Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 1
Lesið greinina „Brezkir foringj- ár heimsækja júgoslavneska þjóð- frelsisherinn" á 4. siðu. 8. árgangur. Föstudagnr 10. desember 1943. 278. tölublað. Alþýðusambandið mótmælir nýjum milljðnaálögum á launþegastéttirnar Alþýðusamband íslands hefur sent Alþingi svo- hljóðandi mótmæli vegna dýrtíðarfrumvarps ríkis- stjórnarinnar: Alþýðusamband íslands mótmælir hér með harð- Iega frumvarpi til laga um tekjuöflun vegna dýrtíðar- ráðstafana, sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fyrir Alþingi, og skorar á Alþingi, í nafni allra launþega og millistétta landsins, að fella þetta frumvarp. Aíþýðusambandið vill taka fram eftirfarandi: 1. Undangengin stríðsár og fram til þessa dags hafa launþegastéttir landsins orðið að sæta tilfinnan- legri launaskerðingu fyrir aðgerð^r löggjafarvaldsins og stjórnarvalda, ýmist vegna gengisskráningar, órétt- látrar dýrtíðarvísitölu eða niðurgreiðslu hennar á kostnað þeirra, án raunverulegrar dýrtíðarlækkunar. Þessar einstæðu aðgerðir hins opinbera hafa, svo sem kunnugt er, þýtt árlegt milljónarán á kaupi allra laun- þega í landinu. 2. Þar eð ekki verður annatSi séð en að nefnt stjórn- arfrumvarp boði nýjar milljónaálögur á launþegastétt- irnar, til að lækka kaup þeirra sjálfra, ofan á undan- gengið ranglæti — sem launþegastéttirnar hafa þó um- borið til þessa af undraverðri þoIinmæM, — þá verður ekki lengur hjá því komizt, áð þær mótmæli kröftug- lega og bregðist einhuga til varnar með öllu samtaka- afli sinu. Alþýðusamband íslands mun styðja þessa baráttu launþegastéttanna, hvenær sem á þarf að halda, bæð* á sviði kaupgjaldsbaráttunnar og annarra réttindamála þeirra. Virðingarfyllst (Undirskriftir). Ilmraeðaríiar titn follahaebbaniirnar JephaliDFiDn uerðDP afl beita ui- ífliiíi sínum til afl hæhha opooo- et suona í að fara afl' Yfirlýsingar Sósíaiistaflokksins á Aiþingi ígær Frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun vegna dýrtíðarráðstafana, var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs og fletti ofan af háttalagi ríkisstjórnarinnar og hinna 28 „samsæris- manna", sem hafa bundizt samtökum um það, að við- halda og auka dýrtíEina í landinu á kostnað alþýðunn- ar, með auknum tolla- og skattaálögum. Fjármálaráðherra flutti stutta ræðu, þar 'sem hann leitaðist við að sannfæra þingheim um að þessar nýju skatta og tolla álögur miðuðú að því að halda- dýrtíðinni * í skefjum. Vonaðist hann til að málið fengi skjóta afgreiðslu í þinginu, og minnt- ist á í því sambandi að þing- menn væri nú farið að langa til að komast heim! Að ræðu fjármálaráðherra lokinni tók Einar Olgeirsson til máls. Kvaðst hann furða sig á því ef ríkisstjórnin ætlaðist til að þetta mál yrði afgreitt í' flýti af þinginu og án þess^ að Framhald á 8. síðu. Hríngurínn um Snamenka að lokast Fulltrúar allra lýð- ræðisflokka í stjórn Titos Anthony Edcn hefur rœtt við hina júgóslavnesku stjórn Péturs konungs í Kairo um hina nýju stjórn Titos JiersJiöfðingja. Er tal- ið, að hann hafi reynt að koma á málamiðlun. Það er kunnugt, að júgóslavneska stjórnin hefur reynt að afturkalla hina áköfu árás sína á nýju stjórnina, eftir að hafa rœtt um málið við áhrifamenn, en sú afturköUun kom of seint. Breskt blað skýrir svo frá, að fulltríiar allra lýðrœðisfioJcka landsins eigi sœti í stjórn Tito. Hinn kunni brezki þingmaður, Vernon Bartlett, hefur látið svo um mœlt: Það er mjög athyglisvert, að þjóðfrelsisnefnd Titos hershöfð- ingja hefur tekizt það, sem hinni útlægu stjórn tókst ekki, nefni- lega að koma á samvinnu milli fulltrúa flestra stjórnmálaskoðana úr öllum landshlutum. Afleiðinga þessarar þróunar mun gæta langt út fyrir takmörk Júgó- slavíu, því að magn það, sem Bret- ar hafa sent af hergögnum til Titos hershöfðingja, er áhrifarík sönnun um nánari samvinnu milli London og Moskva. Ætti því að verða mikið ágengt í að eyða grun þeim, sem oft hefur látið á sér bæra síð- an Darlan-málið var á döfinni, um að brezka stjórnin vildi heldur eiga skipti við afturhaldsöfl, þó að þau séu miklu ónýtari í baráttunni gegn öxulveldunum, heldur en hin- ar sundurleitari og ómenntaðri, en baráttufúsari alþýðuhreyfingar". Lundúna-blaðið Star segir allt innbyrðis ósamkomulag Júgóslava vera að kenna blindni afturhalds- ins þar, sem kalli alla ráðherra nýju stjórnarinnar kommúnista. / Júgóslavíu eru nú harðastir bardagar umhverfis bœ fyrir suð- austan Sarajevo. Ilafði þjóðfrels- isherinn áður tekið þann bœ. Flugvélar Bandamanna veita Jugóslövum aðstoð með sprengju- árásum. Hull, utanrikismálaráðh. Banda- ríkjanna hefur upplýst, að afstaða þeirra til Júgóslaviu sé alveg sú sama og Bretlands. Hernaðarsérfræðingar telja á. m. k. 30 þýzk herfylki séu í mikilli og vaxandi hættu fyrir sunnan Kremensjúg, eftir áð rauði herinn rauf járnbrautina milli Snamenka og Krivoj Rog. Sé horfur þessara herfylkja hinar alvar- legustu og geti enginn sigur Þjóðverja á Kieff-vígstöðv- unum kippt þessu í lag. Bauði herinn hefur náð þýðingarmiklum landsvæð- um á sitt vald báðum megin við Snamenka og eru einnig byrjaðir á innikróunarsókn til borgarinnar frá suðri. Rússar hafa stækkað kafla þann sem þeir tóku í fyrradag af járnbrautinni milli Snamenka og Krivoj Rog og eru nú minna en 35 km. íjk hinni þýðingarmiklu iðn- aðar- og samgöngumiðstöð Kirovo. Fyrir sunnan og vestan Krem- ensjúg hrundu Rússar í gær hörð- um gagnáhlaupum Þjóðverja og sóttu fram og tóku 15 hernaðar- lega mikilvæga staði. í sókninni vestur frá Kremensjúg hafa þeir sótt fram meira en 15 km. á fá- einum dögum. Rauði herinn hratt í gær harð- vítugum árásum þýzkra skrið- dreka- og fótgönguliðssveita á suð- vesturhluta Kieff-vígstöðvanna. Bardagar vor'u harðastir fyrir norð- ausan Tsérnigoff. Þar voru 75 skriðdrekar Þjóðverja eyðilagðir í fyrradag, og því samtals 159 skrið- drekar þeirra á tveim dögum. Hernaðarsérfræðingar í Moskva spá þvi, að sókn Þjóðverja á Kieff- vígstöðvunum mundi algerlega verða stöðvuð jafnskjótt og Rúss- ar hefðu náð aðalmarkmiðum sín- um íDnéprbugðunni. Þeir segja, að þegar Þjóðverjar hafi eytt öllu varaliði sínu á Kieff-vígstöðvun- um, muni Rússar hefja feikilega harðar gagnárásir. Fluttir til Þýzkalands Útvarpið í Osló segir frá því, að samtals séu 1356 stúdentar í fanga- búðunum hjá Larvik og Tönsberg, og að Þjóðverjarnir álíti um 200 þeirra holla sér. Ilina alla á að senda til ÞýzJcalands og sehnilega um 20 háskólakennara. Þjóðverjar álíti stúdentana afvegaleidda menn, sem hafi beðið tjón á sálu sinni í andrúmslofti Oslóar-há- skóla. Muni þeim því verða komið fyrir á stað, þar sem þeim verði veitt pólitísk frœðsla og uppeldi og auk þess Jiernaðarþjálfun. Fréttir bárust um það í gær- kvöldi, að um 600 stúdentar hefðu yerið fluttir frá Larvik til Osló og látnir þar í skip, sem þegar er á leið til Þýzkalands. 30 io iMmhrlff i miíÉsi, er tíilaoa Sigurður Kristjánsson hefur lagt fram tillögu um að heimila ríkis- stjórninni að skera niður um allt að 30% frá því, sem gert er ráð fyrir á fjárlögum, allar þœr fjárveitingar, sem ekki eru bundnar með öðr- um lögum. Slík Jieimild sem þessi hafði verið í fjárlögum á þjóðstjórnartim- anum, en í fyrra tókst, þrátt fyrir harða mótspyrnu og. noJckur œðis- köst Hriflunga, að fá fellda úr fjárlögtmum. — AUir vita, að þessi Jieimild þýðir fyrst og fremst, að ríkisstjórnin getur eftir eigin geð- þótta stórlœkJcað framlög til allra verklegra framJcvœmda og fjölda menningarmála. RíJcisstjórnin hefur margsinnis látið skína í það, að ef Jiún fengi slíka heimild, mundi hún nota hana, þar sem Jiún teldi að ýmsar þessar fjárveiUngar vceru aUiof fiáar, miðað við tekjur ríkissjóðs. Þessi tillaga þýðir því niðurskurð verklegra framkvœmda, því fullvíst má telja, að heimildin vcrður notuð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.