Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 15. des'. 1943. 283. tölublað. Gandhi on Wavell Fréttir frá London herma, að blað samvinnufélaganna brezku, Reynold's News, sem er talið mjög ábyggilegt í fréttaflutn- ingi, hafi birt þá frétt, að vænt- anlegt sé, að Wavell varakon ungur Indlands og Gandhi muni hittast og eiga tal sam- an fyrir áramót. Gandhi situr enn í fangelsi eins og aðrir helztu leiðtogar Indverja. Er vonandi, að þessi 35 fem. tníllí rússnesku herjanna Kremensfúgvígsföðvunum — Rússar í sérstakri dagskipun, sem Stalín marskálkur gaf út um miðjan dag í gær, tilkynnti hann að rauði herinn hefði tekið borgina Tsérkassi, sem margsinnis hefur , verið getið í fréttum undanfarið. Var hún aðalvarnar- fundur tákni það, að brezka j stöð Þj5ðverja á Dnéprbökkum á mið- og suðurvígstöðv- I unum eftir að þeir misstu Gomel. Er nú liðinn mánuð- ur síðan rauði herinn brauzt yfir fljótið í nágrenni borg- arinnar og kom sér fyrir á vestri bakkanum. Tsérkassi er mikilvæg samgöngumiðstöð og var mið- stöð sykurrófnaiðnaðarins á þessum slóðum. Rússneski hershöfðinginn, er , ust inn f borgina, komu svo á Tsérkassí — og yfírgefa Radomísl Innbfotsþjófar handsamaðir Aðfaranótt s. 1. sunnudags var brotizt inn í vörugeymslu Eggerts Kristjánssonar í Fisher sundi 1. Stolið var 6 hjólbörðum og einhverju af spilum. Hvort meiru hefur verið stolið er enn óupplýst. Lögreglan hafði hendur í hári þjófanna, en þeir voru tveir, og höfðu þeir þá selt nokkuð af þýfinu. Hafa þeir meðgengið þjófnaðinn, en málið er þó ekkí að fullu upplýst enn. Menn þess ir hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni. sjálfstjórnarkröfum Indverja meiri sanngirni en hingað til. Sex ára telpa verður fyr ir bifreið, meiðist aðeins Iítilsháttar I gœr kl. 16 varð 6 ára gömul telpa fyrir bifreið á Fríkirkju- veginum. Hlaut hún ótrúlega lítil meiðsli. Varð ekki séð að hún hefði hlotið önnur meiðsli en mar og hrufl í andliti. stjórnaði hersveitunum, sem tóku borgina, er sá sami sem stjórnaði töku Dnépropetrofsks og Krementsjúgs. Sama fall- hlífarliðið, sem aðstoðaði við töku Snamenka, átti drjúgan þátt í töku Tsérkassi. Bardagarnir voru geisiharðir hjá borginni og inni í henni. Fyrstu hermennirnir, sem rudd- segir Anthony Eden. Anthony Eden hélt í gær í neðri deild brezka þingsins ræðu, sem vakið hefur mikla athygli. Sagði hann, að á næstu mánuð- um mundu verða háðar hinar miklu úrslitaorustur stríðsins. Gerð- ar yrðu feikilega árásir á Þýzkaland og Japan. Hefði náðst al- gjört samkomulag um allar áætlanir og tíma á nýafstöðnum ráð- stefnum. Eden byrjaði ræðu sína á að afsaka að Churchill gæti ekki verið viðstaddur. Hann sæti enn á þýðingarmiklum ráðstefnum. Eden kvað Breta og Banda- ríkjamenn þurfa á allri sinni orku, hugrekki og samheldni að halda í hinni væntanlegu sókn. Væri hyggilegast að forðast alla ótímabæra bjartsýni. Eden sagði um ráðstefnurnar, að fyrri ráðstefnan í Kairo og Teheran-ráðstefnan hefði snúizt aðallega um hernaðarmál. „Okk ur tókst", sagði hann, „að full- komna sameiginlegan undirbún ing þeirra mála svo, að annað eins hefur ekki þekkzt í þessu stríði." í sambandi við fyrri ráðstefn- una í Kairo sagði hann, að Bandaríkjunum, Bretlandi og Kír^a væri fyllilega ljóst, að það að sigra Þýzkaland og semja svo frið við Japan mundi sá því fræi, sem upp af sprytti þriðja heimsstyrjöldin. „Við höfum ákveðið, sagði hann, „að berjast við Japana til úrslita, hvað sem það kostar og hvað lengi sem við verðum að því." Eden sagði að ráðgjafanefnd- in fyrir ítalíu væri tekin til starfa, og Evrópunefndin í Lon Framhald á 8. síðu ínn í skyndilega, að þeir mættu lít illi mótspyrnu fyrst í stað. En brátt komu skriðdrekar Þjóð- verja og handvélbyssumenn á vettvang. Var upp frá því ekk- ert lát á hinum heiftarlegu bar- dögum á götum borgarinnar. Barst leikurinn inn í miðdepil borgarinnar, en þar voru mikil stórhýsi, skólar o. fl. Komu Þjóðverjar sér fyrir í kjöllur- um þeirra og vörðust þar með vélbyssum. Var mótspyrna þeirra sérstaklega öflug þarna. Var hún um síðir brotin á bak aftur með handsprengjum. Síð- ustu leifar varnarhers Þjóðverja voru reknar út um suðaustur- hverfi borgarinnar. Hersveitir þær, sem sækja norður með Dnépr frá Krem- ensjúg sóttu í gær enn fram um 15 km. og eru nú um 35 km. milli þeirra og hersveit- anna, sem tóku Tsérkassí. Fram sókn Rússa annars staðar á Krementsjúg-vígstöðvunum gengur einnig vel. . í sókninni til Kirofograd hef- ur rauði herinn tekið mörg þorp og er nú kominn svo ná- lægt borginni, að stórskotalið hans er þegar farið að skjóta Framhald á 8. síðu. I dag og á morgun í dag og á morgun eru skiladagar í Þjóðvilja- söfnuninni, og eru allir áminntir að skila af listum sínum. Skrifsofa söfnunarinnar á Skólavörðustíg 19 er opin kl. 4—7. Þessa daga er líka tilvalið tækifæri fyrir þá velunnara blaðsins, sem ekki hafa náð í neinn „lista"-mann, að senda Þjóðviljanum það sem þeir hafa ætlað honum á fjárlögum sínum fyrir des- ember! Látið rauðu seðlana f júka til Þjóðviljans þessa næstu daga! Verðlðgsstjóri ákveöer 20 '|, verðlækk- un á innleridum bókum Verðlagsstjóri hefur ákveðið að frá og með deginum í dag skuli verð á öllum innlendum bók- um, sem út hafa verið gefnar eftir 1. okt. 1942 lækka um 20%. Frá sama tíma er bókaútgefendum ekki skylt að greiða bóksölum Iiærri sölulaun en 20%. Útgefendum cr þ.ó gefinn kostur á að fá hækk- að útsöluverð bókar, ef þeir geta upplýst að tap verði ella á útgáfunni. Frá sama tíma er bókaútgefendum óheimilt að ákveða útsöluverð bóka, án samþykkis verðlags- stjóra og er þeim skylt að senda honum nákvæma skýrslu um útgáfukostnað sérhverrar bókar er þeir gefa út 4 I Grjófí og leír rígníf á sfóru svæðí — Gróðurhúsíð eyðífagðísf — Tjóa^ íð nemur þúsundum króna Síðastliðinn laugardag kom hver upp i gróðurhúsi að Reykja- koti í Ölvusi. Sprengdi hann þakið af húsinu og eyðilagði mestallar plönt- ur sem í því voru. Tveim stundum áður hófst gos úr borholu skammt frá. Grjóti og leðju rigndi yfir stórt svæði umhverfis. Unnið hefur verið undanfar- ið að borun fyrir jarðhita fyrir Menntaskólaselið að Reykjakoti. Borhola þessi tók að gjósa um kl. 11 s. 1. laugardag. Var gos þetta ofsalegra en úr nokkurri annarri borholu hér á landi til þessa. Með gufunni þeyttist grjót hátt í loft upp og fylgdu gosinu svo miklar drunur og dynkir að ekki heyrðist manns- ins mál. Eftir tvær stundir dró úr gos- inu og virtist holan þá hafa stýflazt, en samtímis kom upp hver í gróðurhúsi þar í grennd inni, sprengdi hann þak hússins og leirleðja úr hvernum rann um allt húsið og eyðilagði allt sem þar var, nema nokkrar plöntur, sem fyrir dugnað og snarræði tókst að ná út. Síðar um daginn fór borhol- an að gjósa á ný. Sveinn og Aðalsteinn Steindórssynir, sem önnuðust borunina og Jón Guð- mundsson pípulagningarmaður reyndu þá að koma járnpípu fyrir í holunni til þess að ná gufunni þar upp og hindra að hún brytist upp um gróðurhús- ið. Tókst þeim það og gaus þá upp gufa grjót og leir, en eftir því sem pípan var rekin lengra niður magnaðist gosið, unz píp- an, sem var um 50 feta löng, sökk skyndilega og sást ekki meir, en svo virðist, sem bor- holan hafi stíflazt við þetta, því hlé varð á gosinu og hefur hol- an haft hægt um sig síðan, nema" blágræn leðja sýður niðri í gígnum, sem myndazt hefur við gosið. Gígiirinn eftir gosið er um meter á dýpt og ,4—5 metrar í þvermál. Grjót og leðja hefur þeytzt út um stórt svæði og hefur grjótregnið m. a. dunið á Menntaskólaselinu. Tjónið af gosi þessu nemur þúsundum króna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.