Þjóðviljinn - 14.12.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.12.1943, Síða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 14. desember 1943 281. tölublað Afgreídsla fjárlaganna SfislallslailiHliurlHi greiddi efflr had a!Hi oen MHBiai sen helld lana lldv taia í bílalial Á laugardaginn var varð Guðný Eyjólfsdóttir, kona Tryggva Pét- urssonar bifreiðasmiðs, Njálsgötu S-í, fyrir herbifreið og beið þegar bana. Slys þetta vildi til á Melavegi, sunnan við íþróttavöllinn. Var Guðný á leið til Skerjafjarðar og mun hafa gengið á vinstri vegar- brún. Kom bifreiðin á eftir henni, og mun konan hafa dáið samstund- is og áreksturinn varð. Bifreiðarstjórinn mun ekki hafa orðið konunnar var fyrr en slysið var skeð. Aðeins eitt vitni var að atburðinum, amerískur hermaður, sem stóð á verði þar í grennd. FRAMLAG SVÍA Ncðri deild sænska þingsins hef- ur samþykkt frumvarp um 100 milljóna króna framlag til hinna alþjóðlegu uppbyggingarfram- kvæmda eftir stríðið. Fuudur var í sameinuðu Alþingi í gær, var eitt mál á dag- skrá, fjárlögin fyrir árið 1944 og var það 3. umæða. Var gengið til atkvæða um breytingartillögur við fjárlögin. Till. þeirra Lúðv. Jósefssonar, Þóroddar Guðmundss. og Brynj. Bjarnasonar, um að áætla aðeins (i millj. kr. til verðuppbóta á út- fluttar landbúnaðarafurðir, og megi aðeins greiða þær uppbætur á vörumagn, sem takmarkast við það að bændur, sem ekki hafa hærri árstekjur en svarar til meðal- bús, fái verð fyrir allar söluafurðir sínar samkvæmt niðurstöðu land- búnaðarvísitölunefndar, var felld með 32 atkv. gegn 12. Tillaga um að áætla 10 milj. til verðuppbóta á útfluttar landbún- aðarafurðir, framleiddar árið 1943, var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 21. Þessir þingmenn greiddu atkv. ineð 10 millj. uppbótagreiðslunum: Gísli Sveinsson, Bernharð Stef- ánsson, Bjarni Asgeirsson, Eiríkur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Jóns- son, Gunnar Thoroddsen, Björn F’r. Björnsson, Iíermann Jónasson, Ingólfur Jónsson, Ingvar Pálma- son, Jakob Möller, Jóhann Jósefs- son, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jörundur Brynj- ólfsson, Ólafur Thors, Páll Her- mannsson, Páll Zóphóníasson, Páll Þorsteinsson, Sigurður Bjarnason, Sigurður Þórðarson, Skúli Guð- mundsson, Sveinbjörn Högnason og Þorsteinn Þorsteinsson. Á móti voru: Áki Jakobsson, Ás- gcir Ásgeirsson, Barði Guðmunds- son, Bjarni Benediktsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson, Kristinn E. Andrésson, Lárus Jóhannesson, Lúðvík Jósefsson, Sigfús Sigur- hjartarson, Sigurður Guðnason, Sigurður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Thorodd- sen, Stefán Jóh. Stefánsson, Stein- grímur Aðalsteinsson og Þóroddur Guðmundsson. Magnús Jónsson greiddi ekki at- kvæði og þrír þingmenn voru fjar- v'erandi. Tillaga frá Alþýðuflokksþiug- mönnum, um OVe millj. kr. fram- lag til byggingar fiskiskipa, var felld með 32 atkv. gegn 17. Tillaga frá Sigfúsi Sigurhjartar- syni, um 200 þús. kr. fjárveitingu til hvíldarheimilis sjómanna í Reykjavík, var felld með 25 atkv. gegn 17. Tillaga frá Einari Olgeirssyni, Sigfúsi Sigurhjartarsyni, Brynjólfi Bjarnasyni, Sigurði Guðnasyni og Sigurði Thoroddsen, um 1 millj. kr. til skipasmíðastöðvar í Rvílc, var felld mcð 27 atkv. gegn 14. Tillaga um 4 millj. kr. til trygg- ingar á lágmarkslaunum fiski- manna, flutt af Lúðvík Jósefssyni, Þóroddi Guðmundssyni og Brynj- ólfi Bjarnasyni, var felld með 31 atkv. gegn 17. Fjárlögiu voru svo að lokum samþykkt með 30 atkvæðum, I- halds og Framsóknar, gegn 10 at- kvæðum sósíalista. Alþýðuflokkur- inn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Miöikurmállð i þingi Á fundi neðri deildar i gœr fór fram atkvœðagreiðsla um tillögu Gunnars Thoroddsens um rann- sóknarnefnd mjólkurmála. Tókst Framsókn að fá samþykkta breyt- ingartillögur þeirra Bjarna Ásg. og Jóns Sig. við tillögu Gunnars, svo tillagan varð að lolcum frelcar lé- leg. Samt œtlaði Framsókn að fella tillöguna svo breytta að lokum, en það tólcst ekki. Nánar á morgun. EIGNAAUKASKATTURINN. Eignaaukaskatturinn var í gær samþykktur við 3. umr. í efri deild, svo hann er nú komirin til neðri deildar. Furðulegur uppspuni og útúrsnúningar um tiilögu SGSíðlista um uppbætur á úttfluttar landbúnaðarafurðir í lunræðunum um fjárlögin á Alþingi sagði Skúli Guðmunds- son um tillögu sósíalista um upp bætur á útfluttar landbúnaðar- afurðir: 1. Uppbæturnar eiga ekki að miðast við efnahag bóndans samkv. tillögu sósíalista. 2. Eng inn bóndi, sem hefur yfir meðal- bú á að fá uppbætur. 3. í sum um héruðum eiga allir að fá inn anlandsverð fyrir alla fram- leiðslu sína, en í öðrum héruð- um eiga þeir að fá aðeins út- flutningsverð fyrir mikinn hluta framleiðslunnar. Allt þetta lep- ur Jón, Pálmason upp eftir Skúla í Morgunblaðinu s. f. sunnudag. Allt er þetta tilhæfulaus upp- spuni og vísvitandi ósannindi. 1. í tillögunni er skýrt tekið fram að uppbæturnar skuli mið ast við tékjur bóndans. Ef hann hefur tekjur af meðalbúi eða mlnna fær hann fullar uppbæt- ur.Ef hann hefur hœrri tekjur en meðalbóndi fær hann upp- bætur á afurðamagn meðalbús og heldur ekki meira. 2. Bænd- ur, sem hafa meðalbú eða meira fá allir það hámark uppbóta, sem má greiða samkvæmt til- lögunni — það er vísitöluverð fyrir afurðamagn sem svarar til meðalbús. 3. Engum hefur nokk urn tíma til hugar komið, að það ætti að greiða mismunandi verð til bænda eftir því hvar þeir búa á landinu. Eða er það svo nú, að í sumum héruðum landsins fái bændur innanlands verð fyrir allt kjöt sitt, en ann arsstaðar verði menn að sætta sig við útflutningsverð fyrir alla framleiðsluna? Hvað kemur til að þeir Skúli Guðmundsson og Jón Pálmason láta sér detta slíka fjarstæðu í hug? — Sam- kvæmt tillögu sósíalista er til þess œtlazt að það sé tryggt Framhald á 5. síðu Rami herinfl oíbiiííf í á Híefl-oígsliðuDiinm Yfírlýsísigar Teheranfundaríns vehja hrifníngu í Sovéfríkjumun Ákafir bardagar geisa enn á Kieff vígstöðv unum. En það er þegar farið að koma í ljós, að allar fómir Þjóðverja á þessum vígstöðvum verða þeim til einskis, því að síðastliðna tvo daga hefur rauði herinn unnið töluvert á á þessum vígstöðvum. Era bardagamir harðastir um 100 km. fyrir norðvestan Kieff. Skriðdrekar Þjóðverja liggja sundurskotnir í hrönnum á snævi- þöktum sléttum Ukrainu, og virð- ist töluvert skarð hafa verið höggv- ið í birgðir þeirra, því að þeir senda mi færri skriðdreka fram til orustu en áður. — Skriðdrekatjón Þjóðverja var í gær 35 skriðdrek- ar á öllum vígstöðvum. En þeir I misstu 24 flugvélar. 1 , I I Dnéþr-bugðunni hefur rauði | herinn sótt fram í áttina til Kirofo- i grad. — Fyrir vestan Krementsjúg tók rauði herinn allmarga vel víg- girta staða í gær. — í fyrradag tóku Rússar bæinn Tsigirin, sem er 50 km. fyrir vestan Krement- sjúg. Rithöfundurinn Maurice Hindus, sem nú er fréttaritari í Moskva fyrir New York Herald-Tribune, lýsir svo móttökum þeim, sem yf- irlýsing fundarins í Teheran hafa hlotið í Sovétríkjunum: „Skeyti streyma til Moskva frá Úral, Síberíu, Mið-Asíu og heim- skautslöndunum, 1 sem bera vott um hin miklu áhrif, sem ráðstefn- an í Teheran hefur haft á þjóðir Sovétríkjanna. Fundir eru haldnir um öll ríkin og verður sennilega haldið áfram fundahöldum í nokkrar vikur. Fundum er oft skotið á milli vakta í verksmiðjum og í öðrum hléum, þegar fólkið á frí frá verksmiðjunum, búðunum cða skrifstofunum, svo að fram- leiðslan tefjist ekki. Þeir sýna hví- líka hrifningu ákvarðanir ráðstefn- unnar hafa vakið meðal Rússa. Hver einasta setning yfirlýsing- arinnar var birt í blöðunum og les- in og lesin aftur og rædd út í æs- ar. Það er ekki aðeins það, hvað yfirlýsingin er Ijós og fáorð, sem veldur því að hún fellur Rússum. vel í geð, heldur líka ltvað niður- stöðurnar eru ótvíræðar og á- kveðnar. Þar voru engir vafning- ar og ekkert tvírætt. Yfirlýsingin var fyrst og fremst hiklaus. Hún hvatti til átaka > og veitti trygg- ingu fyrir skjótri framkvæmd. Framh. á 5. síðu. 21 íra Dailalag Ilttgalailto og Mritjama / garr var birt efni hins nýja sáttmála milli Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna. Samningurinn var undimtaður af dr. Benes forseta Tékkóslóvakíu og Stalin forsœtisþjóðfulltrúa. Samningurinn byggist á samn- ingnum frá 1935 og á að gilda í a. in. k. 20 ár. Fyrsta atriði samningsins er um, að stríðinu verði haldið áfram af fullum krafti og eykur ýmsu við samkomulag það, sem gert var milli þessara ríkja í júlí 1941 um liernaðarsam vinnu. Annað atriðið er um gagn- Frh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.