Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvilvudafmi- 8. des. 1943. 276. tölublað. nra ino um seiniii I Uggur í Þjóðverjum og lcppríkjttnutn Sagt var að þeir hefðu rætt stjórnmálaástandið yfirleitt og stjómmálastefnu 'þá, sem fylgt verður í alþjóðamálum. Lögð var áherzla á hið nána sámband milli Tyrklands og Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í afstöðunni til heimsmálanna og hina vinsam- legu sambúð Tyrkja við þessar þjóðir. Þýzkir talsmenn hafa sýnt vaxandi óróleika undanfarið vegna ráðstefnunnar í Teher- an og þessarar ráðstefnu í Kairo. Sendiherra Búlgaríu í Ankara fór í gær á fund tyrkneskra ráðamanna, og síðar um daginn var búlgarska stjórnin kvödd á aukafund. Fréttaritarar herma, að kom- ið hafi í ljós, að Stalin hafi látið mest til sín taka í við- ræðunum. Lék hann oftast'við hvern sinn fingur, en stundum datt hvorki af honum né draup. Churchill og Roosevelt flugu til Teheran 27. nóvember með ráðgjöfum sínum. Stalin, Molo- toff og Voroshiloff flugu frá Moskva 26. nóvember í far- þegaflugvél, og fylgdu þeim bar dagaflugvélar. Uiinið a9 vsgalagningu í Siglufjarðarskai¦ ði í vetur Ákveðið hefur verið að vinna á þessum vetri að lagningu vegarins yfir Siglufjarðarskarð. Verður unnið að því að sprengja klettabelti í skarðinu og lækka veg- arstæðið um 11 métra. Ennfremur verður unnið að því að sprengja 70 metra breitt klettabelti sunnan skarðsins að austan.. Friðgeir Árnason stjórnar verk- inu, og verður það hafið innan skamms. í gærkvöldi var gefin út opinber tilkynning í Kairo um fund þann, sem þar hefnr verið haldinn undanfarið og mikið umtal orðið um. Er par staðfest, að Inöny, forseti Tyrklands hafi set- ið þar á fundi með Roosevelt og Churchill, ásamt utan- ríkisráðherra Tyrklands, í þrjá daga, þann 4., 5. og 6. desember. Tyrklands forseti sótti fundinn samkvæmt boði rík- isstjórna Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sendiherra Sovétríkjanna í Ankara, höfuðborg Tyrk- lands, og aðstoðarmenn hans voru viðstaddir allar við- ræður, sem máli skiptu. Fundirnir voru bæði í sendi- herrabústað Rússa og Breta, sem standa hlið við hlið. Roosevelt og Stalin ræddust við í iy2 tíma, áður en Churc- hill kom. Fyrstu þrír dagarnir fóru í umræður um hernaðarrekstur- inn, en fjórða daginn um frið- armálin. Einkennileg áskorun Mikhailovits hershöfðingi hef- ur skorað lá allar hersveitir Júgóslava, sem berjast gegn Þjóðverjum, að fylkja sér undir sína stjórn. Mun þessari áskorun einkum beint til herja þeirra, sem eru undir stjórn Titos hershöfðingja En tala hermanna hans er sam- kvæmt frétt frá Reuter nálega 250000 og fer vaxandi. En liðs- afli Mikhailovits nemur 30— 50000 samkvæmt sömu heimild. Er það opinberlega viðurkennt í London, að það er her Titos, sem valdið hefur öllum erfið- leikum Þjóðverja á ströndum Dalmatíu og víðar um Júgó- slavíu. En Mikhailovits hafi lítt látið til sín taka. Enda hefur hann sjálfur sagzt vera að spara lið sitt þangað til inn- rás Bandamanna hæfist. Er og þeim mun ólíklegra, að hermenn Titos hlýði þessari á- skorun Mikhailovits, sem þeir hafa hvað eftir annað borið hon um og Sétnikum hans á brýn, að þeir hefðu samvihnu við Þjóðverja og ítali. Enda hefur sá áburður hlotið staðfestingu með ávarpi því, sem sir Mait- land Wilson, yfirmaður brezka hersins við austanvert Miðjarð- arhaf, sendi til Júgóslavíu fyr- ir skömmu, þar sem hann hót- aði hörðu þeim svikurum, sem gengju erinda Þjóðverja. Sjóiíómi Reykjavíkur fa!in rannsðkn Hilmisslyssins Eftirfarandi tilkynning hefur Þjóðviijanum borizt frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu: Ráðuneytið hefur í gær falið lög- manninum í Reykjavík að annast um það, að sjódómurinn í Reykja- vík táki til meðferðar og rannsókn- ar þau atvik, er kynnu að geta leitt í ljós ástæður til þess að m.s. Hilm- ir frá Dýrafirði fórst í síðastliðnum mánuði nálægt Snæfellsnesi. Úrslitaleikur milli Ar- rcanns og KR í kvðld Sundknattleiksnrót Reykjavíkur hefur staðið yfir undanfarna daga, og lýkur í kvöld með leikjum milli K.R. og A-sveitar Ármanns, og B- sveitar Ármanns og Ægis. Það sem lokið er af mótinu hefur farið þann- ig, að K.R. vann B-sveit Ái-manns með 4:1, Ármann vann Ægi með 6:0, A-sveit Ármanns vann B-sveit Ármanns með 7:1 og K.R. vann Ægi með 5:2. Eru því K.R. og A- sveit Armanns jöfn að stigatölu, með 4 stig hvort, en B-sveit Ár- manns og Ægis með 0 stig. Má því búast við harðri keppni, því full- víst má telja, að hvorugur gefi sig fyrr en í fulla hnefana. Keppt er um „Sundknattleiksmanninn", er gefinn var af hr. Tryggva Ófeigs- syni skipstjóra árið 1940, og er hinn Framhald á 8. síðu. RÚSSaF tylHl! ðð Slli!BÍ3. - \éi PiWl Láta undan síga víð Sítomír og Korosten Stórbardagar voru aðeins háðir á tveim stöðum aust- urvígstöðvanna í gær. Suðvestur af Kremensjúg tóku Rússar í gær járn- brautarbæinn Pantafcfka, þrátt fyrir harðvítug gagn- áhlaup Þjóðverja. Tóku þeir samtals yfir 16 bæi og þorp á þessum vígstöðvum í gær. Búizt er við að rauði herinn taki Snamenka þá og þegar. Er hann nú skammt frá þeim bæ frá þrem^hliðum. Um 15 km. sunnar, við bæinn Kirofka, er aðstaða Þjóðverja einnig orðin slæm. Yfirráð Þjóðverja í Smiela eru og talin í hættu. Þjóðverjar sækja nú á af feikna krafti á vesturhluta Ki- eff-vígstöðvanna. Hefur rauði herinn yfirgefið nokkur þorp á milli Sitomír og Korosten. Bar- dagamir eru ákafastir í ná- grenni Stímíakoffs. Hefur hörðum áhlaupum skriðdreka og fótgönguliðs verið hrundið sunnar á þessum vígstöðvum. í fyrradag eyðilögðu Rússar 128 skriðdreka og 29 flugvélar. Ber þessi aukning vott um hörku bardaganna. Rússneskum blöðum liggur þungur hugur til Finnlands. Fullyrða þau, að aldrei hefði tekizt að loka hringnum um Leningrad, ef ekki hefði notið aðstoðar Finnlands, en eins og kunnugt er lézt um helmingur borgarbúa úr hungri og harð- rétti meðan á umsátinni stóð. Ryti, forseti Finnlands hélt ræðu í gær í tilefni af þjóðhá- tíðardegi Finnlands. — Lét hann svo ummælt, að Sovétríkin mundu vera sterkasta herveldi heimsins og Bandaríkin mesta Danir i tölu Bandamanna Danir hafa hlotið viðurkenningu Bandamanna, sem samherjar í stríMnu gegn Hitler. Þetta gerðist í sambandi við hátíðahöld, sem haldin voru í London í gær. Voru þar brezkir ráðherrar og full- trúar frá (Noregi, Hollandi og Belgíu. Héldu þeir ræður, þar sem þeir lofuðu mjög hina hetjulegu baráttu dönsku þjóðarinnar gegn ofureflinu og hina miklu aðstoð danskra sjómanna í siglingum yfir hættusvæðin, og lýstu því yf- ir, að Danir yrðu hér eftir skoða^ir sem bandamenn í stríðinu gegn Hitler. Einn ræðumanna lét þá von í ljós, að Danir eignuðust brátt herskip, skipuð dönskum sjólið- um, sem tækju þátt í hernað- araðgerðum. Heiðursgestui- hátíðarinnar var Hákon Noregskonungur. Var honum sýndur mikill sómi. .Meðal kunnustu Dana þarna voru Reventlow greifi, sendi- herra Daná í London og Christ- mas Möller. hergagnaframleiðslulandið. Horf urnar væru ekki glæsilegar, en engu að síður kæmi ekki til mála, að Finnland gæfist upp skilyrðislaust. Kostnaðurinn við UNRRA Ráðstefnan í Átlantic City hef- ur samþykkt þá leið til tekjuöflun- ar fyrir stofnunina, að áhernumdu þjóðirnar leggi fram 1% af ríkis- tekjum símnn. Mun það samtals nema um 625 milljónum sterlings- punda á ári, á meðan með þarf. — . Kemu% bróðurparturinn frá Banda- ríkjunum og Bretlandi. Verða út- gjóld Bandaríkjanna um 375 millj. sterlingspund, en Bretlands um 159 millj. sterlingspund. Lehmann, formaður ráðstefn- unnar, hefur veitt þær upplýs- ingar, að gert sé ráð fyrir, að herteknu þjóðirnar átta: Belgía, Holland, Frakkland, Grikkland, Noregur, Pólland, Júgóslavía og Tékkóslóvakía, þurfi um átta milljónir tonna af matvælum á fyrstu sex mánuðunum eftir stríðslokin. Auk þess þurfi þær um fimmtíu milljónir tonna af ýmsum vörum til uppbygg- ingarinnar. Fimleikasýning Ármanns í gærkvðld Glímufélagið 'Ármann efndi tU fimleikasýningar í gœrkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Fjórtán manna úrvalsflokkur karla sýndi fimleika. Fyrst voru staðæfingar, því næst voru stökk yfir hesta og kistur, er tókust vel. Þá voru æfingar á slá, sem tókust ver en skyldi. x Því næst sýndu þeir „meistara- stykki" sitt, er sjö Ármenningar stóðu á höndunum á kistu, og er það í fyrsta sinn, sem slíkt er sýnt opinberlega hér (og sumir telja vafasamt, að það hafi sézt annars staðar. Að lokum sýndu þeir stökk og glímu og tókst það ágætlega. Flokknum var mjög vel fagnað. Væri æskilegt, að Reykvíkingum gæfist oftar tækifæri á að sjá slíka skemmtun sem þessa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.