Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. desember 1943. ÞJÓÐVILJINN 7 Eftir H. S. að færa silungnum ýmislegt góðgæti. Ekki vildi hann þó brauð, smjör og ost. Þa‘ð þótti börnunum undarlegt. Skemmdar kartöflur voru uppáhaldsmatur hans. Silungurinn stækkaði dag frá degi og krakkarnir lágu löngum á lækjarbakkanum og horfðu á hann. Einu sinni kom dálítið skrítið fyrir: Krakkarnir voru að gefa silungnum og horfðu með athygli á það, hvernig hann hámaði í sig góðgætið. Jónas litli, yngsti snáðinn, tveggja ára, vildi ekki missa af neinu, sem fram fór og beygði sig svo langt fram af bakkanum, að hann missti jafnvægið og datt beint á höfuðið ofan í pollinn til silungsins. Þá varð nú heldur skvamp og buslugangur 1 pollinum. Silungurinn kunni illa við þessa óvæntu heimsókn og hamaðist sem óður væri, svo að gusurnar gengu framan í Jónas litla og hann orgaði af öllum mætti. Til allrar heppni var ekki svo djúpt þarna, að Jón- as drukknaði, en hræddur var hann. Krakkarnir stóðu ráðþrota því að bakkarnir voru svo háir, að stökkva þurfti niður í lækinn til að ná Jónasi upp úr. Helga var elzt af börnunum. Hún var sjö ára og fann að henni bar að ráða fram úr vandræðunum. Helga hafði farið í hreina sokka um morguninn og henni hafði verið bannað að bleyta sig. Það var mikið að gera á heimilinu, því að mamma lá veik og hafði eignazt litla stúlku. Þess vegna áttu börnin að vera þæg og góð við Gunnu frænku. sem komin var til að hjálpa. ■ Mamma var vön að segja, að Helga væri þrifin og hún vildi ekki tapa því áliti. Þess vegna hljóp Helga eins og fætur toguðu inn í bæ. 0$ ÞETT4 Prófastur kom aö máli við prest í umdæmi sínu og mælti á þá leiö: „Nú hefur þú bróöir, aðhafzt- svo margt sem brýtur í bág viö lögmál drottins, aö ég ráðlegg þér aö segja af þér, áöur en verr hlýtzt af“. Prestur bar ekki á móti því, aö hann heföi einstöku sinnum misskiliö kenningar Krists, en hann sagöist ekki geta sagt af sér, af þeirri ein- földu ástæöu, aö drottinn heföi kallaö sig til aö þjóna þessu brauöi. „EÖa helduröu bróðir, að drottinn hefði látið mig fara hingaö gegn vilja sínum?“ „Þaö getur vel verið, aö drottinn hafi kallaö þig hing'- aö. En hitt er annaö, aö ég hugsa að hann sé aö kalla þig héöan aftur“, sagöi prófast- ur. ★ ÞAÐ VAR FYRIR HERNÁM- IÐ. OG ÞAÐ ER SATT Kona kom í búð og spuröi eftir fötum á hvítvoöung. „Hvaö er það?“ spuröi af greiðslustúlkan. „Nýfætt bam“, svaraöi kon. an. „Babyföt! Eg skil“. ★ ÚR SEILUANNÁL 1641 Maður nokkur fór á helgum degi til trjáflutninga meö fleirum öörum. En svo bar viö, aö þeir sofnuöu á skip- inu í fögru smáviöri, duttu sumir sofandi út og drukkn- úöu, en skipið bar upp á klett og brotnaöi. Komust fáir lífs af. ★ ÚR VALLAANNÁL 1694 Kona ein á Vestfjöröum haföi lýst tvo menn feöur aö barni sínu. Það mál kom til Alþingis og var ályktaö, aö þeir skyldu annast barniö aö jafnaöi aö réttri tiltölu, móts viö móðurina til þess það væri 7 vetra og sá skyldi þess. réttur faöir í hvers ætt þaö líktist þá. og glaðlega. En hún stóö ekki upp af stólnum. „Nú hafa fæturnir sagt af sér“, sagði hún. . Elí sat hjá henni, di'akk kalt vatn-og saft, því að hún var þyrst eftir langa göngu í sólskinshita. Og þegar frú Helvig var búin aö segja henni frá fótaveiki sinni, bar hún upp erindið. Gamla konan neitaöi henni ekki. Hún sagöi ekki neitt langa stund. Hún bara horfði á Elí þar til Elí leit undan og roöhaöi. „Getum við ekki veriö eins og við sitjum núna og talað saman á meöan?“ sagði frút j Helvig loks. ) Elí fór út aö Reistad sex 1 morgna í röð. En nú fór hún ekki gangandi. Ökumaöurinn frá Reistad beiö hennar með vagninn heima viö læknis- húsið klukkan ellefu á hverj- um morgni. Elí vann aö teikningu sinni af kappi. Hún fann, aö þaö haföi verið vont fyrir hana aö hafa lagt listina á hilluna svona lengi. Hún svaraði öll- um spurningum gömlu kon- unnar, en annai’s hafði frú Helvig oftast orðiö. Hún sagöi frá því hvernig þáö var á Reistad á yngri ár- um hennar. Og hún minntist á stjúpbörn sín. „Þaö var yfirsjón mín, aö ég fórnaði sjálfri mér fyrir börnin. Eg var alltaf svo hrædd um, aö ég væri þeim ekki nógu góö, að ég lét und- an í öllu. Þegar ég loksins sá aö mér var það orðið of seint. Þau báru enga virðingu fyrir mér. Nei, móðir veröur að fá sínu framgerijgt meö illu eða góðu. Hún þarf ekki aö vera hrædd um aö fæla bömin frá sér. Ætli þaö hefði þýtt nokk- uö fyrir mig, aö reyna það — úr því að ég var Vandalaus manneskja. Hvaö um þaö? Mér mistókst“. „Já“, hvíslaði Elí. Hún horföi í augu gömlu konunn- ar, þessi augu, sem alltaf virt ust horfa á eitthváö; í fjar- lægö. Elí haföi gert frum- drætti áö öllu andlitinu, nema augunum. „Augun verða erfiðust“, sagði Elí. „Eg skal loka þeim, barn. ÞaÖ geri ég bráöum, hvort eö er“. „Nei, nei“, sagði Elí. Segiö þér þaö ekki“ Elí gekk til hennar. „Jú, þannig á þáö aö vera“. I Frú Helvig klappaði grönnu I hendinni sem hélt á svartkrít- inni. „Stundin er komin. Þaö hef ég samið um viö skapar- ann. Eg elskaði lífiö og elsk- ! aöi það mest, þegar það var mér erfiöast. Sá dagur kem- ur, að allur sársaukinn hverf- ur og hjartað er hætt aö finna til. Þaö yrði vondur og dimmur dagur. Þann dag vil ég ekki lifa.. Guð má ekki krefjast þess af mér“. Hún brosti. „ÞaÖ er gömul kona hérna á næsta bæ. Hún liggur í rúminu, kvartar og kveinar dag .og nótt og er alveg ó- sjálfbjarga. Hún er alltaf aó biöja um meöul, ný og ný meöul og læknishjálp. Hún getur ekki hugsað sér að deyja. í hennar spoium bæöi ég engan aö lengja líf mitt. Eg vil deyja meðan eitthvaö er eftir af sjálfri mér“. Elí leit á myndina, leit í augu gömlu konunnar. Henni féllust hendur. „Nei, ég get það.ekki“. „Láttu þá augun bíöa barn- iö gott. Þaö getur verið, aö þú munir betur eftir þeim, þegar þau eru lokuð“. Það komu tveir stálpaðir drengir hlaupandi inn í stof- una. Þaö voru dóttursynimir. Þeir báru meö sér þef af heyi og frá hesthúsi. Þeir horföu á myndina um stund og svo á gömlu konuna. „Þú ert miklu fallegri á myndinni, amma“, sagði annar. Frú Helvig hló: „Þiö kom- ið meö ilmvatn hingáó inn“. sagöi hún. „Skiliö þiö kveöju“. En þegar þeir voru farnir, leið skuggi yfir svip heirnai: „Mæður þeirra hafa byggl sinn sumai’bústaöinn hvor á bezta blettinum í túninu. Þaö er eins og hefnd fyrir, hváö mér þykir vænt ura jöi’öina. SíÖustu dagana, sem Elí var á Reistad, trúði hún frú Helvig fyrir því, að hún ætti von á barni. Hún laut höfði, þegar hún sagði þaö og henni fannst hún vera að tala viö barnið í fyrsta sinn. Frú Helvig sagöi ekkert af því, sem Elí haföi búizt viö. Hún spuröi lágt: „Hvaö segir maðurinn yöar?“ „Hann veit þaö ekki ennþá. Eg bíö þangaö til Per er far- inn. En ég veit, að þetta gleö- ur Róar“. Gamla konan laut áfram og lagöi svalar hendur á heitan vanga Elíar. „Þaö er gott. Þaö er gott. Og þá langar yður ekki fram- ar til aö mála“. — — Nóttina eftir aö Per fór, kóm Róar heim úr sjúkra vitjun um fjögurleytiö. Elí svaf. Hann staönæmd- ist við rúmstokkinn og horföi á hana. Hún var ekkí eins sælleg og hún var vön, og þaö sáust bláar æöar kringum augun. Hún svaf fast. Hann vissi, að hún var þreytt. Næv- vera Pers hafði veriö áreynsla fyrir taugar hennar. Þau höfðu á endanum farió að þúast. Þaö var eini árangur- inn, sem Róar náði meö viö- leitni sinni aö sætta þau. Þaö eitt huggaöi hann, áö hann fann, aö Elí skildi Per. Hún sagöi aö hann væri stranguv í dómum um aöra, og strang- ur við sjálfan sig. Þetta vaxri dirfska æskunnar. Lífsreynsl- an væri þáð eina sem gæti breytt honum. Róar var þreyttur og gekk til hvílu. Hann kyssti Elí sof andi en hún varö þess varla vör. Allt í einu datt honum ciá- lítið í hug og tók strax á- kvöröun. „Eigum viö aö fara í ferðalag Elí og vera hálfan mánuð í burtu? Við bæði! Eg hætti aö vinna. Eg er dauö- uppgefinn. Nú tökum við okk ur hvíld“. Hún nuddaöi augun: „Hvað ertu aö segja, Róar?“ „Manstu, aö þetta er gam- alt loforö?“ „En var þaö loforö til aó efna. Hvar eru peningamir, Róar“. Hún hló. „Þetta veröur ekki dýr ferð“. Hún reis upp í rúminu, glaöleg og rjóð 1 vöngum. „Já, við skulum fara í ferða- lag, Róar. Öll þrjú!“ „Þrjú?“ „Já, þú, ég og einn í vii>- bót, fjarska lítill ósýnilegu- samferðamaöur", hvíslaði hún. — — Þau bjuggu hálfan mánuó í timburkofa viö vesf urströndina. Umhverfis var fjallahringur og birkiskógur í hlíðunum. LækjarniÖur barsx að eyrum þeirra, og tíminn leiö. Útsýnið töfraði þau á hverj um morgni í bláma og kyrrö. Morguninn varö aö degi og þau gengu grasi vaxnar gót- ur og stigi um dalinn. Róar hafði í bernsku átt heima i þessum dal. Hann þekkti klappir viö ána og hellana þar sem geiturnar höfðu lext- aö skjóls í illviörum. Hann sagði. Eli frá mínningum sín- um. Það komu engin dagblöð til þeirra í kofann við lækinn. Þaö komu heldUr ekki veikir menn, til aö kvarta um mein sín. En þrastarungamir voru að verða fleygir og þaö voru komin bláber upp í hlíðinni. Elí bar ekki skyn á allt, sem hún sá. Róar sagði henni nöfn fugla og jurta. Jafnvel minnstu skordýrin áttu nöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.