Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. desember 1943 Hagur bænda betri en nokkru sinni fyrr Jökuldælinga vantar brú á Jökusá og síma fram í dalinn Viðtal við Þórð Þórðarson bónda á Gauksstöðum í Jökuldal Var ekki leitað til Alþýðu- sambandsins? Eftirfarandi fyiirspum hefur Bæjarpóstinum borizt, frá reyk- vískum verkamanni. Heiðraði Bæjarpóstur! Geturðu gjört svo vel og gefið mér upplýsingar um eftirfarandi: Var það rétt eftir tekið hjá mér, að nefnd sú sem síðasta Búnaðarþing fól að rannsaka og gera tillögur um úrbætur í land- búnaði vorum, hafi snúið sér til Verzlunarráðs Islands en gengið fram hjá Alþýðusambandi ls- Iands til að fá tillögur í þessu máli, sem fyrst og fremst er þó mál sem vinnandi fólkinu liggur á hjarta að fái sem farsælasta afgreiðslu ? N. Skýrsla um störf milli- þinganefndarinnar. 1 Morgunblaðinu 4. des. er birt skýrsla frá Metúsalem Stefáns- syni um störf nefndar þeirrar er um getur í fyrirspum verka- mannsins. Vegna þess að Metúsal em hefur ekki látið svo lí-tið að senda Þjóðviljanum neinar upp- lýsingar um störf nefndarinnar, verð ég að birta hér helztu at- riðin úr fyrmefndri skýrslu, sem svar við fyrirspuminni. Tillagan, er samþykkt var á síðasta BúnaCarþingi. Á Búnaðarþinginu í fyrravetur, bar Steingrímur Steinþórsson bún aðarmálastjóri fram tillögu um stofnun milliþinganefndar, sem vinni að rannsókn á málum land- búnaðaiins. Tillaga þessi, sem var samþykkc í einu bljóði, var á þessa leið: „Búnaðarþing ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd er sé skipuð sjórnamefndarmönnum Búnaðarfélags Islands og tveim búnaðarþingsfulltrúum og vinni nefndin að rannsókn á fram- leiðslu landbúnaðarins og mark- aðsskilyrðum fyrir landbúnaðaraí urðir. Sé í því sambandi athugað hverjar framleiðslugreinar sé nauðsynlegt að efla og hvort hag kvæmt væri að draga saman aðr- ar einstakar greinar, svo að fram leiðsla landbúnaðarins verði sem bezt samræmd neyzluþörf þjóðar- innar og erlendum markaðsskil- yrðum. Nefndin leggi árangur rannsókna sinna fyrir næsta Bún- aðarþing". Nefndin hefur nú haldið 8 fundi alls og virðist starf hennar einkum hafa verið að skrifa ýms- tim einstaklingum, féló'gum og stofnunum og leita eftir upplýs- ingum og tillögum. Leitað hefur verið til eftir- taldra. aðila í þessu skyni: Ráðu- nautar Búnaðarfélags Islands, framkvæmdarstjóra Ræktunarfé- lags Norðurlands, skólastjóra bændaskólanna, skólastjóra garð- yrkjuskólans, forstöðumanns bú— reikningaskrifstofunnar, Búnaðar- sambandanna, mjólkurbústjór- anna, Sambands ísl. Samvinnu- félaga, Verzlunarráðsins, Iðnað- armannafélags Reykjavíkur, Slát- urfélags Suðurlands, Kaupfélágs Borgfirðinga, Kjó'tverðlagsnefnd- ar, Raforkunefndar ríkisins, at- vinnumálaráðherra (heilbrigðis- ráð) o. fl. Eins og sjá má á þessari upp- talningu hefur nefndin ekki leit- að tillagna hjá Alþýðusambanói íslands og verður það að teljast furðulegt, þegar þess er gætt, að framtíðarskipulag landbúnaðar- ins er eitt af þeim höfuðmálum sem tengd eru velferð verkalýðs- ins og hann lætur sig miklu skipta að ráðið verði fram úr 4 heillavænlegan hátt. Rætt urn kvikmyndimar. Herra ritstjóri! Eg get ekki stillt mig um að minnast lítillega á kvikmynda- húsin þótt það hafi líklega litla þýðingu að koma með aðfinnslur í þeirra garð, meðan þau eru rek- in með hagsmuni gróðabralls- manna fyrir augum, en ekki ætl- azt til að þau hafi menningarlegt gildi fyrir almenning. Alþingi hefur líka lagt blessun sína yfir þann rekstur eins og hann er, svo ekki er að vænta lagfæringa úr þeirri átt. Þegar Tjamarbíó var stofnsett væntu margir þess að það mundi einungis sína góðar myndir, en svo kalla ég þær myndir sem hafa menningarlegt gildi, líkt og úrvals skáldsögur og ferðabækur. Mér hefur fundizt mikill misbrest ur á þessu, ruslið hefur yfir- gnæft þær myndir sem virðast eiga erindi til almennings. Mér liafa komið í hug tvær or- sakir til þess: önnur er sú að erf itt sé að fá myndir sem boðleg- ar geta talizt til sýningar, en hin tilgáta mín er, að smekkur al- mennings sé orðinn svo spilltur í þessum efnum að Tjamarbíó hafi orðið að beygja sig fyrir honum og fara að sýna lélegar myndir. Mér er þó nær að halda að orsökin sé ekki sú, því að ég þykist hafa veitt því athygli, að þegar verulega góðar myndir era sýndar, og það gera öll bíóin öðm hvom, þá er aðsóknin með fádæmum mikil. Þá heyrir maður kvartað yfir því að myndirnar séu -sýndar of stuttan tíma. Er mér einkum minnisstætt í því j sambandi, myndin „Drúfur reið- ; innar“ sem Nýja bíó sýndi í j fyrra vetur, en margir misstu af vegna þéss hve hún var sýnd stuttan tíma. Var myndin e. t. v. of hörð ádeila á auðvald Ameríku, svo ekki mætti sýna hana hér lengur en raun varð á? Bíógestur. Einn af lesendunum skrif- ar um efni blaðsins. Einn af lesendurn Þjóðviljans hér í Reykjavík hefur sent blað- inu bréf um efni þess. Þykir okkur sem við blaðið vinnum, mikilsvert að fá umsagn- ir sem flestra lesenda þess, um efni blaðsins og form. Gef ég svo lesandanum orðið: Heiðraða ri.tstjóm! Eg vil leyfa mér að benda á. fáein smáatriði viðvíkjandi „Þjóð viljanum". Fyrst er um sjöundu síðuna. „Hitt og þetta“ er eitt af því sem margir, minnsta kosti hinir yngri, múnu lí-ta fyrst á. Það er nauðsyn, ef hægt væri1 Bændur austan úr Jökuldal eru ekki hversdagsgestir hér í Reykjavík. Þjóðviljinn notaði því tældfærið til þess að rabba við Þórð Þórðarson, bónda á Gauksstöðiun í Jök- uldal, þegar hann kom hingað til bæjarins fyrir nokkru til þess að sitja flokksstjómarfund Sósíalistaflokksins. Þórður er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, á sæti í flokksstjóminni og var haim í framboði fyrir flokk- inn í N-Múlasýslu við síðustu kosningar. VEÐRÁTTA — FÉNAÐAR- HÖLD — HEYSKAPUR — HvaÖ er í fréttum aö austan? Það er bezt að halda hinni ævagömlu venju í viö- ræöum viö bændur og spyrja fyrst um veðráttu, fénaöar- hcld og heyfeng. — Árferði hefur verið mjög slæint síöan í vor aö sauöíe fór á gjöf í sauðburðarbyrjun, en slíkt er mjög sjaldgæft hjá okkur. Síðan hefur verið óslitin ó- tíö, aö undanskildum tveim vikum í sláttarbyrjun, en þá var hiti og sólskin og spratí þá mest það gras sem kom. Grasvöxtur var rýr, sumariö mjög óþuirkasamt og voru hey því meö minnsta og versta móti. — Hvemig er þá ástatt meö ásetning? — Bændur munu yfirleitt halda bústofni sínum aö mestu óskertum. Ásetningur mun vera lítiö eöia ekkert verri en venjulega og munu bændur kaupa meiri fóöurbæti og kjarnfóö- ur en nokkru sinni fyrr, og eru hlutföll milli heyfóðurs og fóðurbætis aö verða í- skyggileg, ef koma skyldi langvarandi jarðbönn og inni- g-jöf. HAGUR BÆNDA ALDREI BETRI EN NÚ — Hvernig er hagur bænda almennt? — Fjárhagur bænda hefur aldrei veriö betri en nú, þót.t smærri „bændur þurfi aö- gætni viö til þess aö stand- ast dýrtíðina, sem er oröin geysimikil úti á landsbyggö inni, þar sem flestum vörum er nú skipað upp í Reykja- vik og síðan lagt á aukagjald til flutnings út á land. VANTAR VERZLUNARSTAÐ Á HÉRADI t — Og síöan tekur viö ílutn- ingaleið ykkar á landi. Það er löng leið frá Reyöarfirði upp í Jökuldal? sem oftast, að finna í það eitt- hvað skemmtilegt, hnyttið, jafn- vel „skrýtlur“. Bamasagan, með sínu skýra letri er prýðileg. Þá finnst mér tvisvar haíl vantað að upp yfir lengri grein- ar hafi verið nafn höfundar, .þ e. grein Áma Ágústssonar um arf rússnesku byltingarinnar og einnig grein Stefáns Jónssonar um heimilið og skólann. P. Þórður Þórðarson. — Þaö er ærið löng leiö. Meöan fé var rekiö til Reyöar fjarðar til slátrunar tók rekstrarferðin nokkuð á aðra viku frá efstu bæjunum í dabmm. Haustið 1942 reisti Kaupfé- lag Héraösbúa sláturhús aö Fossvöllum og á s. 1. sumri var byggt þar frvstihús. Þaö er nú almennur áhugi ríkjandi fyrir því austur frá, aö sem ívrst veröi komiö upp verzlunarmiöstöð á Hérað'i. HEIÐARBÝLIN LEGGJAST í AUÐN — NÝBYLI REIST NIÐRI í DALNIJM — Hváð er áö frétta af býl- unum í heiðinni? — Það er nú aöeins 1 byli eftir í heiðinni, það er Heiö- arsel. Tvö lögðust niður á s. 1. sumri, Ármótasel og Sænauta sel. Veturhús lögðust niður fyrir tveim'árum. — Þaö hefur veriö erfitt og einmanalegt aö búa á heiðar- býlunum? — Já, víst var svo. Frá því heiðarbýlinu, sem enn er bú- ið á er um tveggja stunda gangur til næsta bæjar niðri í dalnum. í Jökuldalsheiöinni eru rústir milli 10 og 20 heiöarbýla, sem farið hafa í auön, en síðustu árin hafa verið byggö 3 ný- býli niðri í dalnum. BÆNDUR FORDÆMA KJÖT ÚTBURÐ S. í. S. — Hvernig litu bændur á kj öteyðilegginguna? — Hún mæltist mjög illa fyrir meöal bænda. Þaö þykir mesti ósómi 1 sveit að eýðileggja matvæli. Til skamms tíma hafa bænd- ur fengið lágt verð fyrir afurö ir búa sinna og þar af leiö- ándi flestir haft litlu úr að spila og því oröiö aö viöhafa nýtni á öllum sviöum og hag nýta sér margt þaö sem ekki þótti fyrsta flokks vara. Bsendum heíur því aldrei komið til hugar aö leggja á sig erfiði til þess aö framleiða vörur til eýðileggingar. Enda má þáö fullyröa, áö hefði Sambandið borið þetta undir bændm', myndi tæplega 1% bænda hafa samþykkt þann verknað. Ef síld selst ekki eöa skemm ist eitthvaö þykir sjálfsagt áö bjóöa hana út sem skepnufóð ur, en henda h-enni ekki. Þótt svo heföi reynzt aö kjötið heföi ekki þótt allskostar gott til manneldis hefði mátt nota það til gripaeldis t.d. sem svina fóður. JÖKULDÆLINGA VANTAR BÍLBRÚ Á ÁNA OG SÍMA FRAM DALINN — Hver eru helztu áhuga- mál ykkar á Jökuldalnum nú? — Fyrst og fremst aö fá bíl færa brú á Jökulsá undan Hjarðarhaga. Þjóövergurimi til Noröurlánds liggur fram dalinn vestanmegin, unz hann beygir upp á heiðina hjá Skjöldólfsstööum. Bæirnir austan árinnar eru ekki 1 neinu vegarsambandi. Enn eru allar vörur flutta-' yfir ána í kláfum. Það nauð- synlegasta nú er aö fá bílfæra brú yfir ána, svo eigi þurfi áö umhlaða á hestvagna viö brúna. Vegurinn frá Skjöldólfsstöö um að Aðalbóli í Hrafnkelsdal" er nú í þjóðvega tölu, en fe hefur aldrei verið neitt tagt til hans, og er vegurinn þvi ólagður. Frá Arnórsstöðum (en þangaö er bílfært) eru um 30 km. upp aö Aðalbóli. Þenna veg þarf að leggja svo fljótt sem kostur er. Bændm-n ir á efstu bæjunum í dalnum hafa nógu lengi búiö viö erf- iöleika vegaleysisins. Svo er eitt enn. Okkm* vantar síma frá Skjöldólfs- stöðum fram dalinn. Hann þmfum við einnig að fá svo fljótt sem verða má. Aö’ svo mæltu kvaddi Þórð ur. Hann þurfti aö týgja sig til feröarinnar heim, — heim í dalinn, þar sem kaupstáðar vörur eru enn ferjaðar 1 kláf um yfir eitt ægilegasta jökul fljótið á íslandi og yfir 30 km. eru frá sumum bæjunum til næstu símastöövar. J. B. i) Hraf nkelsdalur gengur út úr Jökuldal efst, austur og inn til öræfanna — þar bjó Hrafnkell Freysgoði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.