Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 4
WÓÐVIUINN — Miðvikudagur 8. desember 1943 þJÓÐVILJINN Útgefsnai: Sameiningarfioi,kar aibýiu — Sóaicliítcflokkurinr.. Ritatjóri: Sigartur (juSmundtion. Stjórnn álaritstjórat: Eir.ur Olgeirsson, Sigfús Sigurhjariarson. Ritstjórnarskrifstcíu;: Ausiurstrœti 12, simi 227V. Afarr»:5ala og auglý«ngat: Skólavör&ustíg 19, simi 2184. Prentsmiðia: VíkingsWent k. /.. GarZasirœii 17. Áskriftarverð: í R»yl:já>ík og tgrenni: Kr. 6,33 á mánnði. landi: Kr. 5,00 á mánuði. Ú* Boðskapur þríveldaleiðtoganna Teheran — Munchen, — fimm ár — aldahvörf. í Miinchen: bandalag sótsvartasta afturhaldsins í veröldinni — Hitler, Mussolini, Chamberlain, Daladier. Samsæri um að svíkja smá- þjóðir og murka með styrjöldum lífið úr lýðræði heimsins. Afturhalds- seggir og auðkýfingar allra.landa neru saman höndum: girndin eftir vaxandi auð og völdum glampaði í augum þeirra. 1 Teheran: Þrír af mestu og beztu þjóðleiðtogum allra tíma — Churchill, Roosevelt, Stalín — koma saman til þess að tryggja lýðræð- inu sigur, þjóðunum sjálfstæði og frið, afnám harðstjórnar og þrælkunar, mannkyninu bræðralag lýðræðisþjóða. Alþýða alls heims, kúgaðar og sveltandi þjóðir allra álfa, líta vonbetri fram á leið eftir bjartan boðskap þessara leiðtoga lýðræðisins. — Og á kauphöllunum falla hlutabrcf vopnaverksmiðjanna: Það er „vaxandi liœtta á friði“ — eins og komizt er að orði í kauphallai'dálkum stórblaðanna. „Vér erum þess fullvissir, að samtölc vor. uiunu slcapa varanlegan frið. Vér erum oss þess fyllilega meðvitandi, hvílík ábyrgð hvílir á oss og öllum hinum sameinuðu þjóðum, — að koma á friði, sem mun leiða í Ijás samhug yfirgnœfandi meirihluta aUra þjóða heimsins og fyrirbyggja endurtekningu styrjaldarógna í margar kynslóðir“. Svo hljóðar yfirlýsingin um friðinn, — yfirlýsing raunsæustu stjórn- málaleiðtoga heims, — manna, sem ekki eru því vanir, að fara mcð fleipur eða gera þjóðum sínum gyllingar, heldur hafa þorað að segja þeim að brenna bæi sína og borgir, þegar það átti við, boða þeim „blóð og tár“, þegar það átti við. Menn treysta því, að þegar slíkir menn mæla svo djarft, þá vanti heldur ckki viljann hjá þeim. En einmitt af því Iýðræðisþjóðir eiga í lilut, þá er vilji þeirra ekki nægur. Þjóðirnar verða sjálfar að sýna í verki viljann til „baráttu fyrir afnámi harðstjói-nar og þrælkunar, kúgunar og umburðarleysis“. — Aft- urhaldsöfl munu nú sem fyi-r reyna að eyðileggja þær fögru fyrirætlanir, sem mikilmennin þrjú komu sér saman um á fundinum í Teheran. Það er fjöldans, fólksins sjálfs, að fylkja sér um það, að hrinda þeim í framkvæmd. Framtíð komandi kynslóða er undir því komin að það takist. ^ Fær ísland fulltrúa á friðarráðstefnunni? Fulltrúar 9/10 liluta íslenzku þjóðarinnar munu standa að því, að gera ísland að lýðveldi í síðasta lagi 17. júní 1944. Annað höfuðverkefni vort, næst því að stofna lýðveldið, er að fá það viðurkennt af öðrum þjóðum. Skilyrðin til þcss að það geti tekizt eru aðallega tvenn: í fyrsta lagi, að sýna það svo ótvírætt, að ekki verði um deilt, að vilji íslenzku þjóðarinnar til algers sjálfstæðis og lýðveldisstofnunar sé alveg ótvíræður. Það verður aðeins sýnt með þvi, að hver einasti kjós- andi taki þátt í þjóðaratkvæðagrciðslunni og gjaldi lýðveídisstjórnar- skránni jákvæði sitt. í öðru lagi, að þjóðin sýni það með sjálfstæðri, virkri og framsæk- inni utanríkispólitík, að hún sé fær um að stjórna málum sínum og eigi skilið sitt sæti á bekk með öðrum sjálfstæðum þjóðum. Utanríkispólitík íslendinga hefur verið mjög ábótavant á undan- förnum árum. Hún hefur verið hikandi og ómarkviss. Þjóðina hefur rekið á öldum atburðanna úr fangi eins stórveldis í fang hins. Hér verður að verða tafarlaus breyting á. Allir framsæknir, lýð- ræðissinnaðir kraftar þjóðaxánnar vei'ða að taka höndum saman um að skapa markvissa stefnu í utanríkismálum íslendinga, stefnu, sem miðar að því að ti'yggja sjálfstæði þjóðarinnar. Sósíalistaflokkurinn hefur hvað eftir annað bent á stefnu, sem atburðirnir nú sanna æ betur að er rétt. I’að verður einn prófsteinnin á viðurkenningu annarra þjóða á ís- landi, hvort það fær fulltrúa á friðarráðstefnunni. Þar vei'ður þeirii ráðum ráðið, sem mikilvægt er að vér fáum að vera með í. En líklegt er, að ísland vei'ði meir til þess að vinna en orðið er, að fá þar fulltrúa. Vér verðum að sýna i'ækilegar vilja vorn til að stuðla að sigri lýðræðisins en hingað til, bæði i orði og verki. Og vér eigum að gera það. Pislarvætti norskra kennara Þessi frásaga er rituð af einum hinna 500 norskra kennara, sem eftir handtöku sína í marz 1942 var troðið í „kvalaskipið“ Skjerstad og fluttir í nauðungarvinnu á Iprkenes í Norður-Noregi, langt fyrir norðan heim- skautsbaug. Kennurunum var sleppt úr ánauðinni í nóv- ember, eftir átta mánaða fangavist við hin hryllilegustu skilyrði. Allt var reynt til að buga þá og neyða þá til að kenna norskum börnum samkvæmt reglum nazista. En ekkert gat brotið viljaþrek þeirra. Nú hafa nazistarnir í Noregi hafið enn viðtækari of- sóknir gegn norskum menntamönnum, og flutt prófess- ora og stúdenta hundruðum saman í fangabúðir. Lýsing norska kennarans á meðferðinni gefur hugboð um það, hvað þessir norsku menntamenn eiga í vændum. Þjóðverjarnir byrjuðu afskipti sín af okkur í Grini-fangelsinu. Við vorum látnir ganga í röð til rannsóknar o. fl. Þýzku S. S. dátarnir hæddust opinskátt að okkur, og tveir menn voru slegnir. Gamall kennari varð fyrir hrindingum og aðhlátri og var kallaður „afi“. í skrif- stofunni var einn kennarinn sleginn í andlitið af því að hann var ekki nógu fljótur að tæma vasa sína. Eftir rannsóknina tók foringi nokkur við stjórninni og lét okkur fara í stóran bílskúr, sem okkur var ætlaður. Foringinn hljóp eins og óður maður með- fram hinni löngu fylkingu, bölvandi, berjandi og hrindandi. Það, sem eftir var dagsins, var ein löng kvöl. Við máttum ekki setjast niður, því að það var alltaf Þjóðverji við dyrnar eða inni. Við áttum nefnilega alltaf að standa og taka ofan húfurnar, ef Þjóðverji kom inn á 5 mínútna fresti, lumbraði á þeim, sem næstir honum stóðu, og hótaði þeim með lífláti og fangelsun. * Því næst voru þeir, sem höfðu læknisvottorð kallaðir fram. Norskur læknir var sóttur í fangelsið til að líta á þau. Hann sagði nokkur orð, en var þá skammaður ofsalega af foringj- anum, sem æsti sig svo upp, nð það var eins og hann ætlaði að springa. 1, og vorum þá fluttir í bílum til Lysaker-járnbrautarstöðvar- innar og troðið þar í nautgripa- vagna. Ferðin til Faaberg- stöðv- arinar tók um 12 tíma. Hjá Lilleström var dyrunum hrund- ið upp og okkur hleypt á bak við skíðgarð. Við höfðum varla haft tíma til að setja okkur niður, þegar skipun kom um að stíga upp á lestina aftur. að þurrkast í ofni. Vatnið var sótt í tunnum, og urðum við að þvo okkur úr snjó. Allt vatn- ið fór í eldhúsið til notkunar í svo kallað „kaffi“ og súpu. Flokkarnir urðu að vera í „vinnu“ og „leikfimi“ til skipt- is. Vinnan var aðallega að bera snjó út úr fangabúðunum og henda honum út fyrir gaddavíi'- inn. Þar sem engin áhöld voi'U til, urðum við áð bera snjóinn í fötum, og ísinn undir snjón- um var líka brotinn með þeim. Sumir báru við úr einu horninu í annað allan daginn, og allan tímann voru stöðug hróp. Þeir, sem þurftu að fara á salernið, urðu að hlaupa og taka ofan fyrir hverjum hermanni, sem þeir fóru framhjá. Semna um daginn var okkur skipað í fylkingu í garðinum, og foringi nokkur hélt ræðu yfir okkur. Hann sagði að nokkrir kennaragarmar þyrftu ekki að halda, að þeir gætu spillt fyx-- ir evrópsku nýskipuninni, og gaf okkur frest til kl. 8,30 næsta morgun til að ganga í kennara- félag nazista. Um kvöldið var okkur aftur fylgt úti, og drukk- inn piltur um tvítugt óskapað- ist fyrir framan okkur og hót- aði okkur allskonar misþyrm- ingum, að „kjálkabrjóta11 okk- ur o. k frv. Hann kvartaði und- an því, að enginn okkar skyldi reyna að flýja, því að það hefði veitt honum. þá ánægju að skjóta einhvern okkar. Þennan dag fengum við lítjnn súpudisk. Það var um 10 stiga frost og mjög kalt í bílskúrn- um. Næsta morgun var okkur aft- ur fylkt og ræður haldnar yfir okkur. Við stóðum þar til kl. Við komum til Faaberg kl. 2 um nóttina og vorum reknir út eins og skepnur úr vögnunum. Því næst stóðum við í fylkingu í tvo tíma (og lá við að við frys- um f hel. Loksins var lesin yf- irlýsing, þar sem sagt var, að við myndum verða skotnir ef við gerðum hitt eða þetta, og hermönnum var skipað að hafa riffla sína viðbúna. Gangan til Jörstadmoen var okkur flest- um martröð. Leiðin er um 5 km. Þeir, sem báru farangur, fóru verst út úr því. Hermenn- irnir stukku stundum inn í fylkinguna og slógu og hrinlu, svo að kennarar féllu á báðar hliðar. Á leiðarenda voi’u rnarg- ir kennaranna búnir að fá blöðr- ur á hendurnar eftir töskur sínar, margar þeirra greru aldrei vegna þess hvað fæðið var lélegt. Á Jörstadmoen var okkur hrint inn í brakka. Einum mjög nærsýnum kennara var hrint svo hrottalega, að hann datt og braut gleraugun sín. Hann var þá næstum blindur, en var hrint áfram, svo að hann rakst á veggi og hurðir, þang- að til hann loks kom inn í herbergi. Hann var bjargarlaus það sem eftir var tímans. Hann hafði veik gleraugu, en gat ekki þekkt vini sína fimm fet frá sér. Þennan dag fengum við ekkert að borða. Við háttuðum kl. 6 í ísköldum brökkunum og okkur var afskaplega kalt. Við- urinn var nýhöggvinn og vildi ekki brenna. Við vorum vaktir kl. 8, og allar fangabúðirnar bergmál- uðu af gremjulegum köllum og blístri. Því næst fengum við lít- inn brauðbita og kaffi. Hinum 750 mönnum vai\ nú fylkt og skipt í flokka eftir aldri. Svo byrjaði „vinnan“. í öllum fangabúðunum var aðeins ein öxi og tvö fjallhögg. Viðurinn var alveg nýr og vai'ð „Leikfimin“ var óskemmtileg. Fyrstu dagana var hitastigið 20° fyrir neðan frostmark, og það var mjög þreytandi að hlaupa í djúpum, lausum snjón um, þegar mann sveið í lungun af kuldanum. Þegar hermaður blístraði einu sinni, áttum við að kasta okkur niður á mag- ann. Þegar hann blístraði tvisv ar, áttum við að setjast niður, standa upp og halda áfram að hlaupa. Svo áttum við að skríða á maganum og mjaka okkur áfram með öxlunum. Þegar hláka kom, mynduðust lækir og tjarnir, sem við urðum að hlaupa gegnum, svo að við urðum allir útataðir í krapa. Svo var okkúr skipað að gera æfingar þær, sem áður eru nefndar, og urðum við það hold- votir. Svo, eftir tveggja stunda „leikfimi11, urðum við að bera snjó og höggva ís í nokkra klukkutíma. Unnið var frá kl. 7—12 og frá kl.2—7, en stund- um vorum við kallaðir út strax kl. 1. I miðdegishléinu var okk- ekki leyft að leggjast á rúmflet- in eða rejdtja, ekki máttum við heldur hátta fyrr en kl. 8,30. Okkur var bannað að líta á! hina flokkana, á meðan við unn um. Ef við gerðum það, var beitt við okkur refsiæfingum, sem voru í því fólgnar að hlaupa aftur á bak og áfram eða þramma gæsaganginn prúss neska með prik fyrir byssu. Öllu þessu fylgdu stöðug hróp og köll og hótanir um að skjóta mann. Á hverjum degi fengum við einn fimmta úr brauði og smá- klessur af smjörlíki, eða mat- skeið af marmelaðe ásamt kaffi. Þejtta fengum við. sem morgun- verð og kvöldverð. Til miðdeg- isverðar fengum við súpu, sem var næstum tómt vatn. Einu sinni fengum við kjötsúpu, sem var búin til úr 30 pundum af kjöti — handa 750 mönnum. Við vorum svo svangir, að það leið yfir hvern á fætur öðrum í leikfiminni, svo að það varð að flytja þá á spítalann, sem stöðugt var verið að stækka. Allir höfðu auðvitað mjög slæmt kvef og það var enginn friður í brökkunum fyrir sí- felldum hósta. Fréttirnar um hryðjuverk nazista í Noregi hafa í senn vakið saniúð í brjóstum íslendinga til norsku frændþjóðarinnar og hatur og viðbjóð á þýzku nazistunum. — Enn liafa Þjóðverjar ekki gripið til slílcra að- ferða í Noregi og myndin hér að ofan sýnir, en þannig fara þeir að austur í þorpum og borgum Sovétríkjanna. Við skildum auðvitað, að það átti að neyða okkur til að ganga í lið með „nýskipun“ nazista. Eftir nokkra daga á- kváðu þeir að koma því máli í lag. Hermennirnir urðu nú vin- gjarnlegri og byrjuðu að heim- sækja okkur í brakkana. Okkur var leyft að spila á spil og lesa biblíuna. Þegar við höfðum tal- að um almenn efni, byrjuðu þeir jafnan að tala um „Kennara- fylkinguna". Þeir sögðust vera orðnir leiðir á þessu öllu og langaði til að fara aftur til Elverum, þar sem kærustur þeirra voru. Þegar þeir komust að raun um, að þetta var allt árangurslaust, var undirskrift- ardeginum frestað enn um þrjá daga. Þessir þrír dagar voru hræðilegir. Svo kom þessi mikli dagur, en aðeins 5 eða 6 menn létu undan. Þjóðverjarnir gátu ekk- ert gert annað en hætta við þetta í bili. Við fengum leyfi einn dag, — yndislegan sól- skinsdag, en enginn mátti fara út fyrir dyr. Næsta dag feng- um við súpu tvisvar og dálít- inn aukaskammt af brauði, af 'því að 500 af okkur áttu að fara um kvöldið. Er við höfðum stað- ið í fylkingu í tvo tíma, urð- um við að hlaupa til Faaberg, þó að vegurinn væri ein for. Margir hermannanna voru drukknir og hrópuðu, börðu og hrintu. í Faaberg urðum við að standa í tvo tíma skjálf- andi af kulda, því naést var okkur smalað inn í gripavagna, um 54 mönnum í hvern vagn, svo að ómögulegt var að hreyfa sig. Það var hræðileg ferð. Dyrnar voru læstar, svo að ekki var hægt að ganga erinda sinna. Á Opdalstöðinni var foringinn spurður, hvort leyfilegt væri að gefa okkur vatn. Það var leyft með illu, en þorpsbúar gáfu okkur mjólk í stað vatns. Foringinn varð þá svo reiður, að hann bannaði að veita okk- ur nokkurn beina framar. Hjá Stören höfðu verið útbúnar handa okkur veitingar, mjólk og smurt brauð. En konurnar, sem komu með þetta, voru reknar burtu. __ Framhald á morgun. BRÉF FRÁ LJÓSMÖÐUR Framh. af 3. síðu. jafnvel konur sýni lítinn skiln- ing á slíkum málum. Kröfur ljósmóðurinnar um fæðingarheimili, barna- og mæðraheimili eru áreiðanlega meira en fullburða og rétt að beina þeim til hlutaeigandi aðila, en ég vildi benda ykkur konunum og sérstaklega ungu stúlkunum á það, að við eig- um ennþá sem komið er mjög fáar sérmenntaðar konur, sem eru færar um að veita slíkum stofnunum forstöðu. Hafið það hugfast er þið veljið ykkur lífs- starf. — Því að hve mikið sem menn annars hafa á móti störf- um kvenna utan heimilisins getur þó enginn haft nokkuð við það að athuga að ung kona læri vísindalega meðferð og uppeldi barna. Menntun slíkra kvenna er að- kallandi mál sem hér mun verða vikið að bráðlega. Aliskonar veitingar á boðstóiurri. KÁFFl FLORIDA Hverfisgötu 69 Baráitan gégn hommúníst- nnum 04 heímilíshagír í Framsóhnarf lohhnum „Góðvínum víð kaupfélög dreífbýl- ísíns“faiíð að dreífa bréfínu Þjóviljanum hefur borizt nýtt dreifibréf Hriflu-Jónasar um bar- áttuna gegn kommúnismanum, og eru hér birtir kaflar úr því, lesend- um til gamans. Bréfið er dagsett 20. olct. 1943 og hefur fyrirsögnina: Stjómmálabréf til Framsóknar- og samvinnumanna. „Eg álít tímabært að rita ykk- ur stutt fréttabréf um lands- málaástandið. Fel ég góðvinum við kaupfélög dreifbýlisins að dreifa bréfunum, og nokkrum öðrum áhugamönnum. Mér er greiði ger með því, að þeir, sem bréfin fá, sýni þau öðrum samherjum, sem ég hef ekki náð til. Fyrir ári síðan kom fram all- mikill skoðanamunur innan Framsóknarmanna í Reykjavík um hver væri hin rétta stefna flokksins. Nokkrir þingmenn og miðstjórnarmenn, vildu mynda stjórn með kommúnistum og hafa við þá sem allra nákomn- ast bandalag um þingstörf og ríkisstjórn. En þeir menn 1 flokknum, sem áttu heima í Reykjavík, og lengst og mest höfðu unnið að gengi samvinnu- félaganna, voru á alveg gagn- stæðri skoðun. Þeir töldu háska- ráð að reyna að gera kommún- ista að nákomnum flokksbræðr- um. Þeir sögðu að Framsóknar- flokkurinn væri hreyfing bænda og samvinnumanna, og að komm únistar hötuðu og óttuðust enga jafnmikið og einmitt bændur og samvinnumenn. Þeir héldu því fram, að samstjórn svo ólíkra flokka yrði í framkvæmd eins og húsagerð tveggja manna, þar sem annar væri önnum kaf- inn að hlaða vegginn, en hinn sýslaði eingöngu við að rífa niður það sem byggt var. Auk þess höfðu flokksþing Fram- sóknarmanna, bæði 1937 og 1941 stranglega bannað Framsóknar- flokknum allt pólitískt samstarf við byltingarflokkinn, sem auk þess var handbendi erlendrar þjóðar. Þeir Framsóknarmenn, sem vildu vingast við kommúnista, sóttu mál sitt með miklu kappi og unnu að kalla má allan vet- urinn 1942—’43 að því að koma á samstjórn með kommúnist- um. Engin áhrif hafði það á trú þessara manna, að stjórn Sjálf- stæðismanna fór frá völdum, og í stað hennar kom ópólitísk stjórn, en í henni átti sæti einn af fremstu leiðtogum samvinnu- félaganna, Vilhjálmur Þór. Þessi stjórn gerðist eftir atvik- um vinsæl í landinu. Henni tókst að stöðva hækkun dýr- tíðarinnar og síðan að lækka í bili dýrtíð og vísitölu og hafa þolanlegt samstarf við Alþingi. En ekki var þetta nóg til að sannfæra þá, sem vildu sambýli við kommúnista um að þeir væru á rangri leið. Þeir héldu áfram samkomulagstilraunum við Brynjólf Bjarnason og lið hans, þar til komið var undir vor. Þá hættu kommúnistar að sækja samtalsfundina við full- trúa Framsóknarmanna og lýstu yfir í Þjóðviljanum, að Fram- sóknarmenn ættu engan kost á samstarfi, nema með því að ganga í kommúnistaflokkinn. Síðan umtal byrjaði um sam- starf Framsóknarmanna og kommúnista fyrir ári síðan, hafa allar hrakspár rætzt, er reynd- ustu menn Framsóknarflokksins höfðu haft um þessar tiltektir. Síðan þá hafa kommúnistar gert Framsóknarflokknum, bændastétt landsins og sam- vinnuhreyfingunni, alla þá bölv un, sem þeir framast hafa get- að, þeir hafa á flokksþingi á- kveðið að sprengja hvert sam- vinnufélag í þrjá parta. Á Sam- bandsfundi á Hólum vildu þeir að fundurinn kysi einskonar skilanefnd, til að ganga frá væntanlegu þrotabúi kaupfé- laganna og Sambandsins. Einn af þingmönnum flokksins lýsti yfir á Alþingi að hann væri á á móti því að leiða rafmagn um sveitirnar, af því að það tefði fyrir eyðingu dreifbýlisins. í vetur hefur rignt niður frv. frá kommúnistum, þar sem þeir vilja með löggjöf taka af bænd- um vald yfir verðlagningu á framleiðsluvörum þeirra, og koma á einskonar bændaþrælk- un. Einna tilþrifamest er sú at renna kommúnista að taka af bændum verzlun með allar mjólkurvörur, hreinsunarstöðv- ar og búðir. Það má í einu orði fullyrða, að kommúnistar ætla sér að eyðileggja samvinnufélögin, bændastéttina, og útveg sem rek inn er af einstökum mönnum og breyta síðan þjóðskipulag- inu eftir rússneskri fyrirmynd. Eg hef í „Degi“ nú í sumar og haust lýst þessum aðförum. Þeirri tilraun hefur verið vel tekið. Ekkert blað á íslandi hef- ur aukið kaupenda- og lesenda- tölu sína hlutfallslega eins mik- ið og „Dagur“, síðan byrjað var Miðvikudsigur 8. desember 1943 — ÞJÓÐVIUINN Aðbúnaður verkamanna við höfnina Framhald af 2. síðu. gjörnu vei'ði, þar gætu þeiv, sem jangt eiga til heimila. sinna, borðað miödagsverð og einnig gæli það verið n,et- sala fyrir einhlcypa m?nn sem kaup.i fæði hingað og þangaö ,::n Væinn. Eðlilegas* væri að th? ■ mötuneyti m rekið mro camvinnusviði anJ- ir stjórn mótuneytanna sjálfra. Bærinn legði til hús- næðið en að öðru leyti yrði rekstur mötuneytisins honum óviðkomandi. Um fyrirkomulag slíkr- ar matsölu er að öðru leyti ekki hægt að svo stöddu aö gera neinar tillögur um, en sjálfsagt að rannsaka allt því viðvíkjandi vandlega, því aö þáð liggur í augum uppi að fæðissalan hér í þessum bæ er vandamál sem krefst úr- lausnar á hagkvæmari grund- velli en nú er. í verkamannabyggingu sem þessari, sem ætluð er mönn- um er bíöa eftir vinnu og leyta skjóls í vondum veörum, er nauðsynlegt að hafa les- stofu þar sem hægt sé aö lesa blöð og bækur og tíma- rit, þetta yrði eins og annað heimili verkamanna og því nauösynlegt að gera þáð eins vistlegt og aðlaðandi og hægt er. Sjálfsagt er aö stjórn verka mannaskýlanna yrði í hönd- um verkamannanna og bæj- arins sameiginlega, það virð- ist öll sanngirni mæla með því, að verkamennirnir, sem eiga að nota þessa stofn- un hafi þar nokkuð aö segja * Sveinabakaríið hættir ekki fyrr en um áramót Þjóðviljinn hefur haft tal af Sigurði Hannessyni bakara, sem er annar þeirra, er nú reka Sveinabakaríið á Vestugötu 14, og fengið hjá honum nánari upplýsingar um ásigkomulag bakarísins og rekstur þess. Sigurður Hannesson og félagi hans hafa haft þetta bakarí á leigu frá því i desembér s. 1. ár. Á þessum stutta tíma, sem þeir hafa rekið það hafa þeir látið framkvæma margskonar endur- bætur á því sem miða að aukn- um þrifnaði og bættri meðferð og geymslu á þeimi vörum sem þeir framleiða, og hafa vinsæld- ir og viðskipti þess aukizt á þess um tíma. Húsið, sem það er í, er gam- alt og bakaríinu er þannig fyrir komið, að mjög erfitt er að koma því í það horf að það full- nægi ákvæðum hinna nýju heil- brigðislaga. Hefur það orðið að samkomu- lagi við heilbrigðisnefnd og lög reglustjóra að rekstur bakarís- ins haldist óbreyttur til ára- móta. -J-------------------------- að hreyfa þessum málum þar. Það bendir á, að þjóðimii sé að verða ljós sú hætta, sem stafar frá flokki kommúnista“. um fyrirkomulag og rekstur, ætti v Dagsbrún að kjósa menn í stjóm þessa með bæn um, er það merkilegt, að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að fá íhlutunarrétt um þaö hvernig verkamannaskýl- ið er rekið, þetta er svo mikið hagsmuna- og menningarmál fyrir allan þann mikla fjölda mamia sem leitar eftir vinnu hér við höfnina, að Dagsbrún verður nú þegar að hefjast handa um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Eg hef aðeins sett hér fram þessa sundurlausu þanka til þess að vekja umtal og umhugsim um þetta mál. Það er von mín aö á eftir komi svo fleiri með nýjar tillögur og að far- ið verði að hrinda þessu sem allra fjTst í framkvæmd. Zóphonías Jónsson. Aukaskamæfiir af kafff ff I jólanna Eftirfarandi tilkynning hefur Þjóðviljanum borizt frá viðskipta- m álaráðun ey tinu: Akveðið hefur vorið að heimila úthlutun á aukaskammti af kafji fyrir jólin. Aukaskammt þennan, sem nem- ur 250 g. af brenndu eða 300 g. af óbrenndu kaffi, mega verzlanir af- henda gegn stofnauka af núgild- andi matvælaseðli, og hefur ráðu- neytið því ákveðið að frá 8. des- ember til 31. s. m„ að báðum dög- um meðtöldum, sé stofnauki af liverjum matvælaseðli fyrir tíma- bilið I. okt. til 31. 'des. þ. á., lögleg innkaupsheimild fyrir 250 g. af brenndu eða 300 g. af óbrenndu kaffi. Athygli verzlana skal vakin á því að halda ber stofnaukunum sér- stökum en láta þá eigi saman við aðra kaffireiti. Þórstnörk Þau hjónin Guðfinna Árnadóttir og Guðmundur H. Guðmundsson, skipstjóri, hafa nýlega gefið Nýja stúdentagarðinum andvirði eins herbergis — kr. 10.000.00 — til minningar um móður Guðmundar, húsfrú Þórunni Tómasdóttur, sem lengst af bjó í Ámundakoti í Fljóts lilíð. — Hei'bergi þetta skal heita. „Þórsmörk“, og hafa gcfendur ósk- að þcss, að stúdentar úr Rangár- vallasýslu skuli njóta gjafarinnar öðrum fremur. Frsðslustarfsesni Þróttar á Siglufirði Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði he.fur ákveðið að halda uppi fræðslustarfsemi í vetur. Ilafa þegar verið flutt 3 erindi á vegum félagsins. Gunnar Jóhanns sou flutti erindi um styrjöldina, Guðbrandur Magnússon flutti er- indi um alþýðumenntun og skáld- skap. og lllöðver Sigurðsson hefur fiutt eitt crindi. Hcfur félagið fcngið menn til á- framhaldandi erindaflutnings á vetrinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.