Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVTLJINN. — Föstudagur 10. desember 1943. þJÓÐVILJINN Úigeícndi: SameínmgarfloK.kar albý&a — SástcUítaílokkarinn. Ritstjcri: Sisartur Ctiðmancíssun. Stjórnn álaritatjó.-a/: Eir.ur Olgeirsson, Sigfús Sigurhjariarson. Ritstjórnurskrifstoíu;: AastarstrœU 12, stmi 227U. Afgr-ioala og auglýsingai; Skúl'itíörSustíg 19, simi 2164. Prsntsmiðia: VikingsO'ent h. /., GurZasirœii 17. Áskriftarvecð: í Reykj&vík og ígrenni: Kr. 6.00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. í skjóli næturinnar Það er alþjóð enn í minni, þegar sumarþingið 1942 hóf gönguna inn á braut verðlagsuppbótanna. Það var gert mcð samþykki einfaldrar þingsályktunartillögu, henni var ekki vísað til nefndar, þrátt fyrir að þingsköp og þingvenjur krefðust slíkrar meðferðar. Allir flokkar þings- ins, að undanskildum sósíalistum, sameinuðust um að hespa málið af með afbrigðum frá þingsköpum og þingvenjum, allir greiddu þeir at- kvæði með þessari tillögu nema sósíalistar. Þetta handtak borgaraflokk- anna þriggja, kostaði ríkissjóð um 15 milljónir króna. . • Þingið sem nú situr á rökstólum, vill auðsjáanlega ekki vera eftir- bátur sumarþingsins 1942. Þrjá mánuði röska sat það á fundum án þess að taka afstöðu til þess hvort halda ætti áfram á verðuppbótaleiðmni. Fjárlögin fóru gegnum fyrstu og aðra umræðu, þriðja umræða hófst og stóð í tvo daga án þess að á þetta væri minnst. Loksins í fyrra- kvöld, þegar forseti sameinaðs Alþingis hafði lýst því yfir, að umræðum yrði lokið þá um nóttina, komu menn úr fjárveitinganefnd fram með breytingatillögur við fjárlögin, í þá átt að ætla 10 milljónir kr. til verð- uppbóta á útfluttum landbúnaðai-afurðum. Með þessu hugðust þeir að tryggja, og tryggðu, að málið færi nær umræðulaust gegnum þingið. — f skjóli næturinnar skyldi því fleytt, áfram. Nú er atkvæðagreiðslan ein eftir og ugglaust er hún fyrirfram ákveðin. Þá rétta þeir upp sínar bundnu hendur „hinir tvennu fjórtán“, sem Jónas Jónsson segir að hafi undirskrifað yfirlýsingu um að vera með verðlagsuppbótunum. • Þau vinnubrögð, sem þingið hefur viðhaft í þessum málum bæði fyrr og síðar, eru því til skammar, það hefur vitandi vits stefnt að því að fela þau í myrkri næturinnar. Það hefur gert allt sem auðið er til að koma í veg fyrir umræður um þau. Verk sem þola dagsljósið Þingmenn Sósíalista hafa markað skýra afstöðu til verðuppbótar- málanna, og þeir óska umræðna um sínar tillögur fyrir opnum tjöldum, ]reir vilja ekki, að þau verði dulin í myrkri og þögn næturinnar. Sósíal- istnm er Ijóst, að hinir efnaminni bændur þurfa á verðuppbótunum að halda, til að geta lifað sæmilegu lífi, og þeir hafa lagt til, að uppbæt- ur verði greiddar öllum bændum, sem hafa meðalbú eða minni, og að stærri bændur fái uppbætur á þann hluta afurða sinna, sem svarar til afurða meðalbús. í þessu felst sú stefna, að tryggja öllum bændum sæmileg laun, það er sama stefnan eins og fylgt hefur verið um upp- bætur á laun opinbérra starfsmanna. Eins og kunnugt er fá opinberir starfsmenn enga dýrtíðaruppbót á þann hluta launa sinna, sem fer fram úr 650 krónum á mánuði. Þeir sem hafa„þurftarlaun eða varla það, skulu fá uppbætur, hinir, sem hafa meira en þurftarlaun eiga ekki að iá áðstöðu til að græða beinlínis á dýrtíðinni. Sama regla á að gilda um bændur, það á að tryggja þeim þurftarlaun, en það á ekki að borga nokkrum stórbændum, sem hafa tugi þúsunda í árslaun og fá stórar uppbætur af almannafé ofan á stríðsgróðann. 9 Væri farið að ráðum sósíalista, mundi ekki þurfa 10 milljónir kr. til þessarar./uppbótar, varla yfir 6 milljónir, fjórar milljónir króna virð- ist eiga að gefa stórbændum. — Sósíalistar leggja hinsvegar til, að þess- um fjórum milljónum verði varið til þess að tryggja að nokkru hag þeirrar stéttar, sem einna harðast hefur orðið úti til þessa, en það eru hlutar-sjómennirnir. Fregnin um myndun bráðabirgðastjórnar í Júgoslav- íu, undir forsæti Titos hershöfðingja, hefur vakið al- heimsathygli- í grein þessari skýrir brezkur liðsforingi frá heimsókn sinni til aðalstöðva þjóðfrelsishersins, en eins og kunn- ugt er, hafa hemaðaryfirvöld Bandamanna nána sam- vinnu við þjóðfrelsísherinn. Þegar ljóskastari fylgdar- manns okkar lýsti upp kalda steinveggi hins langa hamra- sunds, komu í ljós harðleg og ákveðin andlit varðanna, sem stóðu við hvert horn. Rauð fimmhymd stjama var fest framan á húfur þeirra. Þeir heilsuðu okkur með uppréttum hnefa, er leiðsögumaður okkar hvíslaði aðgangsorðið. Kerti loguðu á tréborði í hinni látlausu stofu setuliðs- stjórnarinnar. Mynd af Stalin blasti við úr heiðursstað á hvít- þvegnum veggjunum. Tveir menn sátu við borð og skrifuðu, en stóðu upp er við gengum inn. Annar var ljóshærð ur og hávaxinn og var í her- mannajakka með foringjabelti. Hinn var stuttur og þrekinn í borgaralegum klæðnaði, kom- umst við seinna að því, að hann var stjórnmálafulltrúinn. Eg stóð til hliðar og virti fyrir mér hinar fyrstu kveðjur liðsfor- ingja úr brezka flotanum og fulltrú júgóslavneskra skæru- liða. Það var spurt og svarað á báða bóga. Forystumenn okk- ar voru foringjar á litlu brezku skipi, sem hafði verið neytt til að leita hafnar vegna óviðráð- anlegra orsaka. ★ Hversvegna höfðum við valið þessa sérstöku höfn, spurðu þeir Hvers vegna höfðu skæruliðar skotið á okkur, þegar við nálg- uðumst höfnina, spurðum við. Vissum við um setulið þeirra þama, spurðu þeir. Klukku- stund leið. Komið var inn með vínglös á bakka og okkur boðið vermandi brennivín. Þessir bandamenn okkar urðu að lokum ánægðir. Þeir höfðu gildar ásátæður til að prófa og prófa aftur allan framb. okkar. Síðan 6. apríl 1941 hafa njósn- arar fimmtu herdeildarinnar (kvislinganna) verið á hverju strái í Júgóslavíu. Baráttan gegn hernáminu varð fyrst til á laun í hinum stærri bæjum og borgum, en brátt urðu reik- andi flokkar að skipulögðum her. ★ Þjóðfrelsisherinn hefur nú á valdi sínu meiri hlutann af strönd Dalmatíu að undanskild- um nokkrum af stærri borgun- um. Þýzku setuliðsherirnir í þessum borgum em umsetnir á alla vegu á landi og jafnvel á sjó. Matvæli og aðrar birgðir er aðeins hægt að flytja til þeirra loftleiðis eða með dýrt út búnum og vopnuðum hersveit-. um. Þjóðverjar ráða yfir Zara, Split og Dubrovnik, en landið á milli þeirra er á valdi þjóð- frelsishersins, og þar er enginn óvinahermaður óhultur fyrir hinum hetjulegu, júgóslavnesku föðurlandsvinum. Smáhópar úr stórskotaliði þeirra hafa sótt inn í miðdepil hertekna landsins og skotið á Fiume, þar sem hafnarsvæðið er sagt vera stórskemmt eftir skot- hríð þeirra. Okkur var boðið að ganga niður snúna stiga, og við fórum svo eftir steinlögðum vegi fram- hjá vopnuðum vörðum. Ennþá einu sinni þreifuðum við okkur áfram í myrkrinu og komum nú inn í setustofu þessa litla bú- staðar. Lítil, þrekleg kona færði okkur hressingu. Hún var klædd 1 hermannabúning skæruliða. Leiðsögumaður okkar sagði okk ur, að hún væri fræg um alla Króatíu fyrir tjón það, sem hún hefði unnið óvinunum Að venju skæruliða hafði hún fyrir löngu lagt niður hið rétta nafn sitt, en hún trúði okkur fyrir því, að hún héti Zina og stundaði handsprengjuárásir og skemmda verk gegn járnbrautum. ★ Að lokum kom húsbóndinn og sagði okkur, að svefnherbergi okkar væru tilbúin. Okkur var fylgt upp stiga, sem voru lagð- ir teppum, og sýnd nýuppbúin, hrein rúm í látlausum en óað- finnanlega þriflegum herbergj- um. Næsta morgun komumst við að því fyrir tilviljun, að nokkr- ir skæruliðar höfðu gengið úr rúmum fyrir okkur í heiðurs- skyni við hina óvæntu gesti. Við fórum snemma á fætur og hölluðum okkur út í glugga- kistuna til að horfa á sjón, sem virtist vera frá horfnum heimi og við höfðum ekki búizt við að sjá, fyrr en eftir lok Evrópu- stríðsins. Menn rápuðu í róleg- heitum niðri við sjóinn og sum- ir hölluðu sér upp að hinum lága hafnargarði og spjölluðu saman. Skammt frá voru fiski- menn að bæta net sín. Morgun- hringing kirkjuklukknanna óm- aði í hinu svala lofti og hljóm- aði ekki ókunnuglega í enskum eyrum. ★ Við neyttum morgunverðar af nesti okkar, því að við ótt- uðumst, að við mundum annars nota okkur um of örlæti skæru- liðanna. Við vissum, að það var nóg af fiski á þessum slóðum, en okkur grunaði, að fólkið hefði mjög lítið af brauði og kjöti, eins og augljóst er í öíl- um þeim löndum, þar sem gráð- ugar klær hins flýjandi óvinar hafa hrifsað fæðuna frá al- menningi. Okkur var nú fylgt aftur til herstöðvanna til að hitta aðra þjóðfulltrúa. Þar sögðum við frá athöfnum Bandamanna og var okkur svo sagt frá athöfn- um Titos. Tito er nafn, sem mun lýsa upp síður margra sagna- rita. Hann var leiðtogi króat- iskra málmiðnaðarverkamanna, barðist í Spánarstríðinu, skipu- lagði leynisamtök verkamanna — og er nú loks yfirmaður her- foringjaráðs þjóðfrelsishersins. Tito, sem hét áður Josip Broz- ovits, ólst upp í litlu þorpi, skammt frá Zagreb, höfuðborg Króatíu. — Þegar ég hlustaði á samtalið, heyrði ég orðin „Sétnik“ og „Ústarsi“ og tók í hvert sinn eftir svipnum á skæruliðunum, er þeir nefndu þessi nöfn andstæðinga sinna. Eg skipti mér ekki af stjórn- málum Balkanskagans, og skylda min er eingöngu sú að lýsa skilmerkilega öllu, sem ég sá. Okkur langaði mjög til að skoða nágrennið meðan tæki- færi var til, og þar sem það var sunnudagur voru okkur fengnir hestar til notkunar með þessum sama höfðingsskap og hæversku sem einkenndi alla framkomu þessa fólks. Hversdagslega eru þessir hestar látnir flytja heim vínþrúgur ofan úr hæðunum í nágrenninu. Bændur, sem komu út úr dyrum bæja sinna, minntu okkur á írland, þangað til þeir lyftu upp hnefanum og kölluðu „Zivio drug Tito, zivela Eng- leska“. ■ ★ Er við komum aftur til þorps ins, var samkomuhúsið lýst upp og fullt af fólki og vinir okkar fögnuðu okkur innilega og sögð- ust hafa í hyggju að skemmta okkur. I fyrsta skipti í hálft þriðja ár hafði þetta góða fólk nú far- ið úrvinnufötumsínumogklæðzt hátíðabúningi sínum. Fallega vaxnar stúlkur, sterklegar, skýr- eygðar og fríðar, höfðu lagað til á sér hárið og farið í litfagrar blússur og peysur. Pallur hafði verið byggður og sett upp röð af stólum handa okkur. Veggirnir voru skreyttir pappírslengjum, sem á var letr- að: „Lengi lifi Bandamenn okk- ar — Sovétríkin, England og Amerika“. ★ Við sátum andspænis sam- komufólkinu og vorum feimnir. Lúðrasveit byrjaði af miklum krafti að spila „God save the King“. Það var e, t. v. heldur mikill sláttur í laginu, en það hljómaði vel. Á meðan þeir spiluðu hinn forna þjóðsöng Bretlands, stóðu allir áheyrend- ux teinréttir með upprétta hnefa í virðingarskyni. Svo byrjaði iMoimini, gHMol g Mis Dnzln og lilo DershðWod sMpt- ast ii Drasiodloain Liðsforingi frá aðalstöðvum Titos hershöfðingja kom nýlega til höfuðstöðva Áttunda hers- ins með svohljóðandi orðsend- ingu til Montgomereys hershöfð ingja: „Eg er þess fullviss, að vopna bræðralag okkar, sem er inn- siglað með blóði beztu sona Stóra-Bretlands og Júgóslavíu, mun ekki aðeins stuðla að skjót um sigri á hinum fyrirlitlega þýzka fasisma, heldur mun það líka efla fullkominn skilning yðar og hermanna yðar og allrar brezku þjóðarinnar á hugsjón- um þeim sem hafa gagntekið allar þjóðir Júgóslavíu“. Montgomery hershöfðing sendi þetta svar: , „Eg þakka yður, hershöfðingi hinar hlýlegu kveðjur yðar ot bræðralagsorðsendingar yðar Mér er mikil gleði að heyra uv látlausa sigra yðar á kúguruv lands yðar og sameiginleguv óvini okkar. Nazistar eiga eftir að líða fyr ir ódáðir þær, sem þeir haft framið gegn hinum frelsiselsk andi þjóðum Evrópu. Nú fá þev að kenna á höggum hefndar innar báðum megin Adríahafs Eg óska yður góðs gengis bardögunum, og ég hylli hreyst hinna júgóslavnesku hermanna sem berjast fyrir hinn sameig inlega málstað frelsis og rétt lætis“. \ j jAukið öryggi um smlði skipa Erindi til Alþingis frá Farmanna- og fiskl- mannasambandinu Farmanna- og jiskimannasambandið hejur stmt Alþingi hréj þaí). er hér jer á ejtir: Farmanna- og jiskimannasamband íslands leyjir sér hér me'ð að jara þess á leit við háttvirta sjávarútvegsnejnd neðri deildar Alþingis, að lvún hlutist til um, að jlutt verði nú á yjirstandandi þingi, jrumvarp til laga, er skyldi skipasmíðastöðvar til þess að rannsaka eða láta rann- saka stóðugleika (Metacentric. stability) á nýjum skipum, sem þœr byggja. Og einnig ej skipum er breytt, svo að œtia má. að breytingin haji áhrij á sjóhœjni þeirra. Skipaskoðun ríkisins sé jalið að sjá um, að þessum. ákvœðum sé jramjylgt. Föstudagur 10. desember 1943. — ÞJÓÐVILJINN. Greinargerð. Eins og kunnugt er, hafa smíð- ar stærri skipa farið mjög í vöxt hér á landi á undanfömum árum, og eiga eflaust eftir að aukast enn meira, að fenginni reynslu og auknu trausti á eigin getu. Yfirleitt má segja, að nýsmíðar okkar hafi þótt bæði vandaðar og traustar, að efni og frágangi, og eigendur jafnt sem sjómenn verið ánægðir með skipin. Má segja, að í þeim efnum hafi verið vel af stað farið, og ber það eflaust að þakka að jöfnu, bæði skipasmiðum, eigendum og lög- gjafarvaldi, en allir þessir aðilar hafa verið samhuga í því, að vanda sem bezt til allra nýbygginga. En á þéssum síðustu árum hafa orðið ýmsar breytingar bæði á sigl- ingum okkar og fiskiveiðum, að suinu leyti vegna nýrra aðferða og tækni, og að sumu leyti af ýmsum öðrum ytri ástæðum. Þetta hefur orsakað, að bæði hefur orðið að breyta 'ýmsu af eldri skipum okk- ar og einnig að byggja hin nýju af öðrum gerðum en áður tíðkað- ist, til þess að mæta hinum nýju aðstæðum. Nú er það vitað mál, að allar meiriháttar breytingar á skipum orsaka að jafnvægi skipsins breyt- Framhald á 8. síðu Um öll Balkanlöndin er alþýðan að rísa gegn hinum þýzku kúgurum. — lögregla í smábæ í Dónárdalnum Myndin: Vopnuð Dreífíbréf Jónasar Reunt að m bændiiF iil ba- leidsiUDepkfalis gego Hegklaoit Rád Iðgd á um áróðarsnotkun á fréffaííma úfvarpsins llér birtist síðari hluti dreijibréjs Iirijlu-Jónasar, scm ,,góðvinum við kaupjélög dreijbýlisins“ er jalið að dreifa. Rœðir hér um kommtín- istahœttuna miklu og varnir gegn henni. „Því miður hafa ekki allir Framsóknarmenn skilið hættuna Þeir segjast ekki vilja deila við verkamannahreyfinguna. Þeir segja að leiðtogar verkalýðsins séu margir mjög óheppilegir, en að líkindum muni verka- menn verða svo hyggnir, að svipta þá menn völdum og setja góða menn í staðinn, sem muni fúsir að vinna með sann- girni og trúmennsku með sam- vinnumönnum. Ekkert bólar enn á þessari breytingu. Síðasta dæmi í gagn- stæða átt, er að kommúnistar útnefndu tvo af sínum allra æstustu bændafjendum í síðari sexmannanendina, sem á að lækka dýrtíðina með samkomu- lagi við framleiðendur. Á Alþingi er aðstaðan sú, að kommúnistar hefja hvarvetna sóknina á hendur bændum og samvinnufélögum. Þeir hafa 10 þingmenn. Alþýðuflokkurinn fylgir alltaf í þessum efnum og keppir oft við lið Brynjólfs um ruddaskap og áleitni í orðum dansinn. Hópur laglegra stúlkna beið okkar. Okkur var sagt, að þær væru skæruhermenn, ný- komnar frá vígstöðvunum. Þær ætluðu að dansa fyrsta valsinn við okkur. Hljómsveitin byrjaði að spila af miklu fjöri. Við dönsuðum, drukkum og borðuðum brauð- sneiðar með nautakjöti ofan á. Þegar langt var liðið á nóttu, var dansleiknum slitið og við fórum heim að hátta. Við læstum ekki dyrunum, því að við vissum, að við vorum meðal vina. gagnvart samtökum bænda. Þar bætast við 7 þingmenn. Þá koma oft til viðbótar nokkrir menn úr Sjálfstæðisflokknum. Ef margir leggjast á árina frá Sjálfstæðis- mönnum er kominn þingmeiri- hluti með eyðileggingu sveit- anna. Móti þessum liðsamdrætti eru 14 Framsóknarmenn. Einn þingmaður flokksins er veikur sem stendur. Þá koma um bændamálefni, nokkrir sj'áálf- stæðismenn til liðs móti ágengni kommúnista. Sumir sjálfstæðis- menn tvístíga í þessu efni og sumir af þingmönnum bæjanna eru hræddir um atkvæði sín, ef þeir sýni ekki kröfumönnum þéttbýlisins nokkra liðsemd. Málið stendur þannig, að af- koma dreifbýlisins hvílir á þingi algerlega á þingmönnum úr Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokknum. Þannig hafa 28 úr þeim flokkum (14+14) gert samtök um að tryggja niður- stöðu sexmannanefndarinnar, að því er snertir verð á útflutt- um sveitavörum nú í ár. Hvað geta bændur gert til varn ar gegn upplausnarstefnunni? Bændur geta unnið saman um atvinnumál sín. Látum ráðherr- ana úr gömlu þjóðstjórninni deila um viðskilnaðinn í stjórn- arráðshúsinu, en látum ekki þau viðskipti hindra sjálfbjörg bænda og annara framleiðenda á yfirstgndandi hættutímum. Hér þarf að grípa til skjótra úrræða. Búnaðarfélag íslands þarf að vera á verði, og láta búnaðarsamtökin og einstök búnaðarfélög sveitanna vita um hverja nýja árás kommúnista á stéttina. Síðan þurfa þessi fé- lög að láta rigna yfir Alþingi mótmælum símleiðis og bréf- lega. Að jafnaði eru slík mót- mæli birt í útvarpinu, þannig að landsmenn fylgjast með breyt- ingunni. Jafnframt þurfa mjólk- ursölufélögin, sláturfélögin og kaupfélögin að láta til sín heyra skörp mótmæli, ef gengið er á rétt þeirra. Þegar ráðist er á bátaútveginn, þarf Fiskifélagið og deildir þess að standa fyrir samskonar mótmælum. Ekkert er hættulegra fyrir þjóðina, heldur en það, ef bænd ur og aðrir framleiðendur breiða feld yfir höfuð sér, þegar sótt er að heiðri þeirra og atvinnu. Upplausnarlýður landsins sækir á, pg er reiðubúin til að beita hverskonar áróðri, ofbeldi og verkföllum. Ef bændastétt lahds ins er kennt, og eftir fylgt í verki, að bændur megi ekki verja rétt sinn, hversu grimmi- lega sem að þeim er sótt, þá er það sama og að gefast upp með eignir framleiðenda, at- vinnu þeirra og sæmd. En mál- inu mun ekki ljúka á þann veg. Framleiðendur hafa á að skipa hæfari mönnum til starfa og úrræða, heldur en upplausn- arlýðnum. Þegar blað kommún- ista heimtaði nýverið, að Reykja víkurbær skyldi setja upp 10 kúabú, með mörg hundruð kúm, til þess að enginn bóndi hefði mjólkurmarkað í höfuðstaðn- um, sagði sunnlenzkur bóndi: „Ef Sigfús Sigurhjartarson ætl- ar að koma upp 10 stórbúum, þá er bezt að hann sjái sínu fólki fyrir öllum landbúnaðar- vörum meðan hann er að rækta tún þeirra bolsévíkanna“. Þetta má sldlja á þann veg, að þessi bóndi hafi gert ráð fyrir að bændur gætu gert verkföll, engu síður en kommúnistar. Framhald á 8. síðiK Guðbjórg Jónsdóttir, húsfreyja á Broddanesi. | Gamlar glæður • Þættir úr claglegu lífi á Ströndum. á siðari hluta nítjándu S aldar. Höfundur bókarinnar, frú Guðbjörg Jónsdóttir, er borin og ! barnfædd á Broddanesi, og hefur alið þar allan aldur sinn. Hér ! . segir hún frá gömlum atburðum og því fólki, sem er löngu horf- j ið. En einkum mun bókin verða merk heimild um aldarhátt og ; menningu þessara tíma í fremur afskekktu héraði, þar sem • gamlar og traustar trúarvenjur og atvinnuhættir geymdust vel ; og lengi. Helgi Hjörvar hefur búið bókina undir prentun. : Þetta er jólabók þeirra, f sem unna þjóðlegum frœðum | Bókaverdun Isafoldaðr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.