Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 8
Ur borglnní Næturlaeknir er « LæknavarðstöíJ Reykj a víknr, Austurbæj arskólanum, sími 5030, Nœturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. Útvarpið í dag: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): 20.50 Frá útlöndum (Jón Mangússon fil. kand.). 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson háskóla- bókavörður). 21.40 Hljómplötur: Sigurður Birkis syngur. Upplýsingastöð þingstúkunnar um bindindismál, verður opin í Góð- templarahúsinu í dag kl. 6—8 e. h. Þeir sem óska aðstoðar eða ráð- leggingar vegna drykkjuskapar sín eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsinnt eftir föngum. Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einkamál. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.55 síðdegis til kl. 8.25 að morgni. Frá happdrætti sjúklinga Vífjls- stöðum: Dregið var í happdrætti sjúklinga að Vífilsstöðum í skrif- stofu bæjarfógetans í Hafnarfirði, þann 15. des. og komu upp þessi númer: Nr. 9506 Útvarpsæki 7 lampa. Nr. 7350 Málverk eftir J. Kjarval. Nr. 37 Málverk eftir sama. Nr. 9505 Raf- magnslampi. Nr. 8998 Tjald og hvílupoki. Nr. 5668 Skíði með öllum útbúnaði. Nr. 3387 Matarstell. Vinninganna sé vitjað til Skemmti nefndar Vífilsstaðahælis. Æ. F. R. Málfundahópurinnn. Fyrsti mál- fundurinn annað kvöld (föstudag) kl. 9 á Skólavörðustíg 19 (skrifstof- unni). Leiðbeinandi Áki Jakobsson. Hindrar mjólkursamsalan Framh. af 1. síðu. vegna þess, að samsalan vildi ekki fá eftirlit á sig. Nú mun þessi reglugerð hafa verið lögð fyrir Vilhjálm Þór, en að því er landlæknir segir í heilbrigð- isskýrslu, hefur hann metið meira ófyrirleitnar kröfur sam flokksmanna sinna, heldur en heilbrigði landsmanna og hefur þráazt við að staðfesta reglu- gerðina. Vélar í fiskibáta Framhaid af 1. síðu vöntunar er alvarlegt mál, sem ríkisstjórnin verður að gera all ar hugsanlegar tilraunir til að fá úrbætt. Það virðist ótrúlegt að þjóðir þær, sem við veiðum allan okkar fisk fyrir og sem telja sér hann ómissandi mat- vöru, að þær greiði ekki fyrir því, að við fáum nauðsynlegar vélar til þess að fiskveiðafloti okkar geti af fullum krafti haldið áfram veiðum og flutn- ingi fisksins til Englands. þJÓÐVIUINH Hið fræga málverk „Mona Lisa“ er nú í eign Hitlers — hann hefur gert á því smávegis breytingar sér til hugarhægðar. Neíndarkosningar i Aiþing Libanon Framh. af 5. síðu. um að það standi við ábyrgð sína. Ef Bretland bregzt, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar í Vestur-Asíu. Þetta er líka próf steinninn á það, hvort franska þjóðfrelsisnefndin ætlar að fylgja í hin illa ræmdu spor frönsku hernaðarklíkunnar í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf, eða hinum betri erfðaven;' um Frakklands, — frelsi, lýðræði og þingræðis- legri stjórn. Á fuhdi sameinaðs Alþingis i gœr fóru fram kosningar i nefndir. Kosin var 5 manna milliþinga- nefnd til að athuga laun&kjör alþingismanna. Komh fram fjórir listar og hlutu þessir kosningu, allir sjálf kjörnir: Af A-lista: Guðmundur í Guð mundsson. Af B-lista: Bernh. Stefánsson. Af C-lista: Brynj. Bjarnason. Af D-lista: Lárus Jóhannes- son og Sigurður Kristjánsson. Kosnir voru þrír yfirskoðun- armenn ríkisreikninganna 1942, og komu fram 3 listar. A-listi (Framsókn og kratar) hlaut 23 atkvæði. C-listi (sósíalistar) hlaut 12 atkvæði. D-listi (Sjálfstæðism.) hlaut 13 atkvæði. Þessir hlutu kosningu: Jörundur Brynjólfsson (A), I Halldór Jakobsson (C), Jón j Pálmason (D). 1 í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar voru kosnir: Þor- kell Jóhannesson, Þórður Eyj- ólfsson og Matthías Þórðarson. Framkvæmdarstjóri Söfnunar sjóðs íslands var kosinn Vil- hjálmur Briem, með 30 atkv. í stjórn Síldarverksmiðja rík- isins voru kosnir 5 menn til þriggja ára og jafnmargir vara menn. Lagðir voru fram 4 listar og voru þessir menn kosnir: Af A-lista: Finnur Jónsson. Af B-lista Þornióður Eyjólfs- son. Af É-lista: Þóroddur Guð- mundsson. Af D-lista: Sveinn Benedikts son og Jón Þórðarson. Atkvæði féllu þannig: A-lisi 9 atkvæði, B-listi: 13 atkvæði, C-listi: 10 atkvæði, D-listi 162 atkvæði. Varamenn (sjálfkjörnir): Er- lendur Þorsteinsson (A), Þor- steinn M. Jónsson (B), Haraldur Guðmundsson skipstj. ísafirði (C), Óli Hertervig og Elías Þorstéinsson (D). Þrír menn voru kosnir í síld arútvegsnefnd og jafnmargir varamenn, allir til 3 ára. Fór fram hlutfallskosning og voru lagðir fram 3 listar. A-listi hlaut 22 atkv., C-listi 12 atkv. og D- listi 14 atkv. Kosnir voru: Björn Kristjáns- son kaupfél.stj. A), Áki Jakobs son (C), Sigurður Kristjánsson konsúll, Sigluf. (D). Varamenn (sjálfkjörnir): Þorsteinn M. Jónsson, Tryggvi Helgason sjó- maður og Óskar Halldórsson. Kosnir voru 5 menn í Lands- bankanefnd og jafnmargir vara menn: Guðmundur R. Oddsson af A- lista hlaut 9 atkvæði. Einar Árnason fyrrv. alþm. af B-lista, 13 atkvæði. Einar Olgeirsson af É-lista, 9 atkvæði. Bjarni Snæbjörnsson og Jó- hann Möller af D-lista, 17 atkv. Varamenn (sjálfkj örnir): Björn Jóhannesson, Hafnarf. (A), Eysteinn Jónsson (B), ís- leifur Högnason (C), Gísli Jóns son og Ingólfur Jónsson (D). Þrír menn voru kosnir 1 nefnd til að fjalla um gjaldeyrisvara sjóð og eftirlit með erlendum lántökum. Þessir hlutu kosningu: Af A- lista Sigurður Kristjánss. með 21 atkvæði, af C-lista: Ragnar Ólafsson með 11 atkvæðum og af D-lista: Eggert Kristjánsson með 15 atkvæðum. ••••••••< NÝJA BÍÓ NÚ ER ÞAÐ SVART MAÐUR! (Who Done It?)j BUD ABBOTT, LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNAR bíó ••••• S GLERLYKILLINN (The Glass Key) : • • Alan Ladd S Brian Donlevy • Veronica Lake • j Bönnuð fyrir böm innan 16 • ára. ; Sýning kl. 5, 7 og 9. Höf um fjölbreytt úrval af jólatrésskrautip tækifærisgj öfum. j og allskonar jóla- og Kaupið jólagjafirnar í Skólavörðusfíg 10 Baðhús Reykjavíknr var opnað í gær. KERLAUGAR verða nú afgreiddar allan daginn og verður tekið á móti pöntunum til afgreiðslu samdægurs STEYPUBÖÐ afgreidd eftir röð eins og áður. Baðhús Reykjavikur Ailskonar veitingar boðstólum. KAFFl FLORIDA Hverfisgötu 69 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 VIIIIUUIUMUUIIIIHMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.