Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð VI L J IN N Miðvikudagur 8. desember 1943, Efliv Zóphonías Jónsson Ihaldssjónarmið Það er íhaldið í mynd Sjálf- stæðisflokksins, sem stjómar Reykjavík. Öll bæjarmál hefur það tekið vettlingatökum, alltaf hefur það hugsað smátt og fram kvæmt illa. Ljós dæmi þess eru, að Reykjavík hefur of lítið raf- magn, oflítið vatn, of fáar íbúð- ir og of fáa skóla. I sem fæst- um orðum sagt, ailt sem bærinn á að leggja íbúunum til, er of lítið, á ollum þessum sviðum er skortur, því allar framkvæmdir hafa verið miðaðar við þröng íhaldssjónarmið. Eitt lítið dæmi um íhalds- stjóm Svo ætlaði þetta íhald að fara að bæta úr rafmagnsskortinum. Eitt ráð kom því í hug, ekki fleiri; það hækkaði verðið á raf- magni á hitunartöxtum og um- frameyðslu á heimilistöxtum. Nú getið þið Reykvíkingar góðír sjálfir borið um hvort ljósin hafa orðið skærari við þessa ráð- stöfun, hvort suðan komi fyrr upp í pottunum, hvort rafvéla- verksmiðjurnar gangi betur eftir að verðið hækkaði. Þið finnið ekki muninn, en þið munuð ei til vill finna muninn á rafmagns- reikningunum ykkar um næstu mánaðarmót. Þetta er afbragðs dæmi um íhaldsstjóm. Svo er það hitt íhaldið En ekki er vert að gleyma garminum honum Katli, Fram- sóknaríhaldinu. Það hefur einnig talsvert saman við Reykvíkinga; að sælda. það eru „Famsóknar- íhaldsmenn“ sem selja okkur mjólkina, ostana, smjörið, skyr- ið og kjötið. Allir þekkja þau við skipti; ekki eru þau betri en við- skiptin við Sjálfstæðisíhaldið. Já, því segi ég það, allt íhald er samt við sig, hvað sem það kallar sig, og tek undir með ÖI- afi Friðrikssyni: „Burt, burt með íhaldið, íhaldið burt“. Nýir tímar, ný forusta Upp af ölduróti striðsins verða að rísa nýir og betri tímar, um það eru allir sammála. En þessir nýju fímar koma því aðeins að þjóðin velji sér nýja forustu á sviði þjóðmálanna. Gömlu flokk- arnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, geta ekki veitt þjóðinni forustu á braut hennac til nýrra tíma, þeirra tími er lið- inn, sjónarmið þeirra tilheyra sögunni, þar verða þau að hvíla ef þau eiga ekki að hindra eðlir legan þroska og framfarir ís- lendinga. Nýir tímar krefjast nýrrar forustu, forustu sösíalist- anna, því að hinir nýju timar eru tímar sósíalismans. Óþarfur farartálmi Eftirfarandi frásögn hefur Bæj arpóstinum borizt: Fyrir skömmu var ég nærri orðinn sjónarvottur að stórslysi. Það var á horninu á Freyjugötu og Barónstíg. Bifreið var nærri runnin yfir konu og tvö börn. Þama er þröng beygja, og eift af þessum dásamlegu haldgóðu sandppkavirkjum sem nær langt yfir alla gangstéttina. Það er nú svo, að okkur venjulegum mönn- um er óskiljanleg gagnsemi þessa merkilega virkis. Því er ekki að neita, að svo er þröngur skiln- ingur okkar að vér álítum það til einskis gagns en ef til vill stór bölvunar. Og þannig er það með fleiri pokavirki í þessuin þrönga bæ. Har. Frjáls verzlun Eitt höfuðatriði í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er afnám allra verzlunarhafta, „frjáls verzlun“ eins og það er orðað. I En nokkuð undarlegur skilning- ur á þessu hugstaki hefur að jafnaði ráðið aðgerðum flokksins í verzlunarmálum, að minnsta kosti þeirra einstaklinga sem eru uppistaða hans. Má þar til nefna margvísleg samtök" kaupmanna um vöruverð og verzlunarháttu, sem gerir þeim er utanvið slíkt vilja standa lítt mögulegt að reka verzlunarfyrirtæki. Sýnist þá mörgum glæsiblærinn vera at farinn hinu dáða hugtaki „frjáls verzlun“ er hönd hringavaldsins hefur náð öllum tökum. Æðsti maður viðskiptamála vorra er nú Sjálfstæðismaðrur og heild- sali í viðbót, og þá virðist manm að ætti að vera borgið höfuð- stefnuskráratriði Sjálfstæðis- flokksins hinni „frjálsu verzl- ■ un“. En það furðulega skeður að hið gagnstæða hefur gerzt hvað viðvíkur utanríkisverzluninni. Svo má heita að allur innflutn- ingur til landsins sé í höndum tveggja verzlunarfyrirtækja, Sam bandi ísl. sarpvinnufélaga. (S. í. S.) og Innflytjendasambandi stór kaupmanna (Impuni) og hefur heyrzt að Eimskipafélag Isl. sé algjörlega háð þessum tveimu- fyrirtækjum, þannig að aðrir inn- flytjendur fái ekki vörur sínar fluttar til landsins hversu nauð- synlegar sem þær séu. A5 minnsta kosti kvai-ta ýmsir kaup- menn undan slíku, og sé þetta rétt, má heita að um fullkomna I einokun sé að ræða á innflutningi til landsins undir yfirstjóm sjálf- stæðismannsins Björns Ölafsson- ar. Fróðlegt væri að heyra hvað Morgunblaðið segði um slíka hluti, hvern veg því sýnist um framkvæmd þessarar megin- stefnu Sjálfstæðisflokksins. k. Lítil eru geð guma Nú þega-r Alþingi, eða þrír stærstu flokkar þingsins hafa á- kveðið stefnuna að lokamar’ i sjálfstæðismálsins og hún er í samræmi við áður yfirlýstann vilja þjóðarinnar, ætti öllum deil um þar að lútandi að vera lok ið. En þeir - sem að undanförnu hafa talið það köllun sína að berjast fyrir dönskum sjónarmið- ! nm eru ekki alveg á því að láta deiiurnar niður falla, þeir neita að hlýta vilja meiri hlutans, þann ig er afstaða þeirra gagnvart lýð ræðinu. En á sama tíma býsn- ast þessir sömu menn yfir því að tveir Danavinir skildu ekki fá að reka andíslenzkan áróður á | opinberum vettvangi og sem jafn Farmanna og fiskimanna- samband íslands, samþykkti á þingi sínu áskorun til bæj • arstjórnar Reykjavíkur, að’ láta reysa baðhús við höfn- ina sem aðallega væri ætlaö sjómönnum þegar þeir koma að landi og verkamönnum sem vinna hér á hafnarbökk- unum og stunda óþrifalega vinnu. Þetta var vissulega þörf á- skorun og 1 tíma töluð, og þörf á að vaka yfir að úr framkvæmdum verði hið bráð- asta. En 1 sambandi viö þessa á- skorun vildi ég taka lítillega til athugunar þau skilyiði sem verkamenn þeir er vinna hér við höfnina og í skipa- vinnu, búa við um hreinlæti og annan aðbúnað. Hér á hafnarbökkunum vinna daglega verkamenn hundruðum saman hjá ýms- um atvinnurekendum og fyr- irtækjum. Fjöldi þessara manna eiga all langa leiö heim til sín og margir þeirra komast ekki heim í mat á há- degi, vegna fjarlægðar og verða aö nota strætisvagna i vinnu og úr. Flestir þessara manna verða aö hafa kaffi og framt skildi véra einn liður á hátíðard'agskrá fullveldis íslend- inga. Eg hef orðið var við að ýmsir sem annars eru andvigir hinu danska viðhorfi eru óá- nægðir yfir þvi að skildi hafa verið gripið til þess ráðs að takn þennan þátt út af dagskránni og telja það skerðingu á málfrelsi. Þessum góðu mönnum vil ég benda á að hér kemur fleira til. Fyrsti desember er einhver stolt- asti dagur íslenzku þjóðarinnar, við hann er tengdur stærsti sig- urinn í frelsisbaráttu vorri. Á þeim degi höfum við að undan- förnu sameinast til að minnast sigursins og fullvissa hverir aðra um óbifanlegann ásetning að stíga lokaskrefið við fyrsta tækifæri, aldrei hefur heyrzt hjá róma rödd fyrr en nú þegar úr- slitastundin er komin, þá koma fram óíslenzkar raddir sem vilja tefja málið eða tortíma því. Eiga slíkir tónar að heyrast í loka- þætti frelsishljómkviðu Islend- inga? Eg segi nei, og mig furð- ar á stúdentunum að þeim skildi detta slíkt í hug. Mér. er sem ég sjái svip þeirra Jóns Arasonar, Skúla Magnússonar, Fjölnis- manna, Jóns Sigurðssonar og Skúla Thoroddsen þegar arfur sá er þeir hafa látið afkomendum sínum í té er svo lítils metinn, að menn eru með vángaveltur yf- ir því hvort það sé þess virði að þiggja gjöfina, frelsið sem aðrar þjóðir 'fóma lífinu fyrir. Lítilla sæva, lítilla sanda, lítil eru geð guma. k. mat með sér og boröa hamt á vinnustaðnum. Fáir atvinnu rekendur hafa nokkum sama stað, sem sérstaklega er ætl- aður verkamönnum til aö matast og drekka kaffi í, og því síður aö þeir hafi nokk- um samastað til geymslu á hlífðarfötum sínum þegar þeir eru ekki í vinnu. Flest- um verður því fyrir að safn- ast saman í Skýlinu í matar- og kaffitímum og eins meö- an beðið er eftir vinnu. Sjálft nafnið Skýli bendir til þess að ekki séu gerðar miklar kröf- ur til þessarrar vistarveru, ao eins skýli, afdrep er fullgóö vistarvera þegar verkamenn eiga í hlut. Skýlið var að vísu mikil framför frá því sem var áður, en það var byggt, en síðan hefur mikið breytzt, — bærinn stækkað og verka- mannafjöldinn við höfnina aukizt stórkostlega. — Einnig hafa kröfur um aöbúnaö cg hreinlæti viö vinnu gjör- breytzt, eöa ætti aö minnsta kosti aö vera. Það er líka löngu viðurkennt af öllum sem hlut eiga að máli, að það ástand, sem nú er í þessum málum hér við höfnina, sé gjörsamlega óviöunandi. Enda hafa fyrir löngu komiö fram kröfur um annað verka- mannaskýli við vestur hluta hafnarinnar. Verkamönnum var lofaö skýli í hinni nýju haf narby ggingu þegar hún var reist, en af einhverjum orsökum varö ekkert af því, en í þess stað var húsnæðið leigt út sem venjuleg kaffi- stofa efi seinna var húsnæð- ínu breytt í skrifstofu fyrir útgeröarfélag og kaffistofan lögð niður, var þar með úr sögunni hiö eina afdrep fyrir verkamenn við vestur hluta hafnarinnar, nema það sem Ríkisskip hefur fyrir sína ! verkamenn. Það er þvi bæði gömul og ný krafa aö byggt verði hio allra bráöasta fullkomin verkamannabygging viö vestri hluta hafnarinnar og aö gamla skýlið veröi endurbætt að miklum . mun. Salerni þurfa að hverfa þaöan sem þau eru nú, það er ófyrirgeí- anlegur sóðaskapur að hafa þau við sama innganginn pg gengið er inn í salinn þar sem menn matast og drekka. í stað þeirra þurfa að koma hrein- lætistæki, handlaugar, böð og geymslur fyrir vinnuföt og stígvél. Hin nýja verkamannabygg- ing verður að vera vel rúm- góð og búin öllum þægindum sem völ er á, í henni ætti að koma fyrir hinum almennu böðum, sem allir em sam- mála um aö nauösynlegt sé að koma á hér við höfnina. Þau þyrftu að vera vel rúmgóð og þar gætu margir baðað sig í einu, því þaö mundi brátt sýna sig að þau yrðu mikiö notuö. Þá er einnig nauðsynlegt að komiö veröi fyrir skápum \ þessari byggingu, skápum fyr- ir hlíföarföt stígvél og vinnu- föt, svo að verkamenn þurfi ekki að hafa þau heim meö sér að loknum vinnudegi. Þessar fatageymslur gætu ver iö í líkingu við skápana í sundhöllinni og verkamenn gætu fengið þá leigða gegn hæfilegri þóknun, Jjkt og pósthólf í pósthúsi, hver skápur hefði einn eigin lykil til þess að fyrirbyggja að enginn gæti farið í annars skáp. Þessi tilhögun er nauösyn- leg af mörgum ástæðum, en það er ekki tímabært aö tína þær allar til hér. Á þetta skal aðeins bent.: Bærinn er nú orðinn þaö stór aö fjöldi manns verður að nota strætisvagna til og frá vinnu, það getur því illa samrýmzt almennum hreinlæt- is- og umgengniskröfum og líka oft illa þokkað af borg- urum, að verkamaöur ataður fiskslori, kolum, salti eða sem- enti, svo aðeins séu nefnd nokkur hin óþrifalegu verk, sem unnin eru hér viö höfn- ina, fari að troða sér inn í yfirfuúa strætisvagna eins og þeir koma úr vinnu. Maður sem vinnur óþrifa- lega vinnu verður að fá tæki- færi til að taka bað og þvo sér og skipta um föt á vinnu- staðnum eða nálægt honum, bá fyrst. er hægt aö gera þær kröfur til hans að hann óhreinkí ?kki samferðamenn sína í almenningsvögnum bæjarins. Aö sjálfsögðu þyrfti aó gera strangar kröfur til hrein iætis og góðrar umgengni á bessum stöðum, en því betur sem sb'kur staður er útbúinn, þess betur er um hann geng- ió og c-1 stjóm og eftirlit er aó öðn; leyti í góöu lagi, lær- ist 'nrnnum fljótt aö gangr vel um góð húsakynni, þótt peii svo gangi í óþrifalega vinnu. Eins og ég hef áöur tekið fram, er bærinn nú orðinn þaö stór, aó þeir sem búa í útjöðrum hans og í úthverf- unum, komast ekki heim tii sín á hádegi og verða annað hvort að hafa mat með sét eða kaupa hann á matsölu- húsum. Þetta er að mörgu æyti óhentugt fyrir verka menn Heppilegra væri að i hinni nýju verkamannabygg- ingu væri selt fæði með sann Frh. á 5. sríim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.