Þjóðviljinn - 17.12.1943, Page 3

Þjóðviljinn - 17.12.1943, Page 3
Föstudagur 17. desember 1943 Þ JÓÐVTL JINN 3 HúsnæDisleyslð Á þessum síðustu og verstu tímum hefur mikið verið rætt og ritað um húsnæðisvandræði Reykjavíkurbæjar. Hafa þær um- ræður aðallega snúizt um það fólk, sem ekki hefur getað fengið 'inni fyrir sig og fjölskyldur sínar og er það eðlilegt. Það eru fleiri, sem eru að minna eða meira leyti á götunni, en það eru íþróttafélögin með æfingar sínar. Á öðrum stað hér á íþróttasíðunni í dag er frá því sagt, að eitt félag verður að leggja niður starfsemi sína 1 vetur vegna húsnæðisvandræða. Mörg þeirra verða að draga meira eða minna úr henni og margir flokkar komast alls ekki að. Afleiðingin verður svo sú, að þeir sem fremstir eru í keppninni sjálfri koma, en hinir, sem eiga og þurfa að stunda æfingar sér til hressing- ar komast ekki að eða draga sig til baka. Þetta fer ekki vel saman við það, að allir, æðri sem lægri, eggja ungt fólk til íþróttaiðkana. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur verið mjög vinsamleg að lána íþróttafélögunum þá fimleikasali, sem hún hefur yfir að ráða, endurgjaldslaust, en það hrekkur hvergi nærri. til. Það er líka svo, eftir því sem leikfimikennararnir sögðu í sambandi við skólaasýninguna fyrir tveim árum að í bæinn vanti 6—8 leikfimisali til þess að fullnægt verði lögákveðinni leikfimi- kennslu í skólum. Eg hef nú grun um, að flest af stærri íþrótta- félögunum í bænum hafi í huga að byggja sér leikfimisali, og er ekki nema gott eitt að segja um slíkan stórhug, en það er ekki til þess að draga kjark úr þessum félögum að ég segi, að á slíkum fyrirætlunum hef ég enga trú, hvorki á sjálfri fram- kvæmdinni og ekki heldur á árlegum rekstri. Til þess eru félög- in of fámenn, of lág lögskipuð gjöld og áhuginn ekki. nógu almennur, að minnsta kosti eins og er. Þess vegna er það mín skoðun, að bær og ríki eigi að koma upp íþróttasölum til að fullnægja lögákveðinni leikfimi í skól- um, með það einnig í huga að lána áhugamönnum salina á kvöldum, því það er eini tíminn, sem þeir geta stundað sínar 1 ' • ',rA r -• > cfTUÍUú æfingar. Þó einhver leiga væri tekin væri það ekki stórt at- riði, hitt er aðalatriðið að möguleikarnir séu fyrir hendi. Upp úr þeim möguleikum og þeim almenna áhuga, sem við það skap- aðist, ættu þessir þrír aðilar, ríki, bær og íþróttamenn að geta sameinazt um byggingu sýningarhallar, sem að vísu tilfinnan- lega vantar hér nú þegar. Þetta mál er svo alvarlegt fyrir íþróttahreyfinguna í bæn- um að það má ekki sitja svona í sama farinu lengur, en það dugar ekki að ein rödd hrópi í eyðimörkinni. Það verður að vera samstilltur kór, sem starfar af áhuga, einlægni og skilningi. Það er líka sanngirniskrafa, að það opinbera sé vakandi fyrir þörfum og auknum möguleikum til þess að glæða þjóðholla starf-, semi eins og íþróttirnar. Sviar cetja 13 met í hlaupum ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON badmintonfélagið 5 ára í september höfðu Svíar sett 13 sænsk met í frjálsum íþrótt- um auk þess sem nokrir náðu góðum árangri. Skráin yfir þessi met lítur svona út: 400 m. Sven Ljunggren 47,5 440 yards Sven Ljunggren 48,0 800 m. Hans Liljekvist 1:49,9 800 m. Hans Liljekvist 1:49,2 880 yards Sven Malmberg 1:52,0 880 yards Hans Liljekvist 1:51,7 1000 m. Hans Liljekvist 2:22,6 1500 m. Arne Anderson 3:45,0 1600 m. Arne Anderson 4:02,6 10000 m. G. Jackobsson 30:17,4 200 m. grindahl. H. Lidman 24,0 3000 torf.hl. E. Elmstár 9:03,4 4x400 m. Hellas 3:16,4. Sixten Larson hefur hlaupið 400 m. grindahlaup á mettíma, 52,4. Arne Anderson hefur hlaup ið % úr mílu á heimsmetstíma, 2:58,2. Elmstár hleypur 1000 m. torfæruhlaup á 4:11,6, sem er óopinbert heimsmet ásamt tíma Lennard Strandbergs, 300 m. á 34,5. Svíar eiga nú einn nýjan göngugarp sem Verner Hard- mo heitir, gerir hann skæð á- hlaup á heimsmet landa síns, Mix Mikaelsson, og nefpir sænskt blað hann Hágg göngu- íþróttarinnar. Fjögur heimsmet hefur hann nú hertekið. Það síð asta sett í Malmö 8. september í haust á 3000 m. og var 12:02,2 á leiðinni. Næsta met á undan var í 5000 m. og gekk liann þá vegalengd á 20:31,6 mín. * HEILSUFRÆÐI ÍÞRÚTTAMANNA * Um hraustleikagildi íþróttanna Iþróttirnar einar geta veitt öllum líkamanum jafnan þroska, samfara snarleik og þrótt, sem aldrei hefst upp úr neinni hversdagsvinnu. Það er svo um hvert líffæri, að hæfileg áreynsla er fyrsta og helzta þroskaskilyrðið. Þetta á heima um alla vöðvana, á heima um hjarta og lungu, um meltingar- ★ Tenriis- og Hinn 4. desember s. 1. eru fimm ár liðin síðan Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur var stofnað. í tilefni af þessu náði íþróttasíðan tali af for- manni félagsins, Jóni Jóhannes syni, og fórust honum svo orð: Badminton-leikur er tiltölu- lega ungur hér á landi. Hann mun hafa fyrst verið leikinn hér 1934. Kynntumst við Jón Kal- dal honum í Danmörku. Fyrst var hann leikinn hér af áhuga fólki, sem hafði yndi af leikn- um, án nokkurra félagssam- taka. Árið 1938 kenmur hingað danskur maður að nafni Jörgen sen, sem er kennari danska Badmintonsambandsins. Kom- umst við brátt í samband við hann og gaf hann okkur allar þær leiðbeiningar sem hann gat. Var þetta í rauninni upphafið að félagsstofnuninni. Stofnendur voru 31, en eru nú nokkuð á annað hundrað. Hef- ur félagið starfað óslitið síðan, þótt við húsnæðiserfiðleika hafi verið að etja, þar til nú í vetur, að félaginu hefur ekki tekizt að fá neitt húsnæði fyrir starfsemi sína og liggur hún því niðri eins og er. Eg hef ekki frið fyr- ir fyrirspurnum manna er vilja iðka þennan leik. Þetta er al- varlegt mál fyrir okkar unga félag og þótt okkur dytti í hug húsbygging, þá vantar fjármagn og í þeirri dýrtíð sem nú er yrði slíkt óframkvæmanlegt fyrir okkar fámenna hóp. Við réðumst líka í að bvggja okkur tennisvöll á síðastiiðnu sumri. Var gerð þar tilraun rr.eð efni, sem ekki hefur áður verið notað í tennisvelli, er það sama efni og er 1 hlaupabrautinni eða deigulmór, hraunsalli og mold eftir vissum hlutföllum. Um reynslu er ekki hægt að segja enn. Völlur þessi verður dýr og því í töluvert ráðizt af ekki stærra félagi, enda nokkuð af honum enn í skuld. Félagið hefur átt marga góða tennis- og badminton-leikara, og niá nefna í fremstu röð Friðrik Sigurbjörnsson, Ástu Benjamíns s. n Unni Briem, Kjartan Hjaltested, Júlíönu Isebarn og Jón Jóhannesson (þeim siðasta bætt; íþróttásíðan við). Það er mikill áhugi rikjandi í fé’.aginu og ut um land er vaxandi áhugi fyrir þessum leik. En eu.s og 6g sagði áðan þá er það húsnæð isleysið, sem er mesta vandamál færin, o. s. frv- Hvert það líf- færi, sem liggur í leti, ef svo mætti segja, verður harla getu- lítið og íþróttirnar geta þrosk- að og styrkt öll líffæri manns- ins, ef rétt er á haldið. félagsins og það mál, sem krefst bráðrar úrlausnar11. segir Jón að lokum. Það er leiðinleg tilvilj- un, að félagið skuli á þessu fimmta afmælisári sínu vera húsvillt með æfingar sír.ar, en það sýnir aðeins hve aðbúnaður er takmarkaður hér í hófuðstaðn um til íþróttaiðkana. Íþróttasíð an vonar að úr rætist fyrir fé- laginu og óskar því til ham- Leikur Svía viö Ungverja í knattspyrnu, sem fram fór 15. sept., endaði meö sigri Ung- verja 3:2. Var þaö þriöji leik- ur Svía á þessu ári Sænska liöið setti þó fyrsta markiö eftir 7 mínútur. Ungverjar jöfnuöu eftir stutta stund og ekki var komin nema 13. mín úta leiksins þegar Svíar settu annað mark. Ungverjar jafna og setja síðan sigurmarkið. Þennan sigur þurfa Svíar ekki aö vera óánægðir með. Þó má segja, aö þeir hafi haft fleiri tækifæri á markið en gestirnir, en aftur á móti sýndu þeir miklu betri knatt- spyrnu, svo miklu betri aö eitt mark í tap má kalla góöa frammistööu. Sá sem bar höfuð og herð- ar yfir aöra liösmenn Sví- anna, var hægri bakvöröur- inn Henry Nilsson, meö hrein spörk og öryggi. Næstur hon- um kom Gunnar Nordhal sem lék sinn bezta leik sem mið- framherji í landsliðinu. Dóm- ari var Finninn Max Viini- oksa. Góðir voru einnig Gunnar Gren, Olle Áhlund og Ai'ne Nyberg. Ungverska liðið sýndi leik ingju með framtíðarstarf sitt. Stjórn þess skipa nú Jón Jó- hannesson formaður (frá stofn- un þess), Friðrik Sigurbjörns- son varaform., Júlíana íscbarn ritari, Kjartan Hjaltested gjald keri og Ásta Benjamínsson með stjórnandi. Auk þess eru starf- andi tennis- og badminton- nefndir. sem minnti á hina friðsömu daga þegar við vormn í lær- dómsríku sambandi viö meg- inland.ö og enska knatt- spyrnu. Þar var fjölbreytni í leiknum, ýmist langar eöa sluttar spyrnur, snöggar og ákveðnar spyrnur, sem svo oft vantar 1 sænska knattspyrnu. Þetta atriöi, aö láta knöttinn ganga og þar með aö spara kraftana, er aðalsmerki hinna „stóru“ knattspyrnumanna. Meö skallann voru Ungverj- arnir miklu betri en Svíarnir. Lið gestanna var mjög jafnt og féll vel saman. Markmað- ui'inn Toth I. sýndi t. d. í eitt skipti óviðjafnanlégan leik með því að taka „óverjandi" knött. Vinstri bakyöröur Biro, framvörðurinn Torosi III. og Toth III. voru góðir. Fyrri hálfleikur var betri, þá var leikið frá báðum hliöum. Eft- ir hálfleik varö þaö alltaf meir og meir ungversk sókn. Leikurinn fór fram í Rá- sunda, og horfðu á hann 38 þúsund áhorfendur, og þrátt fyrir tapiö yfirgáfu > þeir völl- inn glaðir og vingjarnlegir, enda gáfu ungversku leik- mennirnir þeim þann vitnis- burð að þeir væru „beztu á- horfendur í Evrópu". Krónprins Svía heilsar fyrirliða Ungverjanna, Bvrol 1 fjjfiit' feík-!i byrjun, en fararstjórinn, Vaghy, kynnir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.