Þjóðviljinn - 17.12.1943, Side 2

Þjóðviljinn - 17.12.1943, Side 2
2 ÞJÓÐ'VTLJINI'í Föstudagur 17. desember 11/43- um hefur blaSinu borizt frá Kafmagnsveitu Reykjavíkur, Kosningar á Alþingi í lok hvers þings fara fram kosningar í ýmsar trúnaðarstöður og eru viðhafðar hlutfallskosn- ingar samkvæmt fyrirmælum þingskapa. Slíkar kosningar fóru fram á miðvikudaginn og féllu þannig að allar nefndir, er þá voru kosnar, að einni undanskil- inni, eru skipaðir í samræmi við þingmannafjölda flokkanna, og mætti því ætla að allir yndu vel við, einkum sá flokkurinn, sem fékk einn mann kosinn fram yfir það sem honum bar, en það er Alþýðuflokkurinn, hann fékk mann í stjórn síldarverksmiðj- anna þótt hann skorti til þess at- kvæðamagn úr eigin herbúðum. En það er nú eitthvað ann- að en að Alþýðublaðið sé ánægt Alþýðublaðið er í hinu versta skapi í gær út af þessum kosn- ingum. Fyrirsögn blaðsins fyrir fréttum af kosningunum er þann- ig: „Samfylking íhalds og komm- únista gegn Alþýðuflokknum. Þeim tókst að bola Finni Jóns- syni úr síldarútvegsnefnd“. Síðan segir blaðið: „Það vakti hina mestu furðu í sambandi við þess- ar kosningar, að kommúnistar og Sjálfstæðismenn mynduðu bandalag til að koma í veg fyrir endurkosningu Finns Jónssonar í síldarútvegsnefnd. En Finnur hef ur átt sæti í nefndinni frá því hún var stofnuð og getið sér ágæt is orð fyrir starf sitt þar“ (Hvað ætli verkamenn á Siglufirði segi um það?) Síðan heldur blaðið áfram: „Frekari samvinna var og með íhaldinu og kommúnist- um í þessum kosningum m. a. til að bola Sigurjóni Á. Ölafssyni frá endurskoðun ríkisreikning- anna“. Svo mörg eru Alþýðublaðsins orð að þessu sinni og munu þó fleiri á eftir koma ef að vanda lætur. Framliðnir eiga erfitt með að átta sig á hlutunum Spíritistar segja, að framliðnir menn eigi oft erfitt með að átta sig á að þeir hafi yfirgefið jarð- lífið er þeir vakna upp í öðrum heimi og komi þá stundum fyrir að þeir heimti gæði jarðlífsins með frekju og offorsi. Vel gætu spíritistar dregið dæmi af Al- þýðuflokknum til að skýra þessa kenningu. Þjóðin hefur svipt þennan flokk valdi til að eiga fulltrúa í þriggja og fimm manna nefndum, er Alþingi kýs. Á þess- ari staðreynd á flokkurinn auð- sjáanlega erfitt með að átta sig, hann heimtar enn með frekju oa offorsi þau réttipdi sem honum báru áður en þjóðin tók þau af honum. % Eins og þingið er skipað Á Alþingi eiga sem kunnugt er sæti 20 Sjálfstæðimenn, 15 Framsóknarmenn, 10 sósíalistar og 7 Alþýðuflokksmenn. Ef þess ir flokkar kjósa hver fyrir sig, verða fimm rnanna nefndir skip- aðar 2 Sjálfstæðismönnum, 2 Framsóknarmönnum og 1 sósíal- ista, en þriggja manna nefndir, 1 Sjálfstæðismanni, 1 FramsóKn- armanni og 1 sósíalista, en þó ræður hlutkesti hvort Sjálfstæð- menn fá 2 í þessar nefndir og sósíalistar engan. Við kosningarn ar á miðvikudaginn voru þrír Sjálfstæðismenn fjarverandi sök- um sjúkleika, 17 voru mættir. og hefði því ekki þurft að koma til hlutkestis um þriggja manna nefndir. Einn Framsóknarmaður «s var veikur og því aðeins fjórtán mættir en það leiddi til þess að hlutkesti hefði ráðið, ef hver flokkur hefði kosið fyrir sig hvort Framsóknarmenn fengju tvo í fimm manna nefndir og Al- þýðuflokkurinn engan eða þessir flokkar hefðu fengið sinn mann- inn hvor. Þegar Sjálfstæðismenn lánuðu báðum Þegar kosnir voru yfirskoðun- armenn landsreikninga, höfðu Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sameiginlegan lista, og bar þeim lista 21 atkvæði frá þeim flokkum sem að honum stóðu, en listinn fékk 23 atkvæði. Sjálfstæðismenn lánuðu 2 at- kvæði. Listi sósíalista fékk hins- vegar 12 atkvæði og hafa Sjálf- stæðismenn lánað honum 2 at- kvæði. Sjálfstæðismönnum var ljóst, að þeir gátu fengið einn mann í þessa nefnd og ekki fleiri, til hafa verið þeir menn, sem hafa viljað viðhalda Alþýðuflokksreim leikunum í þessari nefnd, og einn ig menn, sem vildu að nefndin yrði rétt mynd af flokkaskipan þingsins og það varð hún. I : W' " Þegar Framsókn lánaðt Al- þýðuflokknum eitt atkvæði og Sjálfstæðismenn annað Þegar kosið var í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins, fékk listi Alþýðuflokksins 9 atkvæði, tvö voru lánuð, annað frá Framsókn, hennar listi fékk ekki nema 13 atkvæði, hitt frá Sjálfstæðis- flokknum, listi hans fékk ekki nema 16 atkvæði. Listi sósíalista fékk 10 atkvæði. Finnur mun því um hríð leika hlutverk framlið- inna í þessari stjórn. Þakkað veri Framsókn og Sjálfstæðisflokkn- um. Sérstaklega er þar eftirtekt- arvert, að Framsóknarmaðurinn sem kaus Finn, fyrirgerði þar með þeim möguleika sem flokkur hans hafði á að fá tvo menn í nefndina. Og enn lánaði Sjálfstæðis- flokkurinn báðum Þegar kosið var í síldarútvegs- nefnd höfðu Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn sameigin- legan lista. Hann hlaut 22 at- kvæði. Sjálfstæðismenn lánuðu honum eitt atkvæði. Listi sósíal- ista fékk 12 atkvæði, Sjálfstæðis- menn lánuðu honum 2 atkvæði. Framsóknarmenn og Sós- íalistar lánuðu Alþýðu- flokknum Þegar kosið var í Lands- bankanefnd fékk listi Alþýðu- I Eins og rafmagnsnotendum í Reykjavík er kunnugt, þá samþykkti bæjarstjórn Reykja víkur fyrir nokkru síðan bráðabirgðahækkun á nokkr- um liðum í gjaldskrá Raf- magnsveitunnar. Kækkun þessi er gerð ein- göngu, vegna erfiðlika, sem nú eru til að framleiða næga raforku fyrir orkuveitusvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, og er hækkuninni hagað þanmg, að hún komi að svo miklu leyti, sem unnt er, em- göngu á rafmagnsupphitun- ina. . ., Þessi hækkun a gjala- skránni verður afnumin strax og stækkun Sogsstöövarinnar er komin í framkvæmd, sem búizt er við að veröi í lok jan úarmánaðar n. k. Breytist þa gjaldskráin frá næsta álestri eftir að stækkun Sogsstöðvar- innar er fullgerð, þannig að hún verður eins og hun var áður en hækkun þessi var gerð. Rafmagnsveitan vill nú til leiðbeiningar fyrir notendur, skýra í stuttu máli þessar bráðabirgðabreytingar á gjaldskránni og veröa nefnd- ir í því sambandi aðeins þeir gjaldskrárliðir, sem breyting- ar hafa verið gerðar á. Við taxta A2. Það eru hem- ilmælar til ljósa, þar verður yfirstraumur reiknaður með fullu ljósaverði, en áður var heimild til aö reikna hann á 12 aura á kwst., ef um hitun- arnotkun var að ræða. Taxti A3D. Þar var heim- ild til áð reikna 15 kwst. á ári á kvaörat metra gólfflat- ar á 12 aura á kwst., en 5 aura þá eyðslu, er umfram var. Þessi lækkun í 5 aura á kwst. er felld niður og verður öll eyöslan á þennan taxta reiknuð á 12 aura á kwst., auk fastagjalds sem er ó- breytt. Taxti þessi er ljósa- taxti aðallega fyrir iðnað, skrifstofur og verzlanir. Taxti A4. Tvígjaldsmælar fyrir ljós, þar er 12 aura verö- ið á kwst. hækkað í 25 aura á kwst. Þessi taxti er notaöur þar sem ljósaálag er minnst 5 k. w. flokksins 9 atkvæði, listi Fram- sóknar 13 atkvæði og listi sósíal- ista 9 atkvæði. Sósíalistar og Framsókn hafa lánað vesalings Alþýðuflokknum sitt atkvæðið hvor. Staðreyndir Þannig eru nú „bölvaðar stað- reyndirnar“, þær eru leiðar fyrir Alþýðuflokkinn og lciðast af öllu er, að allir gera grín að Alþýðu- blaðinu þegar það talar um sam- særi kommúnista og íhalds gegn Alþýðuflokknum. Taxti A5. Þar er 12 aura veröið hækkaö í 25 aura a kwst. Þessi taxti er aðeins fyi- ] ir útilýsingu og auglýsinga- I Ijós. j Taxti B2. Breyting á þess- i um taxta er þanmg, að 5 aura veröið, sem áður var hækkaö í 12 aura á kwst. Níu-aura verðið verður ó- breytt, þó veröur útreikning- um á níu-aura verðinu hagaö þannig, að fyrir hvern mánuö sem hækkunin varir, veröur 1/10 hluti af níu-aura kwst., sem notandanum ber aö greiöa á ári reiknaöur á 9 aura á kwst., en sú eyðsla, sem er fram yfir á 12 aura á kwst. Herbergjagjaldið veröur ó- breytt. Taxti þessi er ein- göngu fyrir íbúöir. Taxti B3. Breyting veröur þannig á honum, að átta aura; veröiö á kwst. verðm’ reiknaö eftir íbúðarstærö á sama hátt og í taxta B2 og 1/10 hluti af þeim átta aura kwst., sem notandanum ber að greiöa á ári rsiknaöur meö 8 aur. á kwst. fyrir hvern mánuð, sem hækkunin varir, en sú eyðsla, sem fram yfir er meö 12 aura á kwst. (eins og í taxta B2). Fyrir veitingahús, gistihús og aöra slíka staöi, er taxtinn óbreyttur til suðu. Herbergj agj aldið veröur ó- breytt. Taxti þessi er fyrir í- búöir og matsuöu 1 veitinga- húsum og gistihúsum m. m. Taxti B4. Þar eru heimil- mælar til ljósa, suöu, hitunar og smá véla. Yfirstraumurinn, sem áður var 9 aura á kwst. og í sumum tilfellum lækk- aði 1 5 aura á kwst., veröur nú 18 aura á kwst. Forseti sambandsins, Páll S. ! Pálsson, setti þingið. Forseti þingsins var kjörinn Gestur Andrésson, bóndi á Hálsi og rit- ari Guðmundur Vigfússon, skrif stofumaður, Reykjavík- Þingið tók til méðferðar ýms I merk innansambandsmál, en auk þeirra gerði það eftirfar- andi ályktanir: i 1. SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ Eftirfarandi tillaga var borin fram af fulltrúum U. M- F. R. og samþykkt einróma: Hemilgjaldiö veröur óbreytt. Taxti þessi er yfir íbúöir, skrifstofur, verzlanir og smá. vinnustofur. Taxti D4. Heimild fyrir lok- unartíma fyrir hitunarofna er Jengd, sem hér segir: Fyrir há degi úr iy4 klst. í 2klst. og í eftirmiðdaginn úr 2 klst í 3 klst. Taxt/ D4a. í þessum taxta er dagveröið hækkaö úr 5 aurum á kwst. í 12 aura á kwst. Næturverðiö óbreytt. Taxti þessi er fyrir upphitun í íbúöum. Taxti D4c. Þar er verðið hækkaö úr 3 aurum ákwst. í 7 aura á kwst. Taxti þessi er fyrir upphitun í íbúöum. Eftir þessum taxta veröur eigi fyrst um sinn seld raf- orka til nýrra notenda. Hækkanir þessar á gjald- skránni komu til framkvæmd ar frá mælaálestri um síö- ustu. mánaöarmót (nóv. og dec.) og hækkunin gildir eins og áöur er sagt, þar til næsta álestur eftir aö tekin er í notkun hin nýja viöbót við Sogsstööina. Búast má við enn þá lægri spennu á raforkunni síðustu dagana fyrir jólin, en nú er,, vegna aukinnar notkunar heimilanna og fer stjórn Raf magnveitunnar hér meö fiam á við alla rafmagnsnottndur á orkuveitusvæöi Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Hafnar- fjaröai, aö þeir spari rafork 1 una eítir því, sem þeir geta og dreifi notkun sinni sem mest. Húsmæður ættu ekki núna fynr jólin aö reiða sig á raf- orkuna til baksturs, fyrr en eftir kl. 9 aö kvöldi og fyrir kl. 9 aö morgni, þar sem óvíst er að hægt veröi aö halda fullri spennu á raforkunni í eftirmiödaginn. „21. þing U. M. S. K. lýsir á- nægju sinni yfir tillögum stjórn arskrárnefndar og yfirlýsingu meirihluta Alþingis í sjálfstæð- ismálinu- Skorar þingið á alla Islendinga að standa einhuga um stofnun íslenzks lýðveldis 17. júní 1944. Jafnfamt beinir þingið þeim tilmælum til hinna fáu íslend- inga, sem enn halda uppi and- róðri gegn þessari sjálfsögðu lausn málsins, að láta hann nið- ur falla þegar í stað, svo að þjóð Frh. á 5. síðu. Þíng Ungmennasambands Kíalarnesbíngs 21. þing Ungmennasambands Kjalarnesþings var háð að Klébergi á Kjalarnesi, sunnudaginn 13. desember s.l. Þingið sátu 15 fulltrúar frá öllum deildum sambands- ins, en sambandið telur um 600 meðlimi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.