu sinnar. Nú er þetta vopn með öllu sleg- ið úr höndum auðstéttarinnar, svo að eigi er furða þótt skó- sveinar hennar og kjölturakk- ar veini ámátlega. Nú fær bónd- inn eigi aðeins hærra verð fyr- ir vöru sína sem því nemur, er útgreiddur framleiðslukostn- aður hefur aukizt við lóekkun á greiddum vinnulaunum, held- ur verður honum ætlað hærra kaup fyrir vinnu sína til sam- ræmis við kaup annarra vinn- andi stétta. Þetta verður að teljast þýðingarmesta atriði þessa samkomulags, og er það því þýðingarmeira því greini- legra sem það er, að sú stund færist nú nær og nær hröðum skrefum, að til úrslitaáhrifa hlýtur að koma um það, hvort auðstéttin eigi áfram að drottna á landi hér og þá við þau skil- yrði, sem óhjákvæmilega hafa í för með sér meiri kúgun fyr- ir vinnustéttirnar en þær hafa búið við síðustu áratugina, eða vinnustéttirnar taki völdin í sínar hendur og búi sér betri kjör og meiri menningarskil- yrði en áður hafa þekkzt í sögu landsins. VIÐURKENNT RÉTTMÆTI GÓÐRA LAUNA TIL HINNA VINNANDI ’ Og í framhaldi hér af ber að líta á það, að þrátt fyrir all- mikla launahækkun til dag- launamanna og annarra laun- þega síðastliðið ár, þá eru það enn vissir hópar vinnustétt- Framhald á 8. síðu „Á hættusvæðinu“. Norskt skip á Atlantshafi. Bandamönnum [veitir betur á vígstöðvum N.-Atlanzhafsins Bandaríski blaðamaðurinn Ilenry Brandon lýsir í grein þessari lýjum aðferðum er B'andamenn beita gegn kafbátum Þjóðverja á Norður-Atlantshafi, siglingaleiðunum umhverfis ísldnd. Baráttan gegn Jcafbátunum hefur verið háð með vaxandi árangri undanfama mánuði, og ekki ólíklegt, að það sé einmitt að þakka þess- um nýju aðferðum, elcki sizt þeirri stórauknu flugvélavemd, er grein- arhöfundur leggur áherzlu á. Þetta er ekki ein af þeim skipa- lestasögum sem þrungnar eru skelf ingu og spenningi, um tundur- skeyti, sem borast inn í skipin, sjó- menn að berjast við dauðann, þýzka kafbátinn, sem kemur upp á yfirborðið svo að kafbátsforing* inn geti glott að því tjóni, sem hann hefur unnið. í þessari frásögn um skipalest eru það kafbátarnir, sem bíða lægri hlut. Þetta er vitnisburður sjónar- votts um þær nýju og fullkomnari bardagaaðferðir er sjólið Banda- manna beitir, og eru að gera kaf- bátahernað Þjóðverja áhrifalaus- an. — „Ef Þjóðverjar halda, að þeir geti liindrað innráS í Evrópu með kafbátum, þá skjátlast þeim“, sagði L. W. Murray flotaforingi, hinn nýi yfirmaður Kanadaflotans á Norðvestur-Atlantshafi, við mig, áður en ég fór frá Halifax áleiðis til Englands. „í þessari fcrð munuð þér sannfærast um það sjálfur, að nýr kafli í baráttunni gegn kafbát- unum er hafinn, og að nú eru loks líkindi til að vér munum sigrast á kafbátahættunni". „Um langt skeið“, hélt hann á- fram, „þýddi skipalestarvernd það, að reynt var að forðast kafbátana, en þeir urðu svo margir og ósvífn- ir, að það var nærri því þýðingar- laust að forðast þá. Nú höfum við tekið þann kost, að ráðast á þá, og sú aðferð mun að lokum hreinsa siglingaleiðirnar um Norður-Át- lantshaf“. 'k Þetta var stærðar skipalest þeg- ar hún lagði af stað frá Kanada. Skip frá New York bættust síðar í liópinn, á fyrirfram ákveðnum stað og tíma, með eins mikilli ná- kyæmni og þarna hefðu verið vega mót langt úti á Atlantshafi. Skipið sem ég var á sigldi undir norskum fána. Það hafði á friðartíma verið hraðskreitt ávaxtaflutningaskip — brunandi fram og aftur meðfram vesturströnd Bandaríkjanna. Til skamms tíma hafði hraðgengi skips ins gert því fært að fara verndar- lausu yfir Atlantshafið. En í síð- ustu ferðinni var það elt lengi af hóp af kafbátum. Nú hafði því einnig verið skipað að fara í skipa- lest, þrátt fyrir hraðgengið. Þetta var fimmtugasta ferð þess yfir liaf- ið. — Maður ætti að vera við flestu bú inn á ferð um Norður-Atlantshaf, en ég bjóst sannarlega ekki við að hitta stúlku sem loftskeytamann skipsins. Það var ung og lagleg Kanadastúlka, og hafði verið til sjós á þriðja ár. Þessi 24 ára stúlka sómdi sér eins vel á þilfari eins og jafnöldrur hennar á dahsgólfi. En hún hafði ekki farið á mis við æv- intýri á þessari óvenjulegu braut, og hafði gifzt norska skipstjóran- um, sem var einn yngsti skipstjóri flotans aðeins þrjátíu og eins árs. Ég hafði áður farið yfir Atlants- hafið síðan stríðið hófst, fyrir nærri tveim árum. Það vakti strax at- hygli mína, að þó skipalestin væri álíka stór, fylgdu henni mun fleiri verndarskip. Tundurspillar, snekkj ur, togarar og nýjar freigátur und- ir brezkum, norskum, pólskum, frönskum og belgiskum fánum, brunuðu 'kringum skipalestina með lilustunartæki sín vakandi fyrir hverju grunsamlegu hljóði. Það varð ljóst, að kafbátarnir voru enn á sveimi um Norður-At- lantshafið, er við fengum aðvörun eftir nokkurra daga ferð, um að eftirleguskip, sem af einhverjum á- stæðum misstu af skipalest sinni, skyldu heldur snúa aftur en reyna að komast yfir hafið verndarlaus. Það er ekki orðið neitt nýstár- legt, að sjá flugvélar þegar maður er á landi, en öðru máli gegnir úti á Atlantshafinu. Þegar sést til Ca- talina-, Sunderland- eða Liberator- flugvélar verður öll skipshöfnin að skipstjóranum meðtöldum, himin- lifandi. Við æptum og vcifuðum til allra flugvéla, sem við komum auga á. Vélardrunurnar frá þeim létu eins og vögguljóð í eyrum.okkar. Það var í fyrravetur, í marz, að haldin var að tilhlutun flotastjórn- ar Bandaríkjanna leynileg ráð- stefna til að leggja á ráðin um bar- áttuna gegn kafbátaliættunni. Þar voru ræddar nýjar árásaraðferðir, ákvarðanir teknar um notkun nýrra leynivopna, og ákveðið að stórauka flugvélavernd kaupskipa- flotans. King flotaforingi taldi, að einmitt flugvélar yrðu sterkasta vopnið gegn kafbátunum. Hraði er það, sem kafbátarnir óttast mest, en skipalestir eru seinar í förum og verndarskipin verða að halda sama hraða. En með flugvélum er hægt að fara hratt yfir geysistór svæði. Verndarskip geta ekki hindr að, að kafbátarnir nálgist skipa- lestirnar, þau eru aðeins síðasta verndarlína kaupskipanna. En flug vélar geta neytt kafbátana til að vera í kafi langar leiðir frá lestun- um. Ncðansjávar er hraði kafbát- anna jafnvel minni en slcipalest- anna, sem þeir yru að elta. svo þeir verða af bi’áðinni. Með þessu móti geta þeir ekki notað gömlu aðferðina, að elta uppi skipalestirnar á daginn, en halda Þriðjudagur, 7. desember 1943. — ÞJÓÐVILJINN Bælarpósturinn Fraxnhald af 2. síðu. En hann getur verið nógu heimtufrekur þessi „lýður“, eins og t. d. þegar hann a&tlaði að „ræna“ Mjólkurstöðinni af „bænd um“, það varð að teljast rán, enda þótt reikningar Samsölunn ar sýndu að stöðin er byggð fyr- ir verðjó'fnunargjaldið sem neyt- endumir hafa orðið að greiða á undanfórnum árum. Afturhaldið sem núna situr á Alþingi var nógu öflugt til að standa í vegi fyrir tillögum sósíalista um að bærinn tæki að sér rekstur mjólk urstöðvarinnar, það ætti að minna ykkur á að velja ekki á þing í annað sinn menn, sem þannig snúast við hagsmuna - málum ykkar. Smjörið er selt fyrir 30 krónur kílóið Það er með smjörið eins og xðrar vó'rur sem almenningur ’ær á svörtum markaði. Verð- ’agið á þessum vörum er þá, stundum næstum því ótrúlegt og auðsjáanlega skákað í því skjóli að alþýða manna telur sig ekki geta verið án þeirra. I nýút- komnu hefti af Tímariti Máls og menningar, ritar Halldór Kiljan Laxness grein sem hann nefnir: „Omyndarskapurinn í landbúnað- armálunum“, lýsir hann þar verzl uninni með landbúnaðarafurðir á innanlandsmarkaðinum. Getur Halldór þess, að íslenzkt smjór sé selt. á svðrtum markaði fyrir 30 krónur kílóið. Það væri fróðlegt að vita meira um þessa smjörsölu, t. d. hvaðah þetta smjör er flutt í bæinn og hverjir annast einkum sölu þess, og hvort ekki er svip- aða sögu að segja um söluna á eggjunum. Geta ekki einhverjir veitt upplýsingar um það. Má vera, að þessi verzlun sé almenn ar en margur hyggur, og er rétt að athuga að slikt hefur í för með sér fölsun á vísitó'lunni og þar með öllu kaupgjaldi í land- inu. Það verður að taka upp nýja stefnu í afurðasölu- málunum Almenningi ætti nú að vera orðið ljóst, eftir þá reynslu sem fengizt hefur á undanförnum ár- um að menn þeir sem hafa stjórn þessara mála, hafa tekið þá stefnu er óhjákvæmilega leiðir til öngþveitis og ófarnaðai’ og einna helzt minnir á einokunar- verzlunina alræmdu. íslenzkur landbúnaður, sá atvinnuvegur sem haldið hefur lífinu í þjóð- inni í gegnum allar hörmung- ar aldanna, er nú að leggjast í sér í öruggri fjarlægð, og ráðast svo á þær á nóttunni. Það liðu ekki nema tveir mánuð- ir frá ráðstefnunni í Washington þar til ákvarðanir lxennar tóku að bera árangur. Skipasmíðastöðvarn ar tóku að hleypa af stokkunxim nýjurn verndarskipum. Aukin frani leiðsla flugvéla gerði fært að hafa fleiri flugvélar á eftirlitsferðum um Atlantshaf. Brezku og kanadisku flugmennirnir i'ir strandvarnarflug- liðinxx vissu ekki hvernig þeir ættu að hrósa Libcratorflugvélunum. er þeir fengu til notkunar, og búnar voru ut með aukabensíngeymum. Hrifning okkar yfir hinum nýju verndai’aðferðum náði hámarki dag Framhald á 8. síðu. rústii’ xmdir stjórn þessara manna. Hvar sem þeir stíga fæti sín um sprettur ekki gras í sporum þeirra. Hvert sem augum er lit- ið, blasir sama. auðnin við, ekki ósvipað og maður gæti hugsað sér afleiðingar eldgoss og ösku- falls. Aldrei hafa slíkir óhappamenn farið með þessi mál sem nú, og mun þeirra lengi verða getið í sögu þjóðarinnar. Ekki vantar að bent hafi verið á í’étta leið út úr þessum ógöng um, þó að þjóðin hafi ekki enn borið gæfu til að taka þá stefnu. Landbúnaðinn verður að reka á grundvelli samvinnu og sam- yrkju, Framleiðsla landbúnaðar- vara verður að miðast við þarf- ir • þjóðarinnar fyrir þessar vör- ur, en ekki duttlunga nokkurra pólitískra braskara. Landinu verði skipt í fraiu- leiðslusvæði,' sauðfjárrækt verði stunduð þar sem skilyrði eru bezt til þeirrar framleiðslu, nautgripa i-ækt verði stunduð þar sem húa á bezt við og sem næst markaðs- stöðunum, sama er að segja um garðrækt, alifugla og svínarækt. Hér þarf samstillt átak allrar þjóðarinnar, það átak þolir enga bið. Handrit í skozkum sötnuF Framh. af 3. síöu. aðstoð um það, að handritin, en þau eru 105 að tölu yrðu mynduð fyrir okkur með annari hvorri þeirri aðferð, sem fyrr var nefnd, eins fljótt og unnt væri. Má raunar vel una þeim málalokum, því að slíkar eftir- myndir, vel gerðar, geta komið að fullum notum, og er það mjög mikilsverð viðbót við handritasafn okkar að fá eftir- myndir þessar. í sambandi við eftirgrenslanir þessar datt ræðismanninum hr. Sigursteini Magnússyni í hug, að viðeigandi væri, að íslend- i ingar í Edinborg tæki sig sam- an um að koma þessu í kring. Var hugmynd þessari vel tekið af þeim íslendingum, er í Ed- inborg dvelja um þessar mund- ir. Hefur nefnd verið kosin í því skyni að sjá um fjársöfnun til greiðslu á kostnaðinum og annast um framkvæmd verks- ins. í nefnd þessari eiga sæti hr. Sigursteinn Magnússon ræð- ismaður, og er hann formaður nefndarinnar, frú Ingib. Magn- ússon, Valgarð Ólafson verzlun- arfulltrúi, Hjöi’tur Eldjárn stú- dent og Ottó Jónsson stúdent. Gert er ráð fyrir að mestur hluti þessa verks verði að bíða friðai’tíma vegna skorts á efni, en loforð er fengið um, að Drykkjarbókin verði mynduð fótostatiskt nú þegar og er von á að hún verði send hingað í bókarformi mjög bráðlega. Hefur nefndin hug á að vinna að því, þegar lokið er að mynda íslenzku handritin í Edinborg- arsafninu, að farið verði eins að um önnur íslenzk handrit í brezkum söfnum. Þessi ákvörð- un nefndarinnar er tengd við minningu þess að nú eru liðin 25 ár síðan sjálfstæði vort var viðurkennt 1. d'esember 1918.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.