Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 7
Miovikudagur 15. desember 1343 r RISINN, SEM EKKI KUNNI AÐ LESA (Lauslega þýtt). „Hvað heitir nú þessi stafur?“ spurði drengurinn og benti á A. „Ég er alveg búinn að gleyma því,“ sagði risinn, og svo höfðu þeir allt yfir aftur. „A—B—C. Ugla sat á tré,“ sagði drengurinn. Þetta þótti risanum svo vel sagt, að hann gleymdi því sem hann hafði lært og varð að byrja enn á ný. En það fór á sömu leið- „Ég er líklega ekki gefinn fyrir bækur,“ sagði risinn vandræðalega og gafst upp. „En gætir þú ekki komið heim með mér, drengur, og lesið fyrir mig?“ Drengnum leizt ekki á það og sagðist þurfa að flýta sér heim. „Nei, þú verður að hjálpa mér. Það er lítil stúlka inni í fjallinu, og hún skælir allan liðlangan daginn. En ég hugsa að það standi eitthvað um það í galdra- bókinni minni, hvernig á að fá krakka til að hætta að grenja.“ Drenginn langaði þá til að sjá litla stúlku og sagðist skyldi fara með risanum. Risinn lofaði að gefa honum fullan poka af gulli. Risinn tók hann á herðar sér og þrammaði heim að fjallinu. Þeir gengu gegnum marga, stóra sali inni í fjallinu. Og í innsta salnum var galdrabókin. Drengur- inn sá bjarthærða stúlku sitja grátandi úti í horni, en hann lézt ekki sjá hana. „Þetta er bókin,“ sagði risinn. „Nú skaltu lesa hana fyrir mig.“ Drengurinn reyndi að lesa, en hann skildi ekki neitt, því að þetta voru galdrastafir. En hann lét ekkert á því bera. „Þarna kemur það,“ sagði drengurinn. „Þú skalt segja: Hókus-Pókus. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.“ ÞETTA Ll og ROAR Einstöku menn hafa það' sér til dægrastyttingar að safna. Algengast mun vera að safnaS sé bókum, frímerkjum og leik aramyndum. En þar með er ekki upp talið. Englendingur nokkur hefur getið sér orðstír fyrir að safna göngustöfum úr öllum hugsanlegum viðar- tegundum, fílabeini, hvalbeini og vatnshestaleðri. Þeir eru og, sem vænta má, af ólíkustu gerðum eftir aldri, og eftir því hvaðan af hnettinum þeir eru. Maðurinn er nú oröinn fjörgamall en staflaus ætti hann ekki að þurfa að ganga. ★ -----Kona í Ameríku fann upp á því að safna hlutum, sem höfðu orðið mönnum aö bana fyrr og síöar. Hún átti mjög fjölbreytt safn. Frétti hún aö maöur hefði hengt sig, tók hún sér ferð á hendur og bað að gefa sér snærið og ryfi einhver sig á ryðguðum nagla og dæi úr blóöeitrun, var hún þangað komin eða skrifaði bréf og bað að láta sig hafa naglann. Hún hafði brennandi áhuga fyrir söfnun sinni og náöi há- um aldri. En ekki er þess get- ið, að hún semdi neina erfða- skrá. ★ Maður af sænskum ættum, búsettm* í Ameríku, tók sig til og skrifaði öllum prestum í heimalandi sínu og bað þá aö senda sér mynd af sóknar- kirkju sinni. Urðu þeir auð- vitað vel við bón hans. Þann- ig eignaðist maðurinn mikið og óvenjulegt myndasafn. '★ Alkunn er sagan um mann- inn, sem kom til Chamberla- ins og bað hann um regnhlíf- ina, sem hann hafði með sér til Munchen forðum. Hann safnaði regnhlífum. Það eru dæmi til, aö menn hafi safnað skóm, úrum, flöskum, hnífum, hnöppum og hinum óliklegustu hlutum. „Mér er sama“. „Er þér sama? Þú verður að vita hvað þú vilt. Nú eign- astu barn. Ætlarðu að eign- ast það ógift eða — “ „Eg vil ekki eignast neitt bam, fyrst ég er ekki gift“. „Jæja, þá verðurðu að gifta. þig“- „En þið eruð svo óánægð með hann“. Ingrid fór að gráta. „En það er ekki ég, sem á að giftast honum, krakki“. Róar Liegaard reis á fætur. „Eg þekki piltinn ekkert. Eg skal tala við hann í kvöld, ef þú hefur tekið ákvörðun. Hon um þykir vænt um þig. Ha! Þykir honum vænt um þig?“ Hún laut höfði til samþykk is. „En þykir þér þá vænt um hann?“ „Ætli þaö verði ekki að vera“. Hann tók af sér gleraugun og horfði upp í þakið. Svo varð honum litið á pálmann. Sólin skein á nýju, ljósgrænu blöðin. Nú mundi hann glöggt eftir því, þegar hann hélt á nýfæddu stúlkubarni í fanginu. Hann gekk til dóttur sinn- ar og tók hana í fáðm sér. „Þegar þú eignast bamið, verður allt orðiö öðruvísi", hvíslaði hann. „Þá áttu heim- ili sjálf og ert orðin móðir“. Hún lagði handleggina um hálsinn á honum. „Bara aö þú verðir ánægð- ur meö hann, pabbi“. — — Klukkan sjö um kvöldið gekk Adolf Andersen bakari upp dyraþrepin að húsi Liegaards læknis. Fjölskyldan hafði hlustað og beðið eftir fótataki hans síðasta hálftímann. Róar beið á skrifstofunni, Elí í dagstof- unni, Ingrid í herbergi sínu. Það var steinhljóð 1 húsinu. En þegar fótatakið loksins heyrðist, brugðu þau öll við. Elí gekk út í forstofuna til að opna. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún kom í kallfæri við mannsefni stjúpdótturinn ar. Hann stóö meö hattinn í hendinni. Hann var hávaxinn og dálítið feitlaginn. Hálsinn var stuttur, andlitið feitt og fölt. Augun voru lítil og ljós* blá. Harm leit snöggt og flótta- lega á hana. „Elí Liegaard“, sagði hún. „Adolf Andersen“. Hann hneigði sig stirölega. Elí fannst hann hafa fall- ega rödd. — Og andlitið! Hún kimni ekki illa við það. „Geriö þér svo vel — þessar dyr“. Hún opnaði htuðina inn að skrifstofunni. Hún sá Róar að eins um leið og hún lokaði. Elí tók höndumun um brjóstið. Hún óskaði honum alls góðs, þessum axuningja pilti, sem gekk niðurlútur, eins og ætti að leiða hann til gálgans. Rpar Liegaard gekk þegj- andi framhjá gestinum og lokaði innri draghurðinni. Þegjandi gekk hann að skrif- borðinu aftxu. Þar stóð hann hreyfingarlaus góða stund. Hann horfði með athygli á manninn, sem stóð frammi viö dyrnar. En hann sagði ekki neitt, bara sneri sér að skrifborðinu aftur. Hann haföi erm ekki sætt sig við það. — Ingrid átti í raun og veru aö giftast þess- tun feita slána. Hjarta hans sló ört. — Hann hafði dreymt um að framtíð bamanna yrði ættinni heiður. „Hvernig líöur Andersen bakara?“ spuröi hann án þess að líta á piltinn. „Hann hefur ekki bragðaö vín, síðan hann kom af hæl- ’ inu. „Vinnið þér í brauögerð- inni?“ „Já“. „Og bróðir ýðar líka?“ „Já“. „Sér móðir yðar um allan reksturinn?“ „Já“. „Hvað eruö þér gamall?“ „Tuttugu og þriggja ára um jólin“. „Náðuð þér prófi úr ung- lingaskólanum?“ ,-Já — “ var svarað fremur ‘ágt. „Þér vilduð fara til sjós“. „Eg fékk það ekki.“ „Þér hafið tælt Ingrid — svívirðilega — án þess að skeyta um afleiðingamar. Þetta getið þér“: Hann, sem stóð frammi við dyr, sagði nú ekki neitt. „ „Hafið þér talað viö Ing rid?“ „Eg hef ekki talaö við hana í heilan mánuð og þrjá daga — með deginum í dag. Hún vill ekki tala við mig“. „Vitið þér þá ekki, að hún er vanfær? — Hún er van- íær“, endurtók hann hátt og hörkulega. „Er það-------“ Hann gat ekk' sagt neitt annaö. Hann leit upp í fyi’sta sinn frá því haim kom inn. Það var undrun í augnaráði hans, sem smám saman breyttist í eitthvað ákveðið. Hann gekk inn gólfið, nær manninum við skrifboiðið. „Hún fkal aldrei iðrast þess“, sagöi hann með djúpri röddu. Róar þagði og beit á vörina. Loks sagöi hann: ,.Þú færð tækifæri til að efna það loforð. Fáðu þér sæti“. Samtalið á skrifstofunni varð langt. Það var steinhljóð inni í herbergi Ingridar. Elí sat við stofuborðið og var aö sauma. Lampaljósið féll á bj art hár hennar og stóru, gulu nálarnar í hnútnum í hnakk- anum. Sverre lék sér á gólfinu. Elí varð að svara spuming- um hans öðm hvoru. En hún var að hlusta. En inni í her- berginu hjá Ingrid var stein- hljóð. Allt í einu var draghurðin inn að skrifstofunni opnuð. Þá laut hún enn dýpra yfir saumana. Róar Liegaard og Adolf Andersen komu inn í stofuna. Sverre spratt á fætur. „Hvar er Ingrid?“ spurði Liegaard. Sverre benti á herbergis- dymar. Liegaard gekk að huröinni, opnaði og sagði: „Ingrid! Adolf Andersen langar til að tala við þig“. Sverre roðnaði. „Faröu nú héðan dálitla stund“, sagði pabbi hans þeg ar þau voru orðin þrjú eftir í stofunni. „Og taktu dótiö þitt með þér“. Sverre safnaði saman leik- föngunum. Hann staðnæmd- ist með fullt fangið og spurði: „Eru þau trúlofuð?“ „Já, farðu“, svaraði faðir- inn. Róar Liegaard gekk fram og aftur um gólfið. Elí þagði og hallaði sér aftur á bak í stólnum með aftur augun. Hann hafði yfirheyrt pilt- inn, og orðið fyrir vonbrigð- um, ekki fundið hjá honum neinn metnað eða framgirni. Bakari var hann. Bakari ætl- að hann að verða. Hvers kon ar fólk átti Ingrid í vændum að umgangast?: Bakara! smá kaupmenn! fisksala! Og frú Andersen var baptisti. Ingrid gat vel oröið baptisti líka, hún var svo alvörugefin. „Og þessi auli á að verða faðir barnanna hennar“. „Auli!“ sagði Elí. „Er þaö ofmælt?“ „Frú Andersen er systir hennar fröken Egestöl, ráðs- konunnar á Reistad. Þetta er allt myndarfólk. Það er líka af bændaættum, eins og þú“. „En það eru kotungar! Leiguliðar! Það er hyldýpis- munur á því. Spurðu bænd- urna sjálfa. Hvers konar blóö heldurðu að piltur eins og Adolf hafi erft?“ Elí rétti úr sér í stólnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.