Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐyiLJINN FTRSTI DAGUR Það var fyrir ástandið. Sveitapiltur frá afskekktu afdalakoti hafði verið ráðinn til saltfiskveiða á togara frá Reykjavík, og vil ég nú leitast við að skýra frá hvað fyrir hann bar, og hver áhrif vera hans á togaranum hafði á hann fyrsta daginn, sem hann var um borð, og nú hefur pilturinn orðið: Eg kom um borð kl. 9 að morgni. Á dekkinu var iðandi kös af mönnum innan um salt- og kolahrúgur, tré- og járn- rúllur, netaflækjur og allskon ar skran. Mér fannst ég vera eins og útlendingur innan um þetta og hafðist ekki að fyrst í stað. En von bráðar víkur sér að mér maður og spyr: „Átt þú að vera hér um borð?“ „Eg er ráðinn háseti hér“, svaraði ég. „Nú jæja, farðu þá fram undir hvalbak og náðu 1 fótreipi“. „Ha, fótreipi! Hvað er það?“ spurði ég. Maöurinn hreytti út úr sér blótsyrðum og spurði: „Hvaðan ertu, úr sveit?“ Eg sagði honum það. „Nú jæja, farðu þá með pjönkurnar þínar niður í lúkar og komdu þeim fyrir 1 auðri koju“. Nú vandaðist málið. Eg renndi grun í að koja væri sama sem rúm, en ekki hafði ég hugmynd um hvar lúkarinn var. Eg fór fram á skipið þar sem menn voru að bisa við að troða netum í kassa. Eg spurði hvar lúkarinn væri. Þeir fóru að hlæja, en bentu mér á op, sem þeir sögðu aö væri lúkarinn. Eg fikraði mig niður með hálfum huga og kom að lokum niður á gólf, dimmt var þar niðri og megn óþefur að mér fannst. Mér gekk illa aö finna auða koju, rak mig hvað eftir annað á járnstoðir og allskonar skran. gefa mig lausan? Eg herti upp hugann og klifraði upp jámstigann, en þegar ég er kominn upp í gatið sé ég að skipið er komið út úr hafnar- kjaftinum og skríður með geysihraða beint á Engey. Eg var þá kominn til sjós. Nú voru mennirnir farnir af dekkinu og allt orðið hljótt, nema þessar þungu dmnur og titringur sem fór eins og rafmagnsstraumur i gegnum taugar mínar. Eg leit í kringum mig; sjórinn var sléttur og lygn, en freyð- andi boðaföll þeyttust aftur með skipinu. Mér fannst allt Sveinbjörn Guðlaugsson flýttu þér þá að leysa af“. Eg þreif matressuna mína og leysti utan af henni, en þeir hlógu hálfu meir en áður. Nú gaf sig fram roskinn maður og sagði, aö það væri»ekki til neins að láta mig fara einan upp í brú. „Það er bezt að við komum báðir“, sagði EFTIR ,&< oeinb/örn Gudlauq sson í einu skipið standa kyrrt en ^jórinn koma á fleygiferð á móti því, og Engey, ég sá ekki betUr en hún kæmi brunandi á móti skipinu. En svo breytt ist þetta; skipiö breytti um stefnu, Engey var á hægri hlið og brunaði óðfluga aftur 1 með skipinu. Eg fór niður í i lúkarinn og mennirnir komu | smátt og smátt niður, fóm i að laga til í kojum sínum, taka til á gólfinu, kveikja upp í ofninum o. s. frv. Allt Áleiðin til að „glíma við þann gula“ sem lá á gólfinu, þó fann ég um síðir auða koju, en : þeim svifum verður albjait niðri, það hafði skyndilega kviknaö á rafmagnsperum í loftinu. Ekki hafði mig grun- að að hér væri raflýst. Og i sama mund er eins og allt verði vitlaust uppi á dekkinu, köll og hávaði, fótaspark og vélaskrölt blandaöist saman og varð af einn allsherjar djöfulgangur, og von bráðar tekur skipið að nötra og hrist ast ákaft. Nú fannst mér nóg um. Voru allir vitlausir hér, eða var ég sjálfur að verða vitlaus? Var ekki skynsamleg- ast íyrir mig að fara til skip stjórans og biðja hann að í einu er kallað þrumandi röddu niður um gatið: „Vaktir settar, bátsmanns vakt upp!“ Einn stjakaöi við mér og j sagði, að ég væri á bátsmanns 1 vakt, og „það er bezt að þú j takir fyrstu stýristörn'1 j bætti hann við. Ekki batnaði enn, að vísu renn-Ji ég grun 1 hvað væri að vera á vakt, en ég gat ómögulega áttað mig á hvað stýristörn væri: „Hvað á ég þá að gera“, stundi ég?“ Þeir fóru a- hlægja. „Þú átt að fara upp 1 brú og taka stýrið“, sagði | einhver, „eða kanntu ekki að j stýra“. Eg hélt að ég hefði einhver ráð með það. „Jæja, hann. Eg tók þessu fegins hugar og fylgdist með félaga mínum aftur eftir skipinu og upp járnstiga, sem alveg var þverhníptur. Þegar upp var komið varð mér litið niður um rist, sem var rétt við strompinn. Hvílík sjón! Þar stóð maður hálfnakinn með gríðarstóra járnstöng og var að skara í gínandi eldhaf. Mér datt strax í hug Kölski og hans heimkynni. Nú kom- um við inn í lítið herbergi i með mörgum gluggum og við einn gluggann stóð báts- maðurinn, en fyrir aftan hann stóð maður og studdi sig við gríðarstórt tréhjól, það þóttist ég vita að væri stýrið. Félagi minn tók nú að sér stýrið og spurði hvað ætti að stýra. Hinn svaraði á ein- hverju hrognamáli sem ég botnaði ekkert í. Félagi minn lét mig nú handleika stýrið 1 og útskýrði fyrir mér, hvemig ég ætti að halda stefnunni eftir striki,, sem hann benti mér á 1 kringlóttu dinglum- dangli, sem hékk neðan i loftinu og hann kallaði kompás. Heldur þótti mér bátsmaðurinn líta oftar á kompásinn nú en áður og notaði hann tækifærið til að gefa mér illt auga um leið, og fyrir kom það að hann þreif í stýrið hjá mér og bölv- aöi um leið. ★ Þegar ég var laus af þess- ari fyrstu vakt minni, yar mér stefnt aftur 1 stóran sal með borði eftir endilöngu, menn röðuðu sér að borðinu og geröu |góÖ skil mat, sem maður í hvítum jakka bav Sunnudagur, 12 dcsember 194;i- A TOBARA fram. Eg var hálf ringlaður, en gerði matnum þó góð skil eins og hinir, mér fannst synd að forsmá svo góðan mat. Þegar staðið var upp frá borðum, spurði ég einn félaga minn hvað ég ætti nú að gera. „Nú ferð þú til kojs lagsmaður og hvfLir þig þang- að til þú ferð að glíma við þann gula“, sagði hann. Eg var engu nær, aö vísu þóttist ég vita að „fara til kojs“ væri sama og fara i koju þó að mér findist þacf dálítið skrítið að skipa mér í rúmið um miðjan dag. Hitt var mér fullkomin ráðgáta hvað átt væri við með því að „glíma við þann gula“. Eg fór nú samt til kojs en gat ekki sofnað, heldur braut ég heil- ann um það sem gerzt hafði og það sem koma mundi. Að lokum sofnaði ég þó, en dreymdi allskonar ófreskjur og djöfulgang. Einu sinni þótti mér maður mikill vexti og gulur í andliti standa fyrir framan mig hálfnakinn með járnstöng í hendi og skoraði hann á mig að glíma við sig, og við það vaknaði ég. Mér leið bölvanlega, hausinn var eins og blýstykki og þaö var eins og innyflin í mér gengju upp og niður. Eg skreiddist fram úr og vó mig upp járn* stigann og upp í gatið, -þar skilaði ég aftur öllum matn- um sem ég hafði étiö um borð og meira til, því síðast gekk upp úr mér grænt gall- ið. Þegar ég var ný skriðinn upp í kojuna aftur, er kallaö höstugt niður í gatið: „Droll- ið fara!“ Nokkrir fóru að j tygja sig, en aðrir hreyfðu sig i ekki. Það var stjakaö við mér heldur óþyrmilega: „Hífðu þig upp lagsmaöur", var sagt. og ég fór að reyna að komast í peysu og stígvél en gekkþaö heldur illa, þó komst ég upp í gatið við illan leik. Þá var allt orðið vitlaust á dekkinu netin, rúllurnar og allt drasl- ið komið á fleygiferð og vélar skratti aftur við brúna gerði ógurlegan hávaöa og þeytti frá sér gufustrókum í allar áttir. Eg hrökk í kút, gríðar - stór hleri losnaði skyndilega við hliðina á mér og féll út- byrðis með svo miklum gaura gangi að ég stóð alveg agn- dofa. Eg tók leftir [því aö nú var aldimmt orðið, en skipið lýst upp með rafljósum, og þótti mér það dálítiö undar- le'gt að byrjað var að vinna svona undir nóttina, ég skreiddist niður, nokkrir menn sváfu ennþá. Þá hlaut mór líka að vera óhætt að fara í koju. Nú komu menn niður aftur, einn þreif til mín og spurði því ég hefði ekki komið að hjálpa til áð kasta. Eg sagðist vera veikur og svo væru fleiri sem hefðu ekki komið upp. „Þeir eiga kojuvakt“ sagði hann. „Kojuvakt“ át ég eftir, það var ofvaxið mínum skilningi hvernig mennirnir gátu átt vakt í kojunum. „Eg vil eiga kojuvakt líka“, sagði ég. „Þetta er meiri sveitamáður inn“ gall einhver við. „Það þarf að kjöldraga hann“ sa^ði annarr og sá þriðji hélt heila ræðu um vitlausa sveitamenn cg ræfilskap þeirra. Nú kom Frh. á 5. sí*u. Sannleikurmn, sem kom sér illa. í fyrradag skrifar Þjóðviljinn um upp- bótarhneykslin og meðferð þeirra a Alþingi, og segir meðal annars: „Það er alþjóð í minni, þegar sumar- þingið hóf gönguna inn á braut verðlags- uppbótanna. Það var gert með samþykki einfaldrar þingsályktunartillögu, henm var ekki vísað til nefndar, þrátt f.vrir að þing- sköp og þingvenjur krefðust slíkrar jueð- ferðar. Allir flokkar l>ingsins, að undan- skildum Sósíalistaflokknum, sameinuðust um að hespa málið at með afbrigðum frá þingsköpum og þingvenjum. allir greiddu þeir atkvœði með þessari tillögu neraa só- síalistar. Þetta haudtak borgaraflokkánna þriggja kostaði ríkissjóð um 1 ö milljónir króna“. Þetta þótti Alþýðublaðinu leiðinlegt að heyra. Alþýðublaðið preutar þessi ummæli orð- rétt upp, og segir síðan: „Þjóðviljinn er alltaf jafnsannsögull. Það skiptir hann svo sem ekki miklu máli. þó að aðalræðan gegn hinni dæmalausu þingsályktunartillögu um upphæturnar sum- arið f 04-2 væri flutt af Ilaraldi Guðmunds- syni, sem hafði orð fyrir Alþýðuflokkinn. Það þarf að reyna að sverla Alþýðuflokk- inn. og þá er I.vgin ailtaf það vopnið. sem Þjóðviljanum er næst hendi". Svo mörg eru Alþýðublaðs ins orð. — Það þarf meira en að tala. Það er alveg réft, að Haraldur Guð- mundssön talaði gegn uppbótartillögunni frægu á sumarþinginu 1942. En þar með var baráttu Alþýðuflokksins i málinu lokið. Enginn þingmaður fiokksins greiddi at- kvæði gegn tillögunni, sumir þeirra greiddu- atkvæði með henni; það voru þingmenn sósíalista einir, sem greiddu atkvæði gegn þessari flausturstillögu. Alþýðublaðið getur ekki neitað þessu, Þingtíðindin geyma heim ildir um atkvæðagreiðsluna. Alþýðublaðið ætti að fara að gera sér það Ijóst, nð |iað er ekki nóg að láta Har- ald tala, þótt hann tali fagurlega, orðunum fylgja athafnir, og eftir þeim eru menn og flokkar dæmdir. Það er slæmt fyrir AI- þýðuflokkinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.